Fréttablaðið - 28.03.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.03.2007, Qupperneq 10
 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR2 fréttablaðið íslenskur iðnaður Íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu, snyrtingu og förðun hefur ekki verið haldin í tíu ár. Meistarafélög þessara iðngreina hafa haft áhuga á að endurvekja keppni sem þessa og við því verður orðið í sept- ember í samvinnu við Samtök iðnaðarins. Undirbúningur er þegar hafinn. Samtök iðnaðarins og aðildarfélög efna í haust til Íslandsmeistara- móts þjónustuiðngreina. Um er að ræða stórviðburð þar sem keppt verður á sýningu í margvíslegum greinum. Undirbúningur er þegar hafinn, enda að mörgu að hyggja. Þessa dagana er verið að kynna sýninguna fagfólki í iðngreinum, auk fyrirtækja og stofnana sem þeim tengjast. Brynjar Ragnarsson, mark- aðsstjóri hjá Samtökum iðnaðar- ins, hefur veg og vanda af undir- búningi bæði sýningar og keppni. Hann segir að sýningarhald sem þetta hafi tíðkast áður fyrr, en nú standi til að endurvekja það með miklum glæsibrag og hafa eftir- leiðis árvissan viðburð. „Þannig er þetta víðast hvar erlendis, í mjög föstu formi og eftir hefðum á hverjum stað,“ segir hann og býst við að keppnin hér veki töluverða athygli. Aukinheldur veitir sigur hér heima þátttakendum keppn- isrétt á mótum þjónustuiðngreina í útlöndum. „Svo er það nú bara þannig að í Evrópu er oft horft hingað heim eftir nýjungum, sér- staklega í þessum tískugreinum. Við þykjum nefnilega svo fersk og ný í okkar framsetningu.“ Íslandsmeistarakeppni í hár- greiðslu, snyrtingu og förðun hefur legið niðri síðan árið 1997. Í stefnumótun Meistarafélags í hár- greiðslu og Félags íslenskra snyrti- fræðinga hafa hins vegar komið fram skýrar óskir um að félögin, í samvinnu við Samtök iðnaðar- ins, efni til árlegrar landskeppni af þessu tagi sem jafnframt verði í tengslum við norrænar, evrópsk- ar og alþjóðlegar keppnir og félög á þessu sviði. Brynjar segir að í kjölfar þessara óska hafi samtök- in unnið að undirbúningi nýrrar Íslandsmeistarakeppni sem haldin verði árlega í samvinnu við flest- ar greinar í þjónustuiðnaði innan Samtaka iðnaðarins. Félögin sem að keppninni koma eru Meist- arafélag í hárgreiðslu, Félag ís- lenskra snyrtifræðinga, Klæð- skera- og kjólameistarafélagið, Félag íslenskra gullsmiða og Ljós- myndarafélag Íslands. Félögin eru ólík og því vanda- verk að koma saman bæði keppni og sýningu. Þannig verður í haust keppt á staðnum í hárgreiðslu, snyrtingu og förðun þar sem bæði erlendir og innlendir fagmenn eru fengnir til að dæma afraksturinn. Í vor og sumar efna hins vegar félög klæðskera- og kjólameist- ara, gullsmiða og ljósmyndara til samkeppna meðal félagsmanna sinna og verður útkoman sýnd og dæmd á mótinu. Á Íslandsmeistaramótinu ber svo „Tískuteymi-SI“ hitann og þungann af hönnunar- og tískusýn- ingu, en auk fagkeppnanna verður efnt til fjölbreyttra viðburða og sýningar í nýju Íþrótta- og sýning- arhöllinni í Laugardalnum. Brynjar hefur annars verið á kafi í vinnu við sambærilega keppni þar sem nemendur í iðn- greinum hafa keppt og sýnt verk sín í Kringlunni, en í sumar og haust eru það meistarar og svein- ar sem keppa í sínu fagi, bæði ný- útskrifaðir og þeir sem reynd- ari eru. „Það er full þörf á keppni sem þessari, bæði til að vekja at- hygli á greininni og því sem vel er gert. Með því má sýna nemendum og öðrum fram á að fagmennsk- an skiptir meira máli en magn- ið, ef svo mætti segja.“ Þá standa vonir til þess að með keppnum á borð við þessa megi auka veg og vanda þjónustuiðngreina en iðn- nám hefur þótt standa nokkuð höllum fæti við hlið bóknáms. - óká Brynjar Ragnarsson, markaðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, stillir sér upp á sýn- ingu iðnnema í Kringlunni fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Íslandsmót þjónustuiðn- greina endurvakin í haust „Félag íslenskra gullsmiða kemur að þessum viðburði sem fagfélag og við lítum á það sem ákveð- ið tækifæri til að vekja athygli á okkur þótt raunar eigi eftir að útfæra aðkomu okkar nánar og kynna meðal félagsmanna,“ segir Haukur Valdimarsson, formaður Félags íslenskra gullsmiða. Gullsmiðir eru meðal þeirra sem þátt taka í Íslandsmeistara- móti Samtaka iðnaðarins og þjón- ustugreina í haust, en þar keppa meistarar og sveinar. Keppni meðal gullsmiða verð- ur haldin fyrir sýninguna sjálfa, annað hvort í sumar eða vor. Haukur segir ljóst að í hverju sem verði á endanum keppt verði klár- lega til sýnis munir á sýningunni sjálfri. „Þá verður smíðað út frá einhverju þema eða haldin sam- keppni. Munir verða svo til sýnis og dæmdir þannig að uppi standi einn verðlaunagripur.“ Haukur segir keppnina litna mjög jákvæðum augum enda veki hún athygli á gullsmiðum sem fag- félagi. „Og við látum vita af okkur meira, að við séum nútímafagfé- lag. Það vill nefnilega brenna við að menn líti á gullsmíði sem eitt- hvað rótgróið sem ekkert breytist. En þetta er félag í stöðugri þróun og sífellt að koma með nýjungar í skartgripum og öðru slíku.“ Þá segir Haukur að þótt enn sé verið að nota í gullsmíði verkfæri sem í grunninn hafi verið óbreytt áratugum saman hafi tæknin einnig haldið innreið sína á marg- víslegan máta. „Tölvutæknin er komin í þetta fag eins og annað. Þannig er hægt að nota ákveðin forrit til að hanna skartgripi sem síðan eru framleiddir í vaxi áður en til þess kemur að búa til mót til að steypa.“ Með þessu móti segir hann hægt að útfæra nýja gripi án mikillar vinnu og tilkostnaðar áður en að sjálfri smíðinni kemur. Á næstu vikum segir Haukur svo að muni skýrast nánar hvaða fyrirkomulag verði á keppninni þar sem verða upp á sitt besta gullsmíðameistarar og -sveinar í faginu hér heima. - óká Haukur Valdimarsson, formaður Félags íslenskra gullsmiða, í verslun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gullið tækifæri til að vekja athygli Meistarafélag í hárgreiðslu mun standa fyrir ýmiss konar uppá- komum á Íslandsmóti meistara og sveina í þjónustuiðngreinum í byrjun september. Meðal ann- ars er nú í fullum gangi undir- búningur á samnorrænni keppni undir nafninu „The Nordic Youth Skills“. Keppnin er ætluð ungu fólki sem vill ná árangri í sínu fagi. Jónína Sóley Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hár- greiðslu, vonast til þess að þátt- taka ungs fólks á Íslandi verði góð. Hún segir endanlega út- færslu keppninnar ekki enn ljósa. Það sem liggur þó ljóst fyrir er að þátttakendur verða að vera undir 24 ára. Auk íslenskra keppenda mun að minnsta einn keppandi frá hverju hinna Norðurlandanna spreyta sig í keppninni. Alþjóð- legir dómarar munu svo skera úr um hver stendur sig best. Auk þess að sjá um skipulagn- ingu keppninnar er Meistara- félagið í hárgreiðslu nú í óðaönn við skipulagningu annarra við- burða og sýninga á Íslandsmót- inu. Líklega munu hárvörubirgj- ar líka leggja sitt af mörkum. Enn er þó ekki komin endanleg mynd á með hvaða hætti það verður. Íslandsmótinu lýkur svo með glæsilegu galakvöldi hinn 2. september. Það kvöld mun hefj- ast með því að valinn verður hár- greiðslumaður ársins, nýliði árs- ins, „avant garde“ ársins og fyr- irtæki ársins. Þá er líklegt að sá meistari sem ber ábyrgð á þeim nema sem útskrifast með hæsta einkunn fái viðurkenningu. Jónína telur að viðburður á borð við Íslandsmótið sé gríðar- lega mikilvægur hárgreiðslu- fólki. „Það er heilmikið að gerast í hárgreiðslubransanum. Þetta er til þess fallið að fagfólk og annað áhugafólk um hárgreiðslu vakni og taki eftir því.“ Samnorræn keppni ungs fólks Jónína Sóley Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.