Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. október 1979 3 Ráðgjöf fyrir f oreldra og böm Nýr þáttur i starfsemi barna- FRI — Fjórir einstakiingar hafa höfðab mál á hendur fjármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóös og rikissaksóknara fyrir að hafa að ósekju setið i gæsluvarðhaidi vegna Geirfinnsmálsins á sinum tima. Kröfur þeirra fjór- menninga, Einars Bollasonar, Magnúsar Leópoldssona r, Sigurbjörns Eirikssonar og Valdimars Olsen, nema samtals 222. 807.436 kr. Einar Bollason gerir hæstu kröfuna, rúmar 78 millj. en kröfur hinna nema tæpum 50 millj. á hvern. beir fjórmenninar byggja kröfur sinar á dómi Hæstaréttar frá 1959, en þá voru manni einum dæmdar 15 þús. kr fyrir aö hafa setið inni að ósekju i einn sólar- hring.Sú upphæð er færð til verö- lags þess tima er þeir fjór- menningar sátu inni og margfölduö með dagafjöldanum. „Málin eru að fara i gang og munu fylgjast nokkuö að”, sagöi Garðar Gíslason i viötali við Timann, „það er hugsanlegt að niöurstööur fáist i málunum um áramótin, en spurningin ér sú hvort ekki eigi að biða eftir niður- stöðuHæstaréttar á málum þeim er varöa hinar röngu sakir sem ollu gæsluvarðhaldi fjór- menninganna, það er hinu eigin- lega Geirfinnsmáli. Rannsókn mun nú lokið i máli Sævars Cicelski, en hann kærði á sinum tima meðferö fangavarða á sér er hann sat inni vegna þáttar sins i Geirfinnsmálinu Timinn hafði samband við Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóra rikisins, en hann hafði með málið að gera. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstööur rann- sóknarinnar, málið yrði sent til ríkisrannsóknara I vikunni sem tæki ákvörðun um hvort ein- hverjar frekari rannsóknar yröi þörf. Þórir gerði hins vegar ráð fyrir aö málið yrði sent Hæsta- rétti og látið fylgja Geirfinnsmál- inu. verndarráðs JSS — „Frumkvæöiö að þessari þjónustu er komið frá barna- verndarráði og er hún á þess veg- um. t ráðinu eiga sæti aðilar sem eru þess meðvitaðir að veruleg þörf er fyrir siika þjónustu hér”, sagði Guðfinna Eydal sálfræðing- ur við Timann I gær, en hún mun starfa við foreldraráðgjöfina á- samt Alfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi. Að sögn Guðfinnu verður 1 fyrstu um tilraunastarfsemi að ræða, meðan veriö er að kanna hversu mikil þörf sé fyrir ráðgjöf sem þessa. Leggur foreldraráö- gjöfin sérstaklega áherslu á að sinna minni háttar málum og vinna þannig varnaðarstarf. Meiri háttar meðferðarmál koma ekki til kasta foreldraráösins, enda er þá komið inn á hefðbund- ið sviö barnaverndarráðs. „Ég tel ekkert vafamál aö mik- il þörf sé fyrir þjónustu sem þessa, og ekkert siöur hér en ann- ars staðar”, sagöi Guðfinna enn fremur. „Liklega lenda allir I erfiðleikum einhvern tima á æv- inni vegna sambúðarmála, barn- anna eöa einhvers annars. Það er erfitt fyrir mig að nefna ein- hverja ákveöna tölu, en það er gjarnan talaö um aö 20-25% barna eigi við vandamál að striða ein- hvern hluta bernskunnar a.m.k. Við leggjum áherslu á að koma upplýsingum og fræðslu til for- eldra, en einskoröa okkur ekki við vandamál og sjúkdóma. bessi þjónusta er fyrir landið allt og er fólki að kostnaöarlausu. Og ég þarf varla að taka það fram, aö við, sem störfum viö þetta, erum bundnar fullkomnu þagnarheiti. En ég hef rika ástæðu til aö ætla að fólk muni nota sér þetta, þvi þegar eru teknar að berast pant- anir, þótt viö tökum ekki form- lega til starfa fyrr en á mánudag- inn”. Foreldraráðgjöfin nýja veröur til húsa i húsnæði barnaverndar- ráðs að Hverfisgötu 8-10. Þar verður tekið á móti pöntunum og upplýsingar veittar i sima 11795 alia daga. Emnig getur fólk náö I þær Guöfinnu og Alfheiöi i sima 28380 mánudaga frá kl. 20-22 og miðvikudaga frá kl. 16-18. Tveggja daga ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga um byggingarmál lokið Kás — I gærdag lauk tveggja daga ráðstefnu um byggingar- mál sem Samband islenskra sveitarfélaga efndi til til kynningar á nýrri byggingar- reglugerö, sem gildir fyrir allt landið, svo og regiugerð um brunvarnir og brunamál. Einnig var sérstaklega fjallað um auknar kröfur um einangrun húsa til orku- sparnaðar á ráöstefnunni. Um 150 manns, frá hinum ýmsu sveitarfélögum sóttu ráð- stefnuna, sem haldin var á Hótel Sögu. Ráðstefnustjóri var Unnar Stefánsson. Finnbogi Jónsson, verkfræðingur hjá iðnaöarráðuneytinu, fjallar um á hvern hátt opinberir aöilar geti stuölaö aö orkusparnaöi. Fremst á myndinni má sjá nokkra ráöstefnugestina. Timamynd: G.E. Verkamannasambandið þingar á Akureyri um helgina JSS — 9. þing Verka- mannasambands (slands verður haldið nú um helg- ina á Akureyri. Verður það að hótel KEA. Er gert ráð fyrir aö þinghald hefjist kl. 20.30 á föstudagskvöld og að þvi ljúki á sunnudagskvöld. 1 VMSl eru 46 verkalýðsfélög með um 22 þúsund félagsmenn. Rétt til þingsetu eiga um 120 full- trúar. Auk venjulegra þingstarfa veröur aðalmál þingsins kjara- mál. Formaöur Verkamannasam- bands tslands er Guðmundur J. Guðmundsson. Ættí fyrir að fá afgreiðslu helgi sagði Gunnar Thoroddsen um þingrofstillögu sjálfstæðismanna HEI — „Þaö ætti aö vera hægt aö afgreiða tillögu okkar núna i vikunni”, svaraöi Gunnar Thor- oddsen spurningu um hve fljótt væri hægt aö afgreiða fyrstu til- lögu hins nýsetta Alþingis, en þaö var þingsályktunartillaga Geirfinnsmálið: Bótakröfur nema 223. millj. sjáifstæöismanna um þingrof og nýjar kosningar. Sennilega veröur þó ekki hægt að afgreiða hana i dag, þvi ekki er hægt að taka hana fyrir, fyrr en búiö er að kjósa þingforset- ana, en þar sem þingmeirihluti er fyrir hendi, ætti að vera hægt að afgreiða hana fyrir helgina, sagði Gunnar. Ef hins vegar stjórnin segöi af sér? Þá yrði að fá nýja stjórn til að framkvæma þingrof og boða nýjar kosningar. „Ég sé ekkert athugavert við að Alþýöuflokkurinn fari annars vegar fram á þingrof og nýjar kosningar og biðjist svo lausnar úr rikisstjórninni”, sagði Gunn- ar aöspuröur. Og er þá sama I hverri röö þaö er gert? var hann spuröur. „Ef þeir eru farnir úr stjórninni áð- ur en afstaða er tekin til þing- rofsins, þá hafa þeir ekkert um að segja þar”, svaraði Gunnar og brosti. Að ööru leyti sagöi hann þab sama. Atkvæöagreiösla á flokksstjórnarfundi krata á mánudag. Þá var þingrof „tilræði við lýðræðið” Um þessar mundir gengur ekki á öðru frekar en háværum kröfum Ihalds og krata um skyndilegt þingrof og nýjar kosningar i mesta flýti á jóla- föstu. Alþýðubandalagið notar tækifæriö, eftir framkomu sina I rikisstjórninni, og þykist vera alveg ámóti öllusliku.enda þótt vitað sé að nú var kominn sá timi er Lúðvik Jósepsson hafði talið „hentugan” til að losna út úr „bráöabirgöastjórninni’; sem hann svo kallaði þegar hún var mynduð i fyrra. Þaö er auðvitað alveg ljóst hvaö vakir fyrir Sjdlfstæðis- mönnum nú. Þeir vita, sem er, aö þeir hafa starfhæfan meiri- hluta meö Alþýöufiokknum á þingi til þess aö taka viö stjórnartaumunum eftir aö kratarnir hafa hlaupist yfir i fang þeirra. Þeir vita, sem er, aöráöandi öfl I Alþýöuflokknum stefna aö endurnýjuöu „Viö- reisnarsamstarfi” eftir aö hafa notaö heilt ár nú til þess aö koma á öngþvelti i þjóöfélaginu meö dyggilegri aöstoð Aiþýöu- bandalagsins. Af þessari augljósu ástæöu eru kosningar i rauriinni óþarfi. Þær eru timasóun og frestun á nauösynlegum aögeröum til þess aö ná tökum á efnahags- málunum. Þaö sem vakir fyrir Sjálf- stæðisflokknum með þessueraö ihaldsmenn vilja fá „aftur” þingsætin sem Alþýðuflokkur- inn tókað láni frá þeim i fyrra. Þeir vilja styrkja stööu sina i næstu „Viðreisnarstjórn” með þvi að fá kosningar. En um leiö vilja þeirhafa landiö stjórnlaust þangaö til, i þvi skyni aö geta kennt öörum um og geta sagt: Sjáiö bara hvernig aörir hafa komið málum þjdöarinnar! Hið sanna er aö þaö eru krat- ar og ihald sem með afstöðu sinni nú eru að koma öllum mál- um ikaldakol — sem undirbún- ing að kosningabaráttunni. Man nokkur eftir þvi nú sem stóð upp úr foringjum ihalds og krata I þingrofinu 1974? Hvaö kölluöu þeir þingrofiöþá — þeg- ar þeir voru fyrir fram búnir aö gera samkomulag um nýja „Viöreisnarstjórn”? Þá sögöu ihaldsmenn og krat- ar aöþingrofiö væri „tilræöi viö lýöræöiö I landinu". Þá sögöu þeir aö meö þingrofinu væri Ólafur Jóhannesson aö gerast „einræöisherra I landinu”. Þá voru Ihald og kratar búnir aö koma sér saman um stjórnar- myndun, og þá létu þeir þaö heita svo aö „þingrof væri út I hött” og lýsti „ólýöræöislegum viöhorfum”. Nú vilja þeir ekki viðurkenna samkomulagiö fyrr en eftir kosningar — og þá er öllu snúið við. Eftir þingrofiö 1974 var tekist á um róttækar tillögur Fram- sóknarmanna um stjórn efna- hagsmála. Þingrof getur aöeins helgast af þvi að fyrir þjóöina sé iögð einhver stefna, einhver til- laga sem visað er undir dóm al- mennings. Þetta var gert 1974,en nú vilja fhald og kratar fá fram þingrof og kosningar—-án þessaöum sé ' aö ræöa neina stefnu eða neina tillögu sem þjóöin geti fellt sinn dóm um. Hvaöa vit er f vinnubrögöum af sliku tagi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.