Tíminn - 09.12.1979, Side 14

Tíminn - 09.12.1979, Side 14
Sunnudagur 9. desember 1979 „Ég vona að við séum menn til þess að standa við loforðin” Jóhann Einvarösson ásamt Vigdlsi dóttur sinni.— Tímamynd: Róbert. — spjallað við Jóhann Einvarðs- son bæjarstjóra i Keflavík og nýkjörinn alþingismann Hinn glæsilegi sigur Framsóknarf lokksins í alþing- iskosningunum um siðustu helgi/ eða aðventukosning- unum eins og kosningar þessar hafa verið nefndar, ætti að vera flestum í fersku minni. I kosningunum endurheimti Framsóknarflokkurinn sitt fyrra fylgi, bætti við sig fimm þingsætum og varð næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins á ný. Er alþingi kemur saman eftir helgina, munu átta nýir þingmenn taka sæti á alþingi fyrir Framsóknarflokkinn og mun vera langt síðan slík endurnýjun hefur átt sér stað í f lokkn- um. Einn þeirra manna sem nú tekur sæti á Alþingi er Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri í Keflavfk, en hann skipaði sem kunnugt er efsta sæti á lista Framsóknar- flokksins i Reykjaneskjördæmi. Við ræddum við Jó- hann á heimili hans nú fyrir helgina og spurðum hann aðsjálfsögðu fyrst að þvi hvort kosningaúrslitin hefðu komið honum á óvart. Fólk vill bein tengsl við frambjóðendur „Ég var orbinn trúabur á aö ég væri nálægt þvi aö komast inn, þannig aö úrslitin hér i Reykjanesi komu mér i sjálfu sér ekki á óvart, en ég neita þvi ekki, aö úrslitin úti á landi voru mun betri en ég haföi þoraö aö gera mér vonir um”. — Veröa ekki gerðar meiri kröfur til Framsóknarflokksins en áöur i kjölfar þessa sigurs? — Þaö má búast viö þvi og ég vona bara aö viö séum menn til aö standa viö það sem viö lofuö- um. — Nú er mér sagt, aö heim- sóknir ykkar, frambjóöenda Framsóknarfiokksins, á vinnu- staöi í kjördæminu hafi mælst sérstaklega vel fyrir. Er von á þvi, aö þessum fundum veröi haidið áfram nú eftir kosning- ar? „Það er rétt, að þessir vinnu- staöafundir- voru sérstaklega ánægjulegir og það var reyndar eitt af minum fáu kosninga- loforðum, aö halda þessum heimsóknum áfram. Ég varð var við að fólk vill bein tengsl viö frambjóðendur og þingmenn i stað þess aö fá allar sinar upp- lýsingar i gegnum fjölmiöla og þaö er von min, að ég hafi tæki- færi til þess aö halda þessum heimsóknum áfram”. — Var fólk ekkert tortryggiö yfir þessum skyndilega áhuga frambjóöenda fyrir kosningarn- ar og heimsóknum á vinnustaö- ina? „jú, þvi er ekki að neita og ég veit til þess, aö margir voru rækilega minntir á þetta. Hvað okkur frambjóöendur Fram- sóknarflokksins snertir, þá sluppum viö vel frá þessum fundum, þó að oft hafi orðið fjörugar umræður. Fólk vissi sem var, að viö sem skipuðum þrjú efstu sæti á lista Fram- sóknarflokksins vorum allir i framboði i fyrsta skipti og fannst þvi sjálfsagt að gefa okk- ur tækifæri. Ég vona bara að viö reynumst þessa trausts verðir, og að heimsóknir á stærstu v.innustaöina i kjördæminu verði fastur liöur i starfi okkar i framtiöinni”. Bölvaði i hljóði þegar Albert stal senunni Nú var þessi kosningabarátta aö mörgu leyti frábrugöin þvi sem menn áttu aö venjast og ef ég man rétt, þá voruö þiö fram- bjóöendurnir m.a. fengnir tii þess aö taka þátt i vftakeppni i Laugardalshöllinni. Má ekki segja, að kosningabarátta sem þessi gangi út f öfgar? „Það má e.t.v. segja þaö, en þvi er ekki aö neita, að ég haföi lúmskt gaman af þvi þegar ég hitti ofan i körfuna i vitakeppn- inni og ég bölvaði lika i hljóði þegar Albert Guömundsson stal senunni með þvi að sparka bolt- anum ofan i körfuna frá miðju”. Nú ert þú tiltölulega nýfluttur hingaö til Keflavikur. Hvernig kanntu viö þig hér á Suðurnesj- unum? „Ég kann mjög vel viö mig hér. Viö höfum eignast góöa vini og kunningja og börnin una sér vel. Ég tel mig eiga orðið heima hér í Keflavík, þó að ég sé fædd- ur i Reykjavik og hafi áöur ver- ið búsettur á ísafirði. Kostirnir viö að búa hér eru i minum aug- um ótviræðir, Voru þaö ekki mikil viöbrigöi fyrir ykkur aö flytjast hingaö frá isafiröi? „Það er óneitanlega allt öðru vlsi að búa hér, en á Isafiröi. Einangrunin þar og allar sam- göngur voru allt öðru visi en hér á flatneskjunni og asinn hér og i Reykjavik er lika miklu meiri en á Isafiröi. Þaö var einhver góður maður sem sagði einu sinni viö mig, aö á ísafiröi væri fariö eftir almanakinu, en i Reykjavik væri farið eftir klukkunni. Ég man ekki hver þetta var, en hvaö sem þvi liöur, þá held ég að hann hafi hitt naglann á höfuðiö. Meö þessu er ég þó ekki aö segja, aö þaö sé slæmt aö búa á tsafirði, þvert á móti leið okkur ákaflega vel þar, eignuöumst góöa Vini og viö eigum ekkert nema góðar minn- ingar þaöan”. Fer á völlinn og hvet strákana i iBK Hvaöa málum munt þú berj- ast fyrir á alþingi? „Mitt aöaláhugamál er at- vinnuuppbyggingin hér i kjör- dæminu og nýting orkunnar. At- vinnulifiö er aö minu mati of einhæft, en ef rétt er haldið á spilunum ætti aö vera hægt aö byggja hér upp fjölbreyttara at- vinnulff I framtiöinni. Þá er kjördæmamáliö einnig stórmál, sem veröur aö leysa á viöunandi. hátt. Efnahagsmálin munu vafalaust hafa algjöran forgang svo að hætt er við þvi aö mest öll orka þingmanna fari i að leysa þau”. Aö lokum Jóhann. Hvaö gerir þú i fristundum og hver eru áhugamál þin, ef viö sleppum pólitikinni? „Félagmálastarfsemin hefur alltaf veriö mér hugleikin, allt frá þvi að ég var i Samvinnu- skólanum og áhuginn á félags- málum hefur ekki minnkað eftir að ég gerðist bæjarstjóri, fyrst á Isafirði og sfðar hér i Keflavik. Ég hef einnig haft mikinn áhuga á iþróttum, átti meðal annars sæti i Handknattleiksráöi Reykjavikur i 5 ár á sinum tima, þar af 4 ár sem formaöur og einnig var ég i stjórn Hand- ; knattleikssambands Islands á árunum 1973-1975. Fristundirn- ar nú oröiö fara aö mestu leyti i það aö slappa af, en einnig nota ég hvert tækifæri sem gefst til þess að skreppa á skiöi, leika golf eöa skreppa á völlinn til þess aö hvetja strákana IIBK.” —ESE Sumir voru teknir rækilega i gegn. Neita þvi ekki, aö úrslitin komu mér á óvart. Var samt trúaöur á, aö ég væri nálægt þvl aö komast inn. Vftaskotiö örlagarika. Tfmamyndir: Róbert. r I r

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.