Tíminn - 09.12.1979, Side 8

Tíminn - 09.12.1979, Side 8
8 Sunnudagur 9. desember 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltriii: Oddur óiafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr. 14000 á mánuöi. Blaöaprent. Frestun er dýr Á siðast liðnu sumri kom það margoft fram i mál- flutningi framsóknarmanna, jafnt innan rikis- stjórnarinnar sem annars staðar, að efnahagsfram- vinda hefði verið með þeim hætti, að óhjákvæmilegt væri að gripið yrði til enn harðari aðgerða en fólust i lögunum um stjórn efnahagsmála frá þvi i vor. Ýmis atriði höfðu komið fram þegar liða tók á sumarið sem ollu þvi, að óhjákvæmilegt var að rikisstjórnin tæki að nýju i taumana til að verja þann árangur sem þegar hafði náðst og tryggja næstu áfanga i sókninni gegn verðbólgunni. Það var þvi eðlilegt að efnahagsmálanefnd Framsóknarflokksins var þá þegar kölluð til funda og ráðherrar framsóknarmanna i rikisstjórninni höfðu forgöngu um það að rikisstjórnin hóf almenn- ar umræður um efnahagsmálin og næstu aðgerðir. í þessum svifum gerðist það, að uppreisn var gerð i Alþýðuflokknum með þeim afleiðingun sem al- þjóð eru kunnar. Nú þegar þingkosningum er lokið og stjórnar- myndunarviðræður að hefjast að nýju er i rauninni um það að ræða að taka þráðinn aftur upp þar sem hann féll niður. Þau markmið sem rikisstjórn ólafs Jóhannessonar setti sér i upphafi 1978 og staðfesti frekar með lögunum um stjórn efnahagsmála o.fl. á siðast liðnu vori standa enn i fullu gildi. Það sem hefur breytst er i raun og veru fyrst og fremst það, að þjóðin hefur misst dýrmætan tima, frá þvi sið- sumars og til þessa dags, en fyrir bragðið hafa vandamálin hlaðist upp meðan engin stjórn hefur verið fyrir hendi til þess að gripa á þeim. Þannig er það nú komið fram, að aukinn kaup- máttur fylgir ekki þeirri launahækkun sem varð hinn 1. þessa mánaðar, fyrir liggja fjölmargar beiðnir um hækkanir á þjónustu, útseldri vinnu og á vöruverði. Fram undan eru ákvarðanir um búvöru- verð, fiskverðsákvörðun innan tiðar og almennir kjarasamningar hefjast nú um áramótin. Um þessa helgi hefur Alþýðusambandið haldið sambandsstjórnarfund og kjaramálaráðstefnu. Það er alveg ljóst, að mikið er i húfi að stjórnmálamenn taki af fullri alvöru og ábyrgð á þeim skyldum sin- um að mynda hið fyrsta starfhæfa rikisstjórn, sem taki sér fyrir hendur að halda áfram starfi fyrri vinstristjórnar að sigrast á verðbólgunni i áföngum og án þess að skerða atvinnuöryggið eða kaupmátt láglauna. Allir munu skilja það i sjálfu sér, að nauð- synlegt verði að vanda undirbúning og málatilbún- að nýrrar vinstristjórnar, en almenningur treystir þvi að fulltrúar flokkanna sem i hlut eiga gangi til verks af heilindum og drengskap. Menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að þvi lengur sem það dregst að gripið verði á vandamál- unum af festu og ábyrgð, þeim mun örðugari verða þau viðfangs og þeim mun harðar verður að taka i taumana. Þær áhrifamiklu ákvarðanir sem teknar verða um verðlag og laun nú þegar upp úr áramót- um verður mjög erfitt að taka ef ekki er fyrir hendi samhent rikisstjórn sem vill taka á málunum með hag heildarinnar fyriraugum. JS Erlent yfirlit Kurteisisheimsókn vekur umtal Frakka Um hvað ræddi Mitterand við Chirac? 1974 kepptu þeir þannig til þrautar Giscard og Mitterand. Ef Mitterand tekst aftur aö veröa i framboöi fyrir vinstri flokkana, eins og hann stefnir aö, má búast viö, aö þeir Gisc- ard eigi aftur eftir aö keppa til þrautar 1981. En hvaö gera Gaullistar þá, aö Chirac fölln- Kjósa þeir allir Giscard eins og 1974? Þetta er nú dregiö mjög I efe. Kurteisisheimsókn Mitter- ands til borgarstjórans I Paris er sett i samband viö þetta. Er andúö Chirac á Giscard oröin svo mikil, aö hann kjósi heldur* að styöja Mitterand en Giscard undir slikum kringumstæöum? FRAM aö þessu hefur Giscard veriö talinn öruggur um endurkjör 1981.NÚ er þetta á lit heldur aö breytast. Fleira hefur oröiö honum mótdrægt aö undanförnu en deilan viö Chir- ac. Einkum hefur þáttur Frakka I byltingunni i Miö-Afriku reynzt honum erfiö- ur. Giscard er ekki gagnrýndur fyrir þaö aö hafa steypt Bokassa af stóli, heldur fyrir hitt aö hafa stutt hann eins lengi og raun varö á, þrátt fyrir glæpaferil hans. Það er þó öllu verra, aö nú viröist komiö i ljós, aö Giscard og vandamenn hans hafa orðiö uppvisir aö þvi aö þiggja stórgjafir af Bokassa. Giscard hefur undanfariö reynt aö gera hreint fyrir sinum dyrum með þvi aö svara spurn- ingum fréttamanna franska rikisútvarpsins. En blööin láta sér þaö ekki nægja. Þau benda á, aö útvarpið er undir ströngu aöhaldi rikisstjórnarinnar og fréttamönnum þess beri þvi varlegaaötreysta. Hversvegna efnir Giscard ekki til opins bla öamannafundar? Sökum þess, aö Giscard hundsar blööin þannig, keppast þau viö að kanna fortfö hans og samskipti hans viö Bokassa. Sitthvaö bendir til, aö þau samskipti geti oröiö Giscard óþægileg. Þ.Þ. Mitterand ÞAÐ VAKTI mikiö umtal i Frakklandi fyrir nokkrum dög- um, þegar Francois Mitterand, leiðtogi franskra sósialista, fór I svokallaöa kurteisisheimsókn til borgarstjórans i Paris. Astæðan til þess var sú, aö borgarstjórinn I Paris er enginn annar en Jacques Chirac, for- ingi Guallista. Fram aö þessu hefur þótt vera litil vinátta milli þessara tveggja stjórnmálafor- ingja, en heimsókn Mitterands gat gefið til kynna að þetta væri eitthvað breytt. Yfirleitt var lika álitiö, aö hér heföi veriö um annaö og meira aö ræöa en kurteisisheimsókn. Þaö gaf slikum orörómi byr I seglin, aö nýlokiö var meö óv- enjulegum hætti afgreiöslu fjár- laganna fyrir 1980. I meðferö þingsins haföi fjárlagafrum- varpiö veriö harölega gagnrýnt og það ekki aöeins af komúnist- um og sósialisum, heldur engu slður af Gaullistum, þótt þeir séu annar stjórnarflokkurinn. Það gat þvl brugöizt til beggja vona, hver fjárlagaafgreiöslan yrði. Giscard forseti geröi sér þá litið fyrir og gaf yfirlýsingu um, aö f járlagafrumvarpiö væri oröið aö lögum. Samkvæmt stjórnarskrárákvæöi, sem de Gaulle setti á sinum tima, er forsetanum heimilt aö gera þetta og veröur ákvöröun hans ekki hrundiö, nema þingiö samþykki vantraust á rikis- stjórnina. Þá missir yfirlýsing forsetans gildi sitt. 1 raun voru þaö Gaullistar, sem voru hér grátt leiknir. Þeir vildufá breytingar á frumvarp- inu, en geta úr þessu ekki fengið þær fram, nema meö þvi aö samþykkja vantraust á stjórn- ina, ásamt komiinistum og só- slalistum. Þaö geta þeir hins vegarilla gert, eins og ástatter. ÞAÐ þykir vist, aö viö þetta hefur enn versnað sambúðin milli Giscards forseta og Chir- acs borgarstjóra. Af er nú sú vinátta, þegar Chirac klauf flokk sinn 1974 og gekk til liös viö Giscard gegn frambjóöanda Gaullista. Þaö réöi mestu um, aö Giscard náöi kosningu. Chir- ac hlaut forsætisráöherraem- bættiö aö launum, en fljótlega eftir það reis upp deila milli þeirra, þvi aö báöir vildu ráöa. Sumariö 1976 kom til sliks ó- samþykkis milli þeirra, aö Chir- Chirac ac sagöi af sér sem forstæisráö- herra. Hann sneri sér þá aö þvi aö ná forustunni hjá Gaullistum og tókst honum þaö. Siðustu misserin hefur ósam- komulag þeirra sifellt aukizt. Þegar Giscard hugöist koma einum vina sinna aö sem borgarstjóra i Paris og bauö hnn fram I nafni miöfylkingar- innar,geröi Chirac sér litið fyrir og fór i framboö á móti honum. Chirac vann.Nú benda öll sólar- merki til, aö Chirac ætli að bjóöa sig fram gegn Giscard I forsetakosningunum 1981. Forsetakosningarnar fara þannig fram, aö fái enginn frambjóöandinn meirihluta, verður aö kjósa aftur um þá tvo, sem fengu flest atkvæöi. Áriö

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.