Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 12

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 12
 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR Formaður Félags snyrtifræð- inga segir ekki vanþörf á að kynna fag félagsins og upplýsa fólk um hvers konar nám liggi að baki. Bæði muni það auka skilning almennings og ráða- manna á gildi iðnnáms. „Tími var kominn til að auglýsa fagið,“ segir Hildur Erna Inga- dóttir, formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, um þátttöku fé- lagsins í Íslandsmeistaramóti Samtaka iðnaðarins og þjónustu- iðngreina 2007 sem fram fer dag- ana 1. og 2. september í haust. Hildur Erna gerir ráð fyrir spennandi keppni auk þess sem settir verði upp á sýningarsvæð- inu básar og kölluð til fyrirtæki sem tengjast snyrtifræðinni. „Við erum þessa dagana að fara að senda út upplýsingar og aug- lýsa meðal aðildarfyrirtækjanna,“ segir hún. Ekki er samt búið að ákveða ná- kvæmlega í hverju verður keppt á sýningunni í haust, en snyrtifræð- in keppir á staðnum, meðan haldn- ar verða forkeppnir hjá sumum öðrum þjónustufyrirtækjum. Lítil vandkvæði eru víst að fá fólk til að lita eða plokka í keppnum sem þessum, að sögn Hildar. Þá skipt- ir ekki máli þótt viðfangsefnin séu ólík þegar kemur að dómgæsl- unni því þar er horft til ákveð- inna hluta, svo sem vinnubrögð. „Í litun og plokkun er til dæmis horft til þess hvernig litur er borinn á, hvort mikið er sullað út fyrir og þar fram eftir götununum. Í nudd- inu er svo aftur horft til hreyfing- anna, hvort þær séu taktfastar, hversu þéttar strokur eru og þess háttar. Það er enginn vandi að sjá út góða fagaðila.“ Hildur Erna segir að þeir sem þátt taki í sýningunni og keppn- inni séu í fyrsta lagi fyrirtæki sem aðild eigi að Samtökum iðn- aðarins. „Svo verður þetta nátt- úrlega opið fyrir alla aðila aðra, meistara og sveina á þessum svið- um, hvort sem það er í snyrtingu, hárgreiðslu eða því tengdu.“ Viðburður sem Íslandsmót meistara og nema segir Hildur að verði gríðarleg kynning á faginu og ekki sé vanþörf á. „Við fórum í stórt markaðsátak á síðasta ári þar sem snyrtifræðingar auglýstu sig sem bæði faglega og löglega, enda höfum við þurft að eiga við mikið af svartri starfsemi.“ Hún segir tíma hafa verið kominn til að auglýsa fagið og standa vörð um menntunina sem að baki liggi. „Ansi algengt er að fólk líti á bók- námið sem miklu meira nám en verknámið þegar í verknáminu krefst kunnáttu bæði í að læra á bókina og í að framkvæma hlutina. Því miður gleymist það ansi oft, líka hjá ráðamönnum þjóðarinn- ar,“ segir hún, en kveður að sem betur fer sé að verða nokkur við- horfsbreyting til verknáms. Þar geti keppnin í haust bara hjálpað til. - óká Með keppninni er staðinn vörður um menntunina Hildur Erna Ingadóttir er formaður Félag íslenskra snyrtifræðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ljósmyndarafélag Íslands efnir til tvenns konar viðburða meðal félagsmanna sinna á Íslands- móti meistara og sveina í þjón- ustuiðngreinum. Annars vegar verður keppt í myndatökum af hárgreiðslumóti Meistarafélags í hárgreiðslu sem stendur yfir á sama tíma. Ljósmyndararnir munu mynda alla keppnina í bak og fyrir með stafrænum mynda- vélum. Efnið verður svo unnið beint í tölvum sem settar verða upp á staðnum. Áhorfendur geta þá fylgst með ljósmyndur- um að störfum og séð með eigin augum hvað er mögulegt að gera við myndir. Til dæmis að taka út misjöfnur sem ekki eiga heima á andlitum eða líkömum full- kominna fyrirsætna. Stór sýning verður sett upp í tengslum við hárgreiðslukeppnina. Samhliða keppninni verður haldin sýning á verkum félagsmanna. Gunnar Leifur Jónasson er formaður Ljósmyndarafélags Ís- lands, fagfélags iðnlærðra ljós- myndara. Gunnar segir Íslands- mótið mikilvægan vettvang fyrir atvinnuljósmyndara. Þangað geti venjulegt fólk komið og séð svart á hvítu af hverju það á að skipta við faglærða frekar en ófaglærða ljósmyndara. Þá segir Gunnar já- kvætt að iðnmenntað fólk úr mis- munandi greinum vinni saman, eins og á Íslandsmótinu. Mynda alla keppnina Gunnar Leifur Jónasson Klæðskera- og kjólameistarafélag- ið stendur fyrir keppni meðal ís- lenskra klæðskera- og kjólameist- aranema á Íslandsmóti meist- ara og sveina. Enn er ekki komin fullkomin mynd á fyrirkomu- lag keppninnar en líkast til verð- ur keppt í nokkrum flokkum, eins og kvenfötum, karlmannsfötum og samkvæmisfatnaði. Gera má ráð fyrir að um tuttugu keppendur komi frá Iðnskólanum í Reykjavík þar sem greinin er kennd. Hugs- anlega verður nemendum annarra skóla boðið að taka þátt, þótt stjórn Klæðskera- og kjólameistarafé- lagsins hafi ekki tekið ákvörðun um það enn. Auk keppninnar munu tíu svein- ar og meistarar standa fyrir sýn- ingu á sinni vinnu. Hugsanlegt er að það verði gert í samstarfi við svokölluð tískuteymi. Slík teymi hafa verið skipulögð af Samtökum iðnaðarins. Þau eru skipuð fagfólki úr Klæðskera- og kjólameistarafé- laginu, Félagi íslenskra gullsmiða, Úrsmiðafélagi Íslands, Félagi ís- lenskra snyrtifræðinga, Meistara- félagi í hárgreiðslu og Ljósmynd- arafélagi Íslands ásamt fulltrúa Leðuriðjunnar Atson. Tískuteymi vinnur þá með eina manneskju og býr til heildarútlit á hana. Selma segir að keppni af þessu tagi og sýningar almennt skipti greinina mjög miklu máli. „Það liggur gríðarleg vinna að baki keppni á borð við þessa. En þeir sem taka þátt fá það margfalt til baka með kynningu og reynslu. Það á jafnt við um nemana sem eru að keppa og meistarana.“ Hún segir þetta ekki síður góðan vettvang til að aðgreina klæðskera- og kjóla- meistara frá fatahönnuðum, sem oft sé ruglað saman. „Fatahönn- un er önnur faggrein.“ Klæðskeri Keppt í kjólasaumi Selma Ragnarsdóttir, formaður Klæðskera- og kjólameistarafélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík S: 58 58 900. www.jarngler.is Gler-rennibrautir Hawa Junior 80 eru glæsilegar rennibrautir fyrir 8-10-12 mm hert gler eða timburhurðir. Eigum einnig rennibrautir frá fyrir skápa og tréhurðir. Útvegum hert gler eftir máli.. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.