Fréttablaðið - 28.03.2007, Síða 30
MARKAÐURINN 28. MARS 2007 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
H E I M S K R I N G L A N
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
atrice Olofsson varð himinlifandi þegar hann
sá auglýsta framkvæmdastjórastöðu fransks
viðskiptaráðs. Starfið virtist henta honum
fullkomlega. Bæði var hann stoltur af sínu
heimalandi og forvitinn um framandi lönd.
Hann gat vel hugsað sér að yfirgefa Frakkland um
stund með það að markmiði að koma á og hlúa að við-
skiptasamböndum milli franskra fyrirtækja og er-
lendra. Þá rak hann augun í neðstu línu umsóknarinnar.
„Starfsstöðvar á Íslandi” stóð þar skrifað. Þessu hafði
Patrice ekki reiknað með. Þrátt fyrir ævintýragirni var
hann borgarbarn. Og evrópsk borgarbörn búa víst ekki
í Reykjavík. Eftir nokkra umhugsun lét hann þó slag
standa, sótti um starfið og landaði stöðunni. Síðan eru
liðin tæp tvö ár.
STÓRAUKIN SAMSKIPTI MILLI LANDANNA
Frakkland er fimmta stærsta efnahagsveldi heims
miðað við landsframleiðslu og þriðji stærsti þjónustu-
útflytjandinn. Það er því ekki hægt að loka augunum
fyrir mikilvægi Frakklands í alþjóðavæðingunni. Það
hafa fjárfestar heldur ekki gert. Hvergi í heiminum er
eins mikið innflæði þeirra og í Frakklandi, nema í Kína.
Þá er umtalsverður hluti franskra fyrirtækja í eigu er-
lendra aðila.
Íslensk fyrirtæki eru engir eftirbátar annarra
landa þegar kemur að fjárfestingum í Frakklandi.
Þar hafa fjölmörg þeirra starfsemi. Má þar nefna
matvælafyrirtækin Alfesca, Marel, Icelandic Group og
Bakkavör, Eimskipafélagið, Icelandair og
stoð- og stuðningstækjaframleið-
andann Össur.
Árið 2005 keypti Lands-
bankinn franska veð-
bréfafyrirtækið Kepler,
stuttu eftir að Patrice tók
við stöðu framkvæmda-
stjóra Fransk-íslenska
viðskiptaráðsins. Hann
varð var við að kippur kom í
viðskipti milli landanna einmitt um
það leyti. Þá segir hann áhuga Frakka á ís-
lenska markaðnum hafa aukist.
Opinberar tölur styðja þetta. Árið 2006 nam innflutn-
ingur frá Frakklandi til Íslands tæpum tólf milljörð-
um króna. Það var þrjátíu prósentum
meira en árið 2005. Viðskiptin jukust
einnig um rúmlega þrjátíu prósent
milli áranna 2004 og 2005. Mikill hluti
franskra vara er fluttur inn í gegnum
önnur lönd og kemur því ekki fram
í innflutningstölum. Heildarinnflutn-
ingur er því töluvert meiri en opin-
berar tölur gefa til kynna.
Útflutningur frá Íslandi til Frakk-
lands dróst saman milli áranna 2005
og 2006. Þá nam hann tæpum tíu
milljörðum króna. Árið 2006 markaði
tímamót fyrir viðskipti milli Íslands
og Frakklands. Í fyrsta sinn í meira
en tíu ár var vöruskiptahallinn Frökk-
um hagstæður.
LÍFSEIGAR KLISJUR UM
FRAKKLAND
Patrice segir að ýmsar hugmyndir
fólks í garð frönsku þjóðarinnar eigi
sér engar stoðir í raunveruleikan-
um. Margir haldi því fram að franski
markaðurinn sé lokaður, illa sam-
keppnishæfur, þar sé flókið að stofna fyrirtæki og, síð-
ast en ekki síst, vinnumarkaðurinn sé hryllilegur. Þetta
segir hann allt saman byggt á sleggjudómum. Franski
markaðurinn sé þvert á móti opinn fyrir erlendum
áhrifum. Hann sé einn stærsti útflytjandi vara og þjón-
usta heims og því vel samkeppnishæfur.
Patrice gefur líka lítið fyrir lífseiga ímynd um hrylli-
legan vinnumarkað, þar sem starfsmenn eyði stórum
hluta tíma síns í hádegismat að plotta um hvenær eigi
næst að fara í verkfall. „Þetta er rangt,” segir hann.
„Vissulega taka Frakkar langan hádeg-
ismat. En þeir vinna líka langan
vinnudag og þurfa orkuna.”
Framleiðni vinnuafls er
mun hærri í Frakklandi
en á Íslandi og sú fjórða
mesta í heiminum.
FRÖNSK MENNINGAR-
VEISLA Í FULLUM GANGI
„Pourquoi Pas? – Franskt vor
á Íslandi“ er mikil menningar-
veisla sem nú stendur sem hæst. Fransk-
íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir veislunni í sam-
ráði við menntamálaráðuneytið, franska sendiráðið og
Culturesfrance. Patrice ber franska sendiherranum á
Íslandi, Nicole Michelangeli, vel sög-
una. Segir hann hana hafa staðið sig
stórkostlega við skipulagningu há-
tíðarinnar, ekki síst við að sannfæra
frönsk fyrirtæki og listamenn um að
taka þátt í viðburðinum.
Fjölmörg íslensk og frönsk fyrir-
tæki koma að hátíðinni á margvísleg-
um vettvangi. Hvenær sem Íslending-
um hugnast að brjóta upp hversdags-
munstrið á næstu mánuðum geta þeir
treyst á Frakkana. Hátíðinni lýkur
nefnilega ekki fyrr en í maí. Gild-
ir það jafnt um unnendur dans, tón-
listar, bókmennta, vísinda, myndlist-
ar, kvikmynda og götulistar. Jafnvel
verða atriði í boði sem ekki rúmast
í þessa flokka. Hinn 12. apríl verður
haldin ráðstefna um viðskipti milli Ís-
lands og Frakklands. Þar verða kostir
og verðleikar Frakklands fyrir bein-
an íslenskan útflutning og íslenskar
fjárfestingar kynntir. Á vefsíðunni
www.pourquoipas.is má nálgast dag-
skrá og fræðast frekar um hátíðina.
Franskt vor í viðskiptum
... tekur fólk alla jafna tveggja
tíma hádegishlé. Vinnudagurinn
er hins vegar yfirleitt langur og
framleiðni vinnuafls há.
... tala 65 prósent fólks undir
þrítugu ensku og níutíu prósent
þeirra sem hafa háskólagráðu.
... er vinnandi fólk hreint
ekki svo oft í verkfalli, þótt
staðalímyndin gefi það til kynna.
Sextán dagar tapast árlega á þús-
und íbúa vegna verkfalla, í sam-
anburði við 34,7 í Bretlandi.
F R Ó Ð L E I K S M O L A R
Í Frakklandi ...
FRAKKLAND
Mannfjöldi: 62 milljónir
Hagvöxtur: 2,0 prósent
Verðbólga: 1,5 prósent
Atvinnuleysi: 8,7 prósent
Gjaldmiðill: 1 evra = 88 krónur
Heimild: CIA World Fact Book.
Bráðabirgðatölur fyrir árið 2006.
Þrír fulltrúar frá hagstofum í
Evrópu komu hingað til lands
í síðustu viku til að ræða um
áreiðanleika íslenskra hagtalna
og fara yfir það hvernig þær
nýttust fjölmörgum fyrirtækj-
um og stofnunum, þar á meðal
fjölmiðlum.
Koma þremenninganna er
liður í samevrópsku verkefni
þar sem starfsmenn hagstofa
víða í Evrópu kanna verklags-
reglur við gerð hagtalna. Hag-
stofustjórar EES-ríkjanna
komu sér saman um að setja
slíkar reglur í evrópskri hag-
skýrslugerð fyrir tveimur
árum í kjölfar þess að Grikk-
ir fegruðu ríkishallatölur með
það fyrir augum að uppfylla
skilyrði fyrir aðild að mynt-
bandalagi Evrópusambandsins.
Um jafningjaeftirlit að ræða
þar sem þriggja manna sendi-
nefnd frá þremur hagstofum í
Evrópu skoðar verklag við gerð
og birtingu hagtalna í hinum
ýmsu löndum með hliðsjón af
reglunum sem framkvæmda-
stjórn ESB setti.
Að sögn Franks Nolan, sem
kemur frá bresku hagstofunni,
er mikilvægt að tryggja sjálf-
stæði hagstofa til að koma í veg
fyrir misbeitingu hagtalna líkt
og gerðist á Grikklandi.
Hópurinn dvaldi hér í fjóra
daga og skrifaði skýrslu um
málið sem birtast mun í árs-
skýrslu Eurostat, hagstofu Evr-
ópusambandsins, fyrir yfir-
standandi ár. - jab
Evrópskar hagstof-
ur rýna í hagtölur