Tíminn - 09.12.1979, Qupperneq 11

Tíminn - 09.12.1979, Qupperneq 11
11 Sunnudagur 9. desember 1979 Hverium manni var Asgeir ljiif- ari í umgengni, hæglátur i framkomu, en þó glaövær og hýr. Varö honum þvi gott til vina, jafnt innan flokks sem utan. Vildi hann helzt engra hylli af sér brjóta. Þtítti okk- ur, sumum flokksmönnum hans, nóg um, hve lipur hann var og nærgætinn viö andstæö ingana. Ekki þurfti lengi aö kynn ast flokksstarfinu á sumarþing- inu 1931 til aö veröa þess var, aC litiö vinfengi var meö þeim Jónasi og Asgeiri. Viö okkur ný- liöana i þingflokknum lét Jtínas þaö ekki liggja i láginni, aö As geir væri hinn illi andi flokksins Lagöi hann Ásgeir i einelti, jós yfir hann skömmum á flokks- fundum og baktalaöi hann viö alla flokksmenn, sem til náöist. As geir striddi Jónasi og reyndi sem hann gat aö hleypa honum upp. enda s jaldan erfitt. Þótt tíg styddi Jónas af öllum mætti I þessum átökum innan flokksins, þá verí ég þó aö viöurkenna, aö mér virt- ist hlutur hans oftast verri. Gat ég ekki varizt þeirri hugsunaö Jónas ynni markvisst aö þvi, aö neyöa Ásgeir til þess aö segja sig úr flokknum og losna þannig viö hann sem áhrifamann þar. Þótt Asgeir hafi aö ýmsu leyti veriö „óheillakráka” I islenzkri pólitik og samningamakk hans til allra átta og meöfædd fhaldshneigö hafi alltaf veriö mér andstæö, þá met ég þó ávallt ýmsa kosti hans og álft, aö ómögulegt hafi veriö fyrir hann aö starfa i flokki meö Jónasi næstu árin, meö þeim völdum, sem Jónas haföi þá. Með hressilegan orrustublæ Þingmaöur Vestur-Húnvetn- inga var þá Hannes Jónsson, kaupfélagsstjóri á Hvamms- tanga, einkennilegur og sérstæö- ur aö mörgu leyti. Hannes var jafngamall mér, 38 ára, og haföi fyrst veriö kosinn á þing 1927. Hannes var mjög lágur vexti, en svaraöi sér vel, rauöbirkinn yfir- litum, kringluleitur,ekki ónettur i andliti, kuldalegt glott, sjálfbirg- ingslegt, lék oft um andlit hans. Fremur var Hannes stirömæltur en talaöi af talsveröum þunga: hann var illoröur og skömmóttur og hló oftast, er hann mælti fram mestu illmælin, eins og hann heföi nautn af aö kjamsa á þeim. Hannes haföi sæmilegar gáfur og var duglegur maöur, en vantaöi lagni og samvinnuþýöleik. 1 haldssamur var Hannes aö eölis- fari, en starf hans og aöstaöa haföi skipaö honum i Fram- sóknarflokkinn. Þótt Hannes væri þverlyndur og litt viö- mótsþýöur, var þó margt gott um hann. Þaö lék alltaf hressi- legur orrustublær um hann. Hreinn og beinn var hann, lét fjilka óspart, það sem honum þótti aö I þann svipinn, en var I raun og veru drenglyndur og tók svari manna, væri ráöist á þá meö illmælgi á bak. Þrátt fyrir mikinn skoðanamun undireins okkar I milli og harðar deilur, uröum viö þó góöir kunningjar. Og sparaði hvorugur annan Jón Jónsson, bóndi i Stóradal, var annar af tveimur landskjörn- um þingmönnum flokksins. Hinn var Jónas Jónsson. Þeir voru kosnir i landskjörskosningunum áriö 1930. Jón i Stóradal er ein- hver einkennilegasti maöur, sem ég hef kynnzt. Hann var litill maöur vextiog illa vaxinn, kýttur i heröum meö innfalliö brjóst og gekk ávallt nokkuö álútur. Jón var dökkur yfirlitum, svartur á hár með litiö efrivararskegg. Fremur ófriöur i andliti, en þaö var smátt og eins og þaö væri samanherpt. Jón haföi falleg augu, lifandioggreindarleg. Jón I Stóradal er einhver mesti ákafa- og áróöursmaður sem ég hef þekkt. Hann var harögreindur og fylginn sér, hikaöi aldrei viö aö beita hvaöa brögöum.sem var, til þess aö koma máli sinu fram. Hann haföi þá um skeiö veriö for- ingi Framsóknarmanna i Aust- ur-Húnavatnssýslu og mun þaö þá hafa veriö mest honum aö þakka, aö Framsóknarflokkurinn hélt kjördæminu, þótt ekki væri hann þingmaöur þess, heldur Guðmundur i Asi. Þegar hér var komið sögu, var fullur fjandskapur oröinn milli Jónasar og Jóns i Stóradal. Spar- aöi hvorugur annan, baknöguöu og rægöu hvor annan i eyru allra flokksmanna, er þeir náöu tíl, og jafnvel fleiri. Var fremur fúlt andrúmsloft kringum þá félaga þessi árin. Jón var mikill vinur Asgeirs og haföi mjög áhrif á Tryggva, og mun þá hafa stefnt markvisst aö þvi, aö Jónas hrökklaöist úr flokknum eöa yrði þar áhrifalaus. Um sættir milli þeirra var þviekki aö ræöa. Jón i Stóradal var góöur ræöumaöur, riacfastur og talaöi meö sannfær- ingarhreim og talsveröum hita, en fylgdi þó vel eftir. Jón var fljótur aö átta sig á málum og þvi ágæta vel fróður um þingmál. Hæfileikar Jóns voru slikir, aö hann hlaut aö veröa áhrifamaður hvar i flokki, sem hann var, en styrr og sundurlyndi mátti búast við aö fylgdi honum. Jón i Stóra- dal var hálffimmtugur, er viö hittumst á Alþingi 1931. Hann varö ekki gamall, lézt úr krabba- meini um 1940, en allmikil sam- skipti áttum viö áöur en vegir skildu til fulls. Gæðamaðurinn orðhagi Bjarni Asgeirsson, þingmaöur Mýramanna, var sá þingmaöur flokksins, er ég þekkti bezt áöur en ég kom á þing. Hann náöi kosningu i Mýrasýslu 1927, og tók ég allmikinn þátt i þeim kosn- ingabardaga. Höfðum við Bjarni starfaö talsvert saman aö félags- málum I Borgarfiröi áöur. Bjarni var fertugur aö aldri. Hann var meöalmaöur á vöxt, ljós yfirlitum og friöur maöur i andliti. Mátti segja, aö hvar sem á hann var lit- iö, svaraöi hann sér hiö bezta, en ekkert var stórbrotið viö Bjarna, heldur var þaö snyrtimennska og gæöi, sem einkenndu hann. Bjarni er oröhagur maður, ágæt- ur hagyröingur og mjög lipur ræöumaöur sérstaklega laginn aö flytja góöar tækifærisræöur. Hins vegar vantar kraft og skörungs- skap, ef um haröar deilur er aö ræöa. Mér var þá aö sjálfsögöú ókunnugt, hve mikiö viö Bjarni áttum eftir aö starfa saman. Viö vorum góöir kunningjar. Hefur vinátta ávallt haldizt meö oldcur, hvers konar samstarf, sem viö höfum átt. Eitt einkenndi Bjarna og var honum alltaf erfiöur hlekkur um fót. Hann var ævin- lega i peningavandræöum, alltaf meö ótal vixla gangandi. Þetta var allmjög áberandi og þvi ein- kennilegra sem Bjarni haföi oft töluvert fé handa milli, eins og þegar hann seldi Reykjavlkurbæ jaröhitaréttindin á Reykjum. Sr . Sveinbjörn Högnason ólafur Thors Komið að nýliðunum Ég hef þá minnzt þeirra þing- manna Framsóknarflokksins, sem einhvern þingmannsferil áttu aö baki, þegar Alþingi kom saman sumariö 1931. Þaö voru þeir, sem mótaö höföu stefnu og störf fbkksins aö undanförnu. En svo voru þaö viö nýliöarnir fimm aö tölu. Skal nú farið nokkrum oröum um þá. Vil ég þá fyrst nefna Björn kaupfélagsstjóra Kristjánsson á Kópaskeri, þingmann Norö- ur-Þingeyinga. Björn var þá rúmlega fimmtugur að aldri, hár maöur vexti, fremur feitlaginn, ljós yfirlitum. Andlitsdrættir báru mjög ættarmót Vikinga- vatnsættarinnar. Ráðamikill héraðshöfð- ingi Fyrirmennskusvipur var á Birni. Leyndiþaö sérekki, aöþar fór maöur, sem haföi mikil mannaforráö I héraöi, enda var þaö svo, aö Björn haföi þá um langt skeið veriö héraöshöföingi. Miklar umbætur höföu hin siöustu ár veriö geröar á félagssvæöi Kaupfélags N.-Þingeyinga. Var Björn kaupfélagsstjóri frum- kvööull þeirra. Hann mun hafa verið nokkuö ráörikur, en fór alltaf vel með vald sitt. Björn var mjög geörikur maöur og alltaf eitthvaö órólegt viö hreyfingar hans og framkomu. Ekki var Björn mikill ræöumaöur, en tal- aöi alltaf af hita og sannfæringar- krafti. Björn er einhver mesti heiðursmaður sem ég hef kynnzt. Strangheiðarlegur til orös og æöis, var hann þvi meir virtur, sem menn kynntust honum nán- ar. Asnaspark Jónasar Benedikt Sveinsson haföi um langt skeiö veriö þingmaöur N.-Þingeyinga oghin siöustu árin talizt til Framsóknarflokksins, þótt ekki væri hann stranglega flokksbundinn. Jónas Jónsson heimtaöi, aö Benedikt yröi látinn vikja, og fékk Björn til þess aö bjóöa sig fram á móti frænda sinum. Beneditkt bauö sig þvi einnig fram sem Framsóknar- maöur, en féll meö tiltölulega litl- um atkvæðamun. Þetta frum- hlaup Jónasar varö til þess aö spyrna öllu fólki Benedikts frá Framsóknarfloknum en áö- ur voru synir hans mjög nærri okkar flokki. Ég tel aö Jónas hafi þarna gert eitt sitt mesta asna- spark,þvi aö sennilega heföi ver- iö hægt aö tryggja þá Benedikts- syni, ef ekki heföi á þennan hátt verið sparkaö i fööur þeirra. Ég tel þvi aö hér hafi veriö framin stjórnmálaleg afglöp, þtítt það skuli viöurkennt, aö Björn Kristjánsson var I alla staöi hinn prýöilegasti þingmaöur,"til sóma fyrir stétt sina og-héraö. Staupastór málvíkingur Bergur Jónsson sýslúmaöur i Patreksfiröi var kosinn þingmaö- ur Baröstrendinga áriö 1931. Hákon bóndi Kristófersson I Haga haföi um langt skeiö veriö þingmaöur þeirra, en nú féll hann meö mestu ósköpum, svo aö Bergur haföi tvöfalt at- kvæöamagn á viö Hákon. Berg- ur var ungur aö aldri, aöeins 32 ára, hár maöur vexti, þrek- inn og heröabréiöur, dökkur yfirlitum, friöur, en þó mikill I andliti. Hinn glæsilegasti maö- Framhald á bls. 23. Héöinn Valdimarsson Þeir létu fara vel um sig i SKYLINE stólunum i Sjónvarpssal Ný sending af norskum SÓFABORÐUM HÚSGAGNASÝNING í dag kl. 2-5 Full verslun af allskonar húsgögnum. Verið velkomin .SlfeiEm. m Smiðjuvegi 6 Ef þú vilt slappa virkilega af og njóta hvildar, hvort sem er við lestur góðra bóka, handavinnu, loka augunum og hlusta á góða tónlist, eða biða eftir kosningaúrslitum þá er SKYLINE-STÓLLINN sá rétti. Komið og kynnist þessum undur þægilega og fallega stól — Simi 44546

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.