Tíminn - 30.09.1979, Qupperneq 28

Tíminn - 30.09.1979, Qupperneq 28
Heyvinnuvélar f fjölbreyttu úrvali. Til afgreiðslu strax. X)/iái£iUuHéJUx/v kf MF Massey Ferguson Kynnið ykkur verð- lækkunina á Massey- Ferguson hinsigildadráttafvél D/iá&ta./iA/éiaH' h.f < Sunnudagur 30. september 1979 216. tbl. 63. árgangur FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. C ihMUAI Vesturgötull OJUllVML simi 22 600 Nágrannarr himinlifand - enda vel hljóðeinangrað” Rœtt við Rafn Sigurbjörnsson einn eiganda stúdiósins á Rauðalœk 32 Það er kunnara en frá þurfi að segja að á undan- förnum árum hefur islenski hljómplötuiðnaðurinn, sem gjarnan hefur verið nefndur yngsta atvinnu- greinin, verið i stöðugri sókn, og þrátt fyrir fjand- samleg afskipti rikisvaldsins i formi óheyrilegrar skattpiningar, hafa gæði islenskra hljómplatna farið stöðugt vaxandi. Tilkoma Hljóðrita h.f. i Hafnarfirði markaði tímamót i sögu islenskrar hljóðritunar og þrátt fyrir að Hljóðriti h.f. hafi að mestu leyti leyst átta og fjögurra rása stúdióin af hólmi— er ekki er þar með sagt að hlutverki þeirra sé endanlega lokið. Ný stúdió stinga af og til upp kollinum og nú munu vera a.m.k. fjögur 4-8 rása stúdió starfandi hérlendis. Við ræddum nýlega við Rafn Sigurbjörnsson útvarpsvirkjameistara, einn aðstandenda stúdiósins að Rauðalæk 32 i Reykjavik og spurðum hann fyrst að þvi hver hefðu verið til- drögin að stofnun þessa nýjasta stúdiós landsins. „Þaö má telja þaö til nýjunga aö allar leiöslur eru laeöar hér neöan á loftiö” — Rafn Sigurbjörnsson I „salnum” f stúdlóinu aö Rauöalæk — Þetta er nú búiö aö vera æöi lengi á stefnuskránni, en viö Sig- mundur Valgeirsson, útvarps- virkjameistari, höföum lengi aliö þanndraum meö okkur aö koma á laggirnar viöunandi stúdió aö- stööu. Sökum fjárskorts fórum við þó hægt i sakirnar, en þegar viö fréttum af þvi að tveir gamlir skólabræöurokkar, Agúst Alfons- son og Gylfi Vilberg, sem báöir eru útvarpsvirkjar, væru i sömu hugleiöingum, þótti okkur alveg tiívaliö aö mynda meö okkur félag um framkvæmdirnar. Fimmti eignaraöilinn er svo Bjarni Ingvarsson leikari hjá Al- þýöuleikhúsinu en hann haföi verið i félagi meö þeim Agústi og Gylfa. Hönnuðum stúdióið sjálfir — Eftir að við höföum gert félag með okkur fórum viö fljót lega á stúfana og hófum aö inn- rétta húsnæðiö hérna, en allar innréttingar istúdióinu eru hann- aðar af okkur sjálfum. Þetta var seinunnið vandaverk, en mestur timinn fór i aö reikna út stæröina á upptökuklefanum, svoog hvaöa tiöni myndi sist eiga viö hérna. Hvaö um tækjakaup? — Tækin hérna eru nú flest sitt úr hverri áttinni, t.a.m. átti ég 4 rása segulbandstækið sem viö notum og hinir lögðu einnig fram tæki sem þeir áttu, þannig að okk- ur vantaöi eiginlega ekkert nema „mixerinn” (hljóöblöndunar- tæki), heyrnartól og mikrafóna. Viö röltum þvi niður i bæ i róleg- heitum, aö sjálfsögöu meö gal- tóma vasa, og fyrir einstök liöleg- heit eigenda verslananna Steríó og Pfaff gátum vib keypt þessi tæki. „Mixerinn” sem er af Senn- heiser gerö keyptum viö I gegn um Sterió frá Bandarikjunum og kostaöi hann okkur um tvær mill- jónir króna. Viö smlöuöum siöan sjálfir hátalara sem okkur 32 vantaöi og aö fengnum þessum tækjakosti var okkur ekkert að vanbúnaði og gátum þvi sett I gang. Tæknibúnaður Rikisút- varpsins er ekki upp á marga fiska Hver er hugmyndin með stofn- un þessa stúdiós? — Hugmyndin er sú að gefa listamönnum tækifæri til að taka hér upp efni á ódýran hátt, sem þeir geta síöan farið með til út- gefanda ogspurt: Viltu gefa þetta út? — Meðþessu móti þurfa þess- ir aðilar þvi' ekki að gera sig gjaldþrota, hafi þeir áhuga á að gefa útplötu. Þá höfum viö einnig i hyggju er fram lfða stundir að gefa leikurum tækifæri til að taka hér upp efni, sem þeir gætu e .t.v. selt Rikisútvarpinu siðar meir. Forráðamenn Rikisútvarpsins munu þó ekkert vera hrifnir af þessari hugmynd, og þaö er þeirrastefnaaö taka allt slikt efni upp sjálfir. Tækjabúnaöur Rikis- útvarpsins mun þó ekki vera upp á marga fiskana, þannig aö það er aldrei að vita nema þeir skipti um skoöun. Kynntu okkur i þætti með Led Zeppelin (Jeturöu nefnt mér dæmi um einhverja listamenn sem hafa notfært sér stúdióiö? — Já. Guögeir Gunnarsson, sem varö þriðji i hæfileikakeppn- inni á Hótel Sögu, hefur unnið talsvert hérna, og einnig náungi sem nefnir sig Lilla Popp — Kristinn Kristinsson mun hann heita réttu nafni og einnig höfum ég.og hljómsveitin Stormsveitin tekið upp töluvert efni hér I stúdi- óinu. Hverjir eru i Stormsveitinni? — Þetta eru allt gamlir félagar mlir úr hljðmsveitunum Reykja- vík og Cobra, en lögin sem viö höfum tekið upp eruöll frumsam- in. Þaö má e.t.v. geta þess til gamans aö tveir liösmenn Storm- sveitarinnar, þeir Björn Thorodd- sen og Hjörtur Howser, fóru utan tíl Bandarlkjanna fyrir nokkru og notuðu þá tækifærið og kynntu þarlendum útgefendum þessi lög, og undirtektir voru bara góöar. Meðal annars voru lögin spiluð i bandariskri útvarpsstöð i sama þætti og nýjaLed Zeppelin platan var kynnt, þannig aö árangurinn fór fram úr okkar bestu vonum. Græða ekki nóg á okkur Hafið þið gert eitthvað til þess að kynna islenskum útgefendum þessa tónlist? — Nei, viö höfum gert litíð af þvi, en þeim þykir þetta þó ekki nógugóðsöluvaraogþvl hæpið aö þeig gætu grætt á okkur. Þetta er svokölluð „fusion” tónlist, sem trúlega myndi útleggjast jazz rokk á islensku, og auövitað sdst þannig tónlist ekki eins vel og léttari tónlist. Svona að lokum Rafn, hvaö er framundan hjá stúdióinu á Rauöalæk 32? — Framtiðin er aö sjálfsögöu sú aðfesta kaup á átta rása tæki, en sllk tæki munu kosta um 3.5 milljónir króna i dag. Við vinnum hér allir endurgjaldslaust, þannig aö hver króna sem inn kemur fer tíl tækjakaupa, og e.t.v. er átta rása tækiö innan seilingar. Við stofnuðum einnig þetta stúdló fyrir okkur sjálfa og þaö veitir manni jafn mikla ánægju aö spila hérogtaka upp tónlistina um leiö og aö spila fyrir áheyrendur. Eini munurinn er sá aö maður tapar ekki á þessu og rikið græöir þ.a.l. ekkert. —ESE „Karlakórar og lúörasveitir gætu allt eins oröiö okkar bestu viöskiptavinir” Texti: Eiríkur Myndir: Róbert ‘-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.