Fréttablaðið - 28.03.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 28.03.2007, Síða 2
MARKAÐURINN G E N G I S Þ R Ó U N 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR2 F R E T T I R Vika Frá áramótum 365 -3% -27% Actavis 4% 13% Alfesca -4% -4% Atlantic Petroleum 2% 13% Atorka Group 3% 2% Bakkavör 3% 5% FL Group -1% 16% Glitnir 2% 15% Hf. Eimskipafélagið 1% 5% Kaupþing 2% 22% Landsbankinn -1% 18% Marel -1% -3% Mosaic Fashions 2% 3% Straumur 0% 14% Össur 1% 11% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn Markaðsvirði Byrs sparisjóðs er komið í 25,2 milljarða króna en gengi stofnfjárhluta í sparisjóðn- um fór yfir 100 í fyrsta skipti í vikunni. Mikil gengishækkun hefur orðið frá aðalfundi félagsins um miðjan mars þegar gengið stóð í 83. Á stofnfjármarkaði Byrs, sem MP Fjárfestingabanki hefur ný- farið af stað með, urðu viðskipti á genginu 104 í gær. Eftir því sem næst verður komist kostaði hlut- urinn 70 krónur í byrjun árs og hefur því hækkað um 57 prósent frá ársbyrjun að teknu tilliti til endurmats stofnfjár. Á aðalfundinum fékk stjórn Byrs heimild til að hækka stofnfé í allt að þrjátíu milljarða en það er nú um 243 milljónir króna. - eþa Byr siglir upp fyrir gengið 100 Markaðsvirðið komið í 25 milljarða króna. Áhrif þess að skattar verði lækk- aðir úr þrjátíu prósentum í 28 prósent í Bretlandi eru óljós. Þetta er mat Hildar Árnadótt- ur, fjármálastjóra Bakkavarar Group. Bakkavör er eitt þeirra ís- lensku félaga sem hefur mikla starfsemi í Bretlandi. Um 92 prósent af veltu félagsins kemur þaðan. Á síðasta ári greiddi samstæðan í heild 15,2 millj- ónir punda í skatta. Það jafn- gildir um tveimur milljörðum króna. Í einföldum heimi myndi félagið greiða meira en hundrað milljónum króna minna í skatt á Bretlandi með tveggja prósenta skattalækkun. Reikningsdæmið er hins vegar ekki svo einfalt. Ýmsar frestun- arheimildir eru við lýði í Bret- landi. Í heild nam virkt skatt- hlutfall hjá Bakkavör Group í fyrra 22,3 prósentum. Alls er því óvíst hvort eða að hve miklu leyti skattalækkanirnar munu hafa áhrif á rekstur Bakkavarar. „Þetta eru góðar fréttir,“ segir Hildur. „Það er samt ekki nógu margt komið fram í sambandi við framkvæmdina. Það er því eins og er ómögulegt að spá fyrir um áhrifin.“ - hhs Áhrif á íslensk fyrirtæki óljós Spár markaðsaðila um hagnað Kaupþings á árinu 2007 eru of lágar að mati Hreiðars Más Sig- urðssonar, forstjóra Kaupþings, og býst hann við miklum innri vexti á árinu. Þetta hefur fréttaveitan Nyhetsbyrån Direkt eftir honum. Bæði innlendir og erlendir bank- ar hafa spáð fyrir afkomu Kaup- þings á árinu 2007. Glitnir spáir Kaupþingi 57.579 milljóna króna hagnaði á árinu en afkomuspá frá Landsbankanum hljóðar upp á 61.425 milljónir króna. Hagnaður Kaupþings nam rúmum 86 milljörðum í fyrra. - eþa Of lágar spár á Kaupþingi?Útgerðarfélagið Samherji og dótturfélög þess skil- uðu hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekj- ur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára. Rekstrargjöld námu 18.298 milljónum króna og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIT- DA) 5.406 milljónum króna. Til samanburðar nam EBITDA 3.921 milljón króna í hitteðfyrra. Bókfært eigið fé Samherja í lok síðasta árs nam 9,2 milljörðum króna sem er rétt rúmlega 2,1 millj- arði króna meira en við lok árs 2005. Heildareignir útgerðarfélagsins jukust um 13.283 milljónir króna og stafar aukningin að verulegum hluta af fjárfestingum Kaldbaks, dótturfélags Sam- herja. Þessi mikla stækkun á efnahagsreikningi samstæðunnar hefur þau áhrif að eiginfjárhlutfall samstæðunnar lækkar úr 25 prósentum í 22 pró- sent, að því er segir í ársuppgjör Samherja. - jab Minni hagnaður hjá Samherja Hópadeild Icelandair býður fyrirtækjum, starfs- mannafélögum og öðrum hópum einstaka þjónustu þegar kemur að árshátíð erlendis eða annars konar hópferð. Við sjáum ekki aðeins um flugbókanir og hótel- pantanir heldur tökum við að okkur að skipuleggja ferðina frá a til ö ef þess er óskað. + Nánari upplýsingar hjá hópadeild Icelandair í síma 505 0406 eða hopar@icelandair.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 A C D E FB SKIPULEGGJUM ÁRSHÁTÍÐA- OG HÓPAFERÐIR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is ÍSL E N S K A S IA .I S I C E 3 68 50 0 3 /0 7 ‘07 70ÁR Á FLUGI Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Saga Capital Fjárfestingarbanki er nýjasta aflið á íslenskum fjármálamarkaði en eigið fé hins nýja banka er um 9,5 milljarðar króna. Forsvarsmenn bankans reikna með að Fjármálaeftirlitið veiti honum starfsleyfi á næstu dögum. „Það hefur ekki gerst frá stofnun Íslandsbanka árið 1904 að banki sé stofnaður frá fyrsta degi, heldur hefur almennt verið um útvíkkun fyrri starfsemi að ræða,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capi- tal. Stefnt er að því að félagið fari á hlutabréfa- markað innan fjögurra ára. Saga Capital er heildsölubanki fyrir stofnanafjár- festa og fyrirtæki. Eignarhald í bankanum dreif- ist á breiðan hóp fjörutíu hluthafa. Þorvaldur Lúð- vík, sem var áður yfir eigin viðskiptum Kaupþings, er stærsti hluthafinn með þrettán prósenta hlut en aðrir eigendur eru öflugir fjárfestar úr íslensku viðskiptalífi, KEA, ýmsir sparisjóðir og starfs- menn. „Stefnan okkar er að enginn sé yfirgnæf- andi, sem þýðir að enginn sé ómissandi. Það eru því fjölbreyttir hagsmunir sem endurspeglast í eig- endahópi okkar og í þann hóp er gott að sækja bæði reynslu og þekkingu.“ Höfuðstöðvar bankans eru á Akureyri en jafn- framt verður starfsstöð í Reykjavík. Starfsmenn verða á bilinu 20-25 og koma lykilstarfsmenn úr ýmsum áttum úr íslensku fjármálalífi. Þeir eiga það sammerkt að búa yfir mikilli þekkingu á inn- lendum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Ætl- unin er ekki að finna upp hjólið aftur heldur að fólk komi hingað inn og byrji að búa til tekjur frá fyrsta degi.“ Þorvaldur segir að Saga Capital eigi að fá að vaxa og dafna á afmörkuðum sviðum. Nýi bankinn starf- ar á fjórum sviðum: stöðutöku, útlánasviði, verð- bréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf. Stöðutakan mun skiptast í hefðbundna stöðutöku í öllum afurðum, auk viðskiptavakta. Útlán snúa að hefðbundinni verkefna- og verðbréfafjármögnun, sem og að leita að bestu fjármögnun fyrir þau fyrirtæki sem leita til bankans, óháð uppruna lánanna. Hvað varðar verðbréfamiðlun segir Þorvaldur að horft verði til stofnanafjárfesta og ætlar Saga að bjóða upp á við- skiptakostnað sem verður með því besta sem ger- ist á markaðnum, auk þess að bjóða upp á beinan markaðsgang á Ísland og alþjóðamarkaði fyrir við- skiptavini. Í fyrirtækjaráðgjöf er áherslan skýr: „Það hefur skapast ákveðið tómarúm á markaði er snýr að verkefnum fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki af stærðargráðunni 500-5.000 milljónir króna. Fyrirtækjaverkefni af þessari stærð fá ekki þá að- hlynningu sem þau eiga skilið. Við teljum okkar geta tryggt minni félögum þá faglegu meðhöndlun sem þau þurfa við fyrstu skrefin.“ Nýtt afl á íslenskum fjármálamarkaði Eigið fé Saga Capital, sem fær starfsleyfi frá FME á næstu dögum, nemur 9,5 milljörðum króna. Bankinn horfir meðal annars til fyrirtækjaverkefna á bilinu 500-5.000 milljónir. Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 millj- ón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrar- hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarð- ar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára. Tekjur voru 45 milljónir evra, um fjórir milljarðar króna, sem var 6,2 prósenta samdráttur. For- svarsmenn Hampiðjunnar benda á að erfiðleikar í írskri útgerð hafi valdið samdrætti tekna hjá stærsta dótturfélagi fyrirtækis- ins, Swan Net Gundry. Hlutdeildartap af um 9,4 pró- senta eignarhlut í HB Granda nam 2,2 milljónum evra, um 200 milljónum króna. Verulega munar hins vegar á markaðs- verðmæti hlutarins og bókfærðu virði hans. Markaðsvirði var 1.160 milljónum króna umfram bókfært verðmæti í árslok. - eþa Hampiðjan tapaði í fyrra Duldar eignir liggja í HB Granda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.