Tíminn - 09.12.1979, Síða 21
21
h
V- P \ oy p nk \ll
Toto — Hydra
Steinar/Karnabær
★ ★ ★ ★
Ein hressasta rokkhljrimsveit
sem fram hefur komiö í lengri
tima er bandariska rokkhljóm-
sveitin Toto. Á siðasta ári sendi
hijrimsveitin frá sér plötuna
„Toto”, sem m.a. haföi aö
geyma lögin „I’ll supply the
love”, „Rockmaker”, „Hold the
line”, „Georgy Porgy” og
„Chiid’s Anthem”. Nú eru Toto
komnir meö nýja plötu sem þeir
nefna „Hydra” og hún sannar
svo að ekki veröur um villst að
gæði fyrri plötunnar voru engin
tilviljun.
Aður hefur verið fjallað Itar-
lega um Toto hér í blaðinu,
þannig, að ferill hljómsveitar-
innar verður ekkitiundaður hér,
en þess má þó geta, að hljtím-
sveitin var stofnuð fyrir tveim
árum af þeim David Paich
(hljrimborð), Steve Lukather
(gitar), Bobby Kimbáll (söng-
ur) og bræðrunum Steve
(hljómborð) og Jeffrey
Porcaro. Slðar bættist svo
bassaleikarinn David Hungate I
hópinn.
Aður en Toto var stofnuð voru
meðlimir hennar meðal eftir-
sóttustu ,,session”-hljriöfæra-
leikara á vesturströnd Banda-
rikjanna, þannig að hinn glæsi-
legi árangur þurfti ekki að
koma svomjög á óvart. „Toto”
var I alla staði frábær plata, en
hljómsveitinni var þó fundið
það til foráttu að hún væri ekki
nrigu sannfærandi á meðan
meðlimir hennar léku ekki eins
og ein heild. Undir þennan leka
hafa Toto sett á „Hydra” og þó
að persónulega sé ég hrifnari af
„Toto”, þá er greinilegt, að
hljómsveitinni hefur vaxið ás-
megin að undanförnu. „Hydra”
er fyrst og fremst sigur hljóm-
sveitarinnar sem heildar, en ef
nefna ætti einhverja meðlimi
hljómsveitarinnar sérstaklega,
þá koma fyrst upp I hugann
söngvarinn Bobby Kimball og
gltarleikarinn Steve Lukather,
sem báðir hafa skipað sér I
fremstu röð með þessari plötu.
Greinilegt er að mikils má
vænta frá Toto I framtíðinni.
Pink Floyd —
The Wall
Steinar/Karnabær
★ ★ ★ ★ ★
Loksins eftir þriggja ára hlé
er komin á markaö ný tvöföld
hljrimplata með bresku hljrim-
sveitinni Pink Floyd og nefnist
hún „The Wall”.
Pink Floyd var stofnuð i Bret-
landi árið 1966, á uppgangs-
timum hippa og blómabarna og
voru stofnendur hljómsveitar-
innar þeir Sid Barrett
(söngur+gitar), Roger Waters
(bassi), Richard Wright
(hljómborð) og Nick Mason
(trommur). Hljómsveitin var I
upphafi venjuleg „rhythm &
blues” hljómsveit, en fyrir áhrif
Sid Barrett sneru hljómsveitar
meðlimir sér fljótlega að svo-
kallaðri skynvillutónlist, eða
sýrutónlist, eins og tónlist þessi
hefur gjarnan verið nefnd.
Varð hljómsveitin brátt leið-
andi á þessum vettvangi og árið
1967 komst hún á samning hjá
hippafyrirtækinu Blackhill
Enterprises, sem siðar kom
hljómsveitinni á framfæri við
EMI hljómplötuútgáfuna.
Þetta sama ár kom svo á
markað lltil plata með laginu
„Arnold Layne”, sem sló i gegn
og þar með voru Pink Floyd
komnir á spjöld sögunnar.
Fyrsta stóra plata Pink
Floyd, „The Piper at the gates
of dawn”, kom út i árslok 1967
og hlaut hún þegar frábærar
viðtökur. Lögin „Astronomy
Dominé” og „Interstellar Over-
drive” festu hljómsveitina enn
frekari i sessi, auk þess sem þau
urðu þess valdandi á ákveðinn
geimferðarblær festist við
hljómsveitina.
Höfundur flestra laga á fyrr-
nefndri plötu var Sid Barrett og
var honum almennt þakkaður
sá árangur sem hljómsveitin
náði á þessum tima. Sid Barrett
átti ekki erfitt með að semja
skynvillutónlist, þvl að þessi
fyrstu tvö ár Pink Floyd var
hann að meira eða minna leyti
undir áhrifum LSD, en þessi
neysla hans varð siðan til þess
að hann bilaðist á geðsmunum. I
árslok 1967 og I byrjun árs 1968
var hegðun Barrett orðin slik að
leiðir hlutu að skilja og gekk þá
gítarleikarinn Dave Gilmore I
Pink Floyd.
Fyrsta plata Gilmore með
Pink Floyd var ,,A saucerful of
secrets” (1968), en af þeirri
plötu náði lagið „Set the con-
trols for the heart of the sun”
einna mestum vinsældum. Þó
að Sid Barrett væri hættur I
Pink Floyd, átti hann eitt lag á
þessari plötu, „Jugband Blues”,
en I þvi lagi söng hann m.a.:
„And I’m most obliged to you
for making it clear/That I’m not
really here”.
Segja má að þessi plata hafi
markað timamót I sögu Pink
Floyd, þvl aö upp frá þessu var
siaukin áhersla lögð á ýmis-
konar tæknibrögð, m.a. I sam-
bandi við hljómleika og Pink
Floyd varð þvl brátt vinsælasta
hljómleika hljómsveit heims.
Tæknilega séð stóð engin önnur
hljómsveit Pink Floyd á sporði,
og næstu ár áttu eftir að sýna
stöðuga framför. Hljómplötur
eins og hljómleikaplatan
„Ummagumma” (1969), „Atom
Heart Mothe’r” (1970) og
„Meddle” (1971) slógu I gegn
hver á eftir annarri og einnig
var kvikmyndatónlist hljóm-
sveitarinnar vel tekið, „More”
(1969), „The Body”, (1970),
„Obscured by clouds” (1972) og
siðast en ekki sist „Zabriskie
Point” (1970). A árunum 1969-
1973 óx vegur Roger Waters
bassaleikara jafnt og þétt og
„nýi” maðurinn Dave Gilmore
var oftar en einu sinni útnefndur
sem einn af bestu gitarleikurum
heims. Arið 1973 var svo
sannarlega ár Pink Floyd, þvi
að með útkomu „Dark side of
the moon” hafði hljómsveitin
unnið stórvirki, tónlistarlegan
sigur, sem e.t.v. á sér ekki sinn
lika i sögu popptónlistarinnar.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að þessari plötu var af-
burða vel tekið og er það mál
margra, að sjaldan eða aldrei
hafi betri hljómplata verið gefin
út.
Næsta plata Pink Floyd,
„Wish you were here” (1975)
átti að sjálfsögðu erfitt upp-
dráttar i „skuggahlið tungls-
ins”, en engu að siður var þar
frábær plata á ferð. Með
„Animals” (1976) gerðu Pink
Floyd engar rósir, en þeir sýndu
og sönnuðu svo að ekki varð um
villst að þeir voru enn með I
baráttunni og biðu sins tima.
Það verður vart annaö sagt en
að nafnið á hinni nýju plötu Pink
Floyd, „The Wall” sé réttnefni.
Platan f jallar nefnilega um alls
kyns „veggi”, bæði tilfinninga-
lega og áþreifanlega, sem kom-
ið hefur verið upp með ærinni
fyrirhöfn á undanförnum árum,
áratugum og öldum — með það
eitt að markmiöi aö halda
mannlegum samskiptum i lág-
marki. Það er reyndar mitt álit,
að þessarinyju plötu Pink Floyd
verði ekki með orðum lýst og
öruggt er að hún mun koma til
með að hafa mismunandi áhrif
á fólk. Eitt er þaö sem vekur
öðru fremur athygli við hlustun
þessarar plötu, en það er upp-
takan, en ég efa stórlega að hún
gerist öllu betri. Það eru plötur
sem þessi sem gefa orðinu
„Stereó” einhverja merkingu
um leið og hún vekur athygli á
þvl hvaö möguleikar upptöku-
stúdióa eru sorglega vannýttir.
—ESE
Manhattan
Transfer—Live
Steinar/Karnabær
★ ★ ★
Söngsveitin The Manhattan
Transfer, sem skipuð er þeim
Tim Hauser, Janis Siegel, Laur-
el Masse og Alan Paul, hefur á
undanförnum árum átt tölu-
verðum vinsældum að fagna
erlendis, þóað ekki hafi hún náð
að slá I gegn hér á landi.
A Manhattan Transfer
„Live”, sem hljóðrituö er á
hljómleikum I Manchester,
Bristol og London á Englandi,
eru 19 af bestu lögum The Man-
hattan Transfer fyrrog siðar og
ætti hún þvi að gefa góða mynd
af söngsveitinni er henni tekst'
sem best upp. Rétt er aö taka
það fram að tónlist The Man-
hattan Transfer er nokkuö frá-
brugðin þvi sem telst vinsaélt 'i
dag, en þessi 19 lög spanna þó
ýmsar tónlistarstefnur s.s.
rokk, be bop jazz, léttan jazz I
anda Cleo Lane, gospel og sum
lögin eru eins og þau komi beint
úr kvikmyndum með köppum
eins og Frank Sinatra, Bing
Crosby eða Fred Astaire.
Þessi plata er umfram allt
skemmtiplata af léttara taginu
og meöal bestu laga eru t.a.m.
„klasslskar” perlur eins og
„Chanson d’Amour”, „Walk in
love”, „Speak up Mambo” og
„Candy” og önnur eins og ,,In
the dark” og „Four brothers”.
V-
99
Áfram KR
1. deildarlið KR í knatt-
spyrnu á hljómplötu
99
Meistaraflokksmenn K.R. I
knattspyrnu hafa sungið inná
sina fyrstu hljdmplötu, sem nú
er komin á markaöinn. Þetta
mun vera í fyrsta sinn á Islandi
sem knattspyrnulið syngur inná
hljómplötu. Erlendis, t.d. á
Bretlandseyjum, er það algengt
að félagslið I knattspyrnu eða
landslið gefi baráttusöngva slna
út á hljömplötu.
A þessari fyrstu K.R. plötu
eru tvö lög. Bæði lögin hefur
Arni Sigurðsson samið. Uögin
heita „Áfram K.R.” og ,,Mörk”.
Hið fyrra baráttusöngur
K.R.inga.en seinna lagið fjallar
um knattspyrnuaödáanda nokk-
urn sem dreymir um að sjá
mörk og aftur mörk.
Undirleikur á plötunni er i
höndum þekktra hljtímlistar-
manna sem allireruK.R.-ingar.
Lagahöfundurinn Arni Sigurðs-
son sér um söng á plötunni auk
hðsmanna meistarafbkks K.R.
I knattspyrnu. Arni leikur einnig
á belggltar. Jónas Þ. Þdrisson
leikur á flygil, Ragnar Sigurðs-
soná rafgítar, Kristinn I. Sigur-
jónsson á bassa, Guðjrin B.
Hilmarsson á trommur og Þor-
leifur Gislason og Stefán S.
Stefánsson leika á saxófrina.
Platan var hljriðrituö I Tón-
tækni I byrjun sumars 1979.
Upptökumaður var Sigurður
Arnason. Pressun og skurður
var I höndum Norsk Grammo-
foncompani. Myndamót sá um
filmuvinnu. Vikingsprent og
Formprent prentuöu. Erlingur
Aðalsteinsson tók myndir á
plötuumslagi.
Útgefandi plötunnar er
G.B.H. hljómplötur.