Tíminn - 07.10.1979, Side 27
Sunnudagur 7. október 1979
27
fMbttt
! Frændi og frænka
Cousin, Cousine (Frændi
og frænka) heitir frönsk
mynd frá 1975 sem
1 Háskólabíó sýnir vonandi
enn þegar þessi skrif
koma fyrir augu lesenda
Tímans.
1 auglýsingu um myndina
segir að hún sé „skopleg og
alvöruþrungin i senn”. Menn
ættu ekki að taka alvarlega
þetta með alvöruna i
auglýsingatextanum þvi hér er
á ferð fyrst og fremst ágætasta
gamanmynd um framhjáhald.
Söguþráðurinn er i stuttumálisá,
að maður á sjötugsaldri gengur
að eiga konu á sextugsaldri.
Brúðkaupið er i söguiegra lagi
og stofnast i þvi ástarsambönd
milli ættingja brúðhjónanna
sem þegar eru i hjónaböndum.
Makarnir sem hlut eiga að máli
eru af þeirri gerðinni sem eiga
ofurlitið erfitt með kroppinn á
sér rétt eins og Jón i Gullnahlið-
inu, þannig að þeir hafa ekki
beinlinis efni á að gera mikinn
hávaða út af málinu. En enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Þeir taka upp betra
liferni, hætta framhjáhaldi og
taka að sinna börnum og búi.
Allt kemur fyrir ekki.
Mótparturinn virðist una hag
sinum vel og virðist ekki hafa
áhuga fyrir að gera breytingar
á.
Af þessari mynd má hafa hina
bestu skemmtun og ekki spillir
fyrir að hún er vel leikin og
ágætlega gerð. 1 aðalhlut-
verkum eru Marie-Christine
Barrault, Victor Launoux,
Marie-France Pipier. Leikstjóri
og handritahöfu'ndur er Jean-
Charles Tacella.
, v . \ \ ‘ \ >
Victor Launoux og Marie-Christine Barrault, þ.e. frændi og frænka.
Alien — slær hún
Star Wars við?
Clint Eastwood í hlutverki sfnu í myndinni The
Enforcer sem Austurbæjarbíó sýnir um þessar mund-
ir. Þetta er þriðja myndin um hörkutólið Dirty Harry
og hef ur Eastwood leikið aðaIhlutverkið í þeim öllum.
nokkur maður áhuga
fyrir slíkum myndum.
Eitt er vist að nú eru timar
visindamyndanna. Það hefur
ekki farið fram hjá neinum að
Star Warsog Close Encounter of
Third Kindhafa slegið svo til öll
aðsóknarmet sem hægt er að
slá. 1 kjölfarið hefur fylgt
aragrúi misjafnlega vel gerðra
„science-fiction” mynda. Sú
nýjasta á markaðnum heitir
Alien bresk að uppruna. Hún
kvað vera blanda af Star Wars,
Jaws og The Exorcist. Með
slikan bakhjarl ætti að vera
tryggt að fyrirtækið gefur
eitthvað i aðra hönd.
Kvikmyndin fjallar um geim- (
skipið Nostauo sem er á heim-
leið til jarðarinnar. Á skipinu er
sjö manna áhöfn sem verður vör
við mjög einkennilega reiki-
stjörnu. Akveðið er að kanna
málið nánar. Á stjörnunni
finnur hún risastjór furðudýr
sem hefur gefið upp öndina og
rétt hjá egg sem eru i þann
veginn að klekjast út. Ahöfnin
lendir i margvislegum
hrakningum á reikistjörnunni
og týnir mjög tölunni.
Sagt er að frá tæknilegu sjónar-
horni sé myndin frábærlega vel
gerð. Með aðalhlutverkin fara
Tom Skerritt, Sigourney
Weaver, Veronica Cartwright,
alltóþekktir leikarar. Leikstjóri
er Ridley Scott, sömuleiðis
óþekktur. Tónlistin er hins
vegar eftir gamlan jálk, Jerry
Goldsmith. Myndinni er dreift
af 20hh Century Fox og ætti er
timar líða að vera sýnd i Nýja
biói.
GK.
Þau eru heldur en ekki vlgaleg á myndinni skötuhjúin Barbara
Streisand og Ryan O’Neal. Atriöið er úr nýrri kvikmynd The Main
Event. Leikstjóri er Howard Zieff sem einhverjir kannast viö af
kvikmyndinni House Calls sem var sýnd ekki alls fyrir löngu I
Laugarásbiói.
inn á stjá á ný
Svonefndar vísinda-
myndir eiga misjafnlega
miklum vinsældum að
fagna. Stundum virðast
þær sprengja utan af sér
öll kvikmyndahús vegna
mikillar aðsóknar, en
þess á milli hefur ekki
Atriði úr Alien.
leysa aðsteðjandi vandamál. I
þessari mynd er úrlausnarefnið
rán á borgarstjóra New York.
Boðskapurínn er sá, að þegar
öllu er á botninn hvolft séu það
verklagsreglurnar hans Dirty
Harry það eina sem undir-
heimalýðurinn skilur.
Skothrið og læti eru hlutir sem
menn búast við þegar þeir fara
að sjá kvikmynd með Clint
Eastwood. I þvi tilfelli sem hér
um ræðir er varan ósvikin og
söguþráðurinn ekki eins lygi-
legur og i siðustu mynd Clint
Eastwood Gauntlet.
G.K.
Þeir sem sáu Clint Eastwood i gamla daga í
sjónvarpsþættinum Rawhide í dátasjónvarpinu hafa,_
tæplega átt von á því að hann ætti eftir að verða einn
vinsælasti leikari hvíta tjaldsins. En svonu geta hlut-
irnir snúist.
Eastwood er á ferð með byssu í hendi í Austurbæjar-
bíói um þessar mundir i kvikmyndinni The Enforcer
sem valið hefur verið íslenska heitið Dirty Harry
beitir hörku.
Ekki er beinlinis hægt að
segja að hlutverkið sem Clint fer
með I myndinni komi á óvart,
þvi um er að ræða lögreglu-
manninn Dirty Harry sem
aðdáendur Clint Eastwood
muna vafalaust eftir. Að þessu
sinni finnst yfirmönnum Dirty
Harry nóg um hörkuna sem
hann sýnir glæpönunum og er
honum sagt upp störfum. Hann
lætur það ekki á sig fá og heldur
ótrauður sinu fyrra striki uns
yfirmönnumun verður ljóst að
Dirty Harry er ómissandi við að
Kvikmyndahornið
Dirty Harry kom-
• —• ■—• — •——•