Tíminn - 09.12.1979, Síða 10

Tíminn - 09.12.1979, Síða 10
10 Sunnudagur 9. desember 1979 Sveinn ólafsson Magnús Torfason Þorleifur Jónsson, Jörundur Brynjólfsson Asgeir Asgeirsson ÞINGMANNALÝSINGAR í STEINGRÍMSSÖGU Hér á eftir verða gripnar nokkrar mannlýsingar og kynningar þingmanna i Steingrims-sögu, flestar frá þinginu 1931, en er þó aðeins litið sýnishorn af þingmannalýsingunum i bókinni. Vitrastur þingmanna „Næst veröur mér aö minnast þingmanna Sunnmýlinga, sem báöir fýlgdu Framsóknarflokkn- um. Sveinn ólafsson, bóndi og umboösmaöur i Firöi.var aldurs- forseti á Alþingi 1931, þá 68 ára. Sveinn Ólafsson var öldurmann- legur ásýndum, alhvitur á hár og skegg, haföialskegg fremur gisiö ogrytjulegt. Andlit ekki fritt, rist djúpum rúnum, gáfuleg augu og mikiö enni. Sveinn var tæpur meöalmaöur, fremur grannvax- inn og ekki mikill fyrir mann aö sjá viö fyrstu sýn. En þegar hann flutti ræöur, veittu menn honum fljótt eftirtekt. Rómurinn djúpur, iviö dimmur. Talaöi hægt meö á- herzlum. Hann byggöi ræöur sin- ar vel, rökfastur meö afbrigöum, enda v ar Sveinn d júpvitur m a öur. Hyggégekkiofmælt.aöhann hafi þá veriö vitrastur þingmanna. Sveinn þótti nokkuö Ihaldssamur I mörgum málum. Uröu árekstrar milli min og Sveins alloft þessi þrjú þing, sem viö sátum saman. Sérstaklega varö rimma milli okkar út af ábúöarlagafrum- varpi. Sveinn vildi sem minnstar og helzt engar breytingar frá gömlu lögunum. Taldi hann skoö- anir minar og margra annarra hinar fráleitustu, hreinan komm- únisma.sem væri stórhættulegur. Sneri hugsandi upp á skeggið Annar þingmaöur Sunnmýl- inga, Ingvar Pálmason, útvegs- bóndi, Noröfiröi, var um fátt Sveini likur nema þaö, aö báöir voru hinir mestu heiöursmenn, sem ekki máttu vamm sitt vita. Ingvar var þá tæplega sextugur aö aldri, meöalmaöur á hæö, þrekvaxinn, sköllóttur. Andlitiö breitt, ekki fritt, djúpar hrukkur en óreglulegar, og virtust andlits- drættirnir þvi eins og stangast á. Ég get þvi ekki sagt aö heildar- svipur Ingvarsbyöi góöan þokka. Hann haföi yfirskegg mikiö, fitl- aöi hannoft viö aö snúa upp á þaö. Ingvar mun ekki hafa veriö nema Imeöallagi greindur.enhaföi afl- aö sér mikillar reynslu um ýmis mál, einkum útgeröarmál. Hann var tillögugóöur og ráöhollur og viidi aldrei annaö en þaö, sem hanntaldi satt og rétt. Ingvar var frjálslyndur, hleypidómalaus og hinn mætasti maöur, sem vann sér aukiö traust viö vaxandi kynni. Héraðshöfðingi með óbifanlegriró Þegar minnzt er þingflokks Framsóknarmanna áriö 1931 mun enginn gleyma Þorleifi Jónssyni, bónda i Hólum, þingmanni Aust- ur-Skaftfellinga. Þorleifur var þá maöur hátt á sjötugsaldri, tæpu ári yngri en Sveinn i Firöi. Þor- leifur var rifur meöalmaöur á hæö, grannvaxinn, hreyfingar hægar en ákveönar. Þegar hann gekk, virtist hann liöa áfram, teinréttur og spengilegur. Þor- leifur var dökkur yfirlitum og lit- iö hæröur, þrátt fyrir háan aldur. Andlitiö mjótt, nefiö þunnt og hvasst aö framan. óbifanleg ró hvildi yfir Þorleifi, andlitsdrættir hans voru reglulegir, en báru jafnframt vott um festu. Litla at- hygli vakti Þorleifur viö fyrstu sýn, jafnvel mun sumum hafa virzt hann vera hálfgert rolu- menni, öruggt ,,atkvæöi”,en ekk- ert meir. Viö kynningu fékk ég allt annaö álit á Þorleifi. Hann er vel greindur, gætinn maöur, sjálfstæöur i skoöunum, reynir á- vallt aö gera sér grein fyrir hverju máli og fylgja þvi, er hann telur sannast vera. Ræöumaöur var Þorleifur litill, röddin veik, dálitiö nefmælturog framsetning áhrifalitil. Heima I héraöi hefur Þorleifur veriö héraöshöföingi i meira en hálfa öld viö vaxandi traust og viröingu. Hann lifir enn, hátt á niræöisaldri, stundar ýmis störf enn þá og skrásetur endur- minningar sinar. Vafningalaus herðimaður Lárus bóndi Helgason á Kirkju- bæjarklaustri, þingmaöur Vest- ur-Skaftfellinga, var um fátt likur Þorleifi starfsbróöur sinum. Lár- us virtist vera meöalmaöur á hæö, en mun hafa veriö nokkru meira, samanrekinn, heröibreiö- ur og þykkur undir hönd, vööva- mikill og án efa afrenndur aö afli. Höfuöiö allstórt, þvi sem næst ferkantaöandlit.Svartur á hár og skegg, litiö farinn aö hærast, haföi litiö efrivararskegg, enniö lágt, augunlitil oglágu innarlega, djúpir ennisskútar. Röddin var mikil, dimm og sterk. Lárus vakti hvarvetna eftirtekt, vöxtur hans og yfirbragö var slikt. Hann var mjög öruggur i framgöngu, gætti nokkurs yfirlætis i hreyfingum hans og fasi, en sllkt fór Lárusi I raun og veru vel, svipur hans allur var sllkur. Vitmaöur var Lárus ekki mikill, mun hann litt hafa fengizt viö aö skyggnast undiryfirborö viöfangsefnanna — eöa kryfja hlutina vendilega. Lárus var fljótur aö taka ákvarö- anir, og var aidrei i vafa um, aö hans skoöun væri sú eina rétta. En öörum þræöi var Lárus ótrú- lega talhlýöinn. Notuöu mót- flokksmenn hans sér þaö oft, fengu hann til þess aö fylgja sln- um málum, skjölluöu hann meö þvi aö mestu mennirnir létu ekki flokksböndin binda sig. Taldi Lárus þaö vott sjálfstæöis sins og mikilmennsku aö hiröa ekki um ákvaröanir sins flokks nema aö vissu marki. Gallinn var bara sá, aö Lárus vantaöi vitsmuni til þess aö fara þannig aö, féll hann þvl æöi oft I laungryfjur andstæö- inganna. Lárus var allmikill drykkjumaöur, hygg ég aö hann hafi drukkiö vln daglega þessi þing, sem viö vorum saman. Sjaldan sá vin á Lárusi, en ef hann neytti þess aö ráöi, varö hann enn dekkri I andliti og hvat- ari til orös. Oft vildi Lárus gefa mér I staupinu, var þaö spíritusblanda, sem hann drakk. Aldrei veröur Lárus talinn meö merkari þingmönnum, en sem stórbónda og gestgjafa I Kirkju- bæjarklaustri og sem forgöngu- manns margra framfaramála Vestur-Skaftfellinga mun hans lengi minnzt. Lárus var rúmlega fimmtugur aö aldri, þegar viö kynntumst 1931. Veðurviti flokksins Næst veröur mér aö minnast Arnesingagoöans, Jörundar Brynjólfssonar, bónda I Skálholti, Jörundur var þá hátt á fimmtugs- aldri. Ariö 1916 var hann kosinn á þing fyrir Alþýöuflokkinn i Reykjavlk, stundaöi hann þá kennslustörf þar. Ariö 1919 fluttist hann austur i Arnessýslu og hóf búskap. Flutti fáum árum síöar i Skálholt og bjó þar miklu búi. Jörundur var hár maöur vexti, grannur, hálf krangalegur og skarpholda. Andlitiö fremur smátt, eins og dálitiö saman- herpt. Andlitsdrættir ekki hreinir, mátti glöggt greina, aö þar voru ýmis veörabrigöi. Jörundur haföi góöa greind og var undirhyggju- maöur nokkur. Þaö tók hann ekki mörg ár aö hafa fataskipti, þegar hann fluttist úr Reykjavik austur I Arnessýslu. Eftirfá ár var hann oröinn eldheitur Framsóknar- maöur og þingmaöur kjördæmis- ins. Ekki þótti mér Jörundur skemmtilegur ræöumaöur, var honum þóléttummál.Hann haföi málskrúö mikiö I ræöum slnum, kryddaöi meö fornum oröatil- tækjum, en oft var erfitt aö vita hvaö Jörundur raunverulega Hannes Jónsson meinti, þótt hann væri búinn aö tala langt mál, Jörundur var klókur og r eyndi aö nota sér klók- indin, var hann oft nefndur veöur- viti flokksins um ýmis pólitisk vandamál. En aö hálfu leyti var þetta nafn notaö sem hnjóösyröi um Jörund, þvi aö fáir vildu treysta honum fullkomlega hann lagöi sig allmjög fram um aö ná vinfengi og trausti andstæöing- anna, einkum vissra manna i Sjálfstæöisflokknum. Jcrundur var forseti neöri deildar Alþingis. Gegndi h ann þvi starfi meö mestu prýöi, var röggsamur fundar- stjóri, skýr og glöggur, ef hann þurfti aö kveöa upp úrskurö, og yfirleitt ágætur forseti. Málsvari smælingja Samþingismaöur Jörundar Brynjólfssonar var þá Magnús sýslumaöur Torfason, átti hann heimili á Eyrarbakka. Magnús var þá aldraöur oröinn, 63 ára, en bar aldurinn vel. Hann var hár maöur vexti, þrekinn, gekk tein- réttur, tiginn i fasi. Höfuöiö var mikiö, sat á löngum hálsi, hvitur fyrir hærum, meö stuttklippt efri- vararskegg. Andlitiö rist djúpum rúnum, fremur ófrltt, en kempu- legt. Nokkurs yfirlætis kenndi i framkomu Magnúsar allri, en fór honum þó raunar vel, þvi aö þaö var hvorki mont né gort, heldur tilfinning hans um eigin dug og sjálfstæöi. Bar allmikiö á fornum embættissvip á Magnúsi, en svo mikil karlmennska og öryggi fylgdi, aö ég kunniþví vel. Röddin var einkennileg, hálfhás og eins og slitnaöi sundur, þegar hann talaöi. Ræöur hans báru keim af þessu, — fylgdu einkennilegir rykkir I lok setninga. Magnús haföi lengi veriö allmjög um- deild. Var fyrst sýslumaöur i Rangárþingi, þá á Isafiröi, en haföi nú um nokkur ár veriö yfir vald Árnesinga. Hvar sem hann var, vakti hann athygli, og var allmikill stormur um hann og flokkadrættir. Á Alþingi haföi hann setiö ööru hverjuslöan fyrir aldamót. Grófyrtur var Magnús, Bjarni Asgeirsson haföi gaman af aö segja sögur meö einkennilegu oröalagi og vildi þá g jarnan láta tviræö orö og klám fljóta þar meö. Höföingi mikill var Magnús, haföi yndi af gestum, veitti rikulega I mat og drykk, sem hann og notaöi sjálfur ósleitilega, en þoldi aö drekka hverjum manni betur. Þegar Framsóknarflokkurinn kom til valda 1927, var Magnús kosinn forseti sameinaös Aiþingis. En 1930 breytti meiri hiuti flokksins þessu, kaus þá Ásgeir Asgeirsson til þess aö stjórna á þúsund ára hátiö Alþingis það ár. Þetta sveiö Magnúsi mjög eins og von var til. Þaö var Tryggvi, Jón i Stóradal og þeirra menn sem þessu réöu. Þessu gat Magnús ekki gleymt eins og síöar kom fram. Magnús var mikill andstæöingur Ihalds- ins, enda lögöu Sjálfstæöismenn hann I einelti og reyndu aö gera honum allt til minnkunnar. Ég varö góöur kunningi Magnúsar. Þrátt fyrir sumt klúrt og rudda- legt i fari hans, fannst mér bera meir á réttsýni og drenglyndi, enda hefi ég þaö fyrir satt, aö hann hafi ávallt, alla sina löngu embættistlð, tekiö málstaö smæl- ingja og þeirra, er minna máttu sin. Hverjum manni ljúfari — með tvirætt bros Næst verður mér aö hverfa vestur I Vestur-lsafjarðarsýslu og minnast þingmanns þeirra Vestur-lsfiröinga, Asgeirs As- geirssonar. Asgeir var guöfræö- ingur aö menntun, en var skipaö- ur fræöslumálastjóri aö Jóni Þórarinssyni látnum. Hann var kosinn þingmaöur V.-lsfiröinga 1927 og var nú forseti sameinaös Alþingis. Asgeir var og er glæsi- legur maöur aö vallarsýn, fremur hár vexti, þrekvaxinn og feitlag- inn, ljós yfiriitum og vel farinn I andliti, oft lék tvirætt bros um varir hansog andlitiö allt. Asgeir er ágætum gáfum gæddur, hefir og menntun góöa. Ræöumaöur góöur, talaöi skipulega og rök- vist. Röddin er þó fremur veik og ræskirhannsig oft, er hann flytur ræöur. Ekki virtist Ásgeir eiga mörg brennandi áhugamál þegar viö kynntumst fyrst. Hitt mun nær sanni, aö honum þótti notalegt aö hreiöra um .sig innan Framsóknarflokksins. Björn Kristjánsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.