Tíminn - 11.12.1979, Blaðsíða 24
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Auglýsingadeild
Timans.
08300
FIDELITY
HLJÓMFLUTNINGSTÆKI
Pantið myndalista.
Sendum í póstkröfu.
C |Ó|J\/A| Vesturgötu II
WWHfML simi 22 600
Þriðjudagur 11. desember 1979277. tölublað—63. árgangur
Áfengi
og tóbak
hækka
um 13%
JSS — Varftandi áfengis- og
tóbakshækkanir hefur verift
fylgt þeirri reglu, aft þær fylgi
nokkurn veginn eftir hækkun á
launum", sagfti Sighvatur
Björgvinsson fjármálaráft-
herra, vegna þeirrar verft-
hækkana sem gildi tóku I gær.
Áfengi og tóbak hækka nú
um 13%, og kostar þvi venju-
legur sígarettupakki 905 krón-
ur. Brennivin kostar nú kr.
8000, Vodka Viborova kr.
10.500, og sénever kr. 11.500.
Gin kostar nú kr. 11.000, al-
gengustu tegundir af wiský
11.100 og ódýrasta rauftvín kr.
2000.
Sagfti fjármálaráftherra, aft
hækkun heffti siftast orftift,
bæfti á áfengi og tóbaksveröi,
um mitt siftasta sumar og aft-
ur nú nýlega á tóbaki, til móts
vift þær launabreytingar sem
orftift hefftu slftan. Þessi sift-
asta hækkun á áfengi og tó-
baki væri heldur minni en
launahækkanirnar nú i
desember. Verft á sigarettu-
pakka nú væri hlutfallslega
þaft sama miöaft vift laun og
þaft heffti verift fyrir sl.
mánaftarmót. Afengisverft
heföi dregist heldur meira aft-
ur úr miftaft vift laun, en þrátt
fyrir þaft þyrftu menn liklega
ekki aft óttast abra hækkun i
þessum mánufti.
Ekki vitum vift hvaft þeim fór á milli, jólasveinunum og götulögregl-
unni á Miklubrautinni um hádegift á laugardag. Hitt vitum vift aft jóla-
sveinarnir voru einmitt aft koma I bæinn þegar þessi mynd var tekin og
fór Askasleikir fyrir þeim bræftrum. Aö sögn foringjans sjálfs fer þeim
bræftrum fjölgandi og sú er skýringin á þvi aft þeir komu til byggfta á
laugardaginn en ekki I dag svo sem vera ætti ef þeir væru ekki nema
13.
(Tlmamynd: Tryggvi)
Óhóflegt álag
á flugmenn
DC-10 í N-Atl-
antshafsflugí
AM„Undanfarna tvo mánuði hefur verið reynt að ná
samkomulagi við Flugleiðir vegna þeirra breyttu að-
stæðna sem hafa skapast við fiug án viðkomu á ís-
landi milli Luxemborgar og Bandaríkjanna og vonum
við að viðunandi lausn fáist sem fyrst," sagði Baldur
Oddsson, formaður Félags Loftleiðaflugmanna við
okkur í gær.
„Þessi breyting á áætlun fell-
ur alls ekki inn i okkar samn-
inga eins og þeir eru,” sagfti
Baldur, „bæfti aft þvl er flug-
tima og vakttima snertir og auk
þess er ekki gert ráö fyrir aft
fljúga á milli Luxemborgar og
Ameriku án viftkomu heima.”
Baldur sagfti aft nauftsynlegt
væri aft fá úr þessu greitt strax
meft þvl móti aft fjölga áhöfnum
á þessu beina flugi, en hinar niu
3ja manna áhafnir á DC-10 anna
varla þessu beina flugi eins og
sakir standa. Sagfti Baldur aft
áhafnirnar á DC-10, sem gáfu
eftir launahækkanir á þessa vél
i vetur, til hins 1. febrúar nk.,
ættu skilift aft þeim væri ekki of-
gert á þennan hátt, auk þess
sem um öryggisatrifti væri aö
ræfta.
Samningar Flugleifta og
Félags Loftleiftaflugmanna eru
lausir hinn 1. febrúar nk„ og
sagfti Baldur aft þá yröu launa-
málin vegna DC-10 tekin upp aft
nýju, en hinsvegar yrfti aft von-
ast til aft lausn fengist á málinu
um fjölgun áhafna véarinnar
áftur. DC-10 vélinni fljúga elstu
flugmenn i félaginu, sem ef til
vill munu ekki fljúga nema I
fimm ár enn og vill félagift
gera hvaft hægt er til þess aft
gera þeim þann tima sem bæri-
legastan. Sagöi Baldur loks aft
þaft álag og útilegur sem fylgja
flugi á DC-10 nú væri þaft mikift
aft DC-8 flugmenn vildu ekki
skipta vift þá, þótt til kæmi 10-
15% hærra kaup.
Samkomulag hlýt-
ur að nást skjót-
lega við flugmenn
— segir Sveinn Sæmundsson
AM — „Þessi mál eru á samn-
ingastigi og vift erum að gera
okkar besta til þess aft ná sam-
komulagi við flugmenn, flug-
freyjur og flugvélstjóra um til-
högun á þessu beina flugi fram til
1. febrúar”, sagði Sveinn Sæ-
mundsson, blaðafulltrúi Flug-
leiða I viötaii við Tlmann I gær-
kvöldi.
dagartiljóla
Jólahappdrætti SUF
Vinningur dagsins kom upp
á mifta 003139. Vinningurinn i
gær, mánudag 10. des kom á
mifta 002001 og sunnudags-
vinningurinn kom á mifta
000291. A sunnudaginn var
einnig dreginn út 1. aukavinn-
ingur og kom hann á mifta
000966. Vinninga má vitja á
skrifstofu Framsóknarflokks-
ins aft Rauftarárstig 18 I
Reykjavik.
^ i
Sveinn sagöi aft ekki væri vilji
hjá félaginu til þess aft fjölga fólki
i þessu flugi, sérstaklega þar sem
önnur félög.sem Flugleiftir keppa
vift, hafa öllu rýmri samninga vift
sitt fólk. Sveinn benti á aft hér
værium nýjung I fluginu aft ræfta,
sem væri þar meft ekki mikil
reynsla fengin á og kvaftst vona
aft fljótlega mundi takast aft finna
lausn þann stutta tlma sem eftir
er fram aft lokum samningstima,
hinn 1. febrúar.
Engir
skjálftar
við Kröflu
— Landið stöðugt
FRI — „Það hefur ekkert „risiö”
undir Mývetningum um helgina”
sagði Axel Björnsson á skjálfta-
vaktinni I samtali við Tlmann
,,,Engir skjálftar urðu um helg-
ina og landið var stöðugt. Við
erum ekki tilbúin að segja hvað
þetta merkir. Svona tlmabil hafa
komið áður en þau hafa aldrei
varað svona lengi eins og þetta
timabil núna þ.e. I þrjá og hálfan
sólarhring.
Gimilegur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
0STABAKK1-6ÓÐ TILBREYTING
ORÐIÐ
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
OG SUKKULAÐINU