Tíminn - 09.10.1979, Síða 8
8
Þriðjudagur 9. október 1979
Miklar úrbætur á formi daggæslu á einkaheimilum:
Aukið eftírlit og betri stjómun
„Merkur áfangi á dagvistunarmálum
i borginni”, segir Geröur Steinþórs-
dóttir, formaður Félagsmálaráðs
Kás — Á siðasta fundi
Félagsmálaráðs Reykja
vikur voru sam-
samþykktar tillögur frá
starfshópi sem komið
var á fót sl. haust, sem
fela i sér miklar úrbætur
á formi daggæslu á
einkaheimilum hér i
borginni. Stefna þær að
auknu eftirliti og betri
stjórnun á vistun barna
á einkaheimilum, jafn-
framt þvi sem gæði
hennar verði aukin með
meiri fræðslu, leið-
beiningum i starfi og
félagsstarfsemi dag-
gæslukvenna.
NU er áætlað að um 700 börn
dvelji á um 300 heimilum i einka-
gæslu. Nýlega voru stofnuð form-
leg samtök daggæslukvenna, og
jafnframt þvi samþykktur nýr
gjaldgrundvöllur fyrir daggæsl-
una, sem felur i sér verulega
hækkun frá þvi gjaldi sem áður
hefur verið tekið fyrir dagvistun
barna i heimahúsum.
Gerir þessi hækkun kröfu um
meiri gæöi og þjónustu á dag-
gæslu á einkaheimilum. En
hingað til hefur öryggisleysi þótt
einkenna þetta fóstur nokkuð,
enda heimilin mörg hver misjöfn
að gæðum.
Samkvæmt hinum nýju
tillögum er ætlunin að bæta veru-
lega úr þessu m.a. með auknu
eftirliti, með þvf að fjölga stööum
umsjónarfóstra með daggæslu á
einkaheimilum um helming, eða
Ur tveimur i fjórar. Jafnframt
verður starfsemin færð úr fjöl-
skyldudeild Félagsmála-
stofnunar, og mun eftirleiðis til-
heyra dagvistunardeild.
Hingað til hefur ekki verið
skráö á biðlista fyrir daggæslu
barna i heimahúsum, heldur látið
nægja aö vi'sa til þeirra heimila
sem til greina koma, oft án þess
aö vita hvort þar er fullskipaö.
Samkvæmt hinum nýju tillögum
er hins vegar stefnt aö þvl aö taka
upp biðlista á þessi heimili, eins
og önnur dagvistunarheimili i
borginni, og foreldrar siðan látnir
vita þegar úr rætist.
Samfara þessu er meiningin
einnig sú að beina börnum
þriggja ára og yngri inn á einka-
heimilin, þ.e. þau sem eru undir
leikskólaaldri.
Þriöji og ekki veigaminnsti
þátturinn f þessum tillögum gerir
ráð fyrir að námskeið sem
Félagsmálastofnun hefur gengist
fyrir árlega fyrir daggæslukonur
flytjast yfir til Námsflokka
Reykjavikur. Með þvi móti er
hægt að halda fleiri en eitt nám-
skeiö árlega, auk þess sem stefnt
er aö þvl að allir sem taka að sér
daggæslu barna sæki slik nám-
skeið. Er gert ráð fyrir að fram-
halds leyfi fyrir daggæslu á
einkaheimili verði háð þátttöku á
sliku námskeiði.
Að lokum gera tillögurnar ráö
fyrir að komið verði á fót sam-
starfi á milli þriggja til fjögurra
daggæslukvenna i höp, sem gætu
tekið við börnum hver af annarri
þegar einhver þeirra veikist eða
forfallast á annan hátt, ef
foreldrar hafa ekki aðstæður til
að hafa börnin heima.
„Eg er ákaflega ánægð með
þessar tillögur”, sagöir Gerður
Steinþórsdóttir, formaöur
Félagsmálaráðs, i samtali við
Timann, ,,og tel þær mjög
merkan áfanga i dagvistunar-
málum hér I borginni”.
Vildi hún sérstaklega þakka
Margréti Si gur ðar dó tt ur ,
umsjónarfóstru, fyrir gott starf i
þessu samþandi, en hún hefði
unnið brautryðjendastarf hjá
borginni á þessu sviði.
A fundi borgarráðs i dag verða
tillögurnar væntanlega teknar til
endanlegrar staöfestingar.
Stefnumótun hjá Félagsmálaráöi:
Fleiri þroskaheft börn fari á
almenn dagvistarheimili
Kás — Félagsmálaráö hefur sam-
þykkt stefnuyfirlýsingu um vist-
un þroskaheftra barna á dagvist-
arheimilum i Reykjavik. Segir I
henni, að skilyröislaust beri aö
stefna aö aukinni vistun þroska-
heftra barna á dagvistarheimil-
um, en aö visu veröi sú þróun ó-
hjákvæmilega hægfara meöan
veriö sé aö fá til starfa sérhæft
starfsfólk.
Oðru jöfnu beri að beina vistun-
un þroskaheftra fremur að leik-
skólum, en öörum dagvistar-
stofnunum, svo girt sé fyrir að
þau dvelji of lengi á stofnun, sem
ekki geti sinnt nema hluta af sér-
þörfum hvers einstaklings.
I þessu sambandi er stefnt að
fjölgun starfsfólks vegna vistunar
þroskaheftra barna á almennum
dagvistarstofnunum, og þá ekki
sist sérmenntaöra fóstra eða
þroskaþjálfara. Verður væntan-
lega tekið tillit til þess við af-
greiðslu næstu fjárhagsáætlunar
borgarinnar.
Kaupfélagsstjórar á Austurlandi:
Almenningur kynni
sér launa og sölu-
mál bænda sjálfur
GP — Arlegur fundur kaup-
féiagsstjóra á Austurlandi var
haldinn á Stöövarfiröi 5. þessa
mánaöar. 1 áiyktun sem gerö
var á fúndinum segir: Fundur-
inn varar viö þeim háskalega
misskilningi sem kemur fram i
áróöri vissra afla i þjóöfélaginu
gegn bændum og afuröasölu-
félögum þeirra.
Fundurinn telur brýna
nauðsyn á þvi að hinn almenni
neytandi kynni sér sjálfur
launamál bænda og afurðar-
sölumálin i heild sinni en myndi
sér ekki skoðanir eftir
órökstuddum fullyrðingum
andstæðinga bænda og sam-
vinnuhreyfingarinnar I landinu.
Fundurinn bendir á að með
verðlagningu landbúnaðarvara
nú ná bændur aðeins þeim
launum sem þeim ber eftir
lögum, að allt tal um óeðlilega
og dýra milliliðastarfsemi
afurðasölufélaganna eru rang-
túlkanir. Benda má á aö ef
vinnslu og dreifingarkostnaður
verður lægri en áætlaö er af
framleiðsluráði landbúnaöarins
kemur mismunurinn fram i
hærri lokagreiöslu afurða til
bænda. Fundurinn vill einnig
vekja athygli á þeirri miklu
afuröarýrnun sem verður nú I
haust, sem verður vegna harð-
inda og óttast að hún og stór-
aukinn oliu og vaxtakostnaöur
valdi þvi að bændur geti ekki
staðiö viö þær fjárskuld-
bindingar sem þeir verða aö
taka á sig af þeim sökum.
Lögreglan:
Lokun hádegisbaranna til bóta
„Þetta virðist hafa læknaö
sumt, en annaö ekki”, sagöi
Bjarki Eliasson, yfirlögreglu-
þjónn. Jákvættheföiveriöaö af-
nema 23.30 lokunartimann, og
biöraöir viö skemmtistaöina
væru nú nær horfnar, þvf aö fólk
færi á milli staöa. Breytingin á
vinveitingum i hádeginu heföi
veriö til mikilla bóta. Leigubila-
vandinn heföi Ifka eitthvaö
skánaö.
Lenging á opnunartima taldi
Bjarki hins vegar hafa teygt
drykkjuna lengra fram á nótt-
ina og fólk virtist ekkert siöur
stofna til heimasamkvæma þótt
húsin lokuöu ekki fyrr en kl. 3 á
nóttunni. Kannski væri til bóta
ef til væru staðir — einhvers
konar næturklUbbar — þar sem
fólk gæti verið ennþá lengur
fram á nóttina.
Þá gat Bjarki þess, aö ölvun-
araksturinn færðist lika lengra
fram á morguninn. Aöur hefðu
flestir verið teknir ölvaðir við
akstur milli kl. 1 og 4. NU væru
ölvaðir akandi allt til kl. 7-8 á
morgnana.
Leigubilstjórí:
Hefur ,vínmenn
ingín’ batnað
— viö breyttan lokunartíma
skemmtistaöa?
HEI — Hverjar hafa afleið-
ingarnar orðiö af hinum nýju
reglum um lokunartima vinveit-
ingahúsa, sem dómsmálaráð-
herra beitti sér fyrir og tóku gildi
i júli' s.l.?
Timinn snéri sér til nokkurra
aöila, sem helst ættuaö hafa orðið
varir við hugsanlegar breytingar
á skemmtanalifinu: lögreglu,
veitingamanns og leigubilstjóra.
Bjarki.
Veitingamaöur:
Miðvikudagsfyllirí i tisku
Alíka í kassann en
reksturínn hækkar
„Annatiminn byrjar um
klukkutima siöar á kvöldin, en
stendur slöan stanslaust til kl. 5
á morgnana, svo vinnan hjá
okkur hefur aukist mjög mik-
iö”, sagöi einn góöur og gegn
leigubilstjóri, sem ekuná kvöld-
in og nóttunni.
Vandræðin við að ná I bil eftir
böll taldi hann litið hafa minnk-
„Þaö er erfitt aö svara þessu
strax, áöur en „vetrartraffikin”
er komin I gang”, svaraöi Wil-
helm Wessman, aöstoöarhótel-
stjóri á Hótel Sögu.
Wflhelm sagði að I sumar
hefði fólk komið seinna og meiri
hreyf ing v ær i nU út og inn. Hann
áleit afleiðingarnar þær, að i
krónum kæmi svipaö I kassann,
en tilkostnaöur hússins yröi
auðvitað meiri vegna lengri
opnunartlma. Hins vegar bjóst
hann við breytingum meö vetr-
arkomunni, en þá fylltist hUsiö
venjulega upp úr kl. 21 á kvöld-
in. Heildarútkomuna sagöihann
þvi ekki að marka fyrr en
skemmtanalifiö væri komiö i
hinn fasta farveg vetrarins.
að. Fólk færi bara siðar inn á
skemmtistaðina og héldi lengur
út. Meiriparturinn af fólkinu
væri á stöðunum til kl. 3 á nótt-
unni og streymdi þá út I leit að
bfl. Hins vegar taldi hann þetta
heppilegra fyrirkomulag, sér-
staklega vildi hann meina aö
minna væri um rall i heimahús-
um. Ennþá heppilegra heföi þó
veriö að hafa skemmtistaðina
opna til kl. 4 á nóttunni.
Breytinguna á rúmhelgum
dögum taldi hann þá helsta, að
það væri engu likara en komið
værii tisku að vera fullur á mið-
vikudögum. Aðra rúmhelga
daga hreyföist varla leigublfl á
kvöldin.