Fréttablaðið - 28.03.2007, Page 14

Fréttablaðið - 28.03.2007, Page 14
 fréttablaðið farið á fjöll 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR6 Íslandsmót iðnnema, Gerðu betur, var haldið síðastliðinn föstudag í Kringlunni. Á Degi iðn- og starfsmenntunar, hinn 23. mars, fór fram árlegt Ís- landsmót iðnnema í Kringlunni. Keppt var í ellefu iðngreinum allan daginn og tókst það mjög vel til. Nemar í stálsmíði smíð- uðu grill, dúkleggjarar skáru út mynd á gólfi Kringlunnar og hár- greiðslunemar klipptu og greiddu gínum. Nemar í rafvirkjun tengdu í töflu, málaranemar sýndu stíl- málningu, trésmíðanemar smíð- uðu dúkkuhús, snyrtifræðinemar snyrtu og förðuðu og nemar í múr- verki sýndu listir sínar í flísalögn. Nemar í pípulögnum settu saman rör og grafískir miðlarar og ljós- myndarar hönnuðu veggspjald. Íslandsmótið var ætlað iðnnem- um 22 ára og yngri en í lok dags voru verk nemanna dæmd og veitt verðlaun í hverri deild fyrir sig. Iðnnemar gera betur „Ertu ánægð með útkomuna?“ Einbeitingin skín úr andliti þessa unga hárgreiðslunema. Grillið kemur vel til hjá þessum nema í stálsmíði. Nemar í grafískri miðlun hanna veggspjald. HÁRSNYRTING: Guðrún Soffía Ólafsdóttir, Iðnskól- anum í Reykjavík TRÉSMÍÐI: Einar Birkir Sveinbjörnsson, Menntaskólanum á Ísafirði DÚKLAGNIR: Sigurjón Ari Reynisson, Iðnskólan- um í Reykjavík MÁLUN: Gunnar Guðjónsson, Iðnskólanum í Reykjavík SNYRTIFRÆÐI: Katrín Ósk Gunnarsdóttir, Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti PÍPULAGNIR: Jón Ævar Tómasson, Iðnskólanum í Hafnarfirði MÚRVERK: Jón Hrafn Karlsson, Iðnskólanum í Reykjavík RAFVIRKJUN: Sigurður Hólmar Guðmundsson, Fjölbrautaskóla Suðurnesja STÁLSMÍÐI: TIC-suða: Jevgenis Guls, Fjöltækni- skóla Íslands Pinn-suða: Jevgenis Guls, Fjöltækni- skóla Íslands Logsuða: Elvar Þór Helgason, Verk- menntaskólanum á Akureyri Heildarútlit stykkis: Jevgenis Guls, Fjöltækniskóla Íslands MÁLMSUÐA: Jevgenis Guls, Fjöltækniskóla Íslands GRAFÍSK MIÐLUN: Jón Cleon Sigurðsson, Iðnskólanum í Reykjavík LJÓSMYNDUN: Valdís Þórðardóttir, Iðnskólanum í Reykjavík Einbeittur málaranemi að störfum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.