Tíminn - 20.07.1979, Blaðsíða 6
6
mmm
Föstudagur 20. júli 1979.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þór-'
arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Áskriftargjald kr.
3.500 á mánuöi. Blaöaprent.
___________________________________________J
Reikningurinn
þrefaldast
í þeirri stöðu sem upp er komin i oliu- og orku-
málum er það fyrir öllu að menn geri sér ljóst, að
ekki er um að ræða timabundinn eða takmarkaðan
vanda, heldur væri miklu réttara að tala tæpitungu-
laust um heimskreppu i orkumálum. Það sem hefur
verið að gerast er að yfirgnæfandi likindum aðeins
fyrstu áfangarnir i nýrri þróun sem enginn veit
hversu lengi muni standa.
Það er ekki aðeins um það að ræða, að oliufram-
leiðslurikin hafi náð undirtökunum úr höndum al-
þjóðlegu risaoliufélaganna, heldur stendur heims-
byggðin frammi fyrir skorti á oliuvörum. Talið er
að þær muni endast lengst fyrir botni Persaflóa, i
Kuwait, og þar er þvi nú spáð að siðasti dropinn
renni að öld liðinni. Þegar að þvi verður komið
verður olia þorrin annars staðar, en lengst er hún
talin endast hálfa öld á öðrum slóðum.
Heimsbyggðin horfist með öðrum orðum i augu
við þá staðreynd að verða að hverfa frá oliubúskap i
orkumálum nú á næstu árum og áratugum.
Fyrir Islendinga ætti það nú að vera hafið yfir
þras, að við verðum að halda áfram á þeirri braut
að nýta og virkja innlenda orkugjafa af kappi. Árið
1970 voru tæp 70% orkunotkunar landsmanna inn-
flutt oliuorka, en i fyrra hafði hlutfallið lækkað nið-
ur i tæp 60%. Það er undur, þegar litið er um öxl,
hversu mikið hefur áunnist, og ekki siður hitt
hversu mikillar þröngsýni gætti i öllum umræðum
liðinna ára um orkumál og stórvirkjanir.
Það er i öðru lagi ljóst að við verðum að halda
áfram á þeirri braut að byggja hér upp orkufrekan
iðnað. Við hlið fiskimiða og ópsjallaðrar náttúru er
orkan orðin helsta og mikilvægasta auðlind Islend-
inga, sú auðlind sem á að vera þess megnug að
tryggja þjóðinni afkomu og lifskjör á næstu áratug-
um. Menn verða að horfast i augu við það, að orku-
frekur iðnaður er i langflestum atvikum stóriðja i
einni eða annarri mynd.
Hinar nýju horfur i orkumálum, heimskreppan i
orkumálum réttara nafni, verður að opna augu
manna fyrir þvi að blind andstaða gegn allri stór-
iðju verður að vikja, — ef Islendingar eru ekki
reiðubúnir til þess að taka upp allt aðra og, að
margra dómi, frumstæðari lifnaðarháttu.
Dæmið litur þannig út að oliureikningur íslend-
inga þ.e. innflutt orka, hefur á þessu ári þrefaldast
frá þvi i fyrra. Orkureikningur þjóðarinnar, þar
með talin innlend orka, hefur meira en tvöfaldast.
í fyrra var oliureikningurinn, til útlanda sem sé,
uþ.b. sjöundi hluti fjárlaganna eins og þau urðu á
þessu ári. Nú er hann orðinn meira en þriðjungur
fjárlaganna. Og eins og málin standa nú er þjóðin
þegar orðin stórskuldug vegna innfluttrar orku. Það
eru hvorki meira né minna en tveir milljarðar sem
veltast i bönkunum i erlendum skuldum.
Allt þetta á að nægja til að sýna að það verður að
stinga á kýlinu. Við verðum einfaldlega að borga
þessa vöru þvi verði sem hún kostar. Það þýðir ekk-
ert að ætla sér að reyna einhverja millifærsluleið
hvað það snertir, þvi að þá yrði að styrkja sjálfa
undirstöðuatvinnuvegina, og hvaða vit er i hagkerfi
þar sem allir eru á styrkjum? Hvaðan á að taka
peningana þá?
Við horfumst i augu við almenna kjaraskerðingu
vegna heimskreppunnar, rétt eins og aðrar þjóðir.
Þvi fyrr sem menn skilja þetta, þeim mun betur
mun þjóðinni farnast.
JS
Erlent yfirlit
Bandaríkin að tapa
í rómðnsku Ameríku
Atburðirnir í Nicaragua sýna það
ÓLIKLEGT er, aö borgara
styrjöldin I Nicaragua standi
lengiúr þessu, þarsem Somoza
hefur sagt af sér og er flúinn úr
landi. Enn kann þó aö veröa
barizt nokkra stund, eöa á meö-
an hermenn hans eru aö reyna
aö ná samkomulagi viö Sandin-
istaum, aö þeir veröi ekki látnir
sæta afarkostum, eins og oft
hafa oröiö örlög þeirra, sem
blöa lægri hlut I slíkum átökum.
Augljóst viröist, þegar þetta
er ritaö, aö bráöabirgöastjórn
Sandinista muni fljótlega ná öll-
um völdum i landinu. Geri
Francisco Urquyo, sem þingiö
kaus sem eftirmann Somoza,
tilraun til aö halda styrjöldinni
áfram mun sú tilraun fara fljótt
út um þúfur, einkum þó ef
Sandinistar fallast á aö taka
ekkihartá hermönnum Somoza
og jafnvel láta suma þeirra
halda áfram I endurreistum
her. Sagt er, aö Sandinistar hafi
þegar fallizt á þetta, og veröi
fulltrúum frá bandalagi Ame-
rikuríkja gefinn kostur á þvl aö
fýlgjast meö þvi hvernig þetta
veröur framkvæmt.
Bersýnilegt er á öllu, aö
Sandinistar hafa aö sinni slikan
byr hjá þjóöinni, aö valdatöku
þeirra veröur ekki afstýrt nema
meö íhlutun utan frá. Slík Ihlut-
un er hins vegar ekki fyrirsjá-
anleg.
Somoza
gert fyrr, bendir margt til þess
aö róttæk lýöræöissinnuö öfl
heföu boriö sigur úr býtum, og
Bandarikin mátt vel una hinni
nýju stjórn. Með þvi aö taka
ekki afstööu gegn So-
moza-stjórninni I tíma, en gera
hvort tvegggja I senn aö styðja
hana og styöja hana ekki, áttu
Bandarikin mikinn óbeinan þátt
I þeim hildarleik, sem hefur
geisaö i Nicaragua undanfarna
mánuði. Þegar þau loksins
snerust gegn Somoza var þaö
oröið of seint. Eftir þaö gátu
Bandarikin Util áhrif haft á úr-
slitin.
Allt þetta sýnir, aö áhrif
Bandarikjanna I rómönsku
Amerlku eru nú orðin önnur og
minni en áöur var, og fara
minnkandi.
Enn sem komið er veröur ekki
miklu spáö um það, sem tekur
við I Nicaragua eftir fall So-
moza. Kjarni Sandinista er rót-
tækur og stefnir sennilega aö
sósialiskum st jórnarhátt-
um.Hins vegarhefur þeim bætzt
siðustu mánuöina stuöningur
fjölmargra, sem ekki eru sósial-
istar, vegna andúöarinnar á
Somoza. Þetta fóik vill hafa sin
áhrif á þróunina. Vel getur þvi
komiö til átaka milli Sandinista
innbyrðis eftir aö Somoza er
hættur aö sameina þá. Flest
bendir þó til, hvernigsem þess-
um átökum lýkur, aö rikisstjórn
sú, sem kemur til valda i Nicar-
agua, veröi óháö Bandarikjun-
um og gagnrýnin á þau, sökum
langvarandi stuönings þeirra
viö Somozaættina.
Fyrir Bandarikjastjórn er þaö
vafalaust hyggilegast úr þvi
sem komið er, aö sætta sig við
oröinn hlut og bæta fýrir stuön-
inginn viö Somozaættina, með
þvi að rétta hinum nýju valdhöf-
um örvandi hönd við að reisa
landiö viö eftir hörmungar
borgaras ty r jalda rinnar.
Bandarikjamenn þurfa að
gera sér ljóst, aö þeir eru ekki
lengur siik herraþjóö á þessum
slóöum að þeir voru áöur Þeir
verða aö umgangast riki þar
meira sem jafningi og jafn-
réttaháa samstarfsaðila. A
þannhátteinangeta Bandarikin
unnið sér traust i rómönsku
Ameriku. Sitt hvað bendir til að
Carter forseti skilji þetta, t.d.
Panama samningarnir. Hið
sama veröur hins vegar
ekki sagt um þingið, sem sam-
þykkti þá með naumindum.
Þ.Þ.
FYRIR fimmtán árum heföi
slik Ihlutun hins vegar ekki ver-
ið ólikleg. Þaö var eins konar
siövenja Bandarikjastjórnar aö
gripa i taumana I rikjum
Miö-Ameriku, þar meö töldum
eyrikjunum á Karabiska hafinu,
ef hún taldi upplausn þar ganga
úr hófi fram og endalokin gætu
oröið þau, aö stjórn andstæö
Bandarikjunum kæmist til
valda.
Siöast geröu Bandarikjamenn
þetta 1965, þegar Johnson for-
seti sendi herlið til Domini-
kanska lýöveldisins. Herinn þar
haföi þá flæmt frá völdum rót-
tækan forseta, sem haföi veriö
kjörinn i frjálsum kosningum.
Bylting hersins leiddi til
borgarastyrjaldar og sendi
Johnson þá herliö til landsins i
þeim tilgangi aö koma á friöi, aö
' þvi er sagt var. Bandariska her-
liðið studdi hægri menn og kom I
veg fyrir ósigur þeirra.
Breyttar aöstæöur valda þvi,
aö Bandarikin gripu ekki til
samaráösnú. Þetta heföi mælzt
mjög illa fyrir iSuöur-Ameriku,
þvi aö rikin þar þola ekki
Bandarikjunum sömu yfir-
drottnun og áöur. Vegna oliu-
skortsins eru Bandarikin lika
oröin háö vissum rikjum ró-
mönsku Ameriku, t.d. Venezu-
ela og Mexikó, en stjórnir
beggja þessara rikja voru and-
stæö Somozastjórninni og heföu
tekiö þaö óstinnt upp, ef Banda-
- rikin heföu beitt hervaldi til aö
styöja hana.
Eftir aö kringumstasður voru
orönar þannig, aö Bandarikin
gátu ekki beitt hervaldi eins og
áöur til aö tryggia áhrif sin i
Mið-Ameriku, heföu þaö
veriö eðlileg viðbrögö af hálfu
þeirra að vinna aö þvi aö stjórn
Somoza færi frá völdum, og
frjálsar kosningar væru látnar
fara fram. Ef þetta heföi veriö
Sergio Ramirez, leiötogi bráöabirgöastjórnar Sandinista.
Hann er 36 ára, lögfræöingur og rithöfundur