Tíminn - 03.10.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.10.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. október 1979 lllSjjljSlí n:< Borgarráð samþykkir stórkostlega endurnýjun á vagnakosti SVR: Ákveðið er að kaupa 40 nýja strætisvagna Kás —A fundi borgarráðs i gær var samþykkt að hefja endur- nýjun á strætisvagnakosti SVE, með þvíað kaupa 40nýja vagna á næstu fimm árum. 37 vagnar fara beint til endur- nýjunar á eldri vögnum, þar eö vagnkostur SVR er nil ekki orðinn upp á marga fiska en 3 vagnarbætast við til aukningar. 1 framhaldi af þessari sam- þykkt var ákveðið að bjóöa nú Ut kaup á 20 vögnum. Útboðið verður með tvennum hætti. Annars vegar verða boönir Ut undirvagnar og hins vegar yfir- bygging á þá. En einnig veröur aöilum gefinn kostur á að bjóða vagnana til sölu fullbúna. Er með þessu freistaö þess að koma til móts við islenskan iðnað ef viöunandi boð bjóöast i yfirbyggingu vagnanna, en vitaskuld veröa undirvagnanir fluttir inn. Dag- vistunar gjöld hækka um 14% — Samt greiða sveitarstjórnir 10% meira en þeim ber Kás — Akveðið hefur verið að hækka gjöld á dagvistunar- stofnunum um 14%, frá 1. september sl., að telja, og kemur viðbótarhækkunin i september til greiðslu nd i byrjun október, þegar októ- bergjöld verði greidd. Heilsdagsvist á dagheimili hækkar Ur 28. þUs. kr. I 32 þús. kr., og gjald fyrir barn á leik- skóla hækkar Ur 16 þús. kr. i 18.500 kr. Fimm klukkustunda gæsla hækkar Ur 20 þús. kr. i 23 þús. kr. Lengi vel hafa dagvistunar- gjöld verið ákveöin meö hliö- sjón af meðlagsgreiðslum. NU hafa þau fyrrnefndu dreg- ist nokkuð aftur Ur en meö- lagsgreiðsla er um 35 þús. kr. i dag. Hér vantar því nokkuð upp á að jafnvægi hafi náðst. 1 lögum um dagvistunar- stofnarnir er gert ráð fyrir þvl að sveitarstjórnir greiði 40% kostnað af rekstri dagvistun- arstofnana, en 60% af kostnaði við leikskóla. Láta mun nú nærri aö sveitarstjórnir greiði nú hins vegar 10% meira en þeim ber, samkvæmt upplýs- ingum sem Timinn fékk hjá Bergi Felixsyni, fram- kvæmdastjóra Dagvistunar- stofnunar Reykjavlkurborgar. Þeir sem eiga börn á dagvist- unarstofnun ættu þvi að geta unað nokkuð vel við sinn hag, þrátt fyrir þessa hækkun, /egna rausnarskaps sveitar- 'élaganna. 100-sýning á Fröken Margrét Sýning ÞjóðleikhUssins á Fröken Margréti eftir Roberto Athayde hefur hlotiö mikla að- sókn og verður 100. sýning I kvöld. Herdis Þorvaldsdóttir leikur Margréti hina vinsælu kennslu- konu, og þykir gera hlutverkinu mjög góð skil. Hafa leikdómarnir bæði hérlendisog i Finnlandi, þar sem þessi sýning Þjóðleikhússins var á ferð á liðnu vori, verið á einu máli um ágæti sýningarinn- ar og túlkun Herdisar. Leikinn þýddi Úlfur Hjörvar, enBenedikt Arnason er leikstjóri. Fólki sem hyggst sjá sýningu þessa, er ráölagt að draga það ekki öllu lengur, þar eð sýningum fer nú að ljúka. Guðbergur Bergsson Ragnheiður Jónsdóttir aö ofan og Gunnar Reynir Sveinsson til hliöar. Kaupfélag Árnesinga auglýsir eftir vönu starfsfólki til almennra bókhalds- og skrifstofustarfa. Umsóknir sendist til skrifstofustjórans, sem veitir allar upplýsingar um störfin. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Eigum fyrirlintuandi fleuar sUerdir hjólbaróa sólaóa ag nýja Töknm allar venjulagar stsrðlr hjólbarða Ul súlunar Dmfelgun — JafnvsglssUUing HEITSÓLUN KALDSÓLUN Mjög gott verð Fljót og góð þjónusta Opið alla daga PÓSTSENDUM UM LAND ALLT CUMMÍ VINNU siomi Hf Skipholt 35 105 REYKJAVÍK simi 31055 Listahátíö í Reykjavik: Kaupir þrjú verk íslenskra listamanna AM —Listahátlð í Reykjavik 1980 hefur pantað verk frá þremur Is- lenskum listamönnum, vegna hátlðarinnar i júni næstkomandi og hlýtur hver þeirra 1500 þúsund krónur fyrir þetta starf. Greiðist heimingur upphæöarinnar strax, en afgangurinn, þegar verkinu er skilað. Njörður P. Njarövik, formaður Listahátiðar, sagði að þeir lista- menn sem fyrir valinu hefðu orðið væru þau Guöbergur Bergsson, sem tekið hefur að sér að semja barnaleikrit til flutnings á leik- sviði, Ragnheiður Jónsdóttir, sem gerir röð grafikmynda sem sýnd- ar verða á hátlðinni og Gunnar Reynir Sveinsson, sem semur tónverk fyrir litla jazzhljómsveit og sinfóniuhljómsveit, til að flytja á Listahátiö 1980. Njörður sagði, að vænlegra hefði þótt að velja einstaka lista- menn sérstaklega og styðja þá til að vinna að tilteknum verkum i ákveðinn tima, en efna til sam- keppni, eins og oft hefur áður tiðkast. Unnið er nú aö undirbúningi Listahátiðar af fullum krafti og hefur mikið starf verið unniö viö að kanna möguleika á að fá hingaö hið færasta listafólk. Má segja að á degi hverjum komi eitt og tvö bréf með tilboðum eða ábendingum um listafólk, og veröa auövitað ekki tök á að fá til alla þá sem þó væri mikill vinningur aö sjá hér og heyra, vegna þess að rammi dagskrár og timi leyfa þaö ekki. Meðal þess efnis sem þegar er ráðið aö i boði verði á Listahátlð 1980, má nefna sýningu á nútima Islenskri húsagerðarlist, og sam- tima myndhöggvaralist. Leikhús- in I Reykjavik munu bjóða hið vandaðasta efni og auk þess er von á leikflokknum „Els Come- diants” frá Barcelona. Meðai tónlistarefnis má geta konserts Wolf Biermanns og hljómleika ,,The Wolfe Tones”, sem flytja Irskar ballödur. Stór- söngvarinn Lugiano Pavarotti mun syngja ásamt Sinfóniu- hljómsveit íslands, undir stjórn Kurt Adler og gitaristinn Göran Söllischer heldur fiér hljómleika. Þá er að nefna flutning konserts fyrir fjögur sólóhljóðfæri og kammerhljómsveit eftir Leif Þórarinsson og er þá fátt eitt tal- iö. Listahátiðin mun standa 1.-20. júní næsta sumar, en kvikmynda- hátið Listahátíöar verður hins vegar 2.-12. febrúar og er þá von hingað góðra gesta, eins og þeirra Andrzej Wajda og Carlos Saura og hugsanlega Bertolucci. Mörg nýbreytni er á döfinni hjá stjórn Listahátiöar I Reykjavik, m.a. er áhugi á að efna til atriða undir berum himni sem flesta daga, i þeirri von aö hátiðin megi setja sem mestan brag á bæjarh'f- ið og lifga upp á það, hátiöardag- ana. Þá er veriö að kanna fjölda möguleika, svosem á sviði mynd- listar, popp og jazztónlistar. I hátlðarnefnd eiga sæti þau Njörður P. Njarðvlk, formaður, Hildur Hákonardóttir, varafor- maður, Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, Sveinn Einarsson leik- hússtjóri, Thor Vilhjálmsson, rit- höfundur og Ornólfur Arpason, leikskáld , framkvæmdastjóri. Beomaster 2400 Skipholti19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.