Tíminn - 11.10.1979, Qupperneq 1
Fimmtudagur 11. október
1979 225. tölublað — 63.
árgangur
Vinningar i
happdrætti Háskólans
_______________Bls. 51
Siðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 ■ Kvöldsímar 86387 & 86392
Samstarf íhalds og krata þegar komiö á:
Von á nýrri viöreisn fyrir helgi
Ólafur talinn munu segja af sér í dag
HEI — Haft er eftir
traustum heimildum i
Alþingishúsinu i gær,
að Sjálfstæðisflokkur-
inn og Alþýðuflokkur-
inn hafi komið sér sam-
an um að kjósa Friðjón
Þórðarson sem forseta
sameinaðs þings.
Gengur þetta þvert á
samkomulag sem
stjórnarflokkarnir
höfðu gert með sér
fyrir nokkru — og stað-
fest var af einum ráð-
herra Alþýðuflokksins i
blaði i gær — um að
kjósa sömu þingforseta
og i fyrravetur, en þá
var Gils Guðmundsson
forseti sameinaðs
þings.
Meö þessu má segja, aö þegar
hafi myndast meirihlutasam-
starf ihalds og krata á Alþingi.
Benedikt Gröndal mun ekki
hafa getaö svaraö ólafi Jóhann-
essyni um þaö ennþá, hvort Al-
þýöuflokkurinn sé ákveöinn aÖ
fara úr stjórninni, jafnvel þótt
þingrofskrafa þeirra yröi sam-
þykkt af samstarfsflokkum
hans i stjórninni. En hann kvaö
Alþýöuflokkinn mundutaka þaö
til endurskoöunar ef svo færi.
Nær öllum ber saman um þaö,
aö Ólafur Jóhannesson telji ekki
um annaö að ræða en aö segja af
sér fyrir hönd allrar rikisstjórn-
arinnar. Muni ólafur tilkynna
þetta á rikisstjórnarfundi fyrir
hádegi i dag. Má þá búast viö aö
rikisráösfundur veröi haldinn
siödegis i dag eöa þá i fyrramál-
iö.
Eftir afsögn stjórnarinnar,
mun forseti Islands, samkvæmt
venju leita til formanna stjórn-
málaflokkanna um myndun
nýrrar meirihlutastjórnar. Tal-
ið er vist aö formenn hins nýja
meirihluta Sjálfstæöis.- og Al-
þýöuflokks muni strax svara þvi
til aö meirihlutastuðningur við
nýja rikisstjórn sé fyrir hendi,
hvert sem þá veröur um aö
ræöa meirihlutastjórn þeirra
eöa minnihlutastjórn annars
flokksins meö stuöningi hins. Er
jafnvel taliö mögulegt aö þjóöin
veröi komin undir nýja Viö-
reisnarstjórn strax á laugar-
dag. -
bá má geta þess, aö reyndir
stjórnmálamenn telja þings-
ályktunartiliögu sjálfstæöis-
manna nær einsdæmi, þvi hún
felur i sér tiliögu til löggjafar-
þingsins um aö gera sjálft sig ó-
starfhæft, áöur en þaö fær tæki-
færi til aö reyna á hvort svo sé
og tækifæri til aö ræöa hin
fjölmörgu mál sem vitað er aö
þar muni koma fram.
Alþingi Islendinga sett i gær
Kannskí stytsta þingið
HEI — Alþingi Islendinga 101.
löggjafarþing var sett i gær.
Samkvæmt hefð var guösþjón-
usta i Dómkirkjunni fyrir þing-
setningu og þaðan gengiö tii
þingfundar.
Forseti íslands, Kristján Eld-
járn las forsetabréf um aö þing
hafi verið kvatt saman lýsti siö-
an þingiö sett. Aldursforseti
þingsins, Oddur Ólafsson setti
og stýröi þessum fyrsta þing-
fundi, og heldur áfram aö stýra
þingfundum þar til þingforseti
hefur veriö kjörinn. Byrjaöi
hann á, að minnast nýlátins
fyrrverandi alþingismanns,
Ingólfs Flygenring, sem andaö-
ist 15. sept. sl., 83 ára aö aldri. A
fundinum var siöan lögö fram
þingsályktunartillaga frá Geir
Hallgrimssyni og Gunnari
Thoroddsen um þingrof og nýjar
kosningar, sem hljóöaði svo:
„Alþingi ályktar aö skora á for-
sætisráðherra aö leggja til viö
forseta Islands, að Alþingi veröi
rofiö og efnt til nýrra almennra
þingkosninga eigi slöan en I
fyrri hluta desembermánaöar
næstkomandi”.
Fundi var siöan frestaö þar til
I dag, en þá veröa kosnir forset-
ar þingsins og aörir embættis-
menn.
Ekki er ósennilegt aö 101. lög-
gjafarþingiö veröi eitt stytsta
þing sem starfaö hefur. Skrif-
stofustjóri Alþingis var I gær
spuröur um stytsta þing til
þessa. Sagðist hann ekki muna
þaö á stundinni, en llklega heföi
þaö veriö sumarþing 1974. Til-
lögu um þingrof taldi hann ekki
fyrr hafa komið fram á 1. degi
þings, en hins vegar nokkrum
sinnum snemma á þingi. Oftar
heföi þó þaö formiö veriö notaö
aö bera upp tillögu um van-
traust á rlkisstjórnina.
155 þúsund króna dag-
laun hjá tannlæknum
borgarinnar — sjá baksíðu
Svavar Gestsson:
Krötumnægjaekki
tengdir við flialdið
HEI — „Mörgum Alþýöuflokks-
mönnum hefur alltaf liðiö ilia i
samstarfi viö hina flokkana. A
endanum hafaþeir nii boriö sina
eigin ráöherra ofurliði meö
þeim hætti, aö Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur nú lif þeirra i hendi
sér”, sagöi Svavar Gestsson er
rætt var viö hann um ástæöur
brotthlaups krata úr rikis-
stjórninni.
— Er Alþýðuflokkurinn ekki
vinstri flokkur?
— Þvert á móti, aö okkar
reynslu, þvi hann hefur aftur og
aftur boriö fram hinar örgustu
afturhaldstillögur.
— Næsti leikur?
— Hinn nýi meirihluti hlýtur
aö eiga næsta leik. Viö viljum
ekki koma ivegfyriraöhannfái
aö njóta sín.
— Ef Alþýöuflokkurinn vill
samstarf viö íhaldið er þá ekki
makalaust aö hann skuli endi-
lega vilja kosningar fyrst, sem
sýnist einmitt verða tU þess aö
reyta af þeim fylgiö?
— betta er nokkurn veginn
eins fáránlegt og þaö getur ver-
ið, aö krötum nægi ekki aö af-
henda Ihaldinu eitthvaö af þing-
mönnum sinum beint, heldur
heimtikosningartilþessað geta
troðiö þeim beint inn i þing-
flokksherbergi Sjálfstæöis-
flokksins.
— Nú hafa kratarnir mikið
gagnrýnt kerfið?
— Ég hef ekki orðiö var viö
hinn minnsta áhuga hjá þeim á
aö breyta hinu margumtalaða
kerfi, þá 13 og hálfan mánuö
sem ég hef setiö meö þeim I
rikisstjórn. Þvert á móti hefur
flokkurinn staöiö meö kerfinu
og viljaö styrkja þaö.
— En efnahagsmálin? Álítur
þú að möguleiki hafi veriö á
samkomulagi um aögeröir i
rikisstjórninni?
— Þau mál hafa verið mikiö
rædd i rilcisstjórninniog af hálfu
Alþýðuflokksins hefur ekkert
komið þar fram sem bent hefur
til annars.
Ágúst 1978-1979:
Verðbólgan fór nið-
ur um rúmlega 9,6%
JSS — A timabilinu ágúst
1977-ágúst 1978 komst fram-
færsluvisitalan upp I rúm 50% og
var 51.6% I lok ágústmánaðar ’78.
A timabilinu ágúst 1978-ágúst 1979
fór hún niöur um rúmlega 9.6%,
þ.e.a.s. varö tæplega 42%,
samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu islands.
Verðbólgan var með öörum
oröum komin yfir 50 prósentu-
stig og vel þaö, þegar stjórnar-
skiptin uröu i fyrravor. A siöasta
ári hefur tekist aö koma fram-
færsluvisitölunni niöur I 42%,
þrátt fyrir aö ýmsan vanda hafi
borið aö höndum, og ber þar hæst
oliukreppuna. Má þetta meöal
annars rekja til þess, aö litlar
veröhækkanir urður á fyrstu sex
mánuðunum I tiö stjórnar ólafs
Jóhannessonar.
Verður þetta að teljast nokkuö
góöur árangur i baráttunni viö
veröbólgudrauginn, ekki sist
þegar undangengnar oliuverös-
hækkanir auka veröbólguna um
allt aö 10% frá þvi sem annars
væri.
Astandið er þvi mun betra nú i
ágústlok en á sama tima I fyrra
þrátt fyrir þaö gengissig sem
oröiö hefur af völdum oliu-
kreppunnar, svo og aö dregiö hafi
veriö úr niöurgreiöslum.