Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2. desember 1979 5 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Enginn má liggja á liði sínu” Góðir Islendingar. Við framsóknarmenn höfum lagt áherslu á að við vorum — og erum þvi mótfallnir að þing var rof ið og ef nt til kosninga nii i skammdeginu. Við teljum að fyrristjórnarflokkum hafi borið skylda til þess að gera sitt > tr- asta til að ljúka þvi verki sem þeir tóku að sér með stjórnar- myndun. Við vildum að á það yrði látið reyna hvort samstaða gæti náðst um hertar aðgerðir i efnahagsmálum. Hins vegar erum viö fram- sóknarmenn ánægðir með þær undirtektir sem málflutningur okkar hefur fengið hjá þjóðinni. Við höfum lagt áherslu á að gera málefnalega grein fyrir störfum okkar í siðustu rflcis- stjórn og þeirri stefnu sem við viljum fylgja eftir kosningar. Við finnum að þjóðinni er þetta ljóst, og straumurinn liggur til okkar. bjóðinni er ljóst að við fram- sóknarmenn unnum af heilind- um og drengskap i stjórnarsam- starfinu, og við munum vinna þannig áfram. Við höfum lagt áherslu á að skýra okkar tillögur i efnahags- málum. Kjósendur gera sér glögga grein fyrir þvi að þar er um andstæðu við ..leiftursókn" Sjálfstæðisflokksins aö ræða. Við leggjum höfuðáherslu á samstöðuvið alþýðu manna um aðgerðir i efnahagsmálum og visum algerlega á bug ,,mátu- legu” atvinnuleysi sem leið til að vinna á verðbólgunm Stefna okkar framsóknar- manna i' efnahagsmálum er eina sk\ nsamlega og færa leiðin til áframhaldandi framkvæmda og framsóknar á næsta áratug. Við vörum alveg sérstaklega við þeirri viöleitni andstæðinga okkar að etja saman stétt gegn stétt, þéttbyli gegn dreifbýli, landshluta gegn landshluta og atvinnuvegi gegn atvinnuvegi. Við Islendingar erum allir i ein- um bát. bannig eigum við að starfa að okkar framleiðslu og að þvi að jafna og bæta lifskjör okkar. brátt fyrir að kosningabar- átta okkar hefur gengið með ágætum og við finnum vaxandi stuðning kjósenda vil ég að lok- um leggja þyngstu áherslu á að lokaspretturinn skiptir mestu, um leið og ég þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið i barátt- unni. Ég minni á það að 1934 voru örlagarikar kosningar. sem segja má að unnist hafi með þvi að einn dugmikill mað- ur sundreið Héraðsvötnin i Skagafirði með eitt atkvæði til kjörstaðar rétl fyrir lokun. betta atkvæði varð til þess að Framsóknarflokkurinn vann sigur og fyrsta vinstristjórnin var mynduð. bessar kosningar nil eru ekki siður örlagarfkar fvrir islensku þjóðina. Um það er barist hvort leiða eigi þjóðina inn i nýja öld atvinnuleysis og samdráttar eða ná verðbólgunni niður i Steingrimur Hermannsson markvissum áföngum og halda áfram á þeirri framfarahraut sem við framsóknarmenn boð- um. bvi má enginn liggja á liði sinu. Allir verða að taka á öllu sinu. Eina leiðin til þess að stöðva ..leiftursókn" Sjálfstæðisflokks- ins er aðFramsóknarflokkurinn endurheimti sitt fyrra fylgi, og það er i sjónmáli. Ólafur Jóhannesson, efsti maður á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík: „Sameinum kraftana góðir Reykvíkingar” Ólafur Jóhannesson Góðir Reykvíkingar Að stjórna er að sameina. Að stjórna landinu er að sam- einakrafta allra landsins þegna til lausnar á vandamálum líð- andi stundar og til að byggja upp til betri framtiðar fyrir börn okkar. Til að svo megi verða þarf hver einstaklingur að skynja að hann er jafnframt hluti af heild, bæði í fortið. nútið og framtið. Að deila og drottna er slæm stjórnvis ka. Boðuð leiftursókn er angi af þeirri pólitisku skammsyni, pólitik sundrungarinnar. HUn er krafa um hóflegt atvinnuleysi sem mun etja stétt gegn stétt. HUn er einnig krafa um stór- felldan niðurskurð samfélags- legrar þjónustu sem mun etja hagsmunum þeirra sem betur mega singegn þeim sem minna bera úr býtum. bessari stefnu verður þjóðin að hafna. bjóðin erein. Forsenda þess að henni takist að leysa vandamál sin á farsæl- an hátt er að hún brevti sam- kvæmt þvi. þvi ef þjóðin er ein- huga fara hagsmunir þegnanna saman. annars ekki. Fram- sóknarflokkurinn hetur trá upphafi starfað samk\æmt kiörorðinu ..Framför landsins alls". I anda þeirrar stefnu boðar Framsóknarflokkurinn samráð ogsamvinnu þjóðarinnar allrar um lausn efnahagsvandans. Sú stefna setur friðinn á oddinn en hafnar ófriði. F:g veit að Reyk\ ikingar. i- buar höfuðborgar landsins. skilja mikilvægi þessarar stetnu. ójaldan lielur þörf þjóðarinn- ai tvrir samstillingu krafta sinna veriö meiri. Stjórnmála- saga sfðustu ára sýnir ljóslega aö sterkur Framsóknarflokkur er eina stjórnmálaaflið sem getur samemað þjóðina til sam- stilitra átaka. Ég heiti á stuðning ykkar til að svo megi veröa. Jóhann Einvarðsson, efsti maður á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi: Tryggjum að rödd Reyknesinga heyrist Góðir Reyknesingar. A kjördegi vil ég fyrst þakka öllum þeim fjölda sem komið hefur til liðs við Framsóknar- flokkinn i Reykjaneskjördæmi i kosningabaráttunni. Viö, fram- bjóðendur flokksins, höfum hvarvetna fundið stuðning og fengið mjög góöar viðtökur þar sem við höfum komið, en við höfum farið um allt kjördæmið til þess aö tala við k jósendur og svara fyrirspurnum þeirra. Idagogámorgunertilmikils að vinna fyrir framsóknar- menniReykjaneskjördæmi. Við þurfum nú að endurheimta fyrra fylgi okkar i þessu fjöl- menna og mikilvæga kjördæmi. Allir veröa að leggjast á eitt um að við náum settu marki. Eng- inn má skorast undan, vegna þess aðbaráttan er mjög tvisýn og hvert einasta atkvæði getur ráöið Urslitum. Við erum þeirrar skoðunar að Reyknesingar eigi mikilla hags- muna að gæta á Alþingi og að réttur þeirrahafi á margvislega lund verið fyrir borð borinn. Við viljum starfa við hliö allra ann- arralandsmanna i öllum héruð- um landsins að atvinnuupp- byggingu og framförum sem eru að sjálfsögðu sameiginlegur hagur allrar þjóðarinnar. Við viljum standa gegn öllum til- raunum til að stia fólki sundur og kljUfa þjóðina i andstæðar fylkingar. Reyknesingar verða að eiga fulltrúa i öllum þingflokkum á Alþingi. Hagsmuna- og rétt- indamál okkar eru svo mikils- verð og snerta svo marga að rödd okkar veröur allsstaðar að heyrast. betta á viö um alla málaflokka, en ég nefni aðeins tvö augljós dæmi, annars vegar kjördæma- og kosningaréttar- málefni og hins vegar málefni atvinnuveganna. Viö höfum oröið þess greini- lega vör að Framsóknarflokk- urinn er i sókn. bessi sókn verð- ur að ná til landsins alls og ekki sist til fjölmennustu svæöanna hér á Suðvesturlandi. Fram- sóknarflokkurinn er og á að vera forystuafl umbótamanna um land allt. Andstæðingar okkar vilja kljúfa þjóðina i and- stæðar fylkingar. Aðeins góður sigur framsóknarmanna getur Jóhann Einvarðsson komið I veg fyrir þær fyrirætl- anir, Góðir Reyknesingar. Fylkið ykkur um Fram- sóknarflokkinn til þess að tr>'ggja framfarir, atvinnuupp- byggingu og réttlæti. Forusta sem fólkið treystir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.