Fréttablaðið - 28.03.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 28.03.2007, Síða 16
 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið íslenskur iðnaður Leðuriðjan Atson á sér sér- staka sögu. Þetta sjötíu ára gamla fyrirtæki framleiðir úr fiskroði og er meðal annars í samkeppni við kínverska framleiðslu. Leðuriðjan Atson var stofnuð árið 1936 af Atla R. Ólafssyni, sem rak fyrirtækið allt þar til hann lést árið 1985. Nú er fyrirtækið rekið af dóttur Atla, Eddu Hrönn, sem er bæði hönnuður og framkvæmda- stjóri. Fyrr á árum framleiddi Leðuriðjan mikið af kventöskum og innkaupatöskum, en síðar var lögð meiri áhersla á seðlaveski og smávöru. Fyrirtækið er það gamalt að sumar vörur þess eru geymd- ar á Árbæjarsafni. Í árdaga fyrir- tækisins voru mikil höft á innflutn- ingi til landsins og þótti þá ákveð- inn ljómi yfir útlenskri vöru, en fólk var með fordóma gegn þeirri íslensku. Þá datt Atla það þjóð- ráð í hug að gefa aðalvörumerki Leðuriðjunnar nafn sem hljómaði útlenskt; hann skeytti saman At úr sínu eigin nafni og son frá Ól- afsson, og þá voru orðnar til Atson leðurvörur, sem hafa selst ágæt- lega í gegnum tíðina. Edda Hrönn, núverandi eig- andi, treystir því nú samt að það hafi verið gæðin frekar en nafn- ið sem gerðu það að verkum að Atson seldist vel. „Nafnið var búið til svo fólk hugaði ekki með sér að vörurnar væru íslenskar og fylltist þannig af fordómum. Frekar vildum við að það hugsaði: mikið er þetta fínt! en áttaði sig síðan á því að þetta væri íslenskt. Síðan auglýsti pabbi að leðuriðjan væri með Atson-um- boðið, því hann var jú með umboð fyrir sinni eigin vöru. Það þótti svo voðalega fínt að vera með umboð,“ segir Edda Hrönn kímin. „Þó höfum við alltaf sagt stolt frá því að þetta væri íslenskt. Áður hafði fólk for- dóma gagnvart íslenskri fram- leiðslu, en mér finnst eins og núna finnist fólki það vera plús.“ Hjá Leðuriðjunni vinna sex til tíu konur að öllu jöfnu. Þær framleiða mikið af kortaveskjum og seðlaveskjum, og sífellt fær- ist í aukana að notast sé við fisk- roð, sem er dýrt hráefni og dýrt í vinnslu. Þeir fiskar sem eru svo heppnir að vera nýttir í veski eru hlýri, lax og karfi en þorskur er enn á tilraunastigi hjá Atson. Fyrirtækið gengst nú undir heilmiklar breytingar og áhersla á nýjar vörulínur er að aukast. „Við ætlum til dæmis að kynna nýja lúxuslínu í vor sem markar viss tímamót. Í henni verða skartgrip- ir, töskur og fylgihlutir,“ upplýsir Edda Hrönn. Spurð hvort ekki sé erfitt að standa í svona framleiðslu á Ís- landi segir Edda Hrönn: „Það er mjög hörð samkeppni, og ég get eiginlega ekki keppt við verðið á því sem er framleitt í Kína. Það kom viðskipta- vinur hérna um daginn, ægi- lega hreyk- inn og hróðug- ur að vera með veski frá mér sem hann fékk hjá ákveð- inni fjármálastofnun í Reykja- vík. Hann sýndi mér það og jú, það var veski sem ég hafði hann- að og framleitt í mörg ár, en það var ekki saumað af mér heldur gert í Kína. Það er dálítið spæl- andi, en þetta er náttúrlega góð hönnun, það er ekki spurning. Yf- irleitt hafa það þó verið heildsal- ar sem hafa stolið sniðinu og sent það út til framleiðslu. Sjálf er ég opin fyrir þeim möguleika að leita út, en mér finnst bara svo gaman að framleiða og hanna að ég mun aldrei hætta því. Annars hætti ég í þessum bisness. Mér finnst skemmtilegt að búa til verkferla og láta þetta gerast hér.“ Blaðamaður hefur haft veður af því að Edda Hrönn eigi kúnstugan kött og stenst ekki mátið að spyrja um hann. Kemur þá upp úr kaf- inu að kisi stjórnar fjölskyldunni harðri hendi, rekur fólk í rúmið og á fætur. Á honum haldast engar ólar, hvort sem þær eru aðkeypt- ar eða sérsniðnar og styrktar í leðuriðjunni. Hann gengur í gegn- um veggi, því ómögulegt er að loka hann neins staðar inni, hann kemst alltaf út og enginn getur út- skýrt það. „Ég er staðráðin í að flá hann og setja rennilás á vömbina þegar hann er dauður. Nei, ekki skrifa það! Ég meina það ekkert, en hóta honum því stundum þegar hann er leiðinlegur.” - nrg Íslenskar leðurvörur í sjötíu ár Edda Hrönn Atladóttir ásamt dóttur sinni í Leðuriðjunni Atson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.