Fréttablaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 12
„Það er voðalega erfitt að halda því fram að einræði hafi í för með sér vonda tónlist. Það er eiginlega þvert á móti. Tónlistin lifir sínu eigin lífi.“ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, Guðrúnar Sigríðar Baldvinsdóttur áður Klettaborg 3, Akureyri. Birgir Tryggvason Anna Margrét Tryggvadóttir Hörður Guðmundsson Guðný Tryggvadóttir Ólafur G. Viktorsson Ólöf Guðrún Ólafsdóttir Thibaut P. M. Guilbert Anna Margrét Ólafsdóttir Júlíus Aron Thibautson Guilbert Helga Sigurlaug Baldvinsdóttir. 80 ára afmæli Þriðjudaginn 27. mars nk. verður Guðmundur Bjarnason rafvirkjameistari áttatíu ára. Af því tilefni býður hann ætting jum og vinum til samfagnaðar í Félagsheimili OR, rafveituheimilinu Elliðaárdal, frá kl. 17 til 20 á afmælisdaginn. Rómarsáttmálinn undirritaður Ragnheiði Hanson, sem skipulagði tónleika Elton John á Laugardalsvelli hinn 1. júní árið 2000, var á dögunum boðið í sextugsafmæli breska tónlistarmannsins Elton John, sem verður haldið í Madison Square Garden í New York í kvöld. Þar mun Elton flytja öll sín þekktustu lög fyrir framan vini sína og vandamenn. Ragnheiður ákvað að þekkjast ekki boðið en fara þess í stað til Ítalíu í afslöppunarferð. Hún segir Elton hafa verið mjög viðkunnanlegan er hún hitti hann á sínum tíma. „Hann var afskaplega fínn og skemmtilegur. Hann var með húm- orinn í lagi og reytti af sér brandarana,“ segir Ragnheiður. Elton stoppaði stutt við hér á landi og flaug út með einkaflug- vél sinni strax eftir tónleikana. Náði hann þó að svala gler- listaráhuga sínum á þeim klukkutímum sem hann hafði af- lögu. „Hann hefur greinilega mikinn áhuga á gleri og hann keypti sér eitthvað af gleri og dóti, þannig að hann reyndi að fá eitthvað frá landinu. Síðan sagðist hann vilja koma aftur hingað til að skoða sig um.“ Talið berst þá að afmælistónleikum Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, þar sem Elton tróð óvænt upp. „Mér var ekki boðið, því er nú verr og miður. Ég hefði alveg verið til í að mæta,“ segir Ragnheiður og hlær. Elton John fæddist í bænum Pinner í Middlesex-sýslu á Eng- landi. Var hann skírður Reginald Kenneth Dwight en breytti nafninu síðar í Elton Hercules John. Hann hefur gefið út fjölmargar plötur í gegnum tíðina og á meðal þekktustu laga hans eru Crocodile Rock og Candle in the Wind. Ragnheiður segist eiga mörg uppáhaldslög með Elton. „Daniel er æðislegt og líka Someone Saved My Life Tonight. Þessi ferill hans hefur verið alveg æðislegur og hann er frábær tónlist- armaður. Hann er æðislega flottur á tónleikum og spil- aði í þrjá klukkutíma hér, sem eru lengstu tónleikar sem hafa verið haldnir á Ís- landi. Hann hefur gífurlegt úthald og að spila í þrjá klukkutíma er alveg stór- merkilegt,“ segir hún. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis fagnar 75 ára afmæli sínu 28. apríl næst- komandi. Í tilefni af afmæl- inu mun SPRON gefa sjö- tíu og fimm vatnsbrunna til Hjálparstarfs kirkj- unnar, einn fyrir hvert ár sem SPRON hefur starfað. Samstarfssamningur þess efnis var nýverið undirrit- aður, en hann hljóðar upp á tólf milljónir, og nær til þriggja ára, að því er segir í fréttatilkynningu. Brunnunum verður komið fyrir hjá sjálfs- þurftarbændum og fjöl- skyldum þeirra í Malaví og Mósambík í Afríku. Sökum vanefna og þurrka á svæðinu er uppskera bændanna stopul. Brunn- arnir munu veita þátt- takendum í verkefninu greiðari aðgang að hreinu vatni til drykkjar, en jafn- framt leggja hönd á plóg- inn í búskapnum, þar sem að bændur geta komið á fót áveitum. Brunnarnir verða þannig grundvöllur bættra lífskjara, þar sem uppskerur verða öruggari og meiri, fæði fjölbreytt- ara og heilsufar betra. Þeim fylgir fræðsla um hreinlæti og smithættu. SPRON gefur vatnsbrunna Lið Menntaskólans í Reykja- vík og Menntaskólans í Kópavogi mætast í úr- slitum Spurningakeppni framhaldsskólanna næstkomandi föstudag. Lið MR lagði lið Verzl- unarskóla Íslands að velli á fimmtu- dagskvöldið og MK fór með sigur af hólmi í æsispennandi keppni við Mennta- skólann við Hamra- hlíð á föstudagskvöld. Menntaskólinn í Reykja- vík er sigursælasti skól- inn í sögu Gettu betur. Lið skólans hafa unnið tólf sinnum á því 21 eina ári sem keppn- in hefur verið hald- in. Lið Mennta- skólans í Kópavogi hefur einu sinni farið með sigur af hólmi í keppninni, árið 1989. MR og MK í úrslit FÆDDUST ÞENNAN DAG AFMÆLI Mikil spenna var í Vetrar- garðinum í Smáralind á föstudagskvöld þegar ljóst varð hvaða atriði kæmust í þriggja manna úrslitin í X- Factor. Að þessu sinni höfðu dómararnir ekkert að segja um úrslitin, atkvæði þjóð- arinnar réðu öllu. Þjóðin kaus að senda þær Guðnýju og Írisi, sem skipa dúettinn Gís, heim. Þar með er ljóst að í þriggja manna úrslit- unum verður eitt atriði frá hverjum dómara; Hara frá Páli Óskari, Jógvan frá Ein- ari Bárðar og Guðbjörg frá Ellýju. Mikil dramatík braust út þegar úrslitin voru kunn- gjörð. Guðbjörg og Ellý fögnuðu dátt en Gís-stöllur fengu uppörvandi faðmlag frá Palla. Gís send heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.