Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 2. desember 1979 imííöííí: Helga Rakel heima aö Hléskógum 5. yyÆtli fólk neiti ekki bara að yfirgefa bílinn?” segir Helga Stefnisdóttir bílstjóri og eigandi „Hvíta Oldsmóins”, sem verður í ferðum á kjördag „Það færi nú í verra, ef þeir, sem ég kem til með að aka á kjörstað, neituðu að yfirgefa bílinn",sagði Helga Rakel Stefnisdóttir, bílstjóri hjá Sambandinu hlæj- andi, er við hittum hana að máli í vikunni, en Helga Rakel verður ein þeirra biistjóra, sem kjósendum B- listans i Reykjavik mun gefast kostur á að fá kosningadagana. Helga Rakel ekur miklum glæsi- vagni, sem þekktur er í borginni undir heitinu „Hvíti Oldsmóinn" og væri ekki hægt að hafa það meira á- berandi.— Bleiki pardusinn hefur greinilega eignást þarna harðan keppinaut. „Með fullkomn- ustu stereo- græ jum” „Hviti Oldsmóinn” er ameriskur Oldsmobil árgerð 1966, átta gata tryllitæki með fullkomnustu stereo-græjum. Aðeins þrir til f jórir slikir bílar eru til á landinu og fer hann að verða „antik” eins og Helga Rakel orðaöi það. „Nýr bfll væri ekki betri”, sagði Helga Rakel, en hún er 22 ára Reykjavikurmær og býr að Hléskógum 5 i Seljahverfi hjá móður sinni og fósturfööur. „Bifreiðaverkstæði Sambands- ins á allan heiðurinn af þvi, hve vel búinn billinn er, en þeir hafa gert hann upp fyrir mig að öllu leyti nema sprautunina. Ég hef eytt öllum minum peningum i bilinn. Það er satt. En ég hvorki reyki né drekk. Af hverju má ég ekki leyfa mér einhvern mun- að?” Þetta siðasta segir Helga mjög sannfærandi. „Ég fæ nú stundum aö heyra þaö frá móður minni, að betra væri að fjárfesta i fasteign eins og hún, en þá svara ég þvi til, að ég hljóti bara að hafa bensin i stað blóðs i æðum, svo mikil della er þetta hjá mér. Ég þarf helst að vera á ferðinni allan sólarhring- inn. Og ég hef t.d. reynt að kom- ast á leigubil. En ég virðist mega biða. Menn eru hræddir við að fá konur i það starf. Ég veit ummargarstelpur, sem hafa meirapróf, en fá hvergi atvinnu vegna kynferöis. Hjá Samband- inu var þetta hins vegar ekkert mál og var ég strax sett i útkeyrslu, sem er mjög erfitt starf og krefst töluverðs þols. Ég lenti svo um tima á vefnaðarvörulager Sambands- ins, en fannst ég ófrjáls þar. Tók ég því fegin við bilstjórastarfi er bauðst og er minn daglegi rúntur nú milli skipaaf- greiðslnanna og Sambands- hússins Holtagöröum. Þaðan dreifast vörurnar siðan i versl- anir og eru þrir bilar i þeirri út- keyrslu. Þótt undarlegt megi virðast þá er kaup bilstjóra og lagermanna hið sama og ég fæ nú 258 þúsund á mánuöi. Við er- um i Verslunarmannafélagi Reykjavikur, en i þvi félagi er enga taxta að finna yfir vörubif- reiðastjóra. Þar eru aftur á móti taxtar yfir sendibifreiöa- stjóra, en þeir eru nú á „smátúttu” miðað við okkur. Minn bill byöur ekki upp á eftir- vinnu að ráði, en þeir sem eru i útkeyslunni ná hins vegar mik- illieftirvinnu. Þeir þurfa lika að bera fleiri tonn á dag. Ég vann við það um tima, en bakið þoldi ekki álagið. Billinn, sem ég var þá á, var ekki vökvastýrður i ofanálag, svo að maður varð eiginlega að standa upp i beygj- um. Það var nú meira ævin- týrið. En það er allt annað lif aö vera á „Gemsanum”. Hann er leikandi léttur i stýri. „Gems- inn” er GMC vörubifreið. „Gemsinn” má bera 9-10 tonn En þótt Helga Rakel hafi ekki náð sér i mikla aukavinnu I Sambandsbilnum af eðlilegum ástæðum, þekkir hún einn, sem veitir henni aukastarf stundum og er óhræddur við konur „Þaö er Leifur Eina'rsson á Vörubif- reiðastöðinni Þrótti, faðir Guö- geirs Leifssonar. Hann hefur séð mig i umferðinni og veit, að ég kann að keyra.” Og nú færist Helga öll i aukana. „30% af öll- um ökumönnum, sem nú eru við stýri, ættu ekki að hafa próf. Það fer ekki hiá þvi, að ég taki eftir þessu. Maður verður auð- vitað að taka mið af þessu úti á vegunum og gera ráð fyrir að allir séu jafnvitlausir. Ég vil nefna sem dæmi, að væri maöur frekur á réttinum, lenti maður I árekstri hvað eftir annað. „Gemsan” má bera milli 9-10 tonn og reyni ég að vera alltaf með fullan bil. Stundum er ég með léttavöru og þá verð ég aö gæta þess, að hún hendist ekki af. Þótt ég sé með Kanann á fullu, heyri ég ekki helminginn af lögunum, — er alltaf með hugann á veginum eða með augun I hliðarspegli.” „Var í ferfaldri vinnu” Þú segist hlusta á Kanann i vinnunni, en þú kannt nú að meta annars konar músik lika? Sjá bls. 18 TextirFI Myndir: GE Helga Rakel er jafnvig á orgel og gltar. Hér er hún aö leika þekkt lög með Hauki Morthens.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.