Tíminn - 05.10.1979, Side 6
% • '*
6
Föstudagur 5. október 1979
V.
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
'arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi
86300. — Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
4000 á mánuöi. Blaðaprent.
J
Erlent yfirlit
Keppir enski erki-
biskupinn við páfann?
Eða leitar samstarfs viö hann?
Vonandi flugufregn
Þær fregnir hafa borist frá Osló að Jan Mayen
málið verði áfram innanrikispólitiskt bitbein
norsku stjómmálaflokkanna á Stórþinginu. Sam-
kvæmt þessum fréttum þykist norska rikisstjórnin
ætla að sýna einhverjum hagsmunaaðilum i land-
inu „góðan” vilja sinn i verki með þvi að hóta Is-
lendingum einhliða útfærslu efnahagslögsögu og
neita að virða islensku landhelgina milli tslands og
hinnar umdeildu eyjar i norðri.
I fréttum af þessu segir að Norðmenn muni
krefjast miðlinu milli íslands og Jan Mayen, en
slikt jafngildir þvi að þeir heimti að við förum að
færa landhelgi okkar inn, — föllum frá rétti okkar
til fullrar tvö hundruð milna landhelgi i norðri.
I fljótu bragði verður sjálfsagt erfitt fyrir ís-
lendinga að skilja hvaðan svo fráleit og fáránleg
hugdetta getur komið. íslendingar hafa fyrir löngu
helgað sér það hafsvæði sem þarna er um að ræða,
frá miðlinunni og út til fullra tvö hundruð milna,
og samkvæmt rétti okkar var það aðeins stjórn-
valdsákvörðun um framkvæmdaratriði þegar
sjávarútvregsráðherra gaf i sumar út reglugerð
sem kvað á um nýtingu og stjórnun á þessu svæði.
Eins og greinilega kom fram i skrifum um þetta
mál i sumar fer það ekki á milli mála að réttur Is-
lendinga á Jan Mayen svæðinu, og það alveg um-
hverfis eyjuna, er ótviræður. Réttur okkar styðst
bæði við þau alþjóðalög sem nú þegar má segja að
i gildi séu, en einnig er hann i fyllsta samræmi við
gervalla þróun hafréttar eins og hún hefur orðið á
hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðánna.
Um rétt íslendinga i norðri, á Jan Mayen sjálfri
og umhverfis hana, verður ekki deilt. Hugsanlegar
tilraunir Norðmanna til þess að helga sér fulla
landhelgi við eyjuna án tillits til islensks réttar,
þar með talin miðlina milli tslands og eyjarinnar,
brjóta gegn alþjóðarétti og þvi sammæli sem segja
má að nú þegar hafi náðst á hafréttarráðstefnunni.
Og sú einhliða útfærsla landhelgi þar nyrðra
sem fregnir herma nú að Norðmenn séu að gylla
fyrir sér i dagdraumum sinum væri hreint og beint
ofbeldi, ófriðarathöfn og fjandskapur við íslend-
inga.
Norðmenn ættu nú ef til vill að leiða hugann að
þvi að það sem einkum er vafasamt i þessu máli
öllu er þeirra réttur. Réttur Norðmanna við Jan
Mayen er bæði takmörkum háður og umdeilanleg-
ur, hvernig svo sem á málið er litið. Og eins og
fram kom greinilega i fjölmiðlum i sumar þegar
um þetta mál var f jallað fer þvi fjarri að islensk
stjórnvöld hafi látið þvi ómótmælt að Norðmenn
legðu haldá þessa eyju að Vikingasið fyrir nokkr-
um áratugum, eftir að íslendingar höfðu áður nýtt
sér eyjuna að nokkru.
Vonandi eru hinar nýju fréttir frá Osló flugu-
fregnir. Vonandi er hér i mesta lagi um að ræða
einhverja innanrikispólitiska orðaleiki sem þar-
lendir menn hafa gripið til i reiptogi flokkanna á
Stórþinginu. Sist af öllu vilja íslendingar standa i
illindum við frændur sina Norðmenn. En ef það
sannast i þessu máli, að frændur séu frændum
verstir, þá er að taka þvi að fullri einurð. JS
JÓHANNES PALL II virðist
ætla að temja sér önnur vinnu-
brögð en fyrirrennarar hans. 1
stað þess að dveljast heima i
Páfagarði og stjórna þaðan
katólsku kirkjunni viða um
heim, hyggst hann leggja land
undir fót og koma fram meðal
almennings og flytja honum
beint boðskap sinn. Hinn nýi
páfi álitur bersýnilega, að hann
verði að semja sig að nýjum
háttum og tileinka sér þá aug-
lýsingamennsku sem einkennir
nútimann.
Þetta hefur vissulega oröið til
að vekja mikla athygli á hinum
nýja páfa. Honum var framúr-
skarandi vel tekið, þegar hann
heimsótti Mexikó og
Dóminikanska lýðveldið á
siðastliðnum vetri. Sama
gerðist, þegar hann heimsótti
Pólland siöastl. vor, enda var
þar um aö ræða heimaland
hans. För hans nú til írlands og
Bandarikjanna ætlar að vera
svipuð frægðarför og hinar
áöurnefndu, a.m.k. að þvi leyti
aö milljónir manna koma til að
hlýða á hann og hylla hann.
Hitt á svo eftir að koma i ljós,
hvort tilætlaður árangur af
þessum ferðum hans veröur
eins mikill og til mun ætlast og
að boðskapur hans fari ekki
fyrir ofan garð og neðan hjá al-
menningi. En allavega hefur
fólk bersýnilega gaman af þvi
að sjá páfann og ferðalög hans
eru þvi vafalitiö auglýsing fyrir
kirkjuna.
ÞAÐ ER ekki sizt vegna þess-
ara breyttu vinnubragða hins
nýja páfa, sem nokkur athygli
hefur beinzt að þeim manni,
sem hefur verið kjörinn til þess
að taka við embætti erki-
biskupsins af Kantaraborg eftir
áramótin. Erkibiskupinn af
Kantaraborg er æðsti maður
ensku kirkjunnar i andlegum
skilningi. Hin veraldlega yfir-
stjórn hennar er hins vegar I
höndum forsætisráðherrans,
sem ræður vali erkibiskups.
Margaret Thatcher breytti þó
nokkuö um aðferð að þessu
sinni, þvi að hún lét nefnd úr
hópi yfirmanna kirkjunnar gera
tillögu um, hver ætti að verða
næsti erkibiskup og fór siöan
eftir henni.
Það hefur ekki gerzt áður, að
það væri formlega borið undir
ráðamenn kirkjunnar, hver
erkibiskupinn ætti að vera. Það
má þvi segja, að hér sé aö vissu
marki veriö að auka vald
kirkjunnar. Venjan hefur oftast
verið sú, að erkibiskupinn af
York hlyti stöðu erkibiskups af
Kantaraborg, þegar hún losnar.
Þetta geröist ekki nú, enda
skoraðist núverandi erkibiskup
af York undan þvi.
Enska kirkjan varö upphaf-
lega til sem sérstök stofnun,
þegar Hinrik áttundi rauf tengsl
hennar við Páfagarð sökum
Jóhannes Páll II
Robert Runcie, veröandi erkibiskup af Kantaraborg, Rosalind kona
hans og börn þeirra James <20 ára) og Rebecca (17 ára).
kvennamála. Vegna tengsla
hennar við veraldlegt vald og
trúarbragðafrelsis i Bretlandi
hefur hún aldrei náð eins sterk-
um tökum og katólska kirkjan.
Embætti erkibiskupsins af
Kantaraborg fylgja ekki mikil
völd og má segja, að þaö sé fyrst
og fremst virðingarstaða. Mað-
ur, sem er mikill andlegur leið-
togi, getur þó hagnýtt sér hana
til verulegra áhrifa.
Taliö er, að um 65 milljónir
manna tilheyri nú ensku
kirkjunni og mun helmingur
þeirra búsettur á Bretlandseyj-
um, en hinn helmingurinn er
dreifður um viða veröld einkum
i samveldislöndunum eins og
Kanada, Astraliu og Nýja-Sjá-
landi. t Bandarikjunum munu
um 3 milljónir manna tilheyr-
andi ensku kirkjunni.
HINN verðandi erkibiskup af
Kantaraborg, Robert Alexander
Kennedy Runcie, er 58 ára að
aldri, kominn af skozkum ætt-
um. Faðir hans var Skoti, bú-
settur I Liverpool, og tilheyr-
andi skozku kirkjunni. Hinn nýi
erkibiskup gekk i ensku
kirkjuna, þegar hann var 14 ára,
og gerði það af eigin vilja.
Runcie ætlaði þó ekki aö
leggja fyrir sig prestskap,
heldur lagði hann stund á
verzlunarnám og hafði rétt lokið
þvi, þegar hann var kallaður i
herinn. Hann var i hinni þekktu
herdeild Scots Guards öll striðs-
árin, barðist á ýmsum vigstöðv-
um og hlaut heiðursmerki fyrir
að bjarga félögum sinum úr
brennandi skriödreka. Það var
fyrst eftir striöslokin, sem hann
sneri sér að guðfræðinni, eftir
að hafa byrjað á námi i bók-
menntum.
Runcie hóf starf sem prestur
1951 og vann sér brátt gott orð
sem kennimaður. Hann hækkaði
þvi smám saman að tign innan
kirkjunnar, unz hann var
skipaður biskup af St. Albans
1970, en þvi starfi hefur hann
gegnt siðan. Hér er um að ræða
litið biskupsdæmi i nágrenni
London.
Runcie hefur á siðari árum
gegnt ýmsum sérstökum
trúnaöarstörfum innan
kirkjunnar og þykir hafa sýnt
góöa hæfileika sem stjórnandi
og kennimaður. Hann er talinn
vera i þeim armi ensku
kirkjunnar, sem stendur nálægt
katólsku kirkjunni og mun þvi
geta hugsað sér aukiö samstarf
viö hana. Hann þykir frjálslynd-
ur að þvi leyti, að hann vill leyfa
fráskildu fólki aö giftast aftur,
og einnig vill hann leyfa fóstur-
eyðingar að vissu marki. Hins
vegar er hann mótfallinn þvi, að
konur megi verða prestar.
Hinn verðandi erkibiskup af
Kantaraborg er hár vexti, kem-
ur vel fyrir og stundar iþróttir i
tómstundum sinum. Yfirleitt er
þvi spáð, að hann muni koma
meira fram opinberlega en
fyrirrennarar hans.
Þ.Þ.