Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 1
Deilan leyst | Sigurður Helgason,
fyrrverandi forstjóri Flugleiða, er
sestur í stjórn Finnair. Stjórnar-
setan er hluti af samkomulagi FL
Group, stjórnar Finnair og stærsta
hluthafans, finnska ríkisins.
Eimskip hagræðir | Hf. Eim-
skipafélag Íslands undirbýr sölu
fasteigna Atlas Cold Storage til
erlendra og jafnvel íslenskra fjár-
festa. Félagið hyggst leigja eign-
irnar til baka á sem hagstæðustum
kjörum.
Stóðust próf | Íslensku viðkipta-
bankarnir og fjárfestingarbank-
inn Straumur-Burðarás stóðust
allir reglubundið álagspróf Fjár-
málaeftirlitsins í síðustu viku.
Hafnar orðrómi | Innan við þrjú
prósent af hagnaði Kaupþings í
fyrra kemur af viðskiptabanka-
starfsemi hér á landi. Þetta sagði
Sigurður Einarsson, stjórnarfor-
maður bankans, á aðalfundi þar
sem hann hafnaði okri bankanna.
Úrelt gjöld | Á aðalfundi Samtaka
verslunar og þjónustu kom fram
að lögð eru 20 til 25 prósenta vöru-
gjöld á raftæki, hreinlætistæki
og byggingavörur. Mæla samtök-
in með því að gjaldtakan verði
felld niður.
Eykur við | Atorka Group hefur
eignast rúm fjörutíu prósent
hlutafjár í InterBulk Investments,
þriðja stærsta félagi heims í tank-
gámaflutningum fyrir efnaiðnað.
Fyrir átti Atorka 24 prósent.
Mikill vöxtur | Hagnaður MP
Fjárfestingarbanka var ríflega
tvöfalt meiri árið 2006 en árið
áður. Alls hagnaðist bankinn um
1.316 milljónir króna samanborið
við 613 milljónir árið 2005.
Heimskringlan
Franskt vor í
viðskiptum
14
Kraftur þekkingar
Virkjaður
í útrás
6
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Fjárfestaþing Seed Forum
Viðskiptaengla
leitað á Íslandi
8-9
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Hluthöfum í íslenskum almenningshlutafélögum
fjölgaði mikið á árinu 2006 samanborið við árið 2005.
Um síðustu áramót áttu um 200 þúsund fjárfestar
hlutabréf í fyrirtækjum í Kauphöll Íslands sem var
fjölgun um 74 þúsund hluthafa frá ársbyrjun miðað
við skráð fyrirtæki í árslok 2005. Hafa ber í huga að
hér er ekki um að ræða 200 þúsund sjálfstæða aðila
þar sem margir fjárfestar eiga hlutabréf í fleiri en
einu fyrirtæki.
Fjölgunin skýrist af tveimur þáttum: nýjum félög-
um og arðgreiðslum í formi hlutabréfa.
Innan vébanda sex félaga voru yfir tuttugu þúsund
hluthafar um síðustu áramót en þetta voru Kaupþing,
Exista, Landsbankinn, Hf. Eimskipafélagið, Icelandic
Group og Straumur-Burðarás. Kaupþing var fjöl-
mennasta almenningshlutafélagið í árslok en 31.730
fjárfestar áttu þá hluti í félaginu. Exista kom skammt
á eftir en hluthöfum fjölgaði úr tíu í 31.410 á árinu
þegar félagið var skráð á markað eftir hlutafjárútboð
til almennra fjárfesta og fagfjárfesta. Þá hafði það
ekki síður áhrif að Kaupþing greiddi út til hluthafa
sinna aukaarð í formi eigin hlutabréfa í Existu.
Þá varð veruleg fjölgun hluthafa í Hf. Eimskipa-
félaginu og Icelandic Group þegar Straumur-
Burðarás greiddi út hluta af eigin bréfum í félögun-
um sem arð til hluthafa sinna. Hf. Eimskipafélagið,
sem áður nefndist Avion Group, var skráð á markað í
janúar að undangengnu útboði til fagfjárfesta.
Icelandair Group var einnig skráð í Kauphöll í kjöl-
far útboðs. Yfir 1.500 hluthafar áttu bréf í félaginu í
lok árs en FL Group átti félagið að öllu leyti í upphafi
ársins. Teymi fór ennfremur á markað þegar Dags-
brún var skipt upp í tvö skráð félög, annars vegar
365 hf. og hins vegar Teymi. Hluthafar í 365 fengu
hlutabréf í Teymi.
Hluthöfum fækkaði á milli ára í stóru fjármála-
fyrirtækjunum Kaupþingi, FL Group, Landsbankan-
um og Straumi en fjölgaði í Glitni.
Mikil fjölgun hluthafa
í skráðum fyrirtækjum
Arðgreiðslur í formi hlutabréfa og skráning nýrra félaga olli
fjölgun hluthafa um 74 þúsund á síðasta ári. Kaupþing og
Exista voru fjölmennustu almenningshlutafélögin í árslok.
T Í U F J Ö L M E N N U S T U A L M E N N I N G S -
H L U T A F É L Ö G I N Í Á R S L O K
Félag Hluthafar Breyting milli ára
Kaupþing 31.730 -1.297
Exista 31.410 31.400
Landsbankinn 28.735 -940
Hf. Eimskipafélagið 23.559 23.539
Icelandic Group 21.122 20.877
Straumur-Burðarás 20.666 -1.366
Glitnir 11.323 1.071
Atorka 5.053 -150
FL Group 4.622 -402
Actavis 3.821 351
Heimild: Ársreikningar Kauphallarfélaga
Greiningardeildir bankanna gera
ráð fyrir því að Seðlabanki Ís-
lands haldi stýrivöxtum óbreytt-
um á vaxtaákvörðunardegi sínum
á morgun, fimmtudag. Stýrivextir
standa nú í 14,25 prósentum.
Landsbankinn og Kaupþing
telja að lækkunarferli stýrivaxta
hefjist ekki fyrr en í júlí, en Glitn-
ir telur að það gæti hafist strax í
maí. Sérfræðingar segjast þó hafa
orðið fyrir nokkrum vonbrigð-
um með þróun húsnæðismarkað-
ar sem ekki hafi hægt nægilega á
sér. Þannig er endurfjármögnun
íbúðarhúsnæðis talin stór þáttur í
að viðhalda hér þensluástandi sem
á móti ýti undir verðbólgu. Þá var
undirliggjandi verðbólga nokk-
uð há í síðustu mælingu Hagstof-
unnar, 7,7 prósent, en þá er búið
að draga frá tímabundin áhrif af
lækkunum á virðisaukaskatti í
byrjun mánaðarins.
Það er því búist við nokkuð
hörðum umvöndunartóni úr Seðla-
bankanum, en auk þess sem tekin
verður ákvörðun um vexti held-
ur bankinn aðalfund sinn og gefur
út efnahagsrit sitt, Peningamál.
Þar verður farið yfir þróun hag-
stærða og mat lagt á hvert líklegt
sé að hagkerfið haldi í framhald-
inu. Seðlabankinn miðar ákvarð-
anir sínar í vaxtamálum við að ná
verðbólgu niður í þolmörk bank-
ans, sem liggja í 2,5 prósentum.
Greiningardeild Glitnis segir að
eftir að vaxtalækkunarferli bank-
ans hefjist komi stýrivextir til
með að lækka með auknum hraða
þegar líður á árið. „Reiknum við
með að bankinn verði kominn með
stýrivexti sína niður í 11,5 prósent
í lok þessa árs og 6,5 prósent í lok
árs 2008.“ Landsbankinn spáir því
að í lok þessa árs standi stýrivext-
ir í 11 prósentum. - óká
Stýrivextir líklega óbreyttir
Verði ekki af stækkun álversins í
Straumsvík má reikna með lækk-
un á gengi krónunnar og ávöxt-
unarkröfu á skuldabréfamarkaði.
Verði hins vegar farið í stækk-
un álversins er hægt að gera ráð
fyrir áframhaldandi verðbólgu,
háum stýrivöxtum og viðvarandi
viðskiptahalla á meðan á fram-
kvæmdum stendur.
Þetta er álit greiningardeildar
Kaupþings í aðdraganda atkvæða-
greiðslu um stækkun álversins
sem fram fer á laugardag.
Deildin bendir á að verði
niðurstaðan sú að stækkun álvers-
ins í Straumsvík verði hafnað sé
líklegt að sú orka sem áætluð er
til álversins verði notuð í staðinn
fyrir nýtt álver í Helguvík. - jab
Álverið hefur
áhrif á krónu
Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók
mikinn kipp eftir að Íranar hand-
tóku 15 breska sjóliða á Persaflóa
á föstudag í síðustu viku. Vart var
á bætandi því mikil spenna er á
milli Vesturlanda og Írana vegna
kjarnorkuáætlunar þeirra síðast-
nefndu. Olíufatið fór um tíma
yfir 64 dali á tunnu í í Bandaríkj-
unum í fyrradag en slíkur verð-
miði á svartagullinu hefur ekki
sést það sem af er árs.
Greiningardeild Landsbank-
ans segir olíuverðshækkanir
hafa áhrif víða, ekki síst í flug-
bransanum. Bendir deildin á að
hækkanirnar hafi valdið lækk-
un á gengi flugfélaga á mark-
aði. Félögin hafi á móti brugðist
við hærri rekstrarkostnaði með
hækkun á flugfargjöldum. - jab
Olíuverð á
uppleið