Fréttablaðið - 28.03.2007, Qupperneq 22
28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR14 fréttablaðið íslenskur iðnaður
IÐAN – fræðslusetur ehf. er tæp-
lega ársgamalt fyrirtæki sem
sinnir símenntun og starfsnámi
iðnaðarmanna. Hlutverk IÐUNN-
AR er fyrst og fremst að bæta
hæfni fyrirtækja og starfsmanna
í byggingar-, málm-, bílgreina- og
prentiðnaði og matvæla- og veit-
ingagreinum. Fyrirtækið er ungt
en byggist á gömlum merg. Þar
sameinast fimm fræðslumiðstöðv-
ar sem hafa starfað síðastliðna tvo
áratugi, hver á sínu sviði. Þetta eru
Menntafélag byggingarmanna,
Fræðslumiðstöð málmiðnaðar-
ins, Prenttæknistofnun, Fræðslu-
ráð hótel- og matvælagreina og
Fræðslumiðstöð bílgreina.
Framkvæmdastjóri IÐUNN-
AR er Hildur Elín Vignir. „Ég
ber ábyrgð á rekstri og stjórnun
og því að koma barninu á legg og
batteríinu saman. Við erum nátt-
úrlega bara á fyrstu mánuðum í
starfi í nýju fyrirtæki, erum á kafi
í breytingaferli og sameiningu.
Svo mitt starf felst í stjórnun í
víðasta skilningi,“ segir Hildur.
„Það er heilmargt sem greinarn-
ar eiga sameiginlegt. Það sem við
leggjum áherslu á er í fyrsta lagi
aukið framboð af námi í stjórn-
un og rekstri. Einnig leggjum við
áherslu á aukið tölvulæsi meðal
okkar félagsmanna. Greinarnar
skarast víða, málmsuða skarast
við byggingariðnað, pípulagnir og
málmiðngreinar. Iðntölvustýring-
ar og iðntölvufræði eiga við allar
greinarnar.“
Eigendur IÐUNNAR eru Sam-
tök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS,
Félag bókagerðarmanna, FIT, VM,
Samtök ferðaþjónustunnar og Bíl-
greinasambandið. Eigendurnir
álíta samrunann í takti við þróun
í atvinnulífinu; að hagsmuna-
gæsla og þjónusta við fyrirtæki sé
í minnkandi mæli tengd atvinnu-
vegum eða einstökum starfsgrein-
um, en atvinnulífið leggi nú meiri
áherslu á sambærileg skilyrði
fyrir öll fyrirtæki. Meðal slíkra
skilyrða sé aðgengi að vel mennt-
uðu og færu starfsfólki.
IÐAN sinnir nú yfir fimmtán
þúsund aðildarfélögum, einstakl-
ingum og fyrirtækjum. - nrg
Fimm fræðslustofnanir
undir einum hatti
Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Á síðasta ári var þeim reglum
sem giltu um útgáfu vegabréfa
breytt. Hófst þá útgáfa á nýjum
vegabréfum með sérstökum ör-
gjörva sem geymir sömu upplýs-
ingar og eru sjáanlegar í vega-
bréfinu. Tilgangur breyting-
anna var að laga íslenskar reglur
að alþjóðlegum skuldbinding-
um. Samfara þessum breyting-
um var komið upp myndavélum
á afgreiðslustöðum vegabréfa og
umsækjendum boðið að starfs-
menn sýslumannsembætta tækju
af þeim mynd í vegabréfið án
endurgjalds. Þar sem ljósmynd-
un er löggild iðngrein höfðaði
Ljósmyndarafélag Íslands mál
gegn íslenska ríkisinu og krafð-
ist þess að viðurkennt yrði að
ljósmyndurum einum væri heim-
ilt að taka myndir í íslensk vega-
bréf. Í nóvember síðastliðinn
dæmdi Héraðsdómur Reykjavík-
ur að ljósmyndurum með iðnrétt-
indi og nemendum í ljósmyndun
væri einum heimilt að taka þess-
ar myndir. Málinu var áfrýjað til
Hæstaréttar og er niðurstöðu að
vænta í maí.
„Það var mjög ánægjulegt að
fá staðfestingu á því frá Hér-
aðsdómi að við höfðum á réttu
að standa. Málið hefur auðvitað
mikið fordæmisgildi enda snýr
þetta í sjálfu sér að öllum iðn-
réttindum í landinu. Mitt starfs-
leyfi er gefið út af lögregluemb-
ættinu og þeir gefa mér leyfi til
að starfa sem ljósmyndari en sjá
svo ekki ástæðu til að skipta við
okkur frekar en ómenntaða ein-
staklinga á þessu sviði. Ef við
vinnum ekki málið er í raun hægt
að leggja niður Iðnskólann. Ef
til dæmis væri ákveðið væri að
taka upp skólabúninga í landinu
gæti ríkið bara ákveðið að leita
til hvers sem er og gengið algjör-
lega fram hjá þeim sem hlotið
hafa sérstaka menntun og rétt-
indi á sínu sviði,“ segir Gunnar
Leifur Jónasson, formaður Ljós-
myndarafélags Íslands.
Ekkert sambærilegt mál hefur
farið fyrir dómstóla hér á landi
síðan á níunda áratugnum. Verð-
ur það að teljast nokkuð óvenju-
legt og segir Gunnar Leifur að
það hafi komið á óvart þegar
farið var að vinna í málinu. „Það
er eiginlega óskiljanlegt hvers
vegna ríkið sækir það svo fast að
láta sína starfsmenn taka þessar
myndir. Þetta snýst um að auka
alheimsöryggi íslenskra ríkis-
borgara enda skiptir miklu máli
að hafa góðar myndir í vegabréf-
inu sem auðveldlega er hægt að
greina fólk á. Þessi aðferð sem
þeir beita, að taka myndina sjálf-
ir með lélegum tækjum og tólum,
er alls ekki nógu góð og það kemur
í ljós að þeir valda í raun og veru
ekki þessu verkefni. Græjurn-
ar þeirra eru ekki nógu góðar til
þess að geta greint það sem þeir
ætla að greina. Gagnagrunnur-
inn verður því alltaf mjög léleg-
ur þegar myndirnar eru ekki vel
unnar. Ég mynda 5.000 manns á
ári á stofunni minni og hef sér-
þekkingu á því að taka myndir af
fólki. Því finnst mér mjög undar-
legt að ríkið sækist ekki eftir því
að nýta mína sérþekkingu.“
Gunnar Leifur segist hafa
fundið fyrir heilmiklum meðbyr
við málstaðinn í samfélaginu og
það þyki honum vænt um. „Við
höfum fengið mörg bréf frá al-
menningi, sérstaklega iðnlærðu
fólki, sem þakkar okkur fyrir að
taka upp hanskann fyrir sig og
standa vaktina. Þetta hefur for-
dæmisgildi fyrir allar iðngrein-
ar í landinu og skiptir okkur öll
máli.“
Ótvírætt for-
dæmisgildi
Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Allt fyrir
Höfðabakki 9 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355
straumur@straumur.is
Áratuga reynsla og þekking
við skipulagningu vöruhúsa
Þrönggangalyftarar Wave 50
handlangarinn
RaftryllurRafmagns lyftarar
Hjólatrillur
henta vel í
útkeyrslubílinn
Staflarar Læstir skápar fyrir
fatnað og
persónulega muni
Hillukerfi og
skápar fyrir
smávörulagerinn
Logimat lagerturnarHurðir, veðurhlífar
og vörubryggur
23
00
/
TA
KT
ÍK
Brettahillur
www.straumur.is