Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 31

Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 31
Sunnudagur 2. desember 1979 31 KVIKMYNDAHORNIÐ Klofinn persónuleiki ^ Nýja bió Búktalarinn/Magic Leikstjóri: Richard Ateen- borough Aöalhlutverk: Antony Hopkins, Ann-Margrét og Burgess Mere- dith Myndin fjallar um um Corky (Hopkins), sem hefur lært hjá töframanninum Merlin. Er Merlin deyr veröur Corky aö standa á eigin fótum og meö tré- brúöu (Feita) og búktali tekst honum þaö vel uppaö honum er boöinn samningur viö sjón- varpsstöö. Hann vill ekki gangast undir læknispróf sjónvarpsstöövar- innar og flýr borgina til æsku- stööva sinna. Þar hittir hann gamla ást em nú lifir i mis- heppnuöu hjónabandi og meö þeim takast góö kynni. Corky er klofinn persónuleiki og annar hluti hans kemur fram i Feita I gegnum búktal. Þessi hluti nær æ meiri völdum yfir sálarlifi hans og brátt endar þaö meö skelfingu. Framan af myndinni situr gri'niö i fyrirrúmi, en eftir þvi sem aö annar hluti Corkys (brúöan) nær meiri tökum á honum breytist hún yfir i hryllingsmynd. Hopkins er sjáldséöur leikari i myndum hérlendis. Er þaö miöur þvi hann er góöur sem sllkur og i þessari mynd fer hann á kostum sem sálsjúkur skemmtikraftur. Kynbombuna Ann-Margret er óþarfi aö kynna. Túlkun hennar á konu i misheppnuöu hjóna- bandi, leitandi aö einhverju hálnistrái til aö ná sér Ut úr þvi, er góö. Attenborough (A Bridge To Far) tekst meistaralega vel aö skapa spennu i myndinni og jafnframt aö sýna hiö flókna samband manns og brúöu án þess aö eyöur myndist i þráö r ; > ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Agæt ★ ★ Sæmileg ★ Ekki áhugaverð V________________________________) Corky (Hopkins) og Feitur myndarinnar. sálarflækjum mannlifsins ættu Þeirsem gaman hafa af mild- ekki aö missa af þessari mynd. um hryllingsmyndum eöa Friörik Indriöason Þegar sýningarmenn unnu fyrir kaupinu sínu FRI_ i versluninni Filmur og Vélar á Skólavöröustlgnum hef- ur veriö stillt út I glugga vélum frá bernsku kvikmynda- og ljós- myndalistarinnar hér I landi. Dýrgripurinn i þessu safni, aö öörum ólöstuöum, er Zeissikon sýningarvél óbreytt meö öllu siöan aö hún var keypti til Fá- Myndavél Guömundar Einars- sonar frú Miödal i höndum Jóhanns skrúösfjaröar 1924. Þar hefur hún veriö siöan, en fyrir stuttu komst Bogi Sigurösson, sýn- ingarmaöur um langt skeiö i Háskólabfói, yfir vélina og gaf hana þeim Jóhanni V. Sigur- jónssyniog Gunnari Eyland eig- endum Filmur og Vélar, þá vél, en þeir félagar hafa umboö fyrir þaö fyrirtæki sem framleiddi vélina á sinum tlma. Vélin er enn i góöu lagi. „Ég byrjaöi áriö 1939 sem sýningarmaöur i Borgamesi”, sagöi Jóhann I samtali viö Tim- ann”, siðan var ég sýningar- maöur i Tripoli-bió og slðan fyrstu árin f Tónabió, það er frá 1962. „A fyrstu árunum sýndi ég meö sams konar vél og Zeiss - ikon, en búið var að breyta henni aðeins, setja á hana tón- haus og fleira. Sú vél var hand- snúin og má segja að þá þurftu sýningarmennirnir að vinna fyrir kaupinu sinu. Spólunni var snúið i gegn meö hægri hendi en með þeirri vinstri voru kolin I lampanum stillt saman”. Hættulegt starf „Það var nákvæmisverk að stúla kolin saman. Ef þau voru ekki samstillt þá varö myndin brún, blá eða dökk. A meöan varð að snúa meö hægri hend- inni. Ef sá snúningur stoppaði augnablik án þess aö maöur væri nógu snöggurað loka fyrirljósiö þá kviknaði 1 filmunni. Og það var nú ekkert grin ef það kom fyrir. Filmurnar á þessum tlma voru nitrat-filmur og ef að kviknaði I þeim þá var ómögu- legt að slökkva eldinn. Þessar filmur geta brunniö neðansjáv- ar. Auk þess var gas það sem myndaöist við brunann stór- hættulegt. Það eina sem sýn- ingarmaðurinn gat gert ef slikt kom fyrir var að koma sér út. En á sýningarvélunum voru svokallaðar brandspólur sem hindruöu eldinn i aö komast I filmuhylkin sjálf svo yfirleitt uröu ekki alvarlegir skaðar ef það kviknaði i filmunni.” Sýndi á dansleik „Ég var einnig sýningarmað- ur i' gamla SjálfstæöishUsinu,” sagði Jóhann”. Þá notaði ég vélina Ur Borgarfirðinum og einnig 16 mm vel við ýmis tæki- færi. Ég man það aö einu sinni voru tónlistarmenn i verkfalli. Þá sýndum við dansmynd I Sjálfstæðishúsinu með frægustu hljómsveitum heims og fólkiö dansaði eftir tónlistinni i mynd- inni. Þeir og þær sem vermdu bekkina gátu svo fylgst með myndinni sjálfri.” „Þótt hraöinn á filmunni þyrfti aö vera nákvæmur þá voru sýningarmennirnir stund- um timabundnir. Og ef fólki Fyrstu 8 mm sýningar- og upptökuvélarnar. Ævintýri Picassos Margir sem um kvikmyndir rita eru haldnir þeirri einkenni- legu áráttu aö fjalla um gaman- myndir i hálfgeröum fyrirlitn- ingartón, en hefja tormeita sorgarleiki upp tii skýjanna. Slikir menn gleyma gjarnan mönnum eins og Tati og Chaplin, sem nær einvöröungu hafa fengist viö gerö gaman- mynda sem taka flestum kvik- myndum fram. Ef frá eru taldar svokallaöar rúmstokksmyndir hafa Norður- landabúar litt verið orðaöir viö gerð gamanmynda og frekar haldiö sig á þyngri kantinum I kvikmyndagerð. Undantekn- ingu sem sannar regluna má finna I Laugarásblói þessa dag- ana. Þaö er sænska kvikmyndin Ævintýri Picasso sem hlotiö hefur fádæma viötökur á Norð- urlöndunum. 1 Ævintýri Picasso er ævi list- málarans fræga rakin á hinn kostulegasta hátt þannig að lif áhorfenda er bókstaflega i hættu vegna hláturs. Þar á stærstan hlut að máli Gösta Ek- mann sem fer með hlutverk Pi- casso. Aðrir sem fara meö veigamikil hlutverk eru Margaretha Krook, Hans Alfredsson og Birgitta Anders- son. Leikstjórn er I höndum Tage Danielsson og handrit eftir Hans Alfredsson. Hér er á ferð fyrsta flokks gamanmynd sem er vel til þess fallin aö létta lund þeirra sem telja sig biða lægri hlut i Al- þin gisko sningunum. GK fannst hraöinn veröa of mikill þá var stundum sagt I hljóði: „NU þarf mannhelv. á stefnu- mót með einhverri” Gamli og nýi timinn Auk Zeissikon vélarinnar þá verða þarna til sýnis myndavél Guðmundar Einarssonar frá Miödal keypt I Dresden 1922 og fyrstu 8 mm sýningar- og upptökuvélarnar sem hingaö komu. Þeir félagar Jóhann og Gunnar hafa hug á að auka við safnið, en jafnhliöa gömlu vél- unum gefst gólki kostur á að sjá það nýjasta á þessu sviði að Skólavörðustig 41. „Við ætlum aö setja ljós I Zeissikon-vélina og gefa fólki kost á að sjá hvernig þetta var gert i árdaga biósýninga hér- lendis”, sagöi Jóhann. Jóhann V. Sigurjónsson og Gunnar Eydal viö Zeissikon sýningar- vélina. MyndirG.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.