Tíminn - 07.10.1979, Síða 2

Tíminn - 07.10.1979, Síða 2
Sunnudagur 7. október 1979 Sunnudagur 7. október 1979 Gunnar Bjarnason viö nokkur verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. — Jú, yfirleitt er ekki hægt að ganga út frá ööru, a.m.k. i leikhúsum hérlendis, og við verðum að taka tillit til þess. Setur þetta ykkur ekki þrengri skorður? — Jú,i flestum tilfellum, en þó er það misjafnt. Þetta fer mest eftir þvi hvernig leikmyndin er unnin, og min skoðun er sú, að eftir þvi sem leikmyndin er ein- faldari, þjóni hún betur sinum til- gangi og þvi verki sem hún á við. Þá á ég við að leikmyndin má ekki vera truflandi, enda væri það ekki beint heppilegt ef áhorfendur horfðu frekar á leikmyndina en leikinn sjálfan. Þvi er best að leikmyndin sé sem einföldust, falli sem best að verkinu og undirstriki inntak hvers leik- verks. Verðið þið varir við viðbrögð áhorfenda við leikmyndinni? — Það er náttúrulega einstaka sinnum sem maður heyrir að þessi eða hin leikmyndin hafi likað betur eða verr, en það er náttúrulega persónulegt mat hvers og eins sem ræður þar um. Ég held að áhorfandinn liti oftast á það hvort honum finnist leik- myndin falleg eða ljót, frekar en hann geri sér grein fyrir þvi hvort hún falli að þvi verki sem veriö er að leika hverju sinni. Menn staðna og verða andlega afvelta — ef þeir vita að ekkert nema ellin og dauðinn geta leyst þá frá störfum hefur fleygt Að undanförnu hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum# sýning á verkum nokkurra íslenskra leikmynda- teiknara# þar sem meðal annars eru til sýnis frum- drættir að leikmyndum, búningateikningar, leik- munir, grímur, Ijósmyndir og jafnvel heil leiktjöld svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndin með þessari sýningu er sú að gefa almenningi tækifæri til að skyggnast bak viðtjöldin og kynna sér störf og starfssvið leikmynda- teiknaranna og kynnast listgrein þeirra — leikmynd- listinni. Við ræddum nýlega við Gunnar Bjarnason, leikmyndateiknara, einn aðstandenda sýningarinnar að Kjarvalsstöðum, og fer árangurinn af því spjalli hér á eftir. Gunnar Bjarnason lærði leik- myndateiknun við Þjóöleikhúsiö, undir handleiðslu Lárusar Ingólfssonar, á árunum 1953-1956, en að þvi námi loknu hélt hann utan til frekara náms við Konst- fackskolan i Stokkhólmi. í Svi- þjóö dvaldi Gunnar i eitt ár, en að loknu námi þar réðst hann til starfa viö Þjóöleikhúsið, þar sem hann starfaöi fram til ársins 1974. Sfðan hefur Gunnar verið svo- kallaður „free lance” maður og starfað m.a. við leikmyndagerð fyrir ýmsa aðila. Eins og áður segir hittum viö Gunnar að máli fyrir skömmu og var hann fyrst að þvi spurður hvernig leikmynd yrði til. Náið samstarf við leikstjóra — Það má segja að nær undan- tekningalaust byrji leikmynda- teiknari aö þvi aö lesa verkið yfir og kynna sér það eins vel og frekast er kostur, þannig að leik- myndin falli sem best að verkinu og hjálpi til við að magna áhrif þess. Maður situr oftast á fyrstu samlestraræfingunum til þess að sjá hvaða stefnu leikstjórinn tek- ur og hvernig hann hyggst túlka verkið, og i framhaldi af þvi gerir maður skissur og i flestum tilfell- um módel af leikmyndinni. Færðu þá frjálsar hendur um gerð leikmyndarinnar? — Það er mjög misjafnt. Það kemur fyrir að leikstjórinn gefi manni frjálsar hendur, en endan- leg gerð leikmyndarinnar er að sjálfsögðu háð samþykki hans. Það kemur þá e.t.v. fyrir að leikmyndateiknarinn þurfi að vinna allt verkið upp á nýtt? — Það getur komiö fyrir, en þaö kemur þó að þvi fyrr eða siöar að leikmyndin er samþykkt og venjulega tekur það ekki langan tima, þvi að leikmyndin þarf helst að vera tilbúin áður en æfingar hefjast. A þessu stigi málsins eru leikstjórinn og leik- myndateiknarinn venjulega búnir að ræða þaö vel saman að þeir eru komnir niður á alveg ákveðna hluti, þannig að eftirleikurinn er ekki svo erfiður. Tækninni fram Hefur orðið ör þróun i leik- myndagerð á þeim tima sem þú hefur unniö við leikhúsið? — Þróunin hefur verið gifurlega ör, sérstaklega nú á sið- ustu árum, og leiktjöld eru nú sjaldan máluð á þann hefö- bundna hátt sem tiðkaðist fyrir 20-30 árum siðan. Mörg gerviefni, s.s. plast o.fl., hafa leyst gömlu leiktjöldin af hólmi og allri tækni hefur fleygt fram á við. Þetta á ekki sístvið um ljósatæknina, en nú er svo komið að myndvarpar koma mjög oft i stað málaðra baktjalda og svo er um margt fleira sem hefur gjörbreytt hönnun leikmynda á siðari árum. Hvernig fer fullvinnsla leik- myndarinnar fram? — Eins og ég gat um áðan, þá byrjar leikmyndateiknarinn á þvi að gera skissur af leikmyndinni, og þegar hún hefur verið sam- þykkt, gerir hann oftast nær módelaf leikmyndinni, sem siðan er unnið eftir. Það er einnig til að einungis séu gerðar vinnuteikn- ingar, beint fyrir smiði, og þá taka leiktjaldasmiöirnir beint viö þessum vinnuteikningum. Eftir að búið er að mála leiktjöldin er leikmyndin færð upp á sviðið og lýst, en að þvi búnu er leikmyndin tilbúin fyrir sýninguna. Þvi einfaldari — því betri leikmynd Verður leikmyndateiknarinn ekki aö ganga út frá þvi aö leik- myndin taki sem minnst rúm, með tilliti til geymslu? Gagnrýnin hefur breytst til batnaðar En hlutur gagnrýnenda? — Umsagnir gagnrýnenda um verk okkar leikmynda- teiknaranna eru ærið misjafnar. Sumar fjalla allitarlega um leik- myndina, en það vill þvi miður brenna alltof oft viö, að gagnrýn- andinn minnist ekki einu oröi á „Atvinnuöryggi lausráðinni leik- myndateiknara en nákvæmlega ekki neitt”. hana. Hvort slikt stafar af fálæti gagnvart verkinu eða þekkingar- leysi, skal ég ekki dæma um, en eins og ég sagði, þá vantar mikið á, að okkarhlutverki i leiksýning- unni séu gerð nægjanleg skil. Það má vera að hluti af sökinni liggi hjá okkur sjálfum og það er vist að okkur ber nauðsyn til að kynna rækilegar en gert hefur verið, mikilvægi leikmyndarinnar, verksins sem mótar yfirbragð hverrar leiksýningar. Hefur gagnrýnin breytst eitt- hvað á þessum 25 árum, sem þú hefur unnið við leikmyndagerð? — Gagnrýnin hefur breytst til batnaðar. Það er ekkert vafamál, en samt vantar mikið upp á að nóg sé gert. Nú eiga gagnrýnendurnir að veita ykkur aðhald. Finnst þér þeir hafa brugðist skyldu sinni? — Auðvitað eiga þeir að veita okkur aðhald, og mér finnst að það eigi að fjalla um þetta sem myndlist fyrst og fremst. Leik- myndalist fylgir allri annarri myndlist á hverjum tima og hún breytist eftir timabilum eins og öll önnur list. Þetta er ekki hlutur sem menn geta hrist fram úr erminni á einni kvöldstund, og meðal þess sem menn verða að kunna skil á, er húsagerðarlist, málaralist og búningateiknun, auk alhliða listar frá öllum tima- bilum. Um það hvort gagnrýnendur hafi brugðist skyldu sinni vil ég ekkert segja, annað en það að það er e.t.v. of djúpt i árinnni tekið að segja að þeir hafi brugðist. Þetta er allt saman i þróun eins og allt annað sem snertir leikhúsið og e.t.v. stendur þetta allt til bóta. Stöðnun og andleg afvelta Hvernig er meö atvinnumögu- leika leikmyndateiknara? — Eins og aðstæður eru i dag má segja að það sé útilokað að nokkur maöur geti unnið fyrir sér með þvi að starfa eingöngu sem leikmyndateiknari, nema sá hinn sami sé fastráðinn við annað hvort leikhúsin eða sjónvarpið. Markaðurinn fyrir leikhúslista- fólk er mjög þröngur hérlendis, og mitt álit er það að það væri strax til batnaðar, ef skipti milli starfa hjá fólki sem gegnir list- rænum störfum væru meiri en þau eru i dag. Mönnum hættir nefnilega til þess að staðna i starfi og verða andlega afvelta, ef þeir vita að ekkert nema ellin eða dauðinn getur leyst þá frá störfum. Hefur þú orðið var við þessa stöðnun? — Það má segja það, þvi að það tók mig langan tima bara að komast frá Þjóðleikhúsinu. Ég var þá búinn að vinna á sama stað i 20 ár og á þessum 20 árum breyttist sáralitið, nema það að ég eltist um 20 ár. Breytingar i „Þaö er e.t.v. of mikið sagt að gagnrýnendurnir hafi brugðist....” leikhúsum hérlendis virðast taka óratima og ástæðan fyrir þvi að ég hætti i Þjóðleikhúsinu var sú að ég hafði ekki áhuga á að lifa sjálfan mig þar. Atvinnuöryggi leikmynda- teiknara virðist ekki vera mikið? — Atvinnuöryggi leikmynda- teiknara sem vinna á frjálsum markaði er ekkert og það fer al- gjörlega eftir forráðamönnum leikhúsanna hverja þeir vilja fá til starfa. Er ekki bráðnauðsynlegt fyrir leikmyndateiknara að fylgjast með þróun mála erlendis? — Það er algjörlega nauðsyn- legt til þess að halda einhverjum tengslum við það sem er að gerast og það er mitt álit að maður, sem ferekkiutaná a.m.k. þriggja ára fresti til þess að kynna sér nýjungar, dragist óhjá- kvæmilega aftur Ur. Safn fyrir leikmyndlist Hvað gerðir þú margar leik- myndir á þessum 20 árum sem þú vannst I Þjóðleikhúsinu? — Ég gerði leikmyndir við samtals 44 verk á þessu tímabili, en leikmyndirnar sjálfar hafa verið miklu fleiri. Fleiri en ég get i fljótu bragði komið tölu á. Nú hljóta að koma fyrir skemmtileg atvik innan leikhúss- ins. Eru þér einhver minnisstæð- ari en önnur? Það eru alltaf skemmtileg atvik að gerast i leikhúsinu og þeim skemmtilegustu getur maður þvi miður ekki sagt frá, en það væri þó af nógu að taka. Svona aö lokum Gunnar. Er eitthvert eitt verkefna brýnna en annað i sambandi við leikmynd- list i dag? — Það er eitt mál sem verður að hafa algjöran forgang, en það er það að koma upp safni fyrir leikmyndlist hér á landi. Það er vitað að nú þegar hafa glatast óbætanlegar heimildir um leik- myndlist, t.d. frá fyrstu árum Þjóðleikhússins, og vafalaust á enn meira eftir aö tapast ef ekki veröur hið bráðasta unnið að þvi á skipulegan hátt að varðveita þau gögn sem til eru i dag. Ég myndi telja að hér væri veröugt verk að vinna fyrir Listasafn tslands og vonandi er að takast megi i fram- tiðinni að varöveita þessa grein islenskrar myndlistar sem best. — ESE Módel af leikmyndum sem Gunnar efur gert. Texti: Eiríkur Myndir: G.E. Saltsteinar fyrir búfé Nauðsynlegt er að hafa SALTSTEINA aðgengilega bæðl í haganum og gripahúsunum svo öllum skepnum séu lögð skilyrði til að ná því salti, sem þörf krefur, auk steinefna. Saltsteinar eru með gati, svo auðvelt er að koma þeim fyrir svo að þeir nýtist vel, bæði utan húss sem innan. Saltsteinar leysast ekki upp í votviðrum. Saltsteinar fást í þremur gerðum: Rockie, KNZ-hvítur og KNZ-rauður. Saltsteinar fást í kaupfélögum um allt land. Rockie KNZ-hvítur KNZ-rauöur vorbeitarsteinn Fyrir alhliöa notkun fyrir ungviöi 9 pr kg g pr kg . P pr kg Salt (NaCI) 980,00 989,00 983,00 Kopar (Ku) 0,14 0,40 0,40 Mangan (Mn) 0,17 0,80 0,80 Zink (Zn) 0,23 0,80 0,08 Kobalt (Co) 0,02 0,04 0,05 Joð (J) 0,14 0,04 0,08 Járn (Fe) Magnium (Mg) .... 5,00 0,04 3,80 Athugið að þar sem innihald Saltsteina er aðallega salt er augljóst, að þeir koma ekki í stað steinefnablandanna en eru ætlaðir til notkunar með þeim. Spjallað við junnar Bjarnason leik tjaldateiknari um gagnrýnendur o.fl. AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSINS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.