Tíminn - 07.10.1979, Síða 15

Tíminn - 07.10.1979, Síða 15
14 Sunnudagur 7. október 1979 Sunnudagur 7. október 1979 15 þá er farið einkennilega aö þess- um málum. Hjónabandið hefur ekki sama gildi og áður. Og það virðist úrelt að tala um hjóna- bandið sem hornstein þjóðfélags- ins. „Erfiði aldurinn” Siminn hringir og eftir slmtalið segir Grétar það staðreynd, að konur verði oft hálftruflaöar á ákveönu aldursskeiði. „En það er nú erfitt að tala um þetta við þig, af þvi að þú ert kona. (Hann fær uppörvandi vink um að halda áfram). Þetta kemur ekki fyrir allar konur, en ákaflega margar, en ég tek fram að karlpeningur- inn fer einnig i gegnum þetta erfiða aldursskeið”. 1 hverju felst þessi truflun? Spyr sá sem ekki veit? — Hún getur falist I mörgu án þess að ég vilji fara aö tiunda það sérstaklega hér. Maður ætti það á hættu að veröa of hreinskilinn, en þaö er ég einmitt (hann hlær). 1 bókinni tek ég dæmi um framhjá- hald konu. Manninn er farið að gruna allt saman og gerir sitt til þess að koma i veg fyrir það. En konan heldur áfram aö lifa tvö- földu lifi á kostnaö alls sem hún áður ann. Þarna skiptist á sorg og gleði, truflun og skemmtana- fikn,heimilið er i rúst. Slikir hlut- ir gerast allt i kringum okkur, en það er bara aldrei um þá talað. Sá sem eftir situr, er rakkaöur niður. „Ekki siðra að eiga góða konu heima” En eru hjónabönd ekki úrelt? — Ég held það. Frá minum eig- in sjónarhóli eru þau það ekki, en þjóðfélagið litur á þau sem úrelt fyrirbrigði. En konur hafa lengi mátt þreyja þorrann og góuna án ann- arrar lifsuppfyllingar en barna- uppeldis og þjónustu við heimiliö. Þeim finnst nóg komið. — Ég held, að það sé mis- skilningur, þetta með kúgun kon- unnar. Við höfum ekki haft am- báttir eða þræla hér lengi. Áður fyrr var konan kúguð. En nú er það frjálsræðið, sem er að kúga hana. Ég held, að kona sem er gift, komi alltaf til með að hugsa um heimili og börn meðan maðurinn er úti að vinna. Það stcndur nú til að samræma útiþörf beggja aðila með þvi að hjóna skiptist á um að vera fyrir- vinna og sjá um heimiliö. Og ekki má gleyma að nú orðið þarf tvo til að framfleyta einu heimili. — Já, mér list vel á útivinnu kvenna, þegar börnin eru vaxin úr grasi, en mig óar við að sjá giftar konur halda eldsnemma á morgnana með börn sin i vistun. Þetta er eins og fjöldaframleiösla á börnum, sem maður vill ekkert samneyti við eiga, likt og gerðist i Þýskalandi Hitlers. Foreldrar ala barnið ekki lengur upp og af þvi spretta ótal vandamál siðar á „Dreg ekkert undan” Er þemað i sögu þinni ekki svo til óplægöur akur? — Jú, ég held, að þetta sé fyrsta sagan i þessum dúr. Hún er kannski fulldjörf sums staðar, svolitið glingaling milli karla og kvenna og hún á eftir að hneyksla marga. Ef ég byggi austantjalds yrði ég gerður brottrækur úr landi eða sendur til Siberiu. En ég dreg ekkert undan. Nú þekkir þú skilnað af eigin raun. Er þetta þinn? — Nei, hér er um skáldsögu að ræða og min reynsla kemur ekki nema aö takmörkuðu leyti inn i hana. Þaö er oft, sem þessi skiln- aðarmál eru kúnstug. Félags- fræöingur okkar — félagsfræðing- ar eru reyndar stétt, sem ég geri ekki hátt undir höfði aö öllu jöfnu — sagði 1 útvarpinu um daginn viturlegustu orö, sem ég hef heyrt. Hún sagði, að hjón „gætu þroskast hvort frá öðru”. Þetta er sannleikur, sem margir þyrftu að hugsa um. Það er ákaflega slæmt, þegar hjón komast allt I einu að þvi, að þau eiga ekkert sameiginlegt áhugamál lengur. Kynlifiö er mikilvægur horn- steinn, en það er margt mikilvæg- ara i hjónabandi, Og ég held, aö stofnunin sem slfk sé dæmd til að mistakast, ef sameiginleg um- ræðuefni og áhugamál skortir. „Margir prestar frábærir ræðumenn” Það hefði mátt vinda mig og hengja upp til þerris/ er ég datt inn úr dyrunum hjá Grétari Birgis bókara að Lindargötu 23 sl. fimmtudagsmorgun. Grétari brá hvergi/ vönum sjómanninum. Hann hafði ekkert heyrt i hávaðarokinu um nóttina og býr enda i skjóli fyrir austanáttinni. Tilefni þessarar heimsóknar var það/ að nú um þessa helgi kemur út hjá Erni og öriygi skáldsaga eftir Grétan //Skellur á skell ofan"/ fyrsta skáldsaga höfundar og höfum við fengið góðfúslegt leyfi útgáfunn- ar til þessaðbirta einn kafla úr bókinni á þessum síðum. — En fyrst er að kynnast manninum nánar. „Kerfið ómannúðlegt” Grétar hefur búið á Lindargöt- unni i sjö ár ásamt fjölskyldu sinni og hefur bókhaldsskrifstofu og stigaleigu i bakhúsi. Þar fór viötalið einmitt fram, i þessari litlu skrifstofu, en hún segir ef til vill meira um manninn en nokkur orö. Frankenstein trónar uppi á gömlum, fögrum skáp, skips- klukka á vegg og bækur I hólf og gólf. Hvaöan ertu úr bænum? — Það er nú erf itt að skilgreina, hvar það er, þvi að staðurinn er i Skerjafiröi og er nú kominn undir flugvöll! Vindheimar hét húsiö og stóð á algjöru bersvæöi. Ég á ekki sérstakar æskuminningar frá þessum tima aörar en þær, að lifsbaráttan var hörð og ég læröi snemma að treysta á sjálfan mig en ekki aðra. Maður lék sér einn sem krakki og útbjó leikföngin sjálfur, las draugasögur á kvöldin og á vorin leitaði maður uppi I hreiður. Tilfinningin fyrir náttúr- unni byrjaði snemma og hefur haldist. Það er dálitið af sveita- manni I mér. Einhvers að sakna? — Já, Reykjavik hefur breytst geysilega mikið og fólkiö með. Stressið og kapphlaupið við tim- ann er alla aö drepa. Kerfið I heildina er orðið ákaflega ómannúðlegt og það væri hægt að taka mörg dæmi um fáránleikann „Hef oft hlotið bágt fyrir hreinskilnina ” r segir Grétar Birgis, nýr höfundur úr Reykjavík, en hér fyrir neðan má sjá útdrátt úr skáldsögu hans, „Skellur á skell ofan”, frumraun hans á bókmenntasviðinu " ____u i þjóðfélaginu. , „Skellur á skell ofan?” — Já, það má segja það. Bók min er ádeilusaga á kerfiö og þá m.a. ádeila á þaö, hvernig kerfið bregst við hjónaskilnuðum. Mér likarekki, þegar talaö er um ung- lingavandamál um leið og menn loka augunum fyrir gerðum miðaldra fólks. Það þarf nú ekki annað en að fara inn á dansstaði i lægri gæðaflokknum til þess að sjá, hvernig þau mál standa. Hvort sem i hlut á karl eöa kona, Nei, mér finnst að setja ætti upp nokkurs konar rannsóknardóm- stól við hjónaskilnaði. Kerfið tek- ur bara afstöðu meö þeim, sem ásakar hinn. Þar erum við enn komin aö einni brotalöminni i kerfinu. ævinm. Kjarvera frá börnum er góð i hófi, en hún er nú komin út i öfgar.Og_ég vil minna á, að það er ekki siðra fyrir heimilishaldið að eiga góða konu heima, sem kann að fara vel með eins og hina, sem er út um borg og bý. Varstu lengi að skrifa þessa bók? — Nei, ég var fljótur að skrifa hana. Efnið lá nokkuö ljóst fyrir. En ég á handrit aö bók, sem ég hef verið með i 11 ár, allt annars eðlis. Nú átt þú fjögur börn. Varstu góður uppalandi? — Nei, ég hugsa ekki. En ég gerði þeim fljótt grein fyrir þvi, hvað væri rétt og hvað rangt. Hver ert þú aö þekkja muninn á réttu og röngu? Byggöirðu á kristninni siðfræöi? — Já, ég gerði það. Mér finnst það affarasælast. Og við hjónin förum gjarnan i kirkju á sunnu- dögum, — sorglegt annars að sjá, hvað fátt er oft á þeim stöðum. Morgunstundir i útvarpinu og helgistundin i sjónvarpinu koma mörgum til góða, en það er ekkert áviðþað, að sitja andspænis góð- um predikara. A eftir verða orð þeirra manni að umhugsunarefni og margir prestar eru frábærir ræðumenn. „Skóli lifsins getur verið drýgstur” Þú ert mjög nákvæmur að eðlisfari? 20. Emil reyndi án árangurs aö ná sambandi viö vini og kunn- ingja sem hann taldi sig eiga áöur en Ella fór að heiman, en þaðvar einsog þeir væru gufaö- ir upp. Hún haföi visiterað eins og prestur i guölausri sveit, heimsótt alla sem þau þekktu og úthúöað Emil eftir bestu getu. Hann var orðinn verrien nokkur glæpamaöur. En hvaða glæp hann haföi framið annan en þann aö hafa gifst Ellu — um þaö var ekkert látiö uppi. Hann fannkuldann og litilsvirðinguna næöa um sig frá þeim sem hann haföi taliö vera vini sina. Þeir voru hor&iir. Ekki bætti úr skák að tvær vinkonur Ellu höfðu skilið við menn sina. Annar þeirra hafði farið til Vest- mannaeyja, en hinn þoldi ekki álagið og gerði sér litiö fyrir og hengdi sig. Hann var ekkert betri fyrir þaö, þótt hann væri dauöur. Honum var jafnað við verstu glæpamenn Bandarikj- anna, Dillinger, A1 Capone og fleiri af sama tagi. Um siðir fannst þó einn vinur- inn, Siguröur að nafni, en Emil fannst hann halda sambandi af Birgis öðru en vinskap. Forvitnin réö rlkjum. Emil vissi mætavel að kona hans var harðstjórinn á heimilinu. Sigurður varð aö sitja og standa eins og hún vildi, og auk þess var hún góö vinkona EUu. Afturá mótitalaöihúnalls ekki við Emil og mátti ekki hafa minnsta grun um aö þeir töluöu saman. Þeir höföu eitt sinn rækt vináttu, en nú var Emil varkár. Hann treysti þessum vini sinum ekki allt of vel, þvlhann vissi að það sem hann sagði honum myndi berast til Ellu. Emil haföi aftur á móti góðar fregnir af henni, þvi að vinurinn komst að hinu og þessu og var ó- spar á að upplýsa hann um það. Það var eins og hann hefði ein- hverja fróun af að flytja Emil fréttir af konu hans, Emil fannst eins og hann væri aö hefna sin vegna harðstjórnarinnar heima fyrir. Emii haföi náð honum með sér heim svo lltið bar á. Þeir lögöuekki I að fá séti glassam- an eins og þeir höfðu gert hér áður fyrr. Nú var það of áhættu- samt. Þaö var betra að fara varlega og láta lita svo út meö þegjandisamkomulagi sem vin- urinn væri aö leita frétta af Emil. Heldur þú aö Ella fari eitt- hvaö aö vinna? spurði Emil. Ég veit það ekki, hún er I óöa önn að læra táningadansana. Hún læsir sig inni og æfir sig af kappi, þvi gömlu dansarnir eru ekkert spennandi lengur. Þaö eru yngri mennirnir sem hún hefur von um að krækja sér I með þessu móti. Það er bara svona. HUn virð- ist greinilega ekki ætla að viður- kenna aldur sinn, orðin rétt fimmtug og farin aö æfa tán- ingadansana. Þeir þegja um stund, en svo heldur Emil áfram. Hvar fær hún peninga til þess aölifa á? Eitthvað hlýtur hún aö þurfa. Hjá Félagsmálastofnun. Hún fær húsaleigustyrk yfirfærðan á skuldabréf til tryggingar fýrir greiðslu þegar ibúðin ykkar verður seld. Þaðer ekkert farið að tala um sölu á ibúöinni. útdeila þeir fé svona án þess að kanna málið? Emilhló viö. Það gladdi hann að heyra aö Ella haföi einhver fjárráð, þótt hún hefði ekki minnsta vit á fjármálum. Það er kúnstugt fyrirtæki, þessi Félagsstofnun. Það er eins og þeir verðlauni kerlingarnar þegar þær hlaupa aö heiman. Þeir ættu nú frekar að reyna aö sameina þegarsvona stendur á. Já, þaö er óhætt að segja þaö, þeir vitaekkert hvað þeir gera. Siguröur dæsti litillega, en hélt svo áfram. Svo er nú þetta karlastand á henni. Hún fær kannski einhvern pening þann- ig- Heldur þú aö hún selji sig? Emil fann til einhvers sársauka innra með sér. Nei, ekki þannig, en mér finnst nú trúlegt aö gaurarnir láti eitthvaö af hendi rakna, svona fyrir brjóstgæöi hennar, ha. Siguröur hlær, siðan er þögn um stund. Þekkir þú þessa fugla? Emil fannst eins og hann yrði að kannast við þá. En til hvers svo sem? Hann gerði sér litla grein fyrir þvi. Það væri samt gaman að berja þá, hefna sln einhvern veginn. Emil and- mælti undir eins með sjálfum sér, þaö væri ekki til neins, ylli • •• einungismeirileiöindum. Þögn- in gerði vininn órólegan. Þaðvarnúheldur mikiöaf þvi góöahjáhenni um slðustu helgi. Nú, hvernig þá? Siguröur virtist vega og meta vitneskju sina, hvort hann ætti aösegja frá þvi sem hann vissi. Hann byrjaði dræmt. Jú, sjáðu til. Ella fór á laugar- dagskvöldiö i Ekkjubæ og fór þaðan með einhverjum karli heim til hans þar sem hún var meöhonum. Svo fékk hún sér leigubil til þess aö komast heim og lenti á einhverri bullu, ég held aö hann sé kallaður Bjössi. Hann er um þrftugt og ekur rauöum Benz. Ella bauö honum inn i kaffi sem hann þáði, en leikar fóru svo aö hann fór upp á hana, helvítisbullan.Hann kvað vera giftur. Emil var reiður. Hann drúpti höfði yfir sófaborðið og fitlaöi með brunninni eldspýtu við öskubakkanum sem var fullur af öskuog sigarettustubbum. Hún hefur þá fengið nóg, hel- vitis merin. Nei, það er meira. Sigurður þagnaði. Hann leit á Emil og langaði að sjá hvernig a honum yrði viö. Emil stiUti sig i reiði sinni. Hvað meira? Emil var hol- róma. Húnfékk heimsókn siödegis á sunnudaginn. Hver var það? Það var þessi Brynjólfur sem hún hefur haldiö við um tima. Hvernig maöur er það? Hann er lltill og þybbinn, sköllóttur og með gleraugu sem eru svo þykk aö ekki sést hvernig augu maðurinn hefur. Ekkert sérstakur m aður, freka r ljótur. Emil var orðlaus. Hann stýrði eldspýtunni hratt um öskubakk- ann, ýtti sigarettustubbunum fram og aftur, klauf öskuna i krákustigum. Mér þykir þú segja fréttir. Þrlr delar meö henni á sama sólarhringnum, þetta er nú skepnuskapur f lagi. Er hann giftur þessi Brynjólfur? Já. Hann hlýtur að vera algjört úrþvætti fyrst hann viröir ekki sitt eigið hjónaband meira en þetta. Er hjónabandið einskis virði nú orðiö. Mér finnst alls staöar vera troðiö á þvi. Emil ætlaði aö segja meira, en fann ekki orð til að lýsa þvi sem honum kom i hug. Vinurinn lagði orö i belg. Það er rétt, siðferðið er orðið úrelt hugtak. Það er orðið antik eins og stóll eða borö frá timum Jóns Sigurðssonar, Nei, þetta er yngra, Nú, hvernig þá? Emil heldur áfram aö hræra i öskubakkanum og byrjar að tala eins og meira við s jálfan sig en vininn. Þjóðfélagið, kerfiö, býður upp á þetta. Það er verið m eð á róöu r um forna undirokun kvenna sem ekki ertil I dag, þær eiga að brjótast undan okinu sem ekki er til, áróður um frelsi kvenna, jafnrétti kynja, fóstureyðingar, getnaðarvarnir, pillur og lykkj- ur. Þjóðin er að deyja út i áróðri, það er verið með áróöur um aðstoövið einstæðar mæður, fjárhagsstuðning frá Félags- málastofiiun, áróður fyrir öllum andskotanum til að gera giftar konur að örgustu mellum. Það vantar áróður fyrir helgi heim- ilis og hjónabands sem er vist orðið svo gamaldags. Það er eins og allir eigi að halda fram hjá öllum, það er mergurinn málsins. 9 Þennan fagra skáp smiöaði Snæbjörn Þorláksson, faðir Guðrúnar eiginkonu Grétars. Sjálfur fæst Grétar við siniðar I tómstundum. — Ég er bókarasál (hlær). Reyni að finna villuna og leita uppi það rétta. Þessi árátta kemur inn á fleiri sviðum. Hvað ertu lærður? — Ég hef aldrei notið neinnar skólagöngu, en það er nú hægt að vera töluvert mikið menntaður án prófa. Það er ekki hægt að kenna fólki að veröa gáfaö, ekki frekar en hægt er að lækna heimsku. Maður getur bætt þekkingu sina, ekki eingöngu viö lestur bóka, heldur einnig við störf. Ég hef unniö öll algeng störf til lands og sjávar og hef litið á það sem þekkingarleit. Skóli lifsins getur verið drýgstur. Maður, sem er á- gætur starfsmaður i banka t.d. hefur ef til vill ekki barnsvit á öðru, sem gerist i þjóðlífinu i kringum hann. Nei, ég sé ekki eftir þvi, hvernig fór með mina skólagöngu. Eftir hverja eru þinar eftirlæt- isbækur? — Ég á nú talsvert gott safn af skáldsögum. En ákveðin skáld og rithöfundar eru i eftirlæti hjá mér. Ég vil nefna Davið Stefáns- son frá Fagraskógi og af núlifandi höfundum Indriöa G. Þorsteins- Texti: Fanný son. Ég á fjórar bækur Indriða, — frábær höfundur. — Mér varð af- skaplega mikið um, þegar ég frétti lát Davfös Stefánssonar. Var þá staddur úti á sjó og heyröi þetta I útvarpsfréttum. Ég hálf viknaði og skrifaði þá ljóð, sem ég tileinkaöi Daviö, manninum, sem ég hafði dáð svo mjög án þess að sjá hann nokkurn tima. An þess aö vilja lasta aðra, þá taka kvæð- in hans öllum öörum fram. Það kom i ljós, að Grétar hefur skrifað mörg ljóð um æfina, en er hættur þvi, „það lifir enginn á ljóði”. Við fengum aö lita á nokk- ur þeirra, m.a. „1 minningu Daviös” og „Komiö er skip I höfn”. „I minningu Daviðs”: Min ljóðalist/ er litil og smá./ Nú hef ég mikið misst/ manninn, hann Daviö./ Marga þú styttir mina stund/ — stutt varð leið um bratta hlið —/ En hve litil er min lund/ og lengi vildi ég Davið hafa gist. En ég sá þig aldrei sjálfan/ sem mann meöal hinna/ en huga minn áttir þú hálfan/ og heilan við und- ur ljóða þinna. Ég dái þig Daviö/ og dái þin ljóö/ þvi brotin þin eru svo góð. „Komið er skip i höfn”: Bundiö er skip við bakka/ sem bjóðum viö heilt af hafi/ Það kemur með pinkla og pakka/ poka og kassa meö alls kyns trafi/ Kannski með flösku af freyöandi vini/ og firn af brúöarlini. Stendur á bakka brúður ein/ og biður unnustans./ Orlög skóp er alda ein/ unnustann tók i ægis- dans./ Eftir er flaska af freyöandi vini/ og firn af brúðarlini. „Á auð, sem skatturinn kemst ekki í” Ertu ríkur? — Ég hef aldrei veriö i neinum vandræðum og þiess vegna halda margir að ég sé rikur. Ég er rik- ur af andlegum auði fyrst og fremst, auði, sem ekki er hægt að skattleggja. Og skapið? — Ég er jafngeðja, sjálfgagn- rýninn og fljótfær. Afskaplega hreinskilinn og hef oft hlotið bágt fyrir þaö. (Hlær). Myndir: G.E.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.