Tíminn - 30.09.1979, Side 13

Tíminn - 30.09.1979, Side 13
Sunnudagur 30. september 1979 13 Hann heitir Joe Jackson og er ein nýjasta stjarna bresku „nýbylgjunnar". Fyrrverandi nemandi við hinn virta skóla Royal Academy of Music og ef ör- laganornirnar hefðu ekki gripið i taumana/ þá væri hann líklega orðinn konsert-pianisti. Margir hafa líkt honum við Elvis Costello og til eru þeir sem fullyrða, að ef Costello sé konungur „nýbylgjunnar"/ þá sé Joe Jackson a.m.k. krónprins hennar. ' „Ég er meðal- mennskan uppmáluð” — segir Joe Jackson nýjasta stjarna „nýbylgjunnar” „Ég var or&inn dauöleiöur á öllum formlegheitunum i skól- anum og þvi hætti ég eftir þriggja ára nám”, segir Joe Jackson. „Það var eins og allir nemendurnir væru þátttakend- ur i einu allsherjar yfirstétta- leikriti, og þegar væmnin keyröi úr hófi, sá ég mér þann kost einan að hætta. Reyndar þótti mér gaman i timum hjá Johnny Dankworth, sem var fenginn til þess að vera meö eins konar til- raunajazz, en á endanum lögö- ust þeir timar niöur vegna ann- rikis hjá honum”. Þvingaði foreldrana til þess að kaupa píanó. Fyrstu raunverulegu kynni Joe Jackson af tónlist voru er hann var 11 ára gamall, en þá hóf hann aö læra á fiðlu. Fljót- lega vaknaöi einnig löngun hjá honum til þess að semja sina eigin tónlist og texta, en litiö mun þó hafa borið á þessum tónsmiöum fyrr en eftir að hann hafbi þvingab foreldra sina til þess að kaupa pianó á heimilið. „Ég hafði aldrei gaman af iþróttum”, segir Jackson þegar hann minnist þessara tima. „Mér fannst þaö hreint fárán- legtað eltast við fótbolta i kulda og trekki, og svo var ég einnig tæpur til heilsunnar. Ég þjáðist af astma og var alltaf frekar lit- ill fyrir mann að sjá, þannig að ég var kjörið fórnarlamb allra hrekkjusvina i skólanum. Börn og unglingar geta verið alveg ó- trúlega grimmlynd hvert við annað og þær voru ófáar bar- smiðarnar, sem ég varð fyrir á minum fyrstu skólaárum”. Lifði á 5 sterlingspundum á viku. Eftir grunnskólanám og þrjú ár viö Royal Academy of Music hætti Joe Jackson i skóla og gekk i hljómsveitina Arms and Legs. Sú hljómsveit lagöi þó fljótlega upp laupana og Joe Jackson varð að takast á við al- vöru lifsins. „Ég svalt oft heilu hungri”, segir Jackson. „Ég varö að lifa á 5 sterlingspundum á viku og guð einn má vita hvernig mér tókst aö láta þá peninga endast vikuna út”. Joe Jackson varö þó ekki hungurmorða þvi hann fékk vinnu i kabarett hljómsveit i Playboy klúbbnum I Ports- mouth, þar sem hann var um- kringdur hálfnöktu kvenfólki öllum stundum. Siðar fékk hann vinnu sem umboðsmaður söng- dúetts, sem nefndi sig „Coffee ’N’Cream, og með þeirri vinnu tókst honum að aura það miklu saman að hann gat látiö gera prufuupptökur með nokkrum af lögum sinum. Forráðamenn hljómplötufyrirtækisins A&M Records heyrðu siðan þessar upptökur og varð það til þess að Joe Jackson gerði samning við fyrirtækiö. Fyrsta plata Joe Jackson undir merkjum A&M Records kom út i sumar og bar hún heitið „Look Sharp”. Skemmst er frá þvi að segja, að hún sló i gegn og allt i einu var Joe Jackson orð- inn stjarna. Að visu lltil stjarna, en stjarna engu að slður. „Þetta gjörbreytti að sjálf- sögöu öllu hjá mér”, segir Jack- son, sem nú hefur I fyrsta skipti i langan tima nóg að bita og brenna. „Ég á nú þegar nóg efni á næstu plötu og ég stefni að þvi að hver plata verði betri og já- kvæöari en sú næsta á undan. Sjálfur er ég mjög jákvæður persónuleiki og reyndar veit ég fátt neikvæöara en að þröngva skoðunum eöa hugmyndum upp á fólk. Ég vil semja lög um lif nútimamannsins, án þess aö pólitik þurfi aö sitja þar i fyr- írrúmi, og ég vil fjalla um þessi mál án þess að þröngva skoðun- um minum upp á aöra”. óttalegur meöalmaður En hver veröur framtið Joe Jackson? Veröur hann eiturlyfj- um og öörum fylgifiskum frægðarinnar að bráð, eða mun hann lifa i heimi harðrar sam- keppni? Sjáifur hefur Joe Jack- son þetta um eiturlyf aö segja: „Ég er ekkert hræddur um aö ég ánetjist eiturlyfjum. Ég hef aldrei haft neinn áhuga á þeim, ekki einu sinni á meðan ég var yngri, og auk þess er þaö sannað að reykingar eru slæmar fyrir röddina. Einu pillurnar, sem ég tek, eru valium þegar ég á bágt með að sofna, og ég hef engar á- hyggjur af þvi. Reyndar hef ég engar áhyggjur af þvi að frægð- in muni breyta mér, þvi að ég er og verð óttalegur meöalmaöur. Sannast sagna þá er ég meðal- mennskan uppmáluð. Ég er ekki einu sinni umvafinn þús- undum fagurra kvenna, enda hef ég alltaf verið klaufi í kvennamálum, og ég er á móti þvi aö blanda saman kynlifi og tónlist. Og eitt af þvi sem ég hata mest, eru þau við- horf, aö enginn kvenmaður geti verið góö söngkona, nema hún sé með stór brjóst og sé eins og klippt út úr tiskublaði”. Les hasarblöð í frítiman- um Það hefur vakiö mikla at- hygli, að Joe Jackson tekur jafnan strætisvagn heim til sin af hljómleikum og enginn hefur séb hann aka bil. Er hann var nýlega spurður að þvi hverju þetta sætti svaraði hann: „Ég hef aldrei tekið bilpróf, og það er fátt sem ég hræðist meira, en það að þurfa að stjórna ein- hverju vélknúnu. Ég er reyndar alveg viss um þaö aö ef ég hefði lært að aka bil, þá væri ég dauð- ur núná”. Og hvað gerir svo Joe Jackson við fritima sinn? „Ég nota hverja einustu fristund sem ég á til þess að fara i gegnum banda- risku hasarblöðin min”, segir Jackson. „Ég hef keypt þessi blöð frá þvi aö ég var krakki, og það siðasta sem ég myndi gera væri að skilja þau viö mig. Mér finnst einnig gaman að þvi að horfa á hryllingsmyndir, og skrifa smásögur með dulrænu i- vafi, og hver veit nema ég gefi einhvern tima út bók. En i augnablikinu er aðaláhugamál mitt, aö græöa þaö mikla pen- inga, að ég geti tekið leigubil svona endrum og eins I stað þess að flækjast alltaf um i strætis- vagni”. (Þýtt —ESE) 4; 1980 Árgeróirnar frá MITSUBISHI P. STEFÁNSSON HF. SÍOUMÚLA 33 — SÍMI 83104 - 83105 ~í COLT LANCERl Sá besti frá JAPAN SAPPOROl Verð frá kr. 3.990.000.-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.