Tíminn - 09.12.1979, Qupperneq 13

Tíminn - 09.12.1979, Qupperneq 13
Sunnudagur 9. desember 1979 13 lögreglan kálaöi reyndar nýlega i skotbardaga, tókst aö flýja fyrir samfellda röö mistaka innan fangelsisins. „Ef viö gripum til öryggisráðstafana á borö viö þær, sem Bandarikjamenn nota, yrði sennilega bylting hjá okkur. En ýmislegt mætti taka upp svo sem talstöðvarkerfi milli fangavaröa, sem er ekki annað en neyöarsimi. Kerfið fer sjálfkrafa i gang, ef vörður er beittur ofbeldi. — Ann- að, sem mér fannst athyglisvert snýr að föngunum sjálfum og mannréttindum þeirra. Um leiö og maður er tekinn fastur og settur inn er honum boðið að hringja i einhvern náinn til þess að láta vita af sér. Ef hann á engan að getur hann strax fengið samband við lögfræðing fangelsisins. Þetta þýöir að maðurinn er ekki alveg einn á valdi örlaga sinna. Manson æ við það sama Peyrefitte ræddi við marga fanga i þessari ferð, m.a. Manson, morðingja leikkonunnar Sharon Tate. „Mér sýndist hann nú vera snargeggjaður. Ég spurði hann, hvort hann notaði timann i fangelsinu til þess að lesa og fræðast. Og svaraði hann þvi til, að hann vissi allt. Þá spurði ég hann, hvernig hann færi að þvi, að vita allt. Og sagðist hann vera i beinu sambandi við himininn. Ég skoðaði myndir af honum fyrir ca 10 árum og hefur hann litið breytst miðað við þær. Lifs- tiðarföngum er oft sleppt, þegar þeir hafa setið inni i tiu ár, en Manson er enn álitinn með hættu- legustu föngum i Bandarikjunum og verður ekki látinn laus.” Frakkar dæma enn barna- morðingja til dauða og dauða- refsing er enn við lýði i 36 af 50 fylkjum i Bandarikjunum. Sum þessara fylkja höfðu afnumið dauðarefsingu, en siðan tekið hana upp aftur. Hugsjónir renna út i sandinn Um reynslu sina hafði Peyre- fitte annars þetta að segja: Bandarikjamenn, sem voru frumkvöðlar þess, að litið yrði á fangelsi sem endurhæfingarstöð eða stökkpall út i lifið á ný, hafa skipt um skoðun. Arangurinn af þessari fögru hugsjón, hefur eng- inn orðið. Þaö þýðir ekki að neyða menntun upp á peinn. Nýja kenningin, sem Banda- rikjamenn hafa aðhyllst i þessum efnum, er eftir Morris nokkurn, prófessor i Chicago og byggist hún á þvi, aö menn afpláni dóma að fullu innan fangelsis. Hingað til hafa menn getað stytt fanga- vist sina, ef hegðun hefur verið sérstaklega til fyrirmyndar, Morris telur, að góð hegðun sé of ódýr lausn fyrir fangann. Fangelsi skóli menn i glæpum nú þegar, en óþarft sé að bæta við þjálfun i leikrænni tjáningu. Það hefur nefnilega sýnt sig, að harð- sviruðust glæpamenn hafa tekið upp á þvi að leika algjöra engla innan fangelsis, stytta þannig fangavist, en sýna strax sitt rétta andlit er út i lifið er komið. Nú er i ráði að menn afpláni dóma að fullu, en geti endurhæft sig að vild þann tima. Peyrefitte bætti þvi við, að Svíar og Danir væru alveg að gefast upp á sibrotamönnum, sem aldrei afplánuðu fangavist sina að fullu. „Amerikanar hafa aldargamla reynslu i þessum efnum og þeir ætla sér aö snúa blaðinu við. Ósk- ir um endurhæfingu meðan á fangavist stendur á her eftir að koma frá föngunum sjálfum. Þeir geta lært það sem þeir vilja, tungumál, iðngreinar, eða raf- eindafræði. En ósk um það verður aö koma frá þeim sjálfum. Og það sem meira er. Afbrota- menn verða að sitja inn I samræmi við þunga lögbrota. Gamla góða kenningin um það að afbrotamaðurinn sé ekki einn sekur, heldur þjóðfélagið i heild, er úr sögunni.” Flþýddi Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði Endurhæfingastofnun Hjúkrunarforstjóri óskast til starfa frá 1. april 1980. Húsnæði til staðar sé þess óskað. Umsóknir sendist fyrir 1. janúar n.k. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf til stjórnar Heilsuhælis NLFÍ c/o Friðgeir Ingi- mundarson, Heilsuhælinu Hveragerði. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfor- stjóri og framkvæmdastjóri i sima 99-4201. Lokað vegna jarðarfarar Verslanir okkar og skrifstofa verða lokað- ar á morgun, mánudag, frá kl. 12.30-15 vegna jarðarfarar. ''aupfélag Reykjavíkur og nágrennis Bókafrétt Steingríms Saga og sex aðrar nýjar bækur STEINGRÍMS SAGA Sjálfsævisaga Steingríms Steinþórssonar forsætisráðherra Brýtur í blað í íslenskri ævisagnaritun Þegar Steingímur Steinþórsson féll frá lét hann eftir sig handrit að ævisögu sinni. Hann hélt lengst af dagbækur og byggði sögu sína á þeim. Ævisaga Steingríms er því skráð eftir heimildum sem ritaðar voru í hita baráttunnar frá degi til dags og í sögunni er ekkert undan dregið. Steingrímur er opinskár og einlægur og fjallar á þann hátt um menn og málefni að bók hans á fáar sér líkar. Hann hlífir engum og allra síst sjálfum sér. STEINGRÍMS SAGA ER ÍSLENSK STÓRSAGA Roy Hattersley: NELSON flotaforingirin mikli Nelson er einn af mestu sæ- görpum allra tíma. Þrír miklir sigrar hans í orrustunum við Níl, Kaupmannahöfn og Trafalgar tryggðu honum frægð og þakk- læti föðurlandsins. Áhrif Nelsons á gang veraldarsög- unnar eru ótvíræð. Hannes Pálsson frá Undirfelli VOPNASKIPTI OG VINAKYNNI Andrés Kristjánsson skráði Hannes rekur misvirðasama og margþætta lífssögu sína af mik- illi ósérhlífni, opinskáu hrein- lyndi, glöggskyggni og heiöar- leik — og án feluleiks eða tæpi- tungu um menn og málefni — einnig um sjglfan sig. Per Sundböl: ÍSLANDSPÓLITIK DANA 1913-18 Þessi bók varpar nýju Ijósi á sjálfstæðisbaráttu íslendinga og kallar marga stjórnmálamenn fram á sjónarsviðið. Þetta er þörf bók sem á erindi^við alla sem unna íslenskri sögú. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur, þýddi. Jón Bjarnason frá Garösvík: BÆNDABLÚÐ Það er þjóðlegur fróðleikur, kraftur og kitlandi kimni í bók þessa norðlenska bónda. Hann segir forkostulegar sögur af fólki og fénaði og varpar skemmtilegi Ijósi á það líf sem lifað var í landinu til skamms tíma. Örn og Örlygur Vestungötu42 s 26722 Sigurgeir Magnússon: ÉG BERST Á FÁKI FRÁUM Fjörhestar- og menn Þessi bók hefur á sér öll ein- kenni þeirra ritverka um hesta sem minna á bókmenntir um konur, en jafnframt talar höf- undurinn tæpitungulaust um ýmislegt sem hann telur að mætti betur fara hjá hesta- mönnum og forsvarsmönnum þeirra. Metsölubókin: UPPREISN FRÁ MIÐJU Frá því að bók þessi kom út í Danmörku í febrúar 1978 hefur hún vakið óskipta athygli víða um heim og selst í metupplög- s um. Höfundar hennar lýsa nýrri | þjóðfélagsgerð og skilgreina þá I þróunarleið ýtarlega og undan- f bragóalaust. Ólafur Gíslason í þýddi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.