Tíminn - 09.10.1979, Side 20
Heyvinnuvélar í
fjölbreyttu úrvali.
Til afgreiðslu strax.
JJ/tóUticUu/éJLcUv fvf
Kynnið ykkur verð-
lækkunina á Massey-
Ferguson
hin sigilda dfcittarvél, TJfuLtiWiuéJWt fif,
MF
Massey Ferguson
í
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantiö myndalista.
Sendum í póstkröfu.
dÓMUAI Vesturgötu II
OJUHVML simi 22600
Þriðjudagur 9. október 1979
SUNNA fékk kveðinn upp úrskurð um 3ja mánaða greiðslustöðvun
Skuldir á annað hundrað milljónir
AM — „Meö þessu er veriö aö fá
umþóttunartíma til þess að sjá
hvort unnt veröi að ná nauða-
samningum i sambandi viö skuld-
ir Sunnu, sem vissulega eru miklu
meiri en eignir,” sagði Þorsteinn
Júliusson, hrl. lögmaður ferða-
skrifstofunnar Sunnu i gærkvöldi,
en hinn 26. september sl. var
felldur úrskurður um að veita
fyrirtækinu þriggja mánaða
greiðslustöðvunartima, skv. nýj-
um lögum frá 1978.
Þorsteinn sagði að samkvæmt
lögunum yröi að senda öllum
lánardrottnum afrit þessa úr-
skurðar og hefur þaö veriö þegar
gert. Þorsteinn sagði að I bréfi
sem hann skrifaði með þessum
úrskurði hefði komið fram að
verið er að kanna hvaða prósent-
ur mönnum yrðu boönar upp I
sinar kröfur, en slikt verður ekki
gert með öðru móti en þvi að
aðstandendur Sunnu taki á sig
einhverjar persónulegar skuld-
bindingar.
Þorsteinn sagöi að skuldirnar
væru á annað hundrað rtiilljónir
og væri hluti þeirra tryggður með
persónulegum eignum Guðna
Þórðarsonar og fleiri aðstand-
enda Sunnu. Sagði hann þvi ekki
að leyna að á undanförnum mán-
uðum hefðu þessir aðilar orðið að
fórna miklu af persónulegum
eignum sinum, til þess að hægt
væri að ljúka þessari „vertið” hjá
ferðaskrifstofunni.
Þorsteinn kvaðst ekki vilja spá
um hvort þessir þrir mánuðir
leiddu til þess að semja tækist við
lánardrottna, en fannst ekki ólik-
legt að sá kostur mundi vera væn-
legri, þar sem ella væri hætta á að
ekkert fengist.
Timinn hefur aflað sér heimilda
um að þær skuldir sem Þorsteinn
Júliusson ræddi um hér að ofan
deilist i stórum dráttum sem hér
segir:
Erlendar skuldir: 97 milljónir,
innlendar skuldir: 27.8 milljónir
(óverðtryggðar), Gjaldheimtan:
45 milljónir, vegna að-
stöðugjalda, sem þó er deilt um
að séu réttmæt krafa, og loks
miklar skuldir við Flugleiðir og
ferðaskrifstofurnar Úrval og
Útsýn, en þær munu allar tryggð-
ar með veði i eignum hluthafa.
Greiðslustöðvunin felur i sér að
á meðan hún varir er fyrirtækinu
óskylt og óheimilt að greiða
gjaldfallnar skuldir sinar og ekki
má það efna til skulda framyfir
það, sem þarf til þess að halda
rekstri sinum gangandi. Þá er
óheimilt að taka það til gjald-
þrotaskipta og óheimilt að gera
fógetaaðgerð i eignum þess og
óheimilt er að setja eignir þess á
nauðungaruppboð.
Rangárvallasýsla
Ekið
GP - island - ferðamannaparadfsin. Það er siður góðra fararstjóra að sýna erlend-
um ferðamönnum það sérstaka og það óvenjulega við landið. Þá er ekið i Hvera-
gerði með hálft kíló af grænsápu, henni troöið ofan í Grýtu gömlu sem fyrtist við og
spýtir (enda grænsápa vond á bragðiö).
Þá hrópa útlendingarnir: „Very nice, beautiful”. Myndavélarnar suða, og svo er
Gullfoss barinn augum. ísland - ferðamannaparadfsin. (Tfmamynd: Róbert)
á kúa-
hóp
tvær kýr
drápust
GP — Það óhapp vildi til á
móts við bæinn Ashól I Rang-
árvallasýslu um kl. 20 á
sunnudagskvöldið að ekið
var á kúahóp sem var að
koma frá bænum með þeim
afleiðingum aö tvær kýr
drápust.
Óhappiö mun hafa gerst
þannig að tveir bilar voru að
mætast og skiptu niður ljós-
um. Annar billinn mun hafa
verið eitthvað seinn til að
hækka ljósin að nýju og
skipti engum togum að hann
lenti beint inn I kúahóp sem
var á veginum.
Lára Kristjánsdóttir hús-
móðir á Ashól sagði i samtali
við blaðiö i gær aö billinn
hafi oröið óökufær eftir-
ákeyrsluna en engin slys hafi
þó orðiö á fólki.
Hún gat þess einnig að
þesshafioftlega verið fariö á
leit við yfirvöld vegamála að
ræsisem kýrnarvoruaö fara
yfir, yrði breikkað þannig að
kýrnar þyrftu ekki að fara
upp á veginn. Sagði Lára aö
þessuhafi jafn oft verið stað-
fastlega lofað en litiö orðið
um efndir.
Iscargo sækir um flugrekstrarleyfi til Borgarness og Færeyja
Kaupir 48 manna flugvél
til Færeyjaflugsins MKS,
AM —■ „Við höfum áhuga á að
koma á flugsamgöngum við
Borgarnes og höfum sótt um
leyfi til að hefja áætlunarflug
þangað,” sagði Kristinn Finn- •
bogason, forstjóri Iscargo, i
viðtali við Timann i gær.
Kristinn sagði að féfagiö hefði
áhuga á að koma upp lendingar-
aðstöðu i Borgarnesi og fljúga
þangaö bæði kvölds og morgna.
Til þessa hefur ekki verið um
neitt flug að ræða til
Borgarness, enda enginn flug-
völlur fyrir hendi, en nokkrar
milljónir mun kosta að koma
lendingaraðstöðu upp. Ekki
sagði Kristinn enn ráðið hvort
eða að hve miklu leyti félagið
mundi kosta slika framkvæmd,
þar sem máliö væri enn ekki það
langt komiö.
Enn hefur Iscargo sótt um
áætlunarflug til Færeyja og
mun þá i ráði að nota Twin Otter
til þeirra ferða, en hún tekur 19
farþega. Fari svo að farþega-
fjöldi á þessari leið verði nógu
mikill, hyggst Iscargo hins
vegar festa kaup á Conver vél,
sem tekur 48 farþega, eða svip-
aðan fjölda og Fokker Friend-
ship.
Kristinn sagði margt fleira i
bigerð hjá Iscargo, en ekkert
sem svo væri langt komið að
erindi ætti út til fjölmiðla.
Dagsbrún vill að stjórnin haldi áfram:
Sjáum ekki að við fengjum betri stöðu
— að loknum nýjum kosningum, segir Eðvarð Sigurðsson
HEI — Verkalýðsfélagiö Dags-
brún boöaði til fundar strax á
sunnudag vegna ákvörðunar
Alþýðuflokksins um stjórnarslit. 1
ályktun Dagsbrúnar segir m.a.:
„Verkalýðsfélögin standa nú
frammi fyrir þvi að samningar
þeirra verða lausir um áramótin
og gera þarf nýja samninga til að
bæta kjör almenns verkafólks.
Með þetta I huga og stöðu launa-
fólks I landinu yfirleitt, þá lýsir
fundurinn furðu sinni á aö þing-
flokkur Alþýöuflokksins skuli nú
hafa ákveðiö að rjúfa samstarf
stjórnarflokkanna ’ ’.
Eðvarð Sigurðsson var spurður
hvort hin skjóta ályktun Dags-
brúnar væri hvatning til nú-
verandi stjórnarflokka um
áframhaldandi samstarf. Hann
sagði svo vera. Þótt kannski væri
ekki ástæða til að hrópa húrra
fyrir núverandi stjórn þá væri
ekki útlit fyrir að launþegar
stæöu betur að vlgi með annarri
hugsanlegri stjórn að loknum
nýjum kosningum.
Sighvatur Björgvinsson var
spurður hvort Dagsbrún væri ekki
með þessu að veita Alþýðu-
flokknum ákúru.
Ekki sagðist hann álita svo.
Dagsbrún lýsti meö þessu áhuga
á að Alþýöubandalagiö og
Alþýðuflokkurinn störfuðu
saman.
En það væru bara allt önnur öfl
og aðra menn viö aö eiga i hinum
pólitiska væng Alþýðubandalags-
ins en þaö sem Alþýðuflokks-
fólkið I verkalýöshreyfingunni
ynni með i verkalýösmálavæng
Alþýðubandalagsins. Alþýðu-
bandalagið i verkalýðs-
hreyfingunni og Alþýöubanda-
lagið á Alþingi væru tveir ólikir
fbkkar.