Fréttablaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 6
Utankjörfundarskrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 er opin frá kl. 9–17 alla virka daga. Kosning fer fram hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum og ræðismönnum erlendis. Í Reykjavík er kosið í Skógarhlíð 6, virka daga kl. 9:00–15:30. Frá og með 16. apríl í Laugardagshöll kl. 10:00–22:00. Nánari upplýsingar í síma 540 4300 eða á netfanginu einar@framsokn.is. Framsóknarfólk! Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsmenn erlendis o.s.frv. Kosning utan kjörfundar framsokn.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 7 5 2 „Þetta er alls ekkert vandamál og það er verið að mála skrattann á vegginn,“ segir Ágúst Guðmundsson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, en hestamenn í Fjár- eignarfélagi Reykjavíkur hafa mótmælt fyrirhuguðum fisflug- velli á Hólmsheiði. Hestamenn- irnir telja að völlurinn sé of nærri hesthúsahverfinu sem rís nú í grenndinni og það kunni að stofna lífi hrossa og hestamanna í hættu. Ágúst segir að flugvöllurinn verði á vel afmörkuðu svæði og að tæpir tveir kílómetrar muni skilja á milli flugvallarsvæðisins og hestamanna- svæðisins. Þá verði reiðstígar færð- ir til svo ekki eigi að vera hætta á ferðum. „Það þarf ekki annað en líta á Tungubakkana í Mosfellsbæ; þar eru flugvöllurinn og hestamanna- svæðið nánast á sama bletti og ég veit ekki til þess að vandræði hafi skapast þar,“ segir Ágúst. Unnið hefur verið að því síðast- liðin fjögur ár að finna framtíðar- stað fyrir fisflugvöllinn. Nú hefur Fisfélagið aðstöðu á Grund en það svæði hefur verið tekið undir bygg- ingarland. „Hólmsheiðin er í raun eina svæðið innan borgarmarkanna sem kemur til greina. Það hlýtur að vera hægt að leysa þetta í sátt og samlyndi svo bæði hestamenn og fisflugmenn fái aðstöðu á þessu svæði,“ segir Ágúst. Lögregla leysti upp mótmæli í Nizhny Novgorod, fjórðu stærstu borg Rússlands, í gær. Skipuleggjendur mótmæl- anna segja lögreglu hafa hundruð mótmælenda í haldi, þar á meðal tugi innlendra og erlendra blaða- manna. Mótmælendur létu í ljós óánægju sína með stefnu stjórn- valda á svæðinu í umhverfis- og húsnæðismálum, en gagnrýndu jafnframt stjórnvöld í Moskvu fyrir að hamla málfrelsi. Þetta voru þriðju mótmælin af þessu tagi á síðustu mánuðum. Fyrr í mánuðinum leysti lögregla upp mótmæli í St. Pétursborg. Leyst upp af stjórnvöldum l Mona Sahlin og Helle Thorning Schmidt verða heiðursgestir á landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll 13.–14. apríl. Sahlin var ný- verið kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu hans. Helle Thorning Schmidt hefur verið formaður danska Jafn- aðarmannaflokksins frá árinu 2005. Þær stefna báðar að því að verða fyrstar kvenna til að gegna embætti forsætisráð- herra í heimalöndum sínum. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir og Thorning Schmidt voru heiðursgestir á aukalandsfundi sænska flokksins um síðustu helgi, þar sem þær árnuðu Sa- hlin heilla. Sahlin og Schmidt mæta Karlmaður á fertugsaldri var á föstudag dæmdur í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur fyrir stórfellda líkamsárás. Maðurinn var staddur á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í janúar í fyrra þegar hann hellti fyrir slysni úr bjórglasi yfir sjálfan sig. Par sem gekk framhjá honum varð vart við það og flissaði konan að atburðinum. Við það reis maðurinn upp og kýldi kon- una með bjórglasinu í andlitið. Við högg- ið brotnuðu fimm tennur í konunni, þrjár í efri gómi og tvær í þeim neðri, auk þess sem hún hlaut fjögur sár á hálsi og bólgu á neðri vör. Síðan árásin átti sér stað hefur konan þurft að gangast undir viðamiklar tann- viðgerðir auk lýtaaðgerðar til að lag- færa þá áverka sem hún varð fyrir. Hinn ákærði játaði fyrir dómi að hafa slegið stúlkuna í andlitið. Hann kvaðst hafa verið undir áhrifum áfeng- is og fíkniefna umrætt kvöld. Síðan hann framdi brot sitt hafi hann hins vegar tekið sig á, sýnt iðrun og vilja til að bæta sig með því að leita sér að- stoðar við fíkniefnavanda sínum. Í dómsorði er það virt honum til refsilækkunar. Þar er þó tekið fram að atlaga hans hafi verið stórhættu- leg og hending hafi ráðið því að ekki hafi farið verr. Auk refsingarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu rúmlega hálfa millj- ón króna auk sakarkostnaðar. Braut fimm tennur í konunni Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hittust í Berlín í gær í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Rómarsáttmál- inn svokallaði var undirritaður um stofnun Efnahagssambands Evrópu, sem var undanfari Evr- ópusambandsins. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hvatti aðra leiðtoga aðild- arríkja Evrópusambandsins til að styðja endurnýjun grunnstoða sambandsins á næstu tveimur árum, og sagðist vona að afmæl- ishöldin myndu leiða til lausnar sjálfheldunnar sem skapaðist í kringum stjórnarskrá sambands- ins, sem hafnað var af Frökkum og Hollendingum árið 2005. Hún sagði mikilvægt að senda skýr skilaboð til 490 milljóna íbúa Evr- ópusambandsríkjanna um það hvert sambandið stefndi. Þjóðverjar fara með nú forsæti í Evrópusambandinu og er mjög annt um að ná samkomulagi innan sambandsins um stjórnarskrá. Fundarstaðurinn, Berlín, hefur verið í hringiðu margra áfalla sem dunið hafa á Evrópu, allt frá kreppunni miklu á millistríðs- árunum og harðstjórn nasista til Kalda stríðsins. Merkel sagði þetta undirstrika mikilvægi þess að Evrópusambandið væri sam- heldið. „Borg sem eitt sinn var sundr- uð en stendur nú sameinuð ... er tákn fyrir það sem hefur unnist í Evrópu undanfarin 50 ár,“ sagði Merkel. Til þess að tryggja að deilurn- ar um stjórnarskrána myndu ekki varpa skugga á hátíðarhöldin var öllum þrætueplum, sem og tilvís- unum í stjórnarskrána, haldið frá hinni svokölluðu Berlínaryfirlýs- ingu, sem samþykkt var á fund- inum og einblínir á fyrri afrek Evrópusambandsins. Þar er til dæmis ekkert minnst á áætlanir um inntöku nýrra aðildarríkja, til að mynda Tyrklands, Albaníu og Úkraínu, en talsverður styr hefur staðið um áætlanir þeirra um inn- göngu í sambandið. Jan Peter Balkenende, forsæt- isráðherra Hollands, sagði á fundi íhaldssamra leiðtoga fyrir há- tíðarhöldin, að yfirlýsingin væri mjög góð, en „best væri að forð- ast alfarið orðið „stjórnarskrá“.“ Hvatt til breytinga í afmælisfögnuði Leiðtogar ríkja Evrópusambandsríkja funduðu í Berlín í tilefni 50 ára afmælis Rómarsáttmálans. Angela Merkel hvatti til samþykktar stjórnarskrár sam- bandsins. Stjórnarskráin var hvergi nefnd í svokallaðri Berlínaryfirlýsingu. Ertu með klink í veskinu þínu? Ertu skráð(ur) í stjórnmála- flokk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.