Tíminn - 11.11.1979, Síða 8
8
Sunnudagur 11. nóvember 1979
V.
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfulltriii:
Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs-
ingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15 slmi
86300. — Kvöidsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Veró i lausasölu kr. 200,00. Askriftargjald kr.
4000 á mánuói. Biaóaprent.
ALLRA HAGUR
j
Meginatriði framsóknarstefnunnar er þjóðleg
samstaða um úrlausn þeirra vandamála sem að
steðja. Þessi samstaða hefur að markmiði framför
landsins alls og þjóðarinnar allrar. Batnandi hagur
þjóðarinnar á að koma öllum til góða, en ekki að
verða ráðstafað á eins kostnað öðrum til ágóða.
Þessi stefna hvilir á þeirri forsendu að i reynd
eiga allir íslendingar sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Með framförum, aukinni og fjölbreyttari
framleiðslu og skynsamlegri nýtingu auðlindanna
er unnt að bæta kjör allra.
Það er stundað af hálfu vissra afla að stia þjóðinni
sundur i andstæða hópa. Annars vegar er reynt að
sundra þeim sem við framleiðslustörfin fást með
launakapphlaupi og stéttaátökum. Alræmdasta
dæmið er útflutningsbannið sem sett var á i fyrra.
Fæstir vilja muna þá sögu nú, enda hefur komið á
daginn að hverju var stefnt.
Hins vegar hafa áhrifamikil öfl lagt kapp á að
telja fólki trú um að hagsmunir landsmanna séu
andstæðir eftir þvi hvar þeir búa. Liður i árásunum
sem gerðar hafa verið á bændastéttina og sam-
vinnuhreyfinguna er sá þvættingur að hagsmunir
höfuðborgarsvæðisins séu andstæðir blómlegri at-
vinnustarfsemi og framleiðslu á landsbyggðinni,
enda þótt augljós rök sýni hversu samofnir allír
landshlutar 'eru.
1 kosningaávarpi framsóknarmanna i Norður-
landskjördæmi eystra eru dregin fram meginatriði
þeirra hugsjóna sem framsóknarmenn berjast
fyrir. Þar segir m.a.:
, ,Framsóknarflokkurinn berst undir merkjum
þjóðlegrar umbótastefnu. Hann er flokkur hins
vinnandi manns, framleiðandans og launþegans,
sem stendur undir þjóðarbúskapnum og myndar
þjóðarauðinn. Umbótastefna Framsóknarflokksins
er grundvölluð á lýðræðislegri félagshyggju, sem
hefur að leiðarljósi velferð alþýðunnar, lifskjara-
jöfnuð og atvinnuöryggi. Framsóknarflokkurinn er
brjóstvörn landsbyggðarfólksins og málsvari
byggðastefnu, sem er undirstaða að sterku þjóð-
félagi.
Félagshyggja Framsóknarflokksins er þjóðleg
mannréttindastefna i andstöðu við alræðiskenn-
ingar kommúnista og hugmyndir þeirrar um afnám
eignaréttar og algeran rikisrekstur framleiðslu-
tækja. Nú stafar þjóðinni sist minni hætta af ann-
arri þjóðfélagskenningu, nýkapitalismanum, sem
hægri menn i landinu boða með vaxandi þunga. í
kosningum þeim, sem i hönd fara, verður háð bar-
átta milli þjóðlegrar félagshyggju i anda Fram-
sóknarflokksins og alþjóðlegrar auðhyggju ihalds-
aflanna. Þvi vara framsóknarmenn alvarlega við
boðskap hægri manna um að gefa auðvaldi og
markaðslögmálum lausan tauminn. Slikur boð-
skapur er i algerri andstöðu við félagslega upp-
byggingu, kjarajöfnuð og landsbyggðarstefnu, auk
þess sem boðberar þessarar stefnu vilja opna landið
fyrir erlendu einkafjármagni og frjálsum umsvif-
um útlendinga i landinu. Félagshyggja Fram-
sóknarflokksins er andsvar og vöm gegn auðvalds-
stefnu hægri aflanna.
Áratugurinn milli 1970-1980 er kenndur við Fram-
sóknarflokkinn. Þvi una framsóknarmenn vel.
Þessi ár eru eitt mesta framfaratimabil i Islands-
sögunni: Þjóðarauður hefur vaxið, stórsigrar hafa
verið unnir i landhelgismálinu, landsbyggðarstefna
hefur skipt sköpum um framfarir i landinu, atvinna
hefur aldrei verið meiri og lifskjör almennings hafa
stórbatnað. Engu að siður gerir Framsóknarflokk-
urinn sér ljóst að þjóðin á nú við mikil efnahagsleg
vandamál að striða, sem ekki verða leyst nema með
samstilltu átaki allra landsmanna. Til þess er
Framsóknarflokkurinn albúinn á grundvelli stefnu
sinnar.” JS
\
Erlent yfirlit
Ferð Hua til Vestur-
Evrópu bar árangur
Viöskipti milli Kína og Vestur-Evrópu aukast
Margaret Thatcher og Hua
ÞAÐ ER yfirleitt dómur fjöl-
míðla, aö Evrópuferöalag Hua
Kuo-feng, fcH-manns klnverska
kommúnistaflokksins og for-
sætisráöherra Kina, hafi heppn-
azt vonum framar. Hua var
næstum fjórar vikur í þessu
feröalagi og heimsótti öll
stærstu riki Vestur-Evrópu eöa
Frakkland, Vestur-Þýzkaland,
Bretland og Itah'u. Hann ræddi
við stjórnarleiötoga I þessum
löndum, og kynnti sér ýmsar at-
vinnugreinar, sem hann taldi
geta oröiö sér til þekkingarauka
við uppbyggingarstarfiö heima
fyrir.
Þaö er nokkuö almennur
dómur, aö Hua hafi komið vel
fyrir og veriö I senn fyrirmann-
legurogalþýölegur og virzt jafn
vel heima 1 veizkisölum sem
verksmiðjum. Trúlegt þykir, aö
þessi framkoma hans hafi
styrkt stööu hans heima fyrir.
Þaö megi þvi lita á hann sem
framtíöar leiötoga, þótt Teng
kunni aö vera valdameiri nú.
Teng er liklegur til aö hverfa
brátt af sjónarsviöinu fyrir ald-
urs sakir og þá veröur Hua
óumdeildur leiötogi. Þannig
horfir þetta við nú.
TILGANGURINN með
Evrópuför Hua virðist hafa ver-
iö tvlþættur, viöskiptalegur og
pólitlskur. Sennilega hefurhann
lagt öllu meiri áherzlu á fyrri
þáttinn. Kinverjar þurfa bæöi á
vestrænni þekkingu og vestrænu
fjármagni aö halda viö hiö
mikla uppbyggingarstarf, sem
biöur þeirra framundan.
Þaö veröur alltaf greinilegra,
aö menningarbyltingin svo-
nefnda hefur valdiö mikilli
kyrrstööu I atvinnullfinu, miöaö
viö þaö, sem annars hefði getaö
orðiö. En versta afleiöing henn-
ar hlauzt af þvi, aö fjöldi stú-
denta, sem annars heföu getaö
tæknimenntast, voru sendir Ut I
sveitir og látnir vinna þar árum
saman. Þess vegna skortir Kin-
verja nú tæknimenntaöa menn i
stórum stil. Þaö mun hafa verib
eitt af erindum Hua,aö tryggja
sem flestum kinverskum stú-
dentum aöstööu til að geta feng-
iö tæknimenntun I Vest-
ur-Evrópu.
Yfirleitter taliö, aö þvl erindi
Hua hafi verið vel tekið, að
Vestur-Evrópurikin auki lán-
veitingar sinar til Klna, ásamt
aukinni tæknilegri aðstoð. Ýms-
ir samningar milli Kinverja og
opinberra aöila eöa stórfyrir-
tækja I Vestur-Evrópu, verði þvi
brátt gerðir á grundvelli þeirra
viöræöna, sem Hua átti við
ýmsa forustumenn i Vest-
ur-Evrópu um áðurgreind mál-
efni.
Samkvæmt þessu virðist
mega reikna meö þvi, að við-
skipti milli Kina og Vest-
ur-Evrópu munu stórlega auk-
ast á komandi árum. Von Kin-
ver ja er sú, aö þeir geti meö aö-
stoö Vestur-Evrópu, Bandarikj-
anna og Japans komist mun
fyrrenella I tölu risaveldanna á
iönaðarsviðinu, en þaö er tak-
mark kinversku valdhafanna aö
þetta gerist fyrir aldamót.
En til þess að ná þvl marki,
verður að ryöja mörgum erfiö-
leikum úr veginum. Meöan Hua
var i Evrópu, var útsöluverö á
landbúnaðarafurðum I Kina
hækkaö um 30%. Fregnir bárust
einnig af þungum fangelsisdóm-
um, sem kveðnir höföu veriö
upp yfir andófsmönnum. Þetta
tvennt er aðeins dæmi um þá
örðugleika, sem Hua hefur viö
að gllma heima fyrir.
EINS og áöur segir, var fil-
gangurinn meö ferö Hua einnig
pólitiskur. Hua rak ákveðinn
áróöur gegn Sovétrikjunum,
þótt hann nefndi þau iðulega
ekki á nafn. Allir skildu hins
vegar, þegar hann varaði Vest-
ur-Evrópu viö yfirvofandi hættu
og hvatti Ibúa hennar til aö gæta
vöku sinnar. Meðal annars ráð-
lagöi hann þeim eindregiö aö
koma upp öflugu kerfi meöal-
drægra eldflauga. Vafasamt er
hvort hann hefur náö eins mikl-
um árangriá þessusviði og við-
skiptasviðinu. Þö viröast Rúss-
ar óttast þaö, eins og marka má
á eftirfarandi orðum rússnesks
fréttaskýranda, Spartak Be-
glovs (þýðing APN):
„I ljósi þeirrar staðreyndar,
aö Hua Kuo-feng uppskar nokk-
urn árangur af ferö sinni til
ræðusala Evrópulanda, getur
maöur slegiö þviföstu, aö sendi-
fór hans hafi á engan hátt verið
framlag til friöarins.
Þaö má lesa út úr oröréttum
texta allra hans yfirlýsinga, og
þeim grunntóni, sem þar býr
undir, aö öll viöleitni stjórn-
málaleiötoga og almennings til
að gera Evrópu að vettvangi
varanlegs friðar, er aö hans áliti
gagnslaus. Fyrir þá Vest-
ur-Evrópubúa, sem reyna að
gera sér ljósar hugsanlegar af-
leiöingar afáætlunNATO um aö
endurhervæöa álfuna meö nýj-
um tegundum kjarnorkueld-
flauga, hlýtur aö vera enn ljós-
ara en áður hverjar slikar af-
leiðingar yrðu, þegar þeir sjá
meö hvililcri kostgæfni Peking
styður þessa þróun mála. Hua
Kuo-feng gekk meira aö segja
nokkuð langt i yfirlýsingum sfn-
um. Hann lýstiþviyfir, aö hann
myndi gleðjast yfir aö sjá þessi
eldfimu morötól á evrópskri
grund. En það myndi vissulega
gefalærisveinum Maostækifæri
. ttl aö kynda öflugt bál og sjóða
þar hin brotnu egg sin.”
Þessmá geta, aö meðan Hua
dvaldi i Vestur-Evrópu miðaði
ekki neitt áleiöis I viðræöunum
milli Kina og Sovétrikjanna,
sem hófust nokkru áöur i
Moskvu.
Þ.Þ.
Hua Kuo-feng