Tíminn - 11.10.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. október 1979
7
Alþingispóstur
Páll Pétursson:
Ekki er á góðu von
þegar eiturloft
og tunglsýki
fara saman
Þetta þing er sett undir ann-
arlegum kringumstæðum, lik-
lega einkennilegri heldur en
nokkurt þing áður, eöa a.m.k.
um langt skeið. Þessu veldur
framferði krata sem vakið
hefur þjóðinni furðu allt frá sið-
ustu kosningum.
Loksins hefur stjórnarand-
stæðingunum i Alþýöuflokknum
tekist að drepa rikisstjórnina.
Þetta var ekki fyrsta tilraun
stjórnarandstæöinga i Alþýöu-
flokknum til þessa óhappa-
verks. Bragi Sigurjónsson af-
sagði forsetatign i Efri deild
snemma I fyrravetur. Þá var
hann einn á báti og athlægi
flokksbræðra sinna. Nú feta þeir
allir nema einn i sömu slóö.
Vinstri stjórninfékk dýrmæta
vöggugjöf, góðvild og óskir
þorra launafólks, bænda og sjó-
manna I landinu. Stjórnin var
allvel skipuð og hafði mikilvæg
verk að vinna, en fátt eitt af
þeim komst i verk, þvi miður,
vegna þess aö hinir lakari krat-
ar hafa gengið af henni dauðri
með hjálp keðjuverkandi ó-
happatilvika, sumra náttúru-
fræðilegs eða liffræðilegs eðlis,
annarra efnahagslegs eölis.
Ólukkans
tunglið
Fljótlega eftirmyndun vinstri
stjórnarinnar kom i ljós, að
stjórnarandstaðan i Alþýðu-
flokknum fékk kast á mánaðar
fresti, þetta endurtók sig hvaö
eftir annað, köstin voru mis-
jafnlega alvarleg, en stundum
urðu hlutaðeigendur næstum
sturlaðir og tókst að stofna lifi
rikisstjórnarinnar i alvarlega
hættu, Þegar tunglið var hlut-
laust var þetta indælasta fólk.
Eg nefni kastið, sem þeir fengu
um mánaðamótin okt.-nóv., 1.
des., áramótin, mánaðamótin
jan.-febrúar og febrúar-mars,
siöast i mai og fyrst i septem-
ber. A föstudaginn var vildi svo
slysalega til, að tunglið var enn-
þá einu sinni fullt og þá var
þingflokksfundur hjá Alþýöu-
flokknum og það féll saman við
annaö óhappatilvik, en það er
efnahagslegs eðlis en ekki nátt-
úrufræöilegs.
Einsog kunnugirvita, býr Al-
þingi við þröngan húsakost. Al-
þingishúsið er byggt fyrir nær
100 árum og yfir miklu færri
þingmenn og fábreyttari starf-
semi en þar fer nú fram. Þess
vegna er sums staðar þröng á
þingi. Þingflokksherbergi Al-
þýðuflokksins er sniðiö fyrir 5-6
manna þingflokk, eins og þing-
flokkur Alþýðuflokksins á að
vera, en eftirslðustu kosningar,
þegar 14 menn eöa fleiri hrúg-
uðust inn i þetta litla herbergi,
þar sem hvorki er hátt til lofts
né vitt til veggja, þá eyðist súr-
efnið úr andrúmsloftinu á auga-
bragði og loftiö verður heitt og
fúlt þvi loftræsting er ónóg.
Menn sem búa við súrefnisskort
hafa ekki kringumstæður til
þess að hugsa viturlegar hugs-
anir, þeir mega þakka fyrir að
verjast köfnun. — Þegar nú
aumingja Benedikt ogaðrir hin-
ir betri menn Alþýðuflokksins
setjast á fund i herbergi þessu
daunillu siðastliðinn óhappa-
föstudag, þarf að hittast svo
slysalega á, aö sumir þar inni
eru viti sinu fjær vegna tungl-
fyllingarinnar, og þá fór fyrir
Benedikt Gröndal eins og Sturlu
Sighvatssyni nóttina fyrir
örlygsstaðabardaga. Doktor
Helgi Pjeturs benti á það, að
Sturlungar biðu ósigur á ör-
lygsstöðum fyrst og fremst
vegna þess að Sturla átti óhæga
gistingu á Miklabæ nóttina fyrir
bardagann. Sturlunga segir
listilega frá þeirri gistingu:
„Sturla lá um nóttina I lok-
hvilu og Illugi prestur hjá hon-
um. En I annarri lokhvilunni lá
Sturla Þóröarson og Einar ósið-
ur hjá honum. Skálinn var allur
skipaður mönnum”.
Doktor Helgi ályktar rétti-
lega, að þarna hafi verið óloft og
hiti mikill um nóttina, enda seg-
PállPétursson.
ir Sturlunga.ab „Sturla vaknaði
þá er skammt var sól farin.
Hann settistupp og var sveittur
um andlitið. Hann strauk fast
hendinni um kinnina og mælti:
„Ekki er mark að draumum”.
Siðan stóö hann upp og gekk til
salernis og Illugi prestur með
honum”, segir Sturlunga. Siðan
gerði Sturla Sighvatsson ekkert
nema vitleysurtilæviloka, siðar
þennan sama dag. Hann hafði
ekki rænu á að fylkja liði sinu,
þrátt fyrir það að menn hans
vildu vigbúast, heldur sendi
menn I hrossaleit. Sjálfur fór
hann Ikirkju, ,,tók rollu úr pússi
sinu og söng Agústinusbæn
meðan liðið bjóst”. Þegar til
bardagans kom hafði hann ekki
einu sinni rænu á aö láta leysa
skildi úr klyfjum, ,,og uröu þeir
eigi leystir”. Siðan bannaði
hann mönnum sinum að gera á-
hlaup meðan óvinirnir stigu af
baki — enda var hann feigur. —
Svipað kom fyrir Benedikt
Gröndal, þar sem hann sat i
svækjunni á tunglfyllingardag-
inn, hann hefur lamast af
kringumstæðunum og hans vitr-
ari menn, en þeir i kastinu réöu
lögum og lofum. Tveir menn
einungis héldu þar sönsum,
Magnús ráðherra Magnússon,
sem vandist eiturlofti, irafári og
óhægri vinnuaöstöðu á gostim-
anum í Vestmannaeyjum, ög
kennarinn úr Hafnarfirði, sem
þeir kalla þinglóss, en hann
kann aö umgangast börn. Hinir
samþykktu ályktun, einn var
raunar svo aðframkominn,
Finnur Torfi Stefánsson, að
hann gat ekki tekið afstöðu,
Þessi ályktun átti að ganga svo
rækilega frá rikisstjórninni, aö
hún væri tvidrepin.
Ég hef raunar einu sinni heyrt
vesaling heitast svo við óvin
sinn að segja, að það ætti bæði
aðhengjahann og skjóta. Alykt-
unin gerir bæðu ráð fyrir, að
ráðherrar krata fái lausn I náð,
en siöan rjúfi þeir þing.
Auövitað þýðir ekki að harma
orðinnhlut. Auðvitað þýðir ekki
að gráta þau verk, sem rikis-
stjórn ólafs Jóhannessonar átti
óunnin til þess aö skapa hér
betra þjóðfélag, ellegar kviða
viðreisnarvesöldinni. Kratarnir
hafa ákveðið að vinna með
Sjálfstæðisflokknum. Það er
eðlilegt, vegna þess aö margir
þeirra hugsa eins og Heimdell-
ingar, þótt svo vilji til að þeir
séu undan krötum. Margir
þeirra eiga raunar ekki aftur-
kvæmt á Alþingi og hafa ef til
vill komist að þeirri langsóttu
niðurstööu, aö þar hafi þeir ekk-
ert að gera, og þar er ég sam-
mála þeim. Ógæfakrata var sú,
að þeir, ásamt Alþýöubanda-
lagsmönnum, lofuðu of miklu
fyrir sibustu kosningar og detta
nú ofan i kjaftana á sjálfum sér.
Þeir heimtuðu „Samningana i
gildi” og fengu samningana i
gildi. Þeir sögöust ætla að
bremsa veröbólguna, það var
ekki hægt, jafnframt þvi að
setja samningana I gildi.
Svo eru það
sjálfstæðis-
menn
Alþýöuflokkurinn varð auk
þess svo óheppinn aö verða við
siöustu kosningar vitlausraspit-
ali fyrir óánægða sjálfstæðis-
menn. — Nú fara þeir heim til
sln og meö þvi geta þeir gert
mest illt af sér i þjóðarbúinu.
Sjálfstæðismenn fagna heim-
komu þeirra og heimta kosning-
ar i skammdeginu i þeirri von,
að einhverjir fleiri kjósendur
séu svo vitlausir að ætla að
hefna sin á núverandi stjórnar-
flokkum fyrir verðbólgu siöasta
árs, og vegna þess, að þeim
hefur sumt mistekist, með þvi
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
næst. Vonandi veröa ekki marg-
ir til þess. Ef menn eru að hugsa
um að berjast við veröbólgu-
ófreskjuna, þá kjósa þeir ekki
Sjálfstæðisflokkinn. Viö höfum
reynslu af honum, fjögurra ára
dýrkeypta reynslu. Ef menn
vilja ráðleysi, ráöaleysi, sundr-
ungu, óheilindi og dýrtið, þá
kjósa þeir Sjálfstæðisflokkinn
nú i skammdeginu.
Sjálfstæðismenn tala fjálg-
lega um verðbólgu liðandi
stundar. Þrátt fyrir geigvæn-
lega oliuveröshækkun nú i ár er
þó verðbólgan núna frá þvi i
ágúst 1978 til ágústs 1979 ekki
meiri en ihaldsverðbólgan frá
þvi i ágúst 1977 til ágústs 1978.
Sjálfstæðismenn ráða ekki við
verðbólgu, hvorki einir sé né
með þeim krötum, sem hugsan-
lega verða eftir hér á Alþingi
eftir næstu kosningar. — Það er
ofverksjálfstæöismanna, það er
kappnóg verkefni — og verðugt
— fýrir þá, sem láta litlu hend-
urnar sinar standa fram úr
ermunum og paufast við aö
lauma kutunum sinum hver i
bakið á öörum út þennan vetur,
eins og þeir hafa lengi gert, —
ogsvo auövitað að undirbúa bú-
ferlaflutning „þjóðhöfðingjans”
Alberts Guðmundssonar i
Bessastaði.
EFLUM TÍMANN
Sjálfboðaliðar hríngi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavik, á venjulegum skríf-
stofutima.
• • • ••
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að giró-
seðlar fást i öllum pósthúsum,
bönkum og sparísjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur nr. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Eg undirritaður vil styrkja Tímann með
því að greiða i aukaáskrift
[ | heila Q] hálfa á Ulánuðl
Nafn _____1______________________________
Heimilisf.
Sími
i