Tíminn - 09.12.1979, Blaðsíða 27
2l7
Endurholdgun<**>
Tónabíó
Audrey Rose
' Leikstjóri: Róbert Wise
Aöalhlutverk: Anthony Hopk-
iis, Susan Swift.Marsha Mason
og John Beck.
Myndin fjallar um það, hvort
endurholdgun eöa framhaldslif
er til eöa ekki, án þess þó aö
gefa nokkur viöhlitandi svör viö
þeirri spurningu.
Myndin hefst á þvi, aö kona og
dóttir hennar lenda I bilslysi og
látast þær þar báöar, Siöan
fylgjumst viö meö hamingju-
sömu heimilislifi miðstéttar-
hjóna og 11 ára dóttur þeirra
Ivy.
Brátt er ókunnur maður aö
gera sértitt um Ivy og það kem-
ur I ljós, aö þaö er eiginmaöur
og faöir þeirra sem fórust I
byrjun myndarinnar. Hann er
sannfærður um að Ivy sé fyrr-
um dóttir sin Audrey Rose sem
fórst í bilslysinu en er nú endur-
holdguö. Hann reynir aö sann-
færa hjónin um, aö ef hans ráö-
um sé ekki hlýtt þá muni allt
enda meðskelfingu. Hjónin taka
þessu fálega af skiljanlegum á-
stæöum og sérstaklega þá hefur
eiginmaöurinn horn f siöu þessa
manns. En brátt fara hlutir aö
gerast sem leiöa I ljós, aö þessi
maöur gæti haft á réttu aö
standa. Inn I myndina fléttast
svo réttarhöld sem eiga aö leiöa
í ljós hvort maðurinn hafi á
réttu aö standa eöur ei.
Leikstjórinn Wise kann sitt
fag. Hins vegar er handrit
myndarinnar þess eölis, aö i
seinni hluta myndarinnar þá
missir hann tökin á henni. Þetta
á sérstaklega viö þegar kemur
aöréttarhöldunum, en þá dettur
botninn úr myndinni, þar sem
að áhorfendur fá ekki nein á-
kveðin svör viö þeirri spurningu
sem myndin fjallar um.
Efni myndarinnar hefur verið
vinsælt í kvikmyndum, enda
hefur hiö óþekkta — hverju
nafni sem þaö nefnist — ætiö
heillaö manninn. Af öörum
myndum sem hafa fjallað um
svipaö efni þá má nefna mynd-
ina The Reincarnation of Peter
Prout.
Um 700 millj. jaröarbúa trúa
Susan Swift sem Audrey Rose.
þvi aö endurholdgun sé ein af
staðreyndum lifsins, en þaö eru
aöallega Indverjar. Við Vestur-
landabúar erum alltof efnis-
hyggjuþenkjandi til þess að
taka þetta efni alvarlega og
fræösla okkar um þaö hefur ver-
iö I gegnum skáldsögur og kvik-
myndir svipaös eðlis og þessi.
Hins vegar er myndin einnig
ágætis hrollvekja og fyrir þá,
sem hafa gaman af dlku, er
myndin ágætis skemmtun.
Friörik Indriöason.
★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Agæt
★ ★ Sæmileg ★ Ekki áhugaverð
KVIKMYNDA HORNIÐ
Ofurlítil
ást
— nýjasta mynd leik-
stjórans George Roy Hill
FRI — Nýjasta verk leikstjórans George Roy Hill
(The Sting, Butch Cassidy and the Sundance Kid) er
myndin A Little Romance.
Þetta er hugljúf ástarsaga og það sem er óvenjulegt
við hana er að aðalpersónurnar eru aðeins 12 og 13
ára. Þetta virðist vera nokkuð fyndið í nútím-
amynd. Jæja.myndin er fyndin, bráðskemmtileg jafn-
vel og jafnframt blíð/ siðfáguð, áhrifamikil óg hress-
andi.
FRi —Nýja bió hefur nii tekiö til sýninga myndina Nosferatu the
Vampyre. Leikstjóri er Werner Herzog sem jafnframt hefur samiö
handritiö. Hann byggir myndina á hinni þekktu mynd F.W. Murnau
(Nosferatu, a symphony of horrors) sem nii er álitin ein af hinum
klassisku þöglu myndum.
Herzog reynir aö skemmta áhorfendum meö þvi aö leiöa þá I
gegnum hinar flóknu tilfinningar og samspii áhrifa sem nú eru i
kringum Dracuia I hugum fólks, aö rótum þjóösögunnar... að
skuggalegum draumheimi þar sem kynlifshryllingur okkar ligg-
ur.... þar sem aödráttarafl og ógeö liggja saman, þar sem viö látum
undan okkar frumstæöu hvötum aö hinu illa.
i helstu hiutverkum eru Klaus Kinski, Isabelle Adjani og Bruno
Ganz.
Myndin sýnir Dracula (Kinski) i herbergi Lucy (Adjani).
Myndin nýtur nú gifurlegra
vinsælda i Bandarikjunum en
hún er . byggð á- skáldsögu
franska rithöfundarins Patric
Cauvin, E = MC2, Mon Amour
og fjallar um 12 ára bandariska
stúlku, sem hittir 13 ára franks-
an dreng I Paris. Stjúpfaöir
hennar vinnur i borginni en
móðir hennar eyöir timanum I
að sækja skemmtistaöi.
Unglingarnir eru báðir vel
gefnir og til að foröast óánægju
foreldra sinna meö ástarsam-
bandi þeirra, þá tekst þeim aö
fá gamlan mann (leikinn af
George Roy Hill sýnir þeim hvernig þetta er gert. Fyrsti koss þeirra
Diane og Thelo á hvita tjaldinu. t horninu til hægri, Feneyjar séöar
úr gondóla. t horninu til vinstri, gamli maöurinn má reyna margt
áöur en aö ævintýrið er úti.
Laurence Olivier) til þess aö
hjálpa sér viö aö strjúka.
Tekst þeim að framkvæma á-
form sin eöa ekki? Svariö er
bæði já og nei. Svo ef myndin
kemur einhvern timann hingaö
til lands þá er betra aö vera meö
vasaklútinn tilbúinn.
Unglingarnir eru leiknir af
þeim Diane Lane og Thelonius
Bernard. Diane 14, hefur leikiö
siöan að hun var 6 ára gömul, en
hinn 15 ára Thelo, eins og hann
er kallaður, var uppgötvaöur I
fótboltaleik og boðið aö koma I
prufu-upptökur. Hans eina
reynsla á sviöi er skólauppsetn-
ing á gamanleik eftir Moliere.
Thelonius Bernhard leikur
Daniel, gáfaöan Parlsardreng.
Diane Lane sem Lauren, banda-
rlks skólastúlka I Paris.
Laurence Olivier i hlutverki
gamla mannsins sem þau skötu-
hjúin fá til liös viö sig.