Tíminn - 30.09.1979, Síða 18

Tíminn - 30.09.1979, Síða 18
18 Sunnudagur 30. september 1979 Umsjón: Eiríkur S. Eiríksson — NÚTÍMINN Þegar sú frétt spurðist út innan poppheimsins snemma á síðasta ári, að David Paich, Steve Lukather, Bobby Kimball, David Hungate og Porcaro- bræðurnir Steve og Jeff hygðust stofna hljómsveit í sameiningu, þótti rétt að telja það til meiri háttar tíð- inda. Allir þessir listamenn voru i ; hópi færustu og virtustu | „session”-manna Los Angeles ! og þvi þótti sýnt aö þetta yrði 1 engin venjuleg hljómsveit. Sú j hefur einnig orðiö raunin, þvi að j fáar hljómsveitir geta státað af j viðlika árangri og TOTO á sinu j fyrsta starfsári en TOTO er ein- . mitt nafnið á þessari umtöluðu [ hljómsveit. Fyrsta plata hljóm- | sveitarinnar kom út i fyrra, og j þaö er skoðun undirritaðs, að 1 hún sé ein sú besta rokkplata í sem gefin hefur verið út frá upphafi vega. Stórkostleg plata meö fjöldanum öllum af frábær- um lögum og það sem mestu máli skiptir — plata sem maður verður aldrei leiður á, þvert á móti batnar hún viö hverja hlustun. En hver var aðdragandinn að stofnun TOTO? Til þess að fá svar við þeirri spurningu þarf að hverfa ein 10 ár aftur i tim- ann er Joe Parcaro (faðir Jeff og Steve) og Marty Paich (faðir David Paich) léku saman i tón- listarmyndum i Hollywood en vinátta þeirra varö til þess aö þeir David og Jeff kynntust. Þeir voru þá 13 ára gamlir og var þetta upphafið aö áralangri vináttu þeirra sem hefur haldist siðan. Báöir höfðu þeir erft tón- listargáfur feðra sinna og sömu sögu er að segja um yngri Por- caro bróðurinn, Steve, en hann hóf fljótlega að leika i ýmsum skólahljómsveitum. t Grant High School kynntist hann Steve Lukather og siöar kom David Hungate inn i myndina. Sam- band bræöranna var náið og varö það til þess aö efla kynnin á milli þessara 5 áhugasömu hljóðfæraleikara. Þeir vöktu einnig snemma athygli fyrir góðan hljóðfæraleik og vönduð vinnubrögð og varð það til þess aö atvinnuhljóðfæraleikarar sneru sér i æ ríkari mæli til þeirra með það fyrir augum að j fá þá til þess að aðstoöa við hljómplötugerð. Verkefnin juk- ust dag frá degi og brátt voru fimmmenningarnir komnir i hóp virtustu og eftirsóttustu ,,session”-manna Los Angeles. Til þess að gefa smámynd af ferli þessara manna fram til þess tíma er TOTO var stofnuð þá hafa einstakir meðlimir hljómsveitarinnar unnið með eftirtöldum aðilum: David Paich: Paich sem nú er 25 ára gamall er hljómborös- leikari TOTO og er hann nú einn eftirsóttasti útsetjari innan bandariska rokkheimsins. Hann hefur einstakt lag á þvi að semja vinsæl lög og frumraun hans á þvi sviði var er hann samdi lagiö „Silk Degrees” i félagi með Boz Scaggs. Hann hefur og séð um útsetningar á lögum hinnar virtu hljómsveit- ar Doobie Brothers. Of langt mál yrði upp aö telja, þá sem Paich hefur unniö meö, en meðal þeirra eru margar af helstu stjörnum bandarisks tón- listarlifs. Jeff Porcaro: Jeff Porcaro er eins og áður segir, jafnaldri Paich og er hann nú viöur- kenndur sem einn besti trommuleikari Bandarikjanna. Hann er mjög fjölhæfur trommuleikari og til marks um það er að hann hefur spilaö jöfn- um höndum með popptónlistar- mönnum og jazzistum og meðal þeirra sem hann hefur leikiö hvað mest með eru Boz Scaggs og Steely Dan. David Hungate:Bassaleikar- inn Hungate er frá Texas og meðal þeirra sem hann hefur leikið meö og fyrir eru Barbra Streisand, Leo Sayer og The Pointers Sisters. Steve Porcaro: Eins og David Paich, þá leikur Steve á hljóm- borð og þótt hann sé aðeins um 22 ára að aldri, þá hefur hann þegar skipað sér I fremstu röð. Hann hefur unniö með Boz Scaggs, Gary Wright og Leo Sayer, auk fjölda annarra lista- manna. Steve Lukather: Hinn óvið- jafnanlegi gitarleikari TOTO heitir Steve Lukather. Hann er yngsti meðlimur hljómsveitar- innar, aðeins 21 árs að aldri en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann unniö með mörgum af helstu poppstjörnum siðari ára. Nægir þar að nefna Alice Cooper og Boz Scaggs, en auk þess hefur Lukather unniö mik- ið með Hall & Oates. Bobby Kimball: Þá vikur sög- unni að Bobby Kimball nýjasta meðlimi TOTO. Bobby er frá Vinton i Louisiana og áður en hann kom til Los Angeles, hafði hann sungiö með fjöldanum öll- um af hljómsveitum New Orleans svæöinu. Hann hafði aðeins verið einn dag I LA er hann rakst á þá Jeff Porcaro og Paich i stúdióinu og er TOTO var stofnuð kom enginn annar söngvari til greina en Bobby Kimball. Meðal þeirra sem Kimball hefur sungið með eru t.d. Alice Cooper og Bill Champlain. Nú eru TOTO tilbúnir með nýja hljómplötu og þrátt fyrir að margir efist um að þeim tak- ist að koma meö betri plötu en þá siðustu þá eru engu að siður bundnar miklar vonir við hljómsveitina og þar til nýja platan kemur á markað sjá gömlu lögin, „Hold the line”, „Rockmaker” og „I’ll supply the love” um það aö halda TOTO aðdáendum við efniö. —ESE Siouxie and the Banshees — (f.v.) Robert Smith, Lol Tolhurst, Michael Dempsey, Budgie, Steve Severin og Siouxie. Sviptingar innan Siouxie and the Banshees Nokkur átök hafa að undan- förnu átt sér stað innan hinnar vinsæiu bresku hljómsveitar Siouxie and Banshees, og hafa þau m.a. oröið til þess að þeir John McKay og Kenny Morris eru hættir í hljómsveit- inni. Þeir félagar létu einfaldlega ekki sjá sig við upphaf hljóm- leikaferöar hljómsveitarinnar urfi Bretlandseyjar, og siðan hefur enginn hljómsveitarmeð- lima séð tangur né tetur af þeim. Siouxie Sue, söngkona hljómsveitarinnar, varð af þessum sökum að fresta fyrir- huguðu hljómleikaferðalagi um nokkra daga, en i stað þeirra McKay og Mossis réð hún trommuleikarann Budgie fyrr- verandi trommuleikara Slits, og Robert Smith, gftarleikara hljómsveitarinnar The Cure. í sárabætur fá The Cure aö koma fram með Siouxie and the Banshees og mun Smith leika meö báöum hljómsveitunum. Ekki er vist að þeir Budgie og Smith veröi ráönir I hljómsveit- ina til frambúðar, en ákvöröun þar að lútandi verður tekin I lok hljómleikaferðarinnar. —ESE Baráttuplata frá Bob Marley tJt er komin ný plata með meistara Bob Marley og nefnist hún ,,Survival”. öll lögin á plötunni eru ný af nálinni, þar á meðal lagið ,,So much trouble in the world”, sem gefið var út á litilli plötu 21. september siðast liðinn. (Jtgefandi plötunnar er Island hljómplötufyrirtækið og sam- kvæmt heimildum frá þeim eru litlar horfur á þvf að Marley og hljómsveit hans The Wailers komi fram á hljómleikum i Ev- rópu fyrr en á næsta ári. Marley er nú að hefja hljómleikaferð um Bandarikin, og eins og þegar hefur veriö greint frá, er kappin væntanlegur hingað á næstu listahátið, sem veröur á sumri komanda. £ Bob Marley Ný Eagles plata Nú um helgina kemur út ný plata með hljómsveitinni Eagles, þeirra fyrsta sföan „Hotel California” kom út, og nefnist þessi nýja plata „The long run”. A plötunni eru 10 ný lög og voru tvö þeirra, „Heartache Tonight” og „Teenage jail” gefin út á lftilli plötu s.l. fösu- dag. Upptökust jóri er Bill Szymczyk.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.