Tíminn - 20.07.1979, Side 5
Föstudagur 20. júli 1979.
5
I dag opnar Steingrimur
Sigurðsson listmálari sýningu á
tuttugu nýjum vatnslita-
myndum i Þrastarlundi við Sog.
Sýningin verður opin til
mánaðamóta. Myndirnar á
sýningunni eru allar málaðar á
þessu ári, en Steingrimur hefur
nú um skeið helgað sig hinni
erfiðu list vatnslitanna.
kringlur
eru góðar 32?
með kaffinu!
BRAUÐGERÐIN
Krútt
AÐALGATA 9
BLÖNDUÓSI
SÍMI 95-4235
Mjðg ánægður með
undirtektir”
segir sjávarútvegsráðherra um
viðbrögð manna við orku-
spamaðartillögum i sjávarútvegi
HEI — ,,Á þessu stigi bað ég
hagsmunaaðila, sem þeir sam-
þykktu, að koma með hug-
myndir sinar um hvernig aetti að
hrinda orkusparnaðaráform-
unum I framkvæmd, og mat
þeirra á þvi hvað framkvæmd
hinna ýmsu hugmynda myndi
koma til með að kosta hjá
hverjum og einum” svaraði
Kjartan Jóhannsson, sjávar-
útvegsráðherra spurningu um
það hvað ráðuneytið hygðist
gera til að koma sparnaðar-
áformum sinum sem fyrst i
framkvæmd.
,,Þá er auðveldara að meta
arðsemina og raða verkefnum
i forgangsröð. Sumt af þessu er
þess eðlis, að einhverskonar
sameiginlegt átak þarf til að ná
fram hvatningu til aðgeröa.
Annað er þess eðlis að útvega
þarf fé i fjárfestingalána-
sjóðum, eða jafnvel að breyta
reglum þeirra.”
Kjartan sagðist mjög
ánægður með hvað menn hafi
verið jákvæðir og sýnt vilja til
að koma sem flestum þessara
hugmynda I framkvæmd.
Steingrímur
Steingrímur í
Þrastarlundi
Fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar:
Engin
þörf á
endur-
skoðun
Kás — Það hefur verið
lenska hjá mörgum sveitar-
félögum undanfarin verö-
bólguár, að endurskoða fjár-
hagsáætlun sina um mitt
árið, þegar fyrir liggur
álagning opinberra gjalda
fyrir það árið. Hefur
mönnum þótt verðbólgan
sprengja upþ ýmislegan
kostnað, sem fyrir bragðið
hefur reynst óraunhæfur
þegar til kom:
Þeir á Akureyri virðast
hins vegar vera farnir að
kunna lagið á verðbólgunni,
þegarþvi á fúndi bæjarrófis
Akureyrar fyrir nokkru, var
samþykkt að ekki væri
ástæða til að taka fjárhags-
áætlun bæjarins til endur-
skoðunar svo sem samþykkt
var við gerð hennar um ára-
mót.
Gamlar bækur
til sölu
Misjafn sauður i mörgu fé. efti.r Eirik á Brúnum,
Stjörnufræði Ursins Viðey 1842 (þýð. Jónas Hallgrims-
son), Bútar úr ættfræði Islendinga, eftir Stein Dofra, Ævi-
saga Sr. Arna Þórarinssonár 1-6 eftir
Þórberg Þórðarson, Encyclopaedia Britannica 1-23 og
Atlas (1966), Um hagi og réttindi kvenna eftir Brieti
Bjarnhéðinsdóttur, Rit Jóhanns Sigurjónssonar 1—2, Sól-
on íslandus 1—2, Fornaldarsögur Noröurlanda 1—3, Ver-
aldarsaga Sveins frá Mælifellsá, Palladómar Magnúsar
Storms 1—2, Reykjavikurbiblia (1859), Heklugosið 1947,
Handbók fyrir hvern mann eftir Magnús Stephensen,
Leirárgöröum 1812, Innstrúx fyrir hreppsstjórnarmenn á
Islandi (Magnús Stephensen), Leirárgöröum 1810, Völu-
spá eftir Eirik Kjerulf, Blað lögmanna, Ævisaga Alberts
Thorvaldsens, Khöfn 1841, Náttúruskoðari, Leirárgörðum
1795, Alþýðubókin eftir Halldór Laxness (frumútg.), 1
Austurvegi eftir Halldór Laxness, Rauður loginn brann
eftir Stein Steinarr, Sýslumannaæfir 1—5, Þjóðsögur Jóns
Arnasonar 1—2, Annáll 19. aldar 1—3, Verk Þorgeirs
Gjallanda 1—4, Sálmar og kvæöi Hallgrims Péturssonar,
Móakotsmálið, Byltingin i Rússlandi, eftir Stefán
Pétursson Bréfabók Guðbrandar, Orðið, timarit
guðfræðinema 1965—1976, Dagrenning og Timarit Máls og
menningar.
Nýkomið mikið val bóka um þjóðleg fræði, stjórnmál,
trúarbrögð, skáldskapur ungra og gamalla skálda, þýdd-
ar skáldsögur og hundruð vasabóka á ýmsum tungum.
Skrifið, hringið eða litið inn. Sendúm I póstkröfu.
Bókavarðan
— Gamlar bækur og nýjar —
Skólavöröustig 20 Reykjavik, simi: 29720.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri er Iaus til umsókn-
ar.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf berist til stjórnar Fjórðungs-
sjúkrahússins fyrir 10. ágúst n.k. Staðan
verður veitt frá 1. okt. n.k. eða eftir sam-
komulagi.
Umsækjendur skulu hafa menntun i
viðskiptafræði, stjórnun eða hliðstæðum
greinum.
Laun samkv. kjarasamningi starfsmanna
Akureyrarbæjar.
Allar nánari upplýsingar veitir stjórnar-
formaður Stefán Stefánsson bæjarverk-
fræðingur, simi 96-21000.
Stjórn F.S.A.
ÓFÆRÐ Á FJÖLLUM
^ fjallabíll sat fastur á Auðkúluheiði
I 5 tima
ÁS Mælifelli/KEJ — Frétta-
ritari Timans að Mælifelli
simaði i gær og kvað mikla
ófærð þar á Fjöllum og nefndi
sem dæmi að siðastliðinn mið-
vikudag hafi komið þangað 50
manna hópur á vegum Ferða-
félagsins á tveimur bilum. Að
Akureyri:
Lyftingamenn
fá milljón
Kás — Nýlega var lagt fram
erindi frá Lyftingaráði
Akureyrar, fyrir bæjarráð
staðarins, þar sem leitað var
eftir fjárstuðningi til endur-
nýjunar á tækjakosti
Lyfdngaráðsins. Bæjarráð
samþykkti að veita
Lyftingaráðinu allt að einnar
millj. kr. styrk til endurnýj-
unarinnar.
sögn fararstjórans, Hjalta
Kristgeirssonar, var mikil
ófærð norðan við Galtaból á
Auðkúluheiði en farið hefði
verið noröur Kjöl. Var aur-
bleyta mikil og grunnt á klaka
og satannar bUlinn fastur I
fimm tima.
Sagði Agúst að Ferðafélags-
hópurinn hefði ætlað aö fara um
Vesturdal og i Laugafell og svo
á Sprengisandsleið en Sigurþór
Hjörleifsson 1 Messuholti sem
kunnugur var leiðinni hefði ein-
dregið ráðiö frá þvi. Væri
einkum blautt og torfarið
sunnan Stafnsvatna.
Eðlilegt væri, sagði Agúst, aö
nokkur jeppaumferö væri um
fjalla- og dalaslóðir svo siðla
sumars en stórir bilar færu
mjög illa með hina ruddu
óbyggöarvegi og I sumum til-
vikum gætu spor þeirra jafnvel
gert vegina ófæra.
Þá hafði hann eftír Rósmundi
Ingvarssyni á Hóli í Tungusveit
að mikil bleyta væri á heiðum
en fært á hestum væri ekki farið
út fyrir göturnar.