Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 26

Tíminn - 02.12.1979, Blaðsíða 26
Sunnudagur 2. desember 1979 26 Kaupfélag Rangæinga 60 ára: Stórhuga uppbygg- ing verslunar og iðnaðar á Hvolsvelli AM — 1 tilefni af afmæli KR þriðjudaginn 20. nóvember var fréttamönnum boöiö austur og aö hátiöarfundi stjórnar loknum var gengiö um athafnasvæöi kaupfélagsins. Félagiö hefur byggt upp mikinn þjónustu- og framleiðsluiðnaöáHvolsvelli og má þar á meðal telja bifreiða- verkstæði, vélsmiðju, tré- smiöju, rafvélaverkstæði og raflagna. Kaupfélagiö annast mikla vöruflutninga og á myndarlegan bilakost sem flyt- ur vörur og oliur til félagsins og dreifir þeim um verslunarsvæöi Hönnuöur baggatlnunnar, Bjarni Helgason. Anna Þorsteinsdóttir, verkstjóri Sunnu, ræöir viö eina sauma- stúiknanna. þess. Húsgagnaverksmiöja KR framleiöir fjölbreytt húsgögn, prjónastofan Sunnuprjón fram- leiöir ullarvoðir, Saumastofan Sunna fatnaö úr ullarvoðum til útflutnings og skinnasauma- stofan framleiöir fatnað úr mokkaskinnum. Enn rekur kaupfélagið tryggingaumboö fyrir Samvinnutryggingar g.t. og Liftryggingafélagiö And- vöku. A Rauöalæk rekur félagiö. sölubúö, pakkhús, varahluta- verslun og bifreiöaverkstæöi. A vélaverkstæöi KR eru smiö- uö margvisleg tæki til land- búnaöar svo sem baggatinan, sem viö höfum ábur sagt frá hér i blaöinu. Hún hefur staöist ná- kvæmar prófanir á Hvanneyri með prýði og tínir upp 6-12 bagga á minútu, svo ekki leikur vafi á þeim vinnusparnaöi, sem hún hefur i för meö sér á sveita- býlum, þar sem oft er knappt um mannskap. Hönnuður henn- ar er Bjarni Helgason og þegar við hittum hann aö máli á skrif- stofu hans á verkstæðinu segir hann okkur aö markmiöiö sé aö smlöa 60 tínur i vetur, en um þaö bil 30 eru þegar pantaðar. Tiu komust hins vegar I notkun siöasta sumar. Hefur nú verið ákveöiö aö leita eftir einkaleyfi á henni i Danmörku, en hún er frábrugöin öðrum slikum tækj- um erlendum að fyrirkomulagi færibandanna. Verkstjóri vélaverkstæöisins, Guöjón Þórarinsson, segir okk- ur að auk tinunnar hafi KR framleitt mykjusnigla og hey- blásara, og hefur sú fram- leiösla dreifst um allt land og getið sér mjög gott orö. Vél- smiðjan er og meö þjónustu fyrir landbúnaöarvélar, pipu- lagnir og margvislega nýsmiöi á svæöinu. Viö vélsmiðjuna starfa vanir starfsmenn, meö áralanga reynslu aö baki, eins og i öörum fyrirtækjum KR og eru þess besta eign.Meira að segja starfar á verkstæöinu gullsmiöameistari, Daviö Jó- hannesson, og þótt litið sé um aö vera i listgrein hans þarna, kemur hún samt I góöar þarfir á Hvolsvelli eins og annars staö- ar, þar sem fagurt mannlif er aö finna. Ekki má gleyma þvi aö á vélaverkstæðinu eru einnig framleiddir flestallir málmhlut- ir til húsgagnaframleiðslu fyrir- tækisins. í örum vexti þessa hluta starfseminnar hefur húsnæöiö tekið aö þrengja aö umsvifun- um, enda kemur fram i iönaðar- áætlunum félagsins aö stækka á húsakostinn. Hefur þegar orðið aö taka hluta bifreiöaverk- stæðisins sem er viö hliöina undir samsetninguna. Sam- vinna hefur veriö náin á milli bifreiðaverkstæðis og vélsmiöju um landbúnaöartækjafram- leiösluna, en um 12 manns starfa á hvoru verkstæðanna. Enginn lager til af hús- gögnum Trésmiöja kaupfélagsins skiptist i tvennt, þjónustuverk- stæöi og húsgagnaverksmiðju. Brynjólfur Jónsson verkstjóri þjónustuverkstæöis segir okkur aö hér sé mikiö smiöað af glugg- um, hurðum og margvislegum búnaði fyrir nýbyggingar i sýsl- unni, bæði á vegum kaupfélags- ins og viðskiptamanna þess. A húsgagnaverkstæöinu eru hins vegar framleidd bólstruð húsgögn og borö og hvildar- stólar, og er þetta hlutur KR af framleiðslu þriggja trésmiðja kaupfélaga, sem þekkt er undir nafninu 3K. Verkstjóri er Gunnar Guðjónsson, en hann hefur starfað þarna frá 1958. Hönnun er ekki unnin eystra, heldur er smfðaö eftir norskum fyrirmyndum og dönskum. A- klæði eru erlend, norsk, þýsk og ensk. Framleiðsla húsgagna- verksmiöjunnar er seld i um þaö bil 20-30 verslunum um allt land og segir Gunnar okkur aö ekki hafist undan ab framleiöa, svo aldrei sé neinn lager fyrir hendi. Velta húsgagnafram- leiðslu KR i fyrra var um 170 milljónir, og kvaðst Gunnar telja aö þetta áriö yröi hún um 230-240 milljónir. Saumastofan Sunna í saumastofunni Sunnu starfa 24 konur viö sauma á tiskufatn- aöi úr ull fyrir Hildu og Alafoss, einkum jakka og kápur. Sniö og mynstur I áklæöi koma frá sölu- aöilum, en áklæöið er framleitt hjá Sunnuprjóni. Verkstjóri er Anna Þorsteinsdóttir, en Einar Arnason hefur yfirumsjón meö saumastofunni og prjónastof- unni, svo og skinnasaumastofu KR og rafmagnsverkstæöi. KR keypti saumastofuna og endurskipulagði hana áriö 1973, en prjónastofan er aðeins tveggja ára gömul. Auk þessara stofa rekur kaupfélagið mokka- skinnasaumastofu. Verkstjóri mokkaskinna- saumastofunnar Sigrún Jóns- dóttir, segir okkur aö aöallega sé saumað fyrir fólk innan sýsl- unnar um þessar mundir, en hvaö útflutningsframleiöslu snertir er þannig aö þessum iönaði búiö að ekki er nægur grundvöllur fyrir slíku. Þá gagnrýndi Sigrún aö skinnin sem stofurnar fengju væru ekki Hér skoöa gestir stafla af hlutum i KR-baggatlnur, en ætlunin er aö framleiða 60 tinur fyrir sumariö. Aklæði sniöin i bólstrunarsai húsgagnaverksmiöjunnar. nógu góö að jafnaöi, þar sem þau bestu væru flutt úr landi. Sjö manns starfa á stofunni og erframleiöslan veruleg, enda er reynt að hafa hana sem ódýr- asta. Sniö eru bæöi hönnuð á stofunni og af Hildu, sem sætir færis að koma flikum á fram- færi á V-Evrópu markaði. Aður var talsvert flutt til A-Evrópu, en verðbólguvandi okkar hefur komið þeim markaöi fyrir kattarnef. A prjónastofunni er mikið af nýjum og nýlegum tækjum, enda stofan aðeins tveggja ára, sem áöur segir. Þegar voðin kemur úr prjónavélinni er hún þvegin og siban sett i þeyti- vindu, en þá I þæfingarvél, þótt fremur sé um að ræða kembingu, til þess aö gefa ull- inni hina réttu áferö og er hún tilbúin til þess að sauma úr henni, eftir að hafa verið sett i nokkurs konar gufupressun, til þess aö gefa klæöinu lyftingu. Auk þess sem saumað er úr i saumastofunni-, er klæöib selt á aðrar saumastofur viöa um land. Verkstjóri er Sigurjón Sigurjónsson. Söluskáli og verslun Ólafur Ólafsson, kaupfélags- stjóri, fylgdi okkur um athafna- svæöi þessa umsvifamikla fyrirtækis sem KR er undir hans stjórn, og hvar sem komið var blasti við uppbygging, áhugi og framkvæmdavilji. Eftir að hafa skoðað prjóna og saumaiðnað KR fylgdi hann okkur ásamt stjórnarmönnum og konum þeirra, sem sumar sáu fyrir- tækið i heild sinni i fyrsta sinh nú, aö söluskála félagsins. Þó er ofsagt aö viö höfum séð allt fyrirtækið, eftir uröu vöru- geymslur félagsins og sú mikla starfsemi sem tengd er vöru- dreifingunni, svo og útibúiö aö Rauðalæk. í söluskálanum, sem er á sinn hátt ein deild aðalverslunar- innar, eru seld húsgögn, fram- leidd hjá KR og frá fleiri aðil- um, v i ð 1 e g u ú t b ú n a ö u r, he i m ilis t æki, verkfæri, málningarvörur og byggingar- vörur aðrar. ' 1 aðalverslunarhúsi kaup- félagsins eru svo allar aðrar söludeildir og fátt sem á skortir i glæsilegri kjörbúö þess, en hún flutti i hið nýja hús 1957. Til þess tima höföu verslunarhúsin verið þar sem saumastofan er nú til húsa, eöa allt frá 1930. A efri hæð verslunarhússins er mat- vöru- og búsáhaldadeild, en á neðri hæð vefnaðarvara og fatn- aður. Þá er ótalinn söluskálinn, sem flestir feröamenn þekkja, og varahlutaverslunin, sem þjónar bifreiöaverkstæðinu og vélsmiðjunni. Raftækjasala fer að nokkru fram á rafmagns- verkstæði KR, og nokkur sala er á vörum frá trésmiöaverkstæð- inu. Vörubilakostur félagsins er tveir oliubilar, einn stór flutningabill, sem flytur laust fóður, þrir 12 tonna vörubilar og Gunnar Guöjónsson, verkstjóri i hvildarstól, sem nýlega er hafin framleiösla á. ólafur Sveinsson, formaöur KR, <t.h.) ræöir viö sam- stjórnarmenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.