Tíminn - 07.10.1979, Síða 21
Sunnudagur 7. október 1979
21
Cheap Trick —
Dream Police
Epic/Karnabær
★ ★ ★ ★
Loksins, loksins eftir langa
mæðu er „Draumalögreglan”
komin til aö handtaka þig og við
segjum bara— og þó fyrr hefði
verið. „Lögregla” þessi er ann-
ars hljómplatan „Dream
Police”, en aðstandendur henn-
ar eru engir aðrir en hljóm-
sveitin Cheap Trick, sem nú
nýtur fádæma vinsælda um all-
ar jaröir.
Eins og kunnugt er sendu
Cheap Trick nýlega frá sér plöt-
una „Live at Budokan”, sem
tekin var upp á hljómleikum
þeirra i Japan, en upphaflega
var ákveðið að platan yrði að-
eins gefin Ut þarlendis. Vinsæld-
ir plötunnar urðu þó meiri, en
nokkurn óraði fyrir. Eftir að
bandariskar útvarpsstöðvar
höfðu komist yfir plötuna og hún
var orðin söluhæsta innflutta
platan i Bandarikjunum, sáu út-
gefendurnir Ser ekki annað fært
en að gefa hana einnig út i
Bandarikjunum. Um svipað leyti
voru Cheap Trick tilbúnir með
plötuna „Dream Police”, en
vegna vinsælda hinnar fyrr-
ne&idu var ákveöiö að fresta Ut-
gáfúdeginum.NUhefur „Dream
Police” sem sagt verið gefin Ut
og ekki er að sjá aö biðin hafi
gert henni neitt illt. Hún er eins
fersk eins og hugsast getur, og
ekki er annað aö heyra en að
Cheap Trick fari á kostum. Sem
fyrr er þaö kraftmikil rokktón-
list sem er einkennandi fyrir
Cheap Trick, og ólikt fáum öör-
um hljómsveitum leggja Cheap
Trick mikla áherslu á textana.
Töluverð hugsun liggur þvl að
baki „Dream Police” og sem
dæmi um textana, sem margir
hverjir eru bráösmellnir látum
viö f lakka hér brot Ur textanum
viö titillagið á plötunni.:
„They ar waiting for me / look-
ing for me / every single night /
drivin ’me insane / those men
inside my brain” — Það er sem
sagt enginn óhultur um þessar
mundir, hvort sem hann er I
svefni eöa vöku, þvl aö
„Draumalögreglan” er komin á
stúfana.
—ESE
Frank Zappa —
Joe's Garage
CBS/Karnabær
★ ★ ★ ★ +
Einn umdeiidasti snillingur
siðari ára á vettvangi popptón-
listarinnar er bandarfski tón-
listarmaðurinn Frank Zappa.
Eigi alls fyrir löngu setti Zappa
allt á annan endann i Banda-
rikjunum með plötunni „Sheik
Yerbouti”, sem m.a. hafði aö
geyma lagið „Jewish
Princess”, en nú er Zappa
mættur á nyjan leik, að þessu
sinni með plötuna „Joe’ s
Garage part 1” (Bflskúrinn
hans Jóa, fyrsti þáttur) og lagiö
„Catholic girls”. „Jewish
Princess” varð þess valdandi að
bandarisku gyðingasamtökin
urðu tjúlluð, en „Catholic girls”
mun vera stefnt gegn
kaþólikkum i Bandarikjunum
og mótmælin eru þegar farin að
streyma inn.
„Joe’ s Garage” er eins og
Zappa segir sjálfur-heimskuleg
saga um tilraunir yfirvalda til
þess að banna tónlist og tón-
listarflutning, vegna óæskilegra
áhrifa þessa miðils á almenn-
ing. Sagan, sem gerist einhvern
tima í framtiðinni, segir frá
nokkrum ungum mönnum sem
stofna hljómsveit i bflskúr og
þeim erfiðleikum sem þeir
lenda I vegna tónlistarinnar.
Sögumaður er persóna, sem
Zappa nefnir Central Scrutiniz-
er, en sá er eins konar einvaldur
iþjóðfélagi þvisem sagan gerist
i. Sjálfur segir Zappa að ein-
hverjum kunni að finnast þetta
fyndiðog jafnvel óraunverulegt,
en bendir jafnframt þeim sama
á, að hann megi vera þakklátur
fyrir að búa ekki I einhverju af
þeim löndum þar sem tónlistar-
flutningi séu settar strangar
skorður eins og t.a.m. í tran,
þar sem Khomeini æðsti klerkur
ræður rikjum.
Ósanngjarntværiað rekja hér
söguþráðinn i „Joe’ s Garage”
til enda, þvi að þessi plata, sem
nú hefur litið dagsins ljós hefur
aðeins að geyma einn þriðja
hluta verksins, en afganginn
mun Zappa ætla að gefa Ut á
tvöfaldri plötu innan skamms.
Þess má þó geta, að „Joe’ s
Garage part 1” er öll uppfuli af
gálgahúmor og Zappa sannar
þaö óumdeilanlega með þessari
plötu að hann er engum öðrum
likur. Á köflum er platan full
klæmin, þannig aö vamm-
lausum er eindregið ráðið frá
þvi að hlýða á þessa plötu, en
þeir sem geta tekið Zappa eins
og hann er — fá að launum
konunglega skemmtun.
—ESE.
Bob Dylan —
Slow train
coming
CBS/Karnabær
★ ★ ★ ★ ★
Þærfara nú brátt að nálgast
fjóröu tuginn plöturnar sem Bob
Dylan hefur sent frá sér i gegn
um árin og þrátt fyrir þennan
mikla fjölda kemur hann manni
alltaf jafn mikið á óvart.
Nýjasta platu Dylan heitir
„Slo w train coming” og markar
hún timamót á ferli þessa
merka listamanns. NU eru það
trUmálin sem sett eru á oddinn
og boðskapur Guös, og trUaö
gæti ég þvi að Dylan yrði ekki
ónýtur trUboði.
„Slow train coming” er fyrir
margra hluta sakir mjög
merkileg plata, þvi að auk
hugarfarsbreytingarinnar hefur
tónlistarstefna Dylan breytst
nokkuð, og má segja aö hann sé
nú alkominn inn á svipaða linu
og t.a.m. J.J. Cale og Dire
Straits- blús rokkið, en það ber
þó að hafa i huga að mörg laga
Dylan hafa einmitt verið I
þessum stil á undanförnum ár-
um. Þá munar einnig um þaöað
Mark Knopfler gftarleikari Dire
Straits og trommuleikari sömu
hljómsveitar, Pick Withers,
aöstoöa Dylan að þessu sinni og
þvi verða blús-rokk áhrifin
sterkari en ella.
Þó að Dylan hafði áöur sungið
um trúmál sinum, s.s. á „John
Wesley Harding” og „Blood on
the tracks”, sem báðar voru
timamótaplötur, þá hefur Dylan
sjaldan eða aldrei verið
gagnrýndur eins mikið fyrir
neina plötu og einmitt nU.
Allir viðurkenna þaö þó, aö tón-
listin, undirleikurinn og söngur
Dylan er fyrsta flokks, en
mönnum hefur þótt Dylan boða
trúna á frekar óbilgjarnan hátt
og aö samkvæmt kenningum
hans eigi menn að trúa i blindni
á Guð almáttugan. Eg hallast þó
að þvi að boðskapur plötunnar
eigi að vera einkamál hvers og
eins og ef boðskapurinn er lát-
inn liggja á milli hluta, þá
stendur eftir frábær plata, jafn-
vel ein sú besta sem Dylan hefur
nokkurn tima sent frá sér.
—ESE.
David Werner—^
David Werner
Epic/Karnabær
★ ★ ★ ★
Bandarikjamaðurinn David
Werner er einn af þeim mönn-
um, sem hvað mest hafa komið
á óvart Irokkinu að undanförnu,
en nU eru liöin fimm ár frá þvi
að hann kom fyrst fram á sjón-
arsviöið með sina fyrstu plötu,
þá tvitugur að aldri.
í upphafi vakti David Werner
aðallega athygli fyrir góða
texta, en svo virtist sem tónlist
hans félli ekki i kramið. „Fram-
sækið” rokk átti þá erfitt
uppdráttar ekki sist ef
flytjendurnir voru ungir og
óþekktir og þvi varö David
Werner aö biöa sins tima.
Fyrstu plötur hans tvær, Whizz
Kid (1974) og „Imagination
Quota” (1975) báru þaö óneitan-
lega með sér að þar fór hæfi-
leikamaður, en þaö þurfti
eitthvað meira að koma til, eins
og t.a.m. smá heppni til þess aö
Werner kæmist I sviösljósið.
Heilladisirnar voru þó ekkert á
þviaö heimsækja David Werner
i bili og þvi varð hann aö sætta
sig viö þaö hlutskipti að falla i
gleymsku og dá um tima.
Næstu ár fóru I aö semja
staönaða skemmtitónlist, en
David Werner lét þó aldrei
hugfallast: „Eg reyndi aö
þrauka og þrátt fyrir ýmsa
erfiöleika, þá bitnaöi þetta ekki
á tónlistinni”, segir Werner, er
hann rifjar upp þennan tima I
lifisinu. „Tónlistin var mér eins
og trúarbrögö og ég glataöi
aldrei trúnni á hæfileika mina.
Ég var viss um að ég væri á
rettri leiö og þaö eina sem á
skorti væri aö koma verkum
minum á framfæri á réttan hátt.
Mistök min meö fyrri plöturnar
tvær voru mér dýrmæt reynsla.
Ég var ungur aö árum þegar ég
gaf þær út og eins og titt er um
unga menn þá haföi ég engan
tima til þess aöreikna það dæmi
til enda. Aðalatriöið i minum
augum var aö gefa plöturnar út
og I öllum látunum gleymdi ég
mörgu, sem er nauösynlegt
þegar plötuútgáfa er annars
vegar.”
Stóra tækifærið, sem hafði
látiö á sér standa i nokkur ár
kom upp I hendurnar á David
Werner I fyrra er Epic hljóm-
plötufyrirtækið bauö honum
samning. Werner þurfti ekki að
hugsa sig tvisvar um áöur en
hann skrifaöi undir samninginn
og árangurinn af þessu sam-
starfi er hljómplatan „David
Werner” sem út kom fyrir
skömmu.
Margir hafa orðið til þess i
gegn um árin að likja Werner
við David Bowie, og enn aðrir
hafa fundið hliðstæður með hon-
um og hljómseitinni Kinks. Með
nýju plötunni kemur Werner
mönnum það mikið á óvart aö
samllkingar viö aðra listamenn
eru út i hött.
Tónlistin á plötunni er kraft-
mikið rokk, þar sem gitarleik-
urinn situr I fyrirrúmi. Meö
Werner á plötunni eru valdir
listamenn og ber þar fyrst að
nefna gitarleikarann og
söngvarann Mark Doyle, sem
verið hefur i slagtogi meö
Werner undanfarin ár. Aðrir
sem koma við sögu eru Tom
Mooney (trommur), Albritton
McClain (bassi) og Tim Capello
sem leikur á saxófón. Sjálfur
leikur David Werner á rythma
gitar og pianó og loks er aö
nefna aö Ian Hunter stingur inn
kollinum svona rétt til þess aö
hressa upp á mannskapinn.
KAUPIÐ TÍMANN
Norræn menningarvika 1979
Sunnud. 7. okt. kl. 20:30 Finnski bariton-
söngvarinn Jorma Hynninen syngur lög
eftir Vaughn Williams, Yrjö Kilpinen,
Jean Sibelius og Hugo Wolf. Undirleikari
er Ralf Gothóni.
Mánud. 8. okt. kl. 20:30 Birgitte Grimstad
skemmtir með visnasöng (2. tónleikar).
Aðgöngumiðar seldir i Norræna húsinu.
I sýningarsölum: Verk eftir danska lista-
manninn Carl-Henning Pedersen Opið kl.
14:00 til 19:00.
í bókasafni og anddyri: sýning á mynd-
skreytingum norrænna listamanna við rit-
verk H.C. Andersens.
NORRÆNA
HÚSIÐ