Fréttablaðið - 28.03.2007, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 28.03.2007, Qupperneq 25
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 Ú T T E K T gla í Reykjavík Norðurlöndum fyrirtæki sín og framtíðarhorfur fyrir fjárfestum. Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfesta- þingi Seed Forum á morgun. Fyrirtæk- ið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnað- ar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við með- höndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva. Kine státar af nokkrum vörum sem allar tengjast hreyfigreiningu; vöðva- rita, vél- og hugbúnað sem mælir virkni vöðva. Því tengdu er svo mælir sem samanstendur af sama vélbúnaði en öðrum hugbúnaði. Þá hefur fyrirtæk- ið búið til göngugreiningarforrit sem gerir skýrslu um vöðvavirkni og hreyf- ingu sjúklinga. Vörur undir merkjum Kine má finna víða um heim en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins er NASA auk háskóla og sjúkrastofnana jafnt hér sem erlendis. Bjarni Þór Gunnlaugsson, forstjóri Kine, segir umtalsvert hagræði fást fyrir alla aðila með búnaði sem þess- um. Hann geti til dæmis stytt komu- tíma sjúklinga til sjúkraþjálfara mikið. „Venjulega þurfa sjúklingar að koma, segjum fjórum sinnum, til sjúkraþjálf- ara til að greina vöðvavirkni. Með bún- aði Kine má stytta tímann niður í 15 mínútur,“ segir hann. Kine var með námskeið fyrir fimm fyrirtæki hér á landi í desember í fyrra. Fulltrúar fimm fyrirtækja tóku þátt í því og nota nú þrjú þeirra búnað frá Kine. Bjarni bendir á að markaður fyrir vörur sem þessar sé geysistór og vitn- ar til þess að í Bandaríkjunum einum leiti 11,2 milljónir sjúklinga sér lækn- inga vegna hnévandamála. „Svipaður fjöldi sjúklinga er með axlavandamál,“ segir Bjarni. Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti í framtíðinni og vonast til þess að með til- komu viðskiptaengla í fyrirtækið fáist fjármagn til að efla markaðssetningu á vörum Kine úti í hinum stóra heimi. „Það er ekki nóg að vera með háklassa- vöru. Það þarf alltaf fjármagn til að koma henni áfram,“ segir Bjarni. Frumkvöðlar í hreyfigreiningu Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta ís- lenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyr- irtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks. Jónas Björgvin Antonsson, stjórnarfor- maður Gogogic, segir tölvuleikjasviðið geysistórt og sé fjarri að hægt sé að setja alla tölvuleiki undir einn hatt. „Þetta er miklu stærra svið en menn gera sér grein fyrir,“ segir Jónas og bend- ir á að leikirnir geti verið allt frá því að vera stórir fjölspilunarleikir á borð við World of Warcraft og Eve Online til smærri leikja eins og Bubbles. „Mesti vöxturinn er í minni leikjum sem höfða til almennings og hver sem er getur spil- að í stuttan tíma án þess að lesa leiðbein- ingarbækling til að komast inn í hann,“ segir Jónas. Leikir sem þessir eru Zuma og fleiri sem hentugt er að spila í kaffi- pásum. „Þetta eru leikir sem voru búnir til fyrir nokkrum árum og enn er verið að spila,“ bendir hann á. Leikurinn sem Gogogic vinnur að heitir Boss of the Bosses og er skilgreindur sem herkænskuleikur. „Þetta er einn af þeim leikjum sem framleiddir eru fyrir 90 pró- sent leikjaspilara,“ segir Jónas og bend- ir á að notendur leikja á borð við þann sem Gogogic vinni að séu leikjaunnendur sem komnir séu með fjölskyldu og vinni hefðbundin daglaunastörf, oftar en ekki á skrifstofu. Lítill tími gefst því fyrir stóra fjölspilunarleiki sem krefjist oft langrar yfirlegu ætli notandi að ná árangri. „Þessi hópur, sem fer stækkandi, hefur orðið svolítið útundan í þróun tölvuleikja,“ segir Jónas og bendir á grein sem nýver- ið birtist í veftímaritinu The Escapist um þróun tölvuleikja. Þar kemur fram að nýj- asta stefnan sé að gera út á þennan ört vaxandi hóp sem hafi ekki tíma til tölvu- leikja en vilji taka þátt í fjölspilunarleik á netinu. Lausnin felst í leikjum sem byggj- ast á flash-viðmóti, eru léttir í vöfum og hægt er að spila stuttan tíma í einu. Ekki liggur fyrir hvenær hann kemur á markað en Jónas vonast til að gangi allar áætlanir eftir verði það um mitt næsta ár. „Áherslan hjá okkur núna er að finna fjár- magn til að þróa og vinna leikinn,“ segir hann. Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.