Tíminn - 12.10.1979, Qupperneq 10

Tíminn - 12.10.1979, Qupperneq 10
10 Föstudagur 12. október 1979 Föstudagur 12. október 1979 11 Geir Hansson ( dulnefni): Misjöfn er mannsævin örn og örlygur 1979. 155 bls. Undanfarin tvö ár hefur bóka- útgáfan örn og örlygur sent frá sér bindi i ritrööinni Hernáms- árin. Nú hefur þriöja bindiö i rööinni bætst viö, gjörólikt hinum fyrri og reyndar öllu, sem áöur hefur veriö ritaö á islensku um hernámsárin I siöari heimsstyrjöldinni. Einstæð minningabók. A kápu bókarinnar Misjöfn er mannsævin segir aö hún sé ein- stæö minningabók. Viö fyrstu sýn gæti maöur freistast til þess aö ætla þetta sölubrellu, en viö lestur bókarinnar kemur i ljós aö hér er vægt til oröa tekiö. Söguþráöur höfundar er þessi, i sem stytstu máli: Noröur I landi býr fátækur bóndi. Hann leiöist út i sauöaþjófanö ásamt nágrönnunum og þegar upp kemst um verknaöinn veröur hann aö taka á sig alla sök. Maöurinn er dænujur, heimiliö leysist upp og börhin fara sitt i hverja áttina, þeirra á meöal dóttir, sem býr viö slæmt atlæti sem tökubarn i fjarlægum landsfjóröungi. Dæmigerö saga um islensk örlög. Um uppvaxtarár ungu stúlkunnar vitum viö ekkert af lestri bókarinnar. Henni skýtur næst upp i Noregi. Þar er hún heitbundin ungum sjómanni, sem hún ann heitt. En henni var ekki ætlaö aö njóta lifshamingj- unnar. Unnusti hennar ferst i brimróöri, hún stendur ásamt ööru fólki i fjörunni og horfir hjálparvana á er bátnum hvolfir og mennirnir hverfa i hafiö. Þessi atburöur varö henni um megn. Viö vitum ekki hvaö bar viö hjá henni næstu árin. Þegar hin eiginlega frásögn bókarinn- ar hefst. er hún komin heim til Stórkostleg minningabók tslands, búin aö eignast dreng og býr meö manni, sem greini- lega var litt til sambúöar fall- inn. Og þaö er drengurinn, son- ur þessarar ólánsömu stúlku, sem söguna segir. Saga hans hefst á kreppu- árunum og henni Iýkur sem næst um striöslok. Þegar drengurinn man fyrst til sin var móöir hans búin aö missa alla festu I lifinu, oröin drykkju sjúklingur og bliöa hennar er föl hverjum sem vildi, helst sjó- mönnum. Framan af haföi hún drenginn meö sér um borö i erlend skip, en er hann stækkaöi og fór aö skynja of mikiö kom hún honum fyrir, eöa hreinlegu rak hann burtu. Auövitaö vissi drengur- inn hvaö fram fór og oft varö hann vitni aö trylltum beö- málum. Hann varö ungur aö sjá um sig sjálfur aö miklu leyti, ól sig sjálfur upp, en átti þó löngum á brattann aö sækja. Uppruni hans varöþess valdandi aö honum var illa treyst og hann var grunaöur um óknytti, sem hann haföi engan þátt tekiö i. Meö hernáminu vænkaöist hagur drengs. Hann haföi meira fyrir stafni en áöur og á meöal hermanna eignaöist hann marga vini, sem reyndust honum betur en flestir höföu gert áöur. Oft skutu hermenn yfir hann skjólshúsi lengri eöa skemmri tima og sumir þeirra gættu hans sem eigin sonar. Af lestri bókarinnar viröist mér sem þaö hafi fyrst veriö I hópi hinna erlendu hermanna sem drengurinn var metinn sem manneskja en ekki eitthvert úrhrak, sem hver mátti fara meö aö vild sinni. En þrátt fyrir allt tengdu sterk bönd þau mæöginin og oft kemur fram, hve mjög drengnum þótti vænt um móöur sina og henni um hann. Þegar loks kom aö þvi aö hann eygöi von til þess aö hún gæti unniö Af bókum bug á sinum versta óvini, drykkjusýkinni, geröi hann allt sem I hans valdi stóö til hjálpar. Leiöin lá noröur I land, þar sem hann komst til manns meö góöu sveitafólki I norölenskum afdal, sneri siöan aftur til Reykja- vikur, nýr maöur, fullur bjart- sýni. Merkilegt annars hve margir Reykvikingar hafa oröiö aö manni fyrir noröan. Furðuleg lífsreynslu- saga. Bók Geirs Hannsonar er vægast sagt furöuleg lifs- reynslusaga. Hún fjallar ekki nema aö litlu leyti til hernáms- árin og þeir, sem áhuga hafa á hernáminu sem sliku, sækja ekki mikinn fróöleik I hana. Minningardrengsins ná alllangt aftur fyrir hernám og þær tengjast ekki hernáminu nema aö litlu leyti. Þaö sem mest og best er um þessa bók vert er hve hispurs- laus og hreinskilinn höfundur er. Hann dregur ekkert undan, hversu sárar sem ninningarnar kunna aö vera, hlifir engum, sist sjálfum sér. Mér þykir næsta óliklegt aö margir hafi lifaö slíka bernsku sem hann, og aö lestri bókarinnar loknum gat ég ekki annaö en undrast aö nokkurt barn skyldi komast út úr þessum þrengingum án þess aö blöa viö þær stórkostlegt tjón á sálu sinni. Þaö hefur oröiö mörgum aö tjóni aö alast upp i skúmaskotum þjóöfélagsins I hópi þeirra, sem gjarnan eru kallaöir dreggjar mannlifsins en eru oft ekki annaö er ósjalf- bjarga vesalingar, sem grimm örlög hafa varpaö út I ystu myrkur. Saga konunnar, móöur drengsins, sýnir okkur þetta. Hún var ekki vond kona, en hún fékk ekki flúiö þau örlög sem ehnni voru búin. Þetta er bók sem á erindi til allra, ekki sist þeirra er alltaf hafa lifaö viö gott atlæti en hafa aldrei tima né efni til þess aö rétta þeim hönd er af einhverjum orsökum hafa villst af veginum. T. ... JönÞ.Þór. Gisli Kristjánson: Það vantar hey víðar en hér Ú tgáfu- starfsemi Frá þvi hefur veriö sagt áöur, aö vegna þurrka i sumar varð haglendi ófullnægjandi til beitar á Finnmörk og yfirleitt á lands- svæöum Lappa I Noregi og Svi- þjóö og asmferöa varö auövitaö skortur á grasi til heyöflunar. 1 sunnanverðum Noregi og einkum á Rogalandi var úrfelli svo mikiö aö viöa var ekki öku- fært um graslendi til þess aö bjarga grasi til vetrarfóöurs, tjáir Bondebladet. Þess vegna fengu bændur þar um 400 vagn- lestir frá Svium, segir sama málgagn. En þaö er viöar vandi á hönd- um I þessum efnum. DorritDodd heitir blaöakona, sem sendir fréttir um málefni landbúnaöar fra Bretlandi til málgagna utanlands. Nýlega hefur hún látiö frá sér fara til- kynningu um ástæöur I hey-foröamálum sem segir eftirfarandi: Siöastliöinn vetur varerfiöur bændum á hálendissvæöum Noröur-Englands sökum vetrarrikis, en ekki tekur nú betra viö. Heyöflun hefur hjá ýmsum brugöist meö öllu og yfirleitt eru ástæöur i þeim efn- um svo skelfilegar aö núlifandi bændur hafa aldrei komist i hliöstæöan vanda. Þeir horfa nú til komandi vetrar meö allse- ndis ófullnægjandi foröa gróf- fóöurs og hafa engin efni til aö kaupa þótt þaö fengist en hey er hföuönauösyn þegar um ræöir fóörun jórturdýra svo sem vitaö er. Votviörin i sumar hafa valdiö þvi, aö aöeins eru undir þaki um 20% af eölilegri heyþörf, megin- magnið liggur úti og hrdcst og hrekst. Sumir bændur segjast hafa snúiö 16 sinnum og nú er allt oröiö svört klessa. Haröindi siöasta vetrar ollu fóöurskorti og búf jártapi s vo aö bændur eru efnahagslega mjög aöþrengdir. Bændur a umræddu landssvæöi eru daprir og gram- ir, þeir höföu vænst aöstoöar hins opinbera i þessum mikla vanda, en hún hefur reynst miklu minni en efni stóöu tfl og tap bændanna er stórfellt. Grúsk Þá er framtlö Grúsks ráöin I bili. Sigfús Gunnarsson hefir veriö ráöinn til þess aö annast útgáfuna á blaöinu næstu árin. Þarna verö ég aö láta álit mitt I ljósi, en þaö er einfaldlega aö vel hafi tekist um val. Sigfús er meö afbrigöum samviskusamur og ötull maöur aö hverju sem hann vinnur. Þaö er þvi I hönd- um Islenskra safnara aö útvega honum nú nóg efni, svo blaðið megi veröa gott. Grúsk veröur I fyrsta skipti sýnt I bókmennta- deildum alþjóölegra sýninga á næsta ári. Þá veröur þaö sýnt á „INDIA 80”, „London 80” og „NORWEX-80”, veröur gaman aö sjá hvernig þvi veröur tekiö og hvaöa verölaun þaö fær. S.H.Þ. íslensk frimerki 1980. Þá er loks verölistinn íslensk frimerki kominn á markaöinn. Þegar ég skoðaöi hann I fyrstu varö mér hálf bilt viö. Formál- inn var aöeins á islensku. Var nú búiö aö fella enskuna niöur? Brátt sá ég þó aö svo var ekki. Auk þess var gengi helstu gjald- eyristegunda gefiö upp I lok for- málans svo hver og einn mætti átta sig á raunverði listans þó krónan félli eöa sigi. Þá rak ég augun i, aö þetta var 24. útgáfa listans svo á næsta ári er þarna um 25. útgáfu aö ræöa. Hver skyldi hafa trúaö þvi 1956, þegar Siguröur var aö ganga frá lista sinum, aö þetta fyrirtæki mundi lifa af 10, hvaö þá 25 útgáfur? Aö ööru leyti gef ég svo höf- undi orðið en hann segir I for- mála: „Þaö var áriö 1956, sem undirritaður hóf aö vinna aö út- gáfu bókar þessarar, sem nú kemur I 24. sinn fyrir al- menningssjónir. Þá voru marg- ir I vafa um, aö grundvöllur væri fyrir útgáfu hennar fyrir tslendinga eingöngu þvi var ákveöiö strax i upphafi aö hafa hana á tveim tungumálum, svo erlend sala væri tryggö. Þetta hefur gefist nokkuö vel, en þó hefur salan ávallt veriö yfir- gnæfandi innanlands og ótrú- lega jöfn allan timann. Nú er hinsvegar framundan 25. útgáfa á næsta ári, sem er vissulega merkur áfangi i svona útgáfu- starfsemi hér á landi. Þaö hefur blásið meö og móti á þessum árum. Andmæléndur hafa stundum blásiö i lúöra en meö- mælendur hafa veriö svo miklu fleiri aö útgáfan hefur borgaö sig. Þvi skal Islenskum söfnur- um þökkuö tryggðin og kaupin þvi aö þeir hafa gert útgáfuna Frímerkja- safnarinn mögulega og þar meö sést aö fyrir þá borgar sig aö vinna og að þeir kunna aö meta þaö, sem fyrir þá er gert. tJtgefanda, öllum þeim sem aöstoöaö hafa viö textagerö svo og verðlagningu, skal einnig þakkaö. Gæöi bókarinnar bera þeirra merki. 1 ár er litið sérstakt aö segja um gerö bókarinnar, nema aö veröhækkunum hefur veriö fylgt eins vel og mögulegt er og eru þær i samræmi viö aörar veröhækkanir I þjóöfélagi okk- ar”. Sé listinn borinn saman viö t.d. nýútkominn Zumstein, þá hygg ég aö verölagning i Islensk frimerki sé skynsamlegri. Þó islensk umslög seljist fyrir ótrú- legustu upphæöir á erlendum mörkuöum er hækkun einstakra Litið inn á sýningu CH Pedersen Þaö er talsvert mikiö um að vera i Norræna húsinu um þess- ar mundir, en yfir stendur norr- æn menningarvika. Margir syngja, hafa yfir eitthvaö fall- egt og svo er sýning á verkum danska málarans Carl-Henning Pedersen, sem nú er einna frægastur núlifandi úr Cobra- hópnum svonefnda, en það er nafn á nokkrum erfiöismönnum I evrópskri myndlist, er fór á stúfana eftir strlöið, til þess aö opna augun á fólkinu og gefa þvi nýja sjón. Margir litu á hópinn sem óaldarflokk, en abstraktmál- verk og abstraktlist átti ekki upp á pallboröiö hjá almenn- ingi. Cobra-menn voru einkum frá Danmörku, Hollandi og Belgiu, en einn islenskur málari var þarna — og er, en þaö er Svavar Guönason, sem kunnugt er. Sumir þessara manna náöu heimsfrægö, aörir Evrópufrægö en þaö eitt út af fyrir sig, aö til- heyra Cobra-grúppunni er mikilsvert mál nú. Menn af henni hafa forgang aö þeim listasölum sem þeir vilja, og allsstaöar þar sem forráöa- menn og húsráöendur eru taldir meö öllum mjalla. Sérstökáhrif. Ég hygg aö þaö hafi veriö mjög vel til fundiö fyrir Norr- æna húsiö aö velja Carl-Henning Pedersen til aö sýna á tslandi á þessari vasa-listahátiö stofnun- arinnar. Yfir myndum þessa málara er, þrátt fyrir hrjúfleikann, ein- hver óskiljanlegur fögnuöur. Myndirnar minna á listasöguna og viss notalegheit langt fyrir aftan I tiöinni. Sérstök stemmn- ing fylgir þessum mönnum, hvar sem þeir koma, og er hún þó ekki einskoröuð endilega viö Cobra-hópinn. Þessi liðan fylgir lika verkum vissra Islenskra málara, sem yfirgáfu Þingvelli og Hjálp I Þjórsárdal eftir striö og fóru aö skipta um augu I þjóöinni I staöinn. 1 sýningarskrá er heldur há- stemmd grein, eöa ritgerö um Carl-Henning Pedersen, eftir Peter Selz. Auk annars segir hann þetta, sem fróðlegt er aö vita: „Carl-Henning Pedersen er sjálflæröur listmálari. Hann hóf listferil sinn sem ljóöskáld, en sneri sér aö málaralist 1933, þegar hann kynntist listakon- unni Else Alfelt, sem varð eigin- kona hans. Hann var vissulega kunnugur verkum annarra listamanna. Hann sökkti sér of- an i myndir Picassos i kúbisk- um stil og hreifst mjög af hinum súrrealistisku verkum Max Ernsts, sem unnin eru i hrifn- ingu augnabliksins. Honum fannst aö Paul Klee „snerti innsta kjarna listarinnar”, hann dáöi eldri verk Kandinskys, sem „tala til okkar i litum, linum og rúmi”, og eins og Chagall hreifst hann af ævintýrum og álfasögum. En hinar norrænu goösagnir, sem eru uppspretta aö undraheimi Pedersens eru alls ólikar sagnaarfleiö rúss- neskra gyöinga, veiöimanna- sögunum, sem var upphaflega hvatinn aö hugmyndaflugi Chagalls, jafnvel þótt hestar sjáist fljúgandi um himingeim- inn hjá báöum málurunum. Pegasus er, likt og Fönix, frum- stæö alheimsdraummynd, sem fær staöfestingu á ný, i sköp- unarverki listamannsins. Hiö rika imyndunarafl Peder- sens er samfara ást hans á lita- dýrö. Litur er grundvallaratriöi i verkum hans og endurspeglar lifsþrótt hans og styrk, en einnig viökvæmni. Bleikir og fjólubláir litir, sem aörir listmálarar eru ef til vill hræddir viö aö nota, eru sterkir þættir i málverkum hans. Þegar hann ber lit á striga eöa pappir, standa honum alls- konar myndir fyrir hugskots- sjónum. Þar eru fuglar, margir fuglar, þeir fljúga, þeir kroppa, þeir hvisla og gefa sig á tal viö mennska menn og furöudýr. Stjörnurnar veröa aö hjólum sem geisla um himingeiminn. Alls staöar eru augu sem gægj- ast út úr útlimum. Allt er óvænt. Ungar stúlkur bera kórónu austrænna helgisiöa. Sjónhverf- ingamenn og menn hlaupandi um himinhvolfið fylla málverk Sava veröiistinn. CARL-HENNING PEDERSEN. Myndin er tekin fyrir framan sér- stakt safnhús er geymir um 4000 listaverk eftir hann og konu hans Eise Aifeit. Þetta er sérstök deild viö Kunstmuseet i Herning I Dan mörku. Grímuball hans, ásamt iilvættum og engl- um. Sólin býr oft I vikingaskipi eða himneskri snekkju. ímynd- aðir pýramidalagaöir fjallstind- ar risa upp aö dularfullum tunglum, og hraöfleygir fuglar skjótast yfir magnþrungiö næturhvolfiö. Þar eru grimur, sem eiga fjarlægar ættir aö rekja til norræns, austurlensks eöa fornamerisks tréskuröar.” Gríman allsráðandi Þaö er kannski litiö á þessu aö græöa, en athyglisvert er aö höfundur minnist á grimur þarna, en þau málverk er undir- ritaður haföi áöur séö eftir þennan myndlistarmann CH Pedersen, hafa einmitt haft eiginleika grimunnar. Alla dul hennar og galdur. Sama er aö segja um myndirnar I Norræna húsinu. Aö hætti heimsfrægra manna 9g manna meö Evrópufrægö iika, heldur CH Pedersen sig alltaf viö sama stefiö. Þetta má þó ekki skilja sem svo aö verk málarans séu ein- hæf, en þær eru yfirleitt nýtt viölag við ákveöinn söng eöa stef. Maöur sér lika vissa þróun. Yfir elstu myndunum er oft mikill kraftur. Sumar eru vand- ræöalegar i lit, og mótsagna- kenndar eru þær lika. En þær eru sannfærandi verk og per- sónulegri en sum nýrri verk, þar sem jafnvel koma fyrir litasam- setningar sem almenningur hef- ur á takteinum og hæfa naumast þeim voöasöng er málarinn vanalega kyrjar i myndum sin- um. Skúlptúrar CH Pedersen eru sömu ættar og málverkin. Þeir horfa á þig þessir litlu djöflar þessi ógnvekjandi litlu kvikindi og viröast til alls vis. Þarna sannast kenningin um grlmuna lika til fulls, eöa út I hörgul. Ég hefi þaö fyrir satt aö CH Pedersen sé fæddur 1913 og þvi enn á góöum aldri. Satt aö segja heföi þaö veriö gaman ef hann heföi sjálfurgetaö komiö þvi viö aö sjá þessa sýningu sina. Koma málara vekur oft fögnuö og lær- dómsrikt er að kynnast þeim og viöhorfum þeirra, samanber Ejler Bille sem kom hérna um árið og talaöi viö fólk og sýndi myndir, svo dæmi séu tekin. Viö fögnum þessari ágætu sýningu og hvetjum alla til ab sjá hana. Ekki aðeins vegna mynda, heldur lika til aö viö- halda sögulegu samhengi I mál- verki, sem aldrei má rofna. ...fyrstog fremst litur Eins og fram kemur, var CH Pedersen fyrst skáld sem skrif- aöi orö, þ.e. áöur en hann snéri sér aö myndlistinni. Hann fylgir sýningu sinni úr hlaöi meö litilli grein. Þar lýsir myndlist hann sambúö sinni viö málverk- iö. Hann segir: „1 myndum minum hef ég reynt á máli litanna aö tengja saman manninn, jöröina og al- heiminn I sameiginlegt form. Myndir minar eiga upphaf sitt i imyndunaraflinu, og ég hef þannig byggt á sama grunni og öll alþýðulist. Ég álit, aö ef viö viljum skapa list, sem hafa á áhrif á þróun mannlegs samfél- ags, sem getur hrifiö fólk og tal- að til þess, þá veröum viö aö ausa af hinum riku lindum, sem eiga uppsprettur sinar I sér- hverri mannssál. Mál hjartans, sem er innihald allrar sannrar listar á i eöli sinu hina fráu fæt- ur eldsins til þess að ná til fólks og hvetja þaö til að veröa sjálft skapandi. Ég varö listmálari, þegar ég uppgötvaöi ánægjuna af aö leggja lit viö lit. Siöan hef ég gefiö mig allan aö þvi aö upp- götva leyndardóm litanna. Mér er orðiö ljóst: Að ég reyni jafn- framt aö öðlast dýpri skilning á minu eigin eöli. Aö viö listsköpun er maöurinn á þróunarbraut, i tengslum viö meöbræöur sina og viö leyndar- dóm náttúrunnar. Að listin birt- ir lifið sjálft og eins og lifiö slitur hún öll þau bönd, sem vilja hindra frjálsa þróun. Aö nýjar leiðir geta aldrei ef þær eru i samræmi viö þaö sem mannlegt er, verið villigötur eða flótti frá raunveruleikan- um. Aö viö getum ekki sett fram kennisetningar um, hvernig eigi að skapa list, en veröum aö hiýða þeim öllum, sem I okkur búa og fara eftir kjarna þeirra lögmála, sem eöli listformsins býr yfir. Aö málverk er fyrst og fremst litur, og aö þaö er meö litum, sem við listmálarar veröum aö tjá okkur. Aö viö veröum aö öðlaSt al- mennan skilning á þessu undri, litunum, og að þrá hiö rauba, gula, bláa, rauögula, græna, fjólubláa, hvita og svarta, sem er heimur okkar listmálara og er okkur I senn jarönesk og him- nesk hljómsveit sem viö stjórn- um. Ég viö fanga hið gullna ljós sólarinnar og festa þaö á léreft- ið. Hiö streymandi, iöandi,ólg- andi ljós, sem umlykur heim- inn, — ekkert er erfiðara en aö halda þvi föstu 1 tlmanum, sem ekki er kyrrstæöur, en er si- breytilegur og færir mannfólk- inu ný örlög. Borgir eru byggðar upp og hrynja. Maöurinn fæðist, — lifir — og heldur áfram ferö sinni. Hin mikla framrás náttúrunnar, mynduö af eldhafi sólarinnar og glitrandi ljósi fjarlægra stjarna. Hinn undursamlegi og seiö- andi leikur litanna I lifi manna. Hinn rauöi litur hjartans og ást- arinnar, sem leysir þig úr viöj- um, fangar þig og ber þig yfir blágræn höf, þar sem heimili þitt er og þar sem börn þin skulu fæöast og njóta ástar. Ég vil komast aö leyndar- málum litanna og færa þér þau eitt af ööru. Ég vil ekki efast um, aö ég geti þaö. Eöa ég vil láta efasemdirnar fljóta fram hjá boöunum til eyjarinnar, þar sem fulginn Fönix dylst og lifir i eldinum. Ég viö handsama eld- geislana og nærast af þeim. Ég vil binda eldtungurnar og leysa þær eina og eina og láta þær lifa i ferhyrndum heimi léreftsins. Ég vil láta eldinn brenna mig til þess aö verða eins og sólin, sem varpar geislum sinum gegnum regnbogann og boðar rétt lifs- ins. Ég vil handsama sólina, þegar hún fer yfir himinhvolfiö og halda henni aö brjósti mér, þegar ég er aö mála. Og ég vii nota sólargeislana hvern fyrir sig og bræöa þá inn i léreft mitt. Ég vil handsama sólina, svo aö dagurinn hverfi aldrei.” Svo mörg voru þau orö, og þótt vont sé aö útskýra málverk, þar sem þau skýra sig yfirleitt best sjálf, virðast þessi orö mál- arans sannfærandi og undir- strika eða útskýra hvers vegna litil eða engin breyting veröur á forminu, eöa teikningunni, meöan eldurinn og liturinn fara hamförum. Hitt er svo annað mál, að list CH Pedersen er siöur en svo áhrifaminni án lits, t.d. i skúlp- túrunum, þannig aö þessar ógn- vekjandi myndir viröast ekki stður veröa til i formum og lin- um i hinni óræöu grimu en I litn- um Jónas Guömundsson merkja varla jafnmikil og Zum- stein gerir ráö fyrir. O.B.H. SAVA Kataloget Hvað er nú þaö? kunna menn aö spyrja. Það er vist engin launung á þvi, aö alla fri- merkjasafnara dreymir meira og minna um aö eignast af- brigöi. Þau eru orðin óteljandi merkin, sem mér hafa verið sýnd um dagana og spurt hvort þetta sé afbrigði. Nú hefir Danmörk gert hreint fyrir sinum dyrum. Skilling for- lagið Poul Eklund, hefir gefið út ofannefndan verölista og skrá yfir afbrigöi i stálstungumerkj- unum dönsku, þ.e.a.s. skrá yfir þau afbrigði, sem eru þess viröi að safna þeim. Auk þess setur listinn mörk um hvaö er raunar afbrigöi. „Þaö skal sjást svo vel aö varla þurfi stækkunargler til að greina þaö”. Þá er þaö annað sem er nýjung I þessum verö- lista. Veröskráningin er næstum þvi eins nákvæm og hjá mynt- söfnurum. Fjögur verö eru gef- in, tvö fyrir ónotuö og tvö fyrir notuö. Góö og lakari eintök. Þetta er nýjung sem vafalaust fleiri eiga eftir aö taka upp. Viðbætur verður svo aö finna I timaritinu Skilling. SAVA 1980 er 160 slður og kápa og kostar 48 danskar krón- ur. frá: Forlaget Skilling Aps, DK-3480 Fredensborg. S.H.Þ. Siglandi lúxushótel á Níl Sheraton-hótel skipiö viö bryggju á Nflarfljóti. Tvö fljótaskip, sem gerð eru út af Sheraton - alþjóðahótelhringnum eru nú i förum á Nilar- fljót. „Hótelin” heita MSTUTOG MS ATON, og hafa þau nýverið hafið reglubundnar siglingar á Nil, eða nánar tiltekið milli Luxor og Aswan. Sérfræðingar telja að góð reynsla hafi fengist af fljótandi hótelum. Menn hafa breytt úr sér gegnum farþega- skipum i hótel, bundið þau við bryggju og notað gistiaðstööu skipanna og veitinga- sali. Fljótandi hótel og byggingar. Nú er hins vegar fariö aö smiöa slik hótel sérstaklega, þ.e.a.s. fljótandi hótel, sem lagt er á hentugum stööum. Hin nýju hótelskip Sheraton- hringsins, eru þó aö þvi leyti til nýjung, aö þau sigla, minna dálitiö á amer isku fljótaskipin „riverboats”, nema þau taka ekki varning og eru ekki hjóla- skip. Þau lfða áfram um fljótiö milli frægra staöa, borga og minnismerkja. MSTUTbýöuruppá fjögurra daga feröir, en viödvöl er i borgunum Esna, Edfu og Kom Ombo. MS ATON veröur á hinn bóginn I vikulegum siglingum um sama svæöi, en mun nema staöar við sögufrægar forn- leifar. Skipin voru smiöuö f Noregi og kostuöu 10 milljónir banda- rikjadala. Þau eru meö loft- kældum vistarverum, borösal fyrir 130 mans, diskóteki, sund- laug og sólbaðsþilfari. Bæöi skipin eru meö 89 hótel- herbergi, en auk þess eru tvær „svftur” í hverju skipi, fyrir þá sem láta sér ekki nægja venju- legan lúxus. En þaö er ekki aöeins á NIl, sem hótelskip eru notuö. Oliu- rikin viö Norðursjó hafa látiö smiöa sérstök hótelskip fyrir bormenn þjóöanna. Þar búa þeir þegar þeir hafa fri og hafa ólikt betri aöbúnaö, en er á sjálfum borturnunum, þótt hlut- unum sé þar lika haganlega fyrir komiö. Fjölmennt starfsliö er á bor- pöllunum og þvi var taliö nauö- synlegt aö skapa starfsliöinu betri aðstöðu. Myndin er af öðru hótelskip- anna á Nllarfljóti. JG. i

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.