Tíminn - 11.11.1979, Page 12
12
Sunnudagur 11. nóvember 1979
© Lokasvar
manna hljómsveit, er annast
sjálfstæóan undirleik. Færu þá
hlutföllin milli hinna „æöri” og
„lægri”aðbreytasttöluverten þó
myndu hinir allra „alvarlegustu”
og „æöstu” ennþá eiga kost á 5
stiga forskoti pr. min.
Er Stef apparat Tón-
skáldafélagsins
Látum þetta nægja um stiga-
kerfið, en athugum þess 1 staö þá
skoðun Satt að Stef sé apparat
Tónskaldafélagsins og hvernig
þaö verkar. Allt þaö fé sem er
greitt fyrir höfunda og flutnings-
rétt á lslandi, t.d. af öllum dans-
leikjum (3% af brútto-miðaverði)
blóhúsum, matsöluhúsum
o.s.frv. (staöir sem bjóða upp á
tónlist), fer fyrst i gegn um eins
konar skilvindu Stefs, áöur en
endanlega er komið aö úthlut-
unarfé islenskra rétthafa.
Fljótlegast er að fletta upp i
samþykktum Stefs og skoða 10.
gr. bls. 6 er fjallar um hvernig
tekjum Stefs skuli varið og
hljóöar svo:
Tekjum Stefs skal varið sem
hér segir:
A. Af heildartekjum skal fyrst
greiða opinber gjöld ef á erulögð
og siöan allan reksturkostnað
stofnunarinnar.
B. Af því fé sem þá veröur eftir
skal greiða:
a) 10% til varasjóðs Stefs, endur-
nyjunarsjóös, menningar- og
styrktars jóðs og annarra s jóöa,
sem heppilegir kunna aö
þykja, allt eftir ákvörðun aðal-
fundar Stefs. Heimilt er þá
stjórninni að gera undantekn-
ingar frá þessum 10% afdrætti,
ef hún telur það óhjákvæmilegt
vegna samninga við erlendar
systurstofnanir Stefs.
b) bað, sem þá er eftir, skiptist
me ð þeim, er flutnings rétt eiga
á verkum sem Stef innheimtir
gjöld fyrir.
Tilvitnun lýkur.
Vakna nú ýmsar spurningar
t.d.:
1. Flokkastkostnaöurvið rekstur
Tónlistarmiöstöövarinar undir
rekstrarkostnaö Stefs, en hann
hlýtur að vera töluveröur?
t bessu sambandi skal tekiö
fram aö til þessa hefur Tón-
verkamiðstöðin eingöngu veriö
rekintilhagsbóta fyrir þá æðri.
2. Skyldum við utanfélagsmenn
hafa aðgang að einhverjum af
þeim sjóðum sem nefndir
eru i B. liö A. Litið fer fyrir þvi
3. Ekki er I samþykktum Stefs
minnst á aö Stefi beri að greiða
54% netto-tekna félagsins til
erlendra rétthafa, en viö telj-
um ekki ástæðu til annars, en
ætla þetta satt og rétt og að þær
greiöslur séu inntar samvisku-
samlega af hendi.
Réttur til setu á aðal-
fundi
Nauðsynlegt er aö skoða vel
málflutning og viðbrögð Stefs við
ádeilu Satt á kosningarfyrir-
komulag til stjómarkjörs I Stefi,
en ein af okkar kröfum er sú m .a.
aövið 22 „popphöfundar” sem fá-
um i okkar hlut fyrir árið 1978
næstum sömu upphæö og hinir 22
„æðri”, þrátt fyrir allt að fjórfalt
óhagstæðari stigatöflu, fáum rétt
til að sitja aöalfund Stefs og njóta
kosningarféttar á þeim fundi.
Varla getur þetta talist ósann-
gjörn krafa.
Aður hefur verið vikiö aö
kosningarfyrirkomulaginu, sem
byggist á þvl að nokkmm höfund-
um og rétthöfum er sendur I á-
byrgöarbréfi kosningarseöill til
aö kjósa einn fulltrúa i fimm
manna stjórn Stefs. I framhaldi
af þessu skal vitnað i samþykktir
Stefe, 6. gr. bls. 5 niöurlag: en þar
segir: „Nú velja þeir tónsmiðir
eöa rétthafar tónsmiöa eða útgef-
endur sem standa utan Tón-
skáldafélags Islands ekki mann
af sinni hálfu i stjórn Stefs áður
en tveir mánuðir eru liðnir frá þvi
stjórn Stefs óskaði að kjör þeirra
færi fram og kýs þá Tónskálda-
félag íslands menn þessa eftir
sömu reglum sem greindar vom
um þá stjórnendur er félagið ann-
ars kýs”. (Tilvitnun lýkur.)
Fulltrúi okkar utanfélags-
manna hefúr ekki gefið sig fram,
en við höfum ekki rétt til setu á
aöalfundi þar sem úrslit kosninga
skulu kynnt, skv. samþykkt Stefs
13. gr. 4. liö bls 7,, þvi vitum viö
ekki hver núverandi fulltrúi okk-
ar í stjórn Stefs er, hvort hann var
kosinn af okkur eða Tónskálda-
félagi lslands, en kosningar fóru
fram s.l. vor. Athyglisvert er
niðurlag þessarar klausu er f jall-
ar um þá „poppara” sem hafa
framselt útgefendum höfundar-
rétt sinn en eru samt tiðir gestir á
skrifstofu Stefs, Tilvitnun:
„Fundið er aö þvl aö allir popp-
höfundar hafi ekki fengið senda
kjörseðla við kjör fulltrúa I stjórn
Stefs. Astæöan er sú, að skv.
samþykktum félagsins hafa ein-
ungis þeir sem veitt hafa Stefi
umboð sitt atkvæöisrétt, en stór
hluti popphöfunda hefur ekki talið
sér það henta, heldur kosið að
ganga fram hjá Stefi og semja
beint við útgefendur um útgáfu
verka sinna á hljómplötur m.a.
fyrir lægra gjald en gjaldskrá
VIPPU-BÍLSKÚRSHURÐIN
Útbúnaður
1 VlPPU-bilskúrshurðinni er furu-
rammi,klæddur að utan með liggjandi panel,
furu eða öðrum viðartegundum, eftir vali verk-
kaupa. Hurðin rennur á nælonrúllum, gormar
lyfta hurðinni upp og gerir það hana þægilega i
meðförum. Hægt er að velja um tvær gerðir af
körmum: I-karmur kemur innan á dyravegg
og L-karmur kemur innan i dyraop. Handfang
hurðarinnar er læst með lykli.
Staðsetning festiklossa
Athygli skal vakin á þvi, að við uppsteypu er
GLUGGASMIBJAN
Gissur Símonarson ■ Síðumúla 20 ’ Reykjavik ■ Sími 3-82-20
nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þvi hvor
gerðin af körmum verði notuð svo að hægt sé
að staðsetja festiklossa á réttum stað.
Festiklossar fyrir I-karm koma innan á dyra-
vegg, en festiklossar fyrir L-karm koma innan
i dyragat.
Eins árs ábyrgð
Eins árs ábyrgð er á VlPPU-bilskúrshurðinni,
sem er smiðuð i hvaða stærð sem er.
Hámarkshæð og breidd er 400 cm. Lager-
stærðir 210 x 240 og 210 x 270 cm, en aðrar
stærðir eru smiðaðar eftir beiðni.
Stefs segir til um.
Með þessu eru beinlinis bornir
fyrir borö þeir hagsmunir sem
Stef er stofnað til aö halda vörö
um fyrir alla tónhöfunda hvar i
flokki sem þeir standa og er
varla láandi þó að samtökin feli
ekki slikum mönnum atkvæðis-
rétt um málefni sin. Sú afsökun
að þessu valdi „sambandsleysi”
við Stef, er úr lausu lofti gripin
enda eru aðrir gestir vart tiðari á
skrifstofu Stefs, en sumir þeir
sem hér eiga hlut aö máli”. (Til-
vitnun lýkur)
Svo mörg voru þau orö, en Satt
spyr hvaða erindi eiga umræddir
höfundar á skrifstofu Stefs, ef
þeir hafa ekki gefiö Stefi umboð
sin, heldur samiö beint við útgef-
endur. Það skal viðurkennt að sú
skýring Satt aö sambandsleysi
við Stef sé undirrót þeirrar þró-
unnar að sumir höfundar hafi
„neyðst” til að semja við útgef-
endur, fram hjá Stefi, sé ekki alls
kostar rétt, nær væri aö segja að
Stef hafi dottað á verðinum.
Astæöanfyrir þvi að sumir höf-
undar sem Stef hefur umboð fyrir
ásamt þeim höfundum sem Stef
hefur ekki umboð fyrir hafa sam-
ið við útgefendur eru þær. að i
flestum tilfellum fengu menn þá
greiðslu mun fyrr en annars ogl
sumum tilfellum beina fyrir-
framgreiðslu.istaðþessaðbfða á
meðan óöaverðbólga geysaði. —
Lái þeim hver sem vill.
Slikir samningar eru algengir
erlendis, svokallaðir publish-
ing-samningar, og fer þaö þá oft-
ast eftir styrk viökomandi höf.
hvað vinnst með sllkum samn-
ingi. 1 einu tilfelli svo vitað sé,
hefur lögmaður Stefs mælt meö
þvi að íslenskur „popphöfundur”
undirritaði slikan stand-
ard-samning viö erlendan útgef-
anda. Hitt er svo annaö mál að ef
Stef beitti sér myndu samningar
þeirra höfunda, er Stef hefur
ennþá umboö fyrir, við útgef-
endur væntanlega reynast hald-
litlir. En það sem kannske er
alvarlegasti þáttur þessarar þró-
unar er það, að I sumum tilfellum
virðist það hafa dugað útgefend-
um að labba sig niöur i Stef og til-
kynna að framvegis yrði viðkom-
andi höfundi greitt beint og hefur
þá Stef látið við þaö sitja, þrátt
fyrir að hafa einkaumboð fyrir
viðkomandi höfund og ekki séð á-
stæðu til að fá skriflega eöa
munnlega staöfestingu á
samþykki þess höfundar er viður-
kenni útgefanda þennan rétt.
„Sambandsleysi” er vist ekki
réttaoröið Iþessu tilfelli. Annaö I
þessari athugasemd Stefs er ekki
svara vert.
Um leið og við þökkum dag-
blööum fyriraö ljá okkur málstað
rúm, lýsum viö þvi hér meö yfir
aö um frekari skrif af okkar
hálfu, á þessum vettvangi, verður
ekki um aö ræða, nema sérstakt
tilefni þyki til.
Gefum við þvi Stefi kost á aö
hafa siöasta oröiö.
S.A.T.T.
LCD QUARTZ
ÚR
MIKIÐ ÚRVAL
HAGST. VERÐ
DOR?
SIMI B1500 ARMÚLA11
Timinn
er
peningar