Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 27

Fréttablaðið - 28.03.2007, Side 27
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2007 S K O Ð U N Ég er ekki maður sem óttast margt. Mér hefur alltaf fundist að ég væri fæddur undir heilla- stjörnu og fátt illt gæti hent mig. Maður er samt ekkert að syndga upp á náðina og storka örlögunum af óþörfu. Þannig sýni ég verndarenglum mínum þá auðmýkt að hafa áhyggjur af einhverju. Þessa dagana hef ég áhyggjur af krónunni og svo er ég órólegur yfir því ef mosakommarnir kom- ast til valda. Þetta eru tengdar áhyggjur því það er nú einu sinni þannig að þegar við erum orðn- ir þátttakendur í heimi opinna alþjóðaviðskipta ráðum við ekki alltaf við framhaldið. Ef menn eins og ég úti í heimi missa trú á því sem við erum að gera, þá komumst við að því fullkeyptu. Svona get ég orðið órólegur. Svo jafna ég mig og hugsa að menn eins og ég fljóta alltaf ofan á. Ef ég hefði til dæmis fæðst í Rússlandi fyrir hundrað árum, þá hefði ég orðið stórkommisar og í miðstjórn hjá kommunum og haft það fínt. Fæddur fimmtíu árum síðar á sama stað væri ég senni- lega í hópi ólígarka. Ástæða þessa er að ég er fram- sýnn og fljótur að átta mig á hlutunum. Ef miðstýringarmenn fara að gera einhverjar rósir í efnahagslífinu, þá verð ég kom- inn með peningana mína langt frá landinu og sennilega flatmag- andi á sólarströnd einhvers stað- ar með lögheimili í skattaparadís. Og hvers vegna ætti ég að hafa miklar áhyggjur af krónunni? Ég mun græða á falli hennar. Græddi alla vega í fyrra þegar hún féll. Tók svo sveifluna til baka og nú er ég yfirvogaður í erlendu og ætti því að vera rólegur. Samt er ég það ekki alveg, sem mér finnst benda til þess að ég hafi bæði þroskaða samvisku og gott hjartalag. Ef menn snúa af vegi frjálslyndis og lokunar- fólk nær undirtökum mun það auðvitað bitna á mörgum. Ég er nefnilega á því að næsta kjör- tímabil skipti miklu máli. Senni- lega munum við sækja um aðild að ESB á tímabilinu ef skynsem- in ræður einhverju. Ég er enginn aðdáandi gamla Kol og Stál, en ég held að það sé enginn annar kostur þegar lengra er horft. Það er betra að sætta sig við raun- veruleikann fyrr en síðar. Það segja alla vega vinir mínir sem hafa farið í meðferð. Sjálfur er ég maður hófstilltrar lífsnautnar varinn af englunum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Áhyggjur með englavernd Í fréttum NFS 7. mars 2006, þegar viðræður um framtíð varnar- samstarfsins við Bandaríkin stóðu sem hæst, var haft eftir þáver- andi utanríkisráðherra að Íslend- ingar ættu engan annan kost en að starfa áfram með Bandaríkja- mönnum. „Og mín skoðun er sú, hvað svo sem að sagt er nú í hita leiksins og hvað svo sem menn renna hýru auga til Evrópuríkj- anna, að við eigum engan raun- verulegan kost í þeim efnum annan en þann að halda áfram samstarf- inu við Bandaríkin.“ (NFS, Fréttir kl. 18.30, 7.4. 2006). Nú kann vel að vera að þetta mat hafi verið kór- rétt og að yfirlýsingin hafi átt full- komlega rétt á sér. Það er auðvelt að gagnrýna úr fjarska og vera vitur eftir á, sérstaklega í flókn- um, mikilvægum og viðkvæmum samningaviðræðum þar sem upp- lýsingar liggja eðli málsins sam- kvæmt ekki á lausu. Þeir sem hafa áhuga á samningatækni geta þó ekki annað en velt því fyrir sér hvort þessi yfirlýsing hafi komið á góðum tíma. VALD OG VÆNTINGAR UM ÁRANGUR Skynjun á því hver hefur meira vald við samningaborðið getur skipt sköpum um árangur þar sem hugmyndir um vald og vænting- ar um niðurstöðu viðræðna eru nátengd. Því meira vald sem þú telur að samningsaðili þinn hafi, því minni væntingar hefur þú um árangur og því minni væntingar sem þú hefur um árangur, því verri verður niðurstaðan, að öllu jöfnu. Ef þú telur að allt vald liggi hjá þér hefur þú væntingar um framúr- skarandi árangur af viðræðunum. Ef skynjun þín er sú að allt vald liggi hjá samningsaðila þínum, með réttu eða röngu, hefur þú sett þig í þá stöðu að samþykkja það sem þér er rétt. Ef þú lætur samnings- aðila þinn vita af þeirri skynjun þinni að valdið liggi allt hjá honum gefur þú honum stöðu til að ákveða niðurstöðu viðræðnanna. LEIÐIR TIL AÐ AUKA VALD Vald fer eftir kringumstæðum, mikið frekar en auðæfum, stærð og hæfileikum. Sterkasta leiðin til að auka vald við samningaborðið er að hafa sem besta valmöguleika aðra en að semja við mótaðilann. Smáfyrirtæki sem á í samningavið- ræðum við risafyrirtæki hefur öll spil á hendi ef það hefur sterka val- möguleika – það mun aldrei sætta sig við niðurstöðu sem er verri en þeir valmöguleikar sem því býðst í samningum við aðra aðila, alveg sama hversu mikið stórfyrirtæk- ið ber sér á brjóst. Þess vegna vinna reyndir samningamenn baki brotnu að því að hafa sem sterk- asta stöðu ef svo skyldi fara að samningaviðræðurnar rynnu út í sandinn. Stundum bregða samn- ingamenn á það ráð að gefa í skyn valmöguleika sem eru ekki fyrir hendi, en augljóslega er það ákaf- lega áhættusöm nálgun og til þess fallin að draga úr trausti. Önnur leið er að gera valmöguleika mót- aðilans verri – að hafa áhrif á skynjun hans á eigin valmöguleik- um þannig að hann meti kostnað- inn af því að hverfa frá samninga- borðinu meiri. Enn önnur leið er að skapa sér svigrúm þannig að ekki þurfi að semja strax og gefa mótaðilanum til kynna að það liggi ekkert á að ná samkomulagi. Í öllu falli er það lykilatriði að vanda sig við mat á valdi, að gefa mótaðilan- um ekki meira vald en innistæða er fyrir og vinna að því að styrkja stöðu sína með því að fjölga val- möguleikum – og að gefa ekki frá sér upplýsingar sem eru líklegar til að draga úr eigin stöðu við samninga- borðið. Aðalsteinn Leifsson er lektor í Háskólanum í Reykjavík þar sem hann kennir meðal annars samningatækni. Valdið og dýrðin... S A M N I N G A T Æ K N I Nýherji og Microsoft á Íslandi bjóða þér til ráðstefnu um samskipti framtíðarinnar eða „Unified Communications“ 29. mars á Hótel Sögu. Með „Unified Communications“ er átt við samþættingu á samskiptalausnum sem skilar sér í auknu hagræði fyrir notandann. Með því að hafa sameiginlega sýn á öll samskiptamál, óháð staðsetningu og samskiptatækni, verður vinnan einfaldari og framleiðni eykst. Microsoft og Avaya hafa skrifað undir samstarfssamning um þróun slíkra samskiptalausna og munu þær verða kynntar á ráðstefnunni ásamt því sem rætt verður um framtíðarsýn fyrirtækjanna á þessu sviði. Dagskrá 12.30–13.00 13.00–13.15 13.15–14.00 14.00–14.45 14.45–15.00 15.00–15.45 15.45–16.15 16.15–17.15 Eftir fyrirlestrana verða Avaya- og Microsoft-lausnir til sýnis auk þess sem boðið verður upp á veitingar og spjall við sérfræðinga fyrirtækjanna. Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.nyherji.is og www.microsoft.is Ráðstefna um Samskipti framtíðarinnar ,,Unified Communications” Innskráning Setning ráðstefnu „The way Unified Communication is going to change the PBX world in the future“ Fyrirlesari: Peter Lillelund ráðgjafi frá Netplan „Unified Access, One User Experience“ Fyrirlesari: Roger Jones, Business Development Director hjá Avaya EMEA Kaffihlé „Microsoft Unified Communications Vision and Reality“ Fyrirlesari: Torben Andersen Business Director for Unified Communications hjá Microsoft EMEA Sjónarhorn viðskiptavinar í samskiptamálum Kokkteill

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.