Tíminn - 11.12.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1979, Blaðsíða 9
<* ' V- T ' Þriðjudagur 11. desember 1979. íslendingar auka kindakjötsát: Svíar tyggja álika af skroi og lambakjöti HEI — Islendingar átu hvorki meira né minna en 10.816 tonn af kindakjöti, á siðasta verðlagsári land- búnaðarins, (1. sept. — 31. ág.) sem er að meðaltali 48,4 kg. á mann og um 6,5 kg. meira en árið áður. Sennilegt er talið að tslending- ar eigi heimsmet i kindakjötsáti. Ný-Sjálendingar, sem taldir eru borða mikið af kindakjöti komast ekki i nema um 26 kg. á mann. Aðrir Norðurlandabúar en við komast varla á blað hvað þetta varðar. T.d. láta Sviar upp i sig álika magn af munntóbaki og kindakjöti yfir árið. í viðbót við þessi 48,4 kg. af kindakjöti borða tslendingar sið- an um 31,5 kg. af ýmis konar öðru kjöti, þannig að kjötát tslendinga er um 80 kg. á mann til jafnaðar. Það er um 60% meira heldur en hjá t.d. Norðmönnum sem sagðir Húsaleigu- nefnd hvet- ur fólk að koma til sín með vandamálin Húsaleigunefnd, sem skipuð var af borgarstjórn Reykjavikur hinn 28. ágúst sl. skv. lögum um húsaleigusamninga hefur haldið nokkra fundi, bæði formlega og óformlega og hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þarsem athygli er vakin á ýmsum atriðum, sem snerta málefni leigjenda og leigu s'ala. Bendir nefndin á að leigu- samninga skuli gera skriflega á sérstök eyðublöð, sem félags- málaráðuneytið hefur samþykkt, en öll ákvæði húsaleigulaga skulu gilda um réttarsamband aðila, ef vanrækt er að gera samning. Komi engin sönnunargögn fram um leigufjárhæðina er rétt að kveða til úttektarmenn, til þess að ákveða sanngjarna fjárhæð leigunnar. Strangar reglur gilda um upp- sagnarfrest og framkvæmd upp- sagnar, en i einstaka tilvikum er hægt að rifta samningi, sé ekki við leigumála staðið. t lögunum er m.a. fjallað um greiðslu húsaleigu og hvernig fari ef menn greiða ekki á réttum gjalddaga eða hvaða þýðingu það hefur að borga fyrirframgreiðslu með tilliti til áframhaldandi leiguréttinda. Hvaða þýðingu hef- ur það ef leigutaki eða leigusali andast eða hjónaskilnaður á sér stað? Hver hefur þá rétt til hins leigða húsnæðis? t lögunum er itarlegur kafli um úttektarmenn. Eru þeir sérstak- lega dómkvaddir menn af óhlut- drægum aðila, borgardómi Reykjavikur að tilhlutan húsa- leigunefndar. Þeir skulu ákveða sanngjarna fjárhæð leigu, meta viðgerðir á húsnæðinu, meta ástand þess við upphaf og lok leigutimabils o.fl. Þá er vakin athygli á að hvers konar leigumiðlun er óheimil nema viðkomandi miðlari hafi sérstaka löggildingu. Nefndin vill benda á að allir sem telja sig vanhaldna af húsa- leigusamningi sinum eða túlkun á honum, geta snúið sér skriflega til nefndarinnar, sem mun leitast við að veita úrlausn eftir bestu getu og benda á hugsanlegar lausnir. Einnig yrði nefndin þakklát þeim aðilum, sem gætu komiðá framfæri upplýsingum til hennar um framkvæmd húsa- leigumála i Reykjavik. eru láta sér nægja um 50 kg. á mann á ári. A siðasta verlagsári þurftu Is lendingar að selja 4.620 tonn af dilkakjöti til útlanda. A yfirstand- andi verðlagsári þarf ekki að flytja út nema um 3.500 tonn, þ.e.a.s. ef jafn mikið verður borð- að innanlands og s.l. ár. Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Sinti 19707 Skemmuvegi 36, Kópavogi L'IIIW"'! 'I | «■■■■■■ Simi 73055 A brattann — minningar Agnars Kofoed-Hansens Höfundurinn er Jóhannes Helgi, einn af snillingum okkar i ævisagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir að þakka aö tækni hans er alltaf ný með hverri bók. í þessari bók er hann á ferö með Agn- ari Kofoed-Hansen um grónar ævislóð- ir hans, þar sem skuggi gestsins meö ljáinn var aldrei langt undán. Saga um undraverða þrautseigju og þrekraunir með léttu og bráðfyndnu I- vafi. Guðrún Egilson: Með lífið í lúkunum Þessi bók segir frá rúmiega þrjátiu ára starfsferli pianósnillingsins Rögn- valds Sigurjónssonar. Sagan einkenn- istaf alvöru listamannsins, hreinskilni og viösýni og umfram allt af óborgan- legri kimni sem hvarvetna skin I gegn, hvort heldur listamaðurinn eigrar i heimasaumuðum molskinnsfötum um islenzkar hraungjótur eða skartar i kjól og hvitu I glæsilegum hljómleika- sölum vestur við Kyrrahaf eða austur við Svartahaf. MADS QC* ., MM \1.IK # . Svend Ott S. Mads og Milalik Jóhannes Halldórsson Isienskaði. Falleg myndabók og barnabók frá Grænlandi eftir einn besta teiknara og barnabókahöfund Dana. HUn segir frá börnunum Mads og Naju og hundinum þeirra, Milalik. Vetrarrikið I Græn- landi er mikið og hefði farið illa fyrir Mads og Naju ef Milalik hefði ekki verið með þeim. Grete Linck Grönbeck: Árin okkar Gunnlaugs Jóhanna Þráinsdóttir islenskaði Grete Linck Grönbech listmálari var gift Gunnlaugi Scheving listmálara. Þau kynntust i Kaupmannahöfn og fluttust siðan til Seyðisfjarðar 1932, þar sem þau bjuggu til 1936 er þau settust að I Reykjavík. Grete Linck fór utan til Danmerkur sumarið 1938. Hún kom ekki aftur og þau Gunnlaugur sá- ust ekki eftir það. Meginhluti bókarinnar er trúverðug lýsing á Islendingum á árum krepp- unnar, lifi þeirra og lifnaðarháttum, eins og þetta kom fyrir sjónir hinni ungu stórborgarstúlku. ÁRIN OKKAR GUNNLAUGS (>mr% IÍNCK ORÖNBECH Guömundur G. Hagalin Þeir vita það fyrir vestan Þeir vita það fyrir vestan f jallar um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið I ævi Guðmundar G. Hagalins, fyrst þriggja ára dvöl i Noregi, siðan tveggja ára blaðamennsku i Reykja- vlk og loks tsafjaröarárin sem eru meginhluti bókarinnar. ísafjörður var þá sterkt vigi Alþýðu- flokksins og kallaður „rauði bærinn”. Hagalin var þar einn af framámönn- um flokksins ásamt Vilmundi Jóns- syni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdi- marssyni o.fl. Bókin einkennist af lifs- fjöri og kimni, og hvergi skortir á hreinskilni. inditðíG torstelnsson Indriði G. Þorsteinsson: Unglingsvetur Skáldsagan Unglingsvetur er raun- sönn og kimin nútlmasaga. Hér er teflt fram ungu fólki, sem nýtur gleði sinn- ar og ástar, og rosknu fólki, sem lifað hefur sina gleðidaga, allt bráölifandi fólk, jafnt aöalpersónur og aukaper- sónur, hvort heldur það heitir Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á Foss- hóli. Unglingarnir dansa áhyggjulaus- ir á skemmtistöðunum og bráðum hefst svo lifsdansinn með alvöru sina og ábyrgð. Sumir stiga fyrstu spor hans þennan vetur. En á þvi dansgólfi getur móttakan orðið önnur en vænzt hafði verið, —jafnvel svo ruddaleg að lesandinn stendur á öndinni. Magnea J. Matthiasdóttir Göturæsiskandidatar Reykjavikursagan Göturæsiskandi- datarhefði getað gerst fyrir 4-5 árum, gæti verið að gerast hér og nú. Hún segir frá ungri menntaskólastúlku sem hrekkur út af fyrirhugaðri lifs- braut og lendir I félagsskap göturæsis- kandidatanna. Þeir eiga það sam- eiginlegt aö vera lágt skrifaöir I sam- félaginu og kaupa dýrt slnar ánægju- stundir. Hvað verður I slikum félags- skap um unga stúlku sem brotiö hefur allar brýr aö baki sér? GOTURÆSIS KANDIDATAR ' í'' Í ' ' l mm Hans W:son Ahlmann: í riki Vatnajökuls Þýðandi Hjörtur Pálsson t riki Vatnajökuls segir frá leiðangri höfundarins, Jóns Eyþórssonar, Sig- urðar Þórarinssonar, Jóns frá Laug og tveggja ungraSvia á Vatnaj(3cul vorið 1936. Þeir höfðu auk þess meðferðis 4 grænlandshunda sem drógu sleöa um jökulinn og vöktu hér meðal almenn- ings ennþámeiriathygli en mennirnir. 1 fyrri hlutanum segir frá striðinu og barningnum á jöklinum. Seinni helm- ingurinn er einkar skemmtileg frá- sögn af ferð þeirra Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu. „Island og ekki sizt Skaftafellssýsla er engu öðru lik, sem ég hef kynnzt”, segir prófessor Ahlmann. Sigilt rit okkur tslending- um, nærfærin lýsing á umhverfi og fólki, næsta óliku þvi, sem við þekkj- um nú, aöeins 44 árum siðar. H!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.