Tíminn - 03.01.1980, Side 5

Tíminn - 03.01.1980, Side 5
Fimmtudagur 3. janúar 1980 5 Vegna þrengsla I áramótablaði Timans féllu út tvö viðtöl við þá Einar Glslason forstöðumann Flla- delfíusafnaðarins og Einar Ólafsson formann SFR um minnisverðustu atburði siðasta árs. Eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar á, en viðtölin fara hér á eftir. Einar Olafsson formaður SFR: Glæsilegur sigur Framsókn- arflokksins minnistæðastur” „Margir atburðir koma I hug- ann, af innlendum og erlendum toga” sagði Einar ólafsson for- maður Starfsmannafélags rikis- stofnana. „Athugum fyrst inn- lenda sviðið. A slðastliðnum vetri gerði for- ysta BSRB samkomulag við fyrr- verandi rikisstjórn um bætta réttarstöðu opinberra starfs- manna. Trilnaðarmenn og for- ystumenn félaga voru á einu máli um, að þarna væri stigið jákvætt spor. Það þótti ekki mikil fórn að láta af hendi 3% áfangahækkunar gegnstyttinguá samningstima og meira jafnrétti við aðra I samn- ingsréttar- og réttindamálum. Félagsmenn i BSRB kolfelldu hins vegar þetta samkomulag I allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn fengu sin 3% og þaðfengu einnigaðrirlaunþegar i kjölfarið og þessi 3% launahækk- un gekk yfir þjóðfélagið og varð að engu. Að minum dómi varð opinberum starfsmönnum þarna á I messunni, — hrekkjalómurinn „verðbólga” brenglaöi félagslega sýn hins almenna launamanns. En það getur fleirum orðið á en opinberum starfsmönnum. Fleiri geta vanmetið stöðu sína og oröið leiksoppar annarlegra viðhorfa. Þar á ég við raunasögu Alþýðu- flokksins eftir hinn stórkostlega sigur þeirra I kosningunum ’78, misheppnaða þátttöku þeirra i vinstri stjórninni og frumkvæði þeirra að eigin óförum með Einar Gíslason, forstöðumaður Ffladelfíu r „Osk mín, að veldi áfengis- ins megi minnka” Fyrsti mars 1979 er mér minnistæöastur, sagði Einar Glslason forstöðumaður Fila- delfíusafnaðarins, er við ræddum við hann. „1. mars 1979 fórst vél- báturinn Ver frá Vestmannaeyj- um og fjórir ungir menn drukkn- uðumeð honum. Ég var sjálfur á sjó þennan dag, farþegi á Herjólfi, og þegar fréttin barst um þetta slys var ég enn minntur á ægivald sjávar og vanmátt mannanna, þrátt fyrir góðskip og vel útbúin, þvi að það var Ver.” „Ósk mln gagnvart Islensku þjóðinni á árinu 1980 er númer eitt, að veldi áfengisins megi minnka. Hér er einn bölvaldur þjóðarinnar er tekur I skatt svo milljörðum skiptir. Þess vegna höfum við grátandi börn, særð móðurhjörtu d| fangelsi fúll af ungum mönnum. Lausn vandamála þjóöarinnar tel ég kristilega vakningu, byggða á oröum ritningarinnar, fyrir alla Islendinga. Og ég vil vitna IJeremlas spámann, þar sem hann segir: „ó, land, land, land, heyr orð Drottins”. stjórnarslítum, þingrofi og kosn- ingum. Annars er hinn glæsilegi sigur Framsóknarflokksins I síðustu kosningum mér minnistæðastur atburða af innlendum vettvangi á siöasta ári. Af erlendum toga langar mig til að benda á furðulega þversögn I samtíðarmanninum. Stórveldin meðallarsínarhelsprengjur ráða þegar allt kemur tilalls ekki öDu i heiminum. Það sýnir sendiráðs- takan I Iran. Fámennir hópar, stúdentar, héldu heilu stórveldi I heljargreipum með þvi að taka bandariska sendiráðið i Teheran herskildi og halda starfsfólki þar I gíslingu. Jafnvel stjórnvöld heima fyrir virðast engu ráða. Þetta færir okkur heim sanninn um það að vald rlkja, þótt stór séu, eru þegar öllu er á botninn hvolft, takmarkað. Þaðer útaf fyrirsig gott. En þetta sýnir okkur einnig að öfgahópar geta hvar sem er tekið völdin i sinar hendur. Ekkert fær hamið hið dýrslega eðli mannsins. Smá- hópar I krafti vopna geta orðið hættulegir mannlifi i siðblindu sinni. Þótt langsótt sé sú samlíking, langar mig tilað setja hana fram. 1 þjóðfélagi okkar eru það smá- hóparnir sem setja stærstu strik- in i' ráöagerðir stjórnvalda. Gera oft á tiðum i krafti aðstöðu sinnar að engu áætlanir þeirra og raska þeirri samstöðu sem þau hafa náð við stærstu samtök launa- fólks. Til þessa má að stórum hluta rekja ófarir okkar i efna- hagsmálum. Varðandi næsta áratug vil ég segja það.að það búa liklega eng- ir I eins góðu landi og við tslend- ingar og liklega eiga engir eins góðar og jafnævarandi uppsprett- ur auðs. En það er vandi að fara með þessi gæði og það hefur okk- ur ekki tekist sem skyldi. Við verðum þvl ekki verkefnalaus á næsta áratug. Við rekum alltof stóran fiskiflota verslunin er allt- of mikið bákn og landbúnaðurinn stenst ekki kröfur timans. Þessi atriði og mörg önnur þurfum við að færa til betri veg- ar, ef okkur á að takast að jafna hér lifskjörin og byggja hér þjóð- félag sem stenst samanburð viö það sem gerist með nágrönnum okkar. Um þessi áramót búa 2000 Is- lendingar I Sviþjóð. Hvað eigum við marga borgara I öðrum rikj- um? Sumir eru að visu við nám, en aUtof margir hafa flutst út i leit að betri lifsafkomu. Þennan fólksflótta verðum við að stööva. Það lifir engin móðir á þvi að flytja út börnin sin. Til þess að stöðva þennan flótta verðum við að jafna kjörin og bæta þau. Það hlýtur að verða forgangsverkefni næsta áratugar. Hvernig til tekst mun skipta sköpum fyrir Islensku þjóðina. Félagsmenn Dagsbrúnar sem breytt hafa um aðsetur á árinu 1979 eru beðnir að hafa samband við skrifstof- una og tilkynna núverandi heimilisfang Lindargötu 9, Afgreiðslustörf Við óskum að ráða strax eða sem fyrst af- greiðslumann i verzlun okkar að Suður- landsbraut 32. Umsækjendur un starfið þurfa að hafa nokkra kunnáttu i ensku, ökupróf og helst nokkra þekkingu og áhuga á vélum. Nánari upplýsingar um starfið svo og launakjör veitir framkvæmdastjórinn. A/ Suðurlandsbraut, 32, Reykjavik simi 86500. Utboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i framleiðslu forsteyptra brunna fyrir dreifikerfi i Borgarnesi. Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10. janúar 1980 kl. 11 f.h. á Verkfræðistofu VST h.f. Berugötu 12, Borgarnesi. Útboðs- gögn fást afhent á Verkfræðistofunni Berugötu 12, Borgarnesi og Ármúla 4, Reykjavik gegn 30 þús. kr. skilatrygg- ingu. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN H.F. Armúli 4, Reykjavik, simi 8-44-99 TiJ ii M ijplawwMwia ■ ei.fi'inthVy'ju Vakin er athygli á núgildandi reglum um lánskjör við innlánsstofn- anir, sem meðal annars fela í sér eftirfarandi: Ný lán: A. Vísitölubundin Lán verðtryggð með lánskjaravísitölu bera lága vexti. Verðbætur greiðast hverju sinni aðeins á gjaldfallinn hluta láns. B. Tengd veróbótaþætti Verðbótaþáttur vaxta leggst við höfuðstól láns á gjalddaga og greiðist eins og hann. Á þetta viö um vaxtaaukalán og skuldabréfalán og hliðstæð greióslukjör annarra lána. Eldri lán: Breyta má skilmálum eldri lána og taka upp nýju kjörin með endur- skoðun lánssamnings. Kynnið ykkur nánar þær reglur, sem gilda um lánskjör viö innlánsstofnanir. Hafió samband við banka ykkar eöa sparisjóð. Reykjavík, des. 1979 Samvinnunefnd banka og sparisjóóa

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.