Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 16. janúar 1980. Myrkir músíkdagar Tónlistarhátíö með nýstár- legu sniði Fyrstu tónleikarnir á morgun AM — A morgun hef jast „Myrk- ir músikdagar” I Reykjavlk og verða fyrstu tónleikarnir i Menntaskólanum við Hamra- hlíð kl. 20.30. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit tslands und- ir stjórn Paul Zukofsky og Ruth L. Magnússon. A þessum fyrstu tónleikum verða flutt verk eftir Jón Leifs, Snorra Sigfús Birgisson, Jón Þórarinsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Asgeirsson og Herbert H. Agústsson. „Myrkir músikdagar” munu standa 17.-27 janúar og veröa næstu hljómleikar i Bústaöa- kirkju nk. sunnudag kl. 17. Mið- vikudaginn 23. janúar kl. 20.30 verða tónleikar í Félagsstofnun stúdenta, föstudaginn 25. janúar kl. 20.30 að Kjarvalsstööum og sunnudaginn 27. janúar kl. 20.30 I Bústaðakirkjui Hugmyndin aö Myrkum músikdögum varð til I fyrravet- ur, aö samhæfa starfsemi ým- issa aðila, sem halda tónleika, og einbeita starfseminni aö einu meginþema — islenskri tónlist. A undanförnum áratug hefur verið mikil gróska i tónsköpun á tslandi. Eldri höfundum hefur vaxið ásmegin og ný kynslóð hefur haslað sér völl. tslensk tónlist hefur vakið mikla athygli erlendis. Nú er svo komið að við eigum fjölda prýöilegra tónverka: hin eldri söng- og kórlög, gott safn hljóm- sveitarverka, sem til hafa orðiö vegna starfsemi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, kammerverk og elektrónlska tónlist Einnig hafa Islensk tónskáld fengist við óperu- og ballettgerö. Þennan menningararf verður að leggja rækt viö, og hlúa um leið að nýsköpun. tslenskir flytjendur eiga mik- inn þátt i þessari grósku. Sam- vinna þeirra og tónskálda hefur ávallt veriö mjög góð, og hafa flytjendur jafnan sýnt starfi tónskálda mikinn áhuga. Þegar hugmynd Myrkra músíkdaga var kynnt fyrir ýms- um aöilum á liönu ári, reyndust undirtektir mjög góðar. Margir urðu til að leggja hönd á plóg- inn: Sinfóniuhljómsveit tslands, Kammersveit Reykjavikur, Kammermúsikklúbburinn, Kjarvalsstaðir, Félagsstofnun stúdenta, Söngskólinn, mennta-- málaráðuneytið, Rikisútvarpiö og fjöldi listamanna. Tónskáldafélagið pantaöi fjögur ný verk af þessu tilefni, eftir Pál P. Pálsson, Karólinu Eiriksdóttur og tvö eftir Leif Þórarinsson. Einnig veröur frumfluttur Sembalkonsert eftir sænska tónskáldið Miklos Maros, sem NOMUS pantaði fyrir Kammersveit Reykjavik- ur. Það er fýlgst með erlendis, þvi sem skeður i islensku tóniistar- lifi. A Myrka músikdaga koma fréttamenn frá sjónvarpinu i Bremen, sænska útvarpinu og Svenska Dagbladet. Við bjóöum hina erlendu gesti vora vel- komna. Plakatið, sem gert hefur veriö vegna tónlistarhátfðarinnar „Myrkir músikdagar”. Ef þessi litla tónlistarhátið fær góðar undirtektir, er full á- stæöa til að halda áfram á þess- ari braut — i einhverri mynd. Tónskáldafélag tslands færir öllum aðilum sem hér hafa átt hlut að máli, bestu þakkir. Slysum með meiðslum fækkaði á s. 1. ári FRI — Slysum með meiðslum á árinu 1979 fækkaði miðað við árið á undan, voru 420 á móti 479. Hinsvegar fjölgaði eignatjóns- slysum milli þessara ára úr 6441 i 6660. Dauðaslysum I umferðinni fækkaði um tvö, voru 25, 1978 en 23 1979. Hinsvegar stóð fjöldi lát- inna I stað, eða 27. Alls urðu 7103 slys á árinu I um- ferðinni og slasaðir á slöasta ári urðu 588. Límið nær jafndýrt og pólsku þilplötumar JH — tslendingar nota árlega um tiu þúsund lestir af þilplötum, og þess vegna hafa eölilega komið upp hugmyndir um innlenda þil- plötugerö. Athygli manna hefur beinzt að lúpinunni, sem skilar miklum afrakstri af verðlitlu landi, auk þess sem ræktun hennar á melaflæmum gæti veriö undanfari landgræðslu. — Við höfum prófað að búa til þilplötur úr ýmsum efnum, sagöi Hörður Jónsson, framkvæmda- stjóri Iðntæknistofnunar, er við bárum þetta undir hann, og meðal annars notað dagblöö. Viö létum einnig búa til þilplötur úr lúpinu i Danmörku, og það tókst tiltölulega vel, og vafalaust er lúpina bezt af þeim styrktar- trefjaefna, sem ræktuð verða hér á landi. En sá galli er á, að llmiö, sem notað er til þess aö binda trefja- efnin saman i plötunum, er fast að þvi jafndýrt og fullgerðar plötur frá Póllandi, og ekki bætir úr skák, að limið er oliuafurð, og þá má fara nærri um, að verð á þvi hefur tilhneigingu til þess að hækka. Erlendis falla og til feiknin öll af ódýrum hálmi, sem notaðar er við svona iðnað, og til dæmis myndi Kúba ein geta lagt til trefjar i allar þær þilplötur, sem heimurinn þarfnast, af sykurekr- um sinum. Auk þess væri verksmiðja til þilplötugerðar alldýr. Fyrir nokkrum árum haföi Kristján Friðriksson iðnrekandi hug á aö kaupa slika verksmiöju, er þá hefði kostað þrjú til fjögur hundruð milljónir króna, en fékk ekki fyrirgreiðslu til þess, I lána- kerfinu, og nú myndi sams konar verksmiðja kosta þrisvar til fjór- um sinnum meira á að gizka. Samt sem áður eru þessi mál til athugunar, og sagöi Hörður, að meðal annars hefði verið reynt að nota sement sem bindiefni I stað lims i þilplötur. Vésteinn Guömunds- son látinn HEI — Vésteinn Guömundsson, framkvæmdastjóri Kisiliðjunn- ar lést i gærmogun, á Sjúkra- húsinu á Húsavik, 65 ára að aldri. Vésteinn var efnaverkfræð- ingur að mennt. Hann hefur verið framkvæmdastjóri KIsil- iðjunnar frá þvi verksmiðjan tók til starfa árið 1967. En áður var hann framkvæmdastjóri sildarverksmiðjunnar á Hjalt- eyri. Vésteinn hefur um langt árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Atti hann m.a. um fjölda ára skeið sæti I hreppsnefnd Arnarneshrepps, I verðlagsráði sjávarútvegsins og atvinnumálanefnd Norður- lands, auk fjölda annarra nefnda og ráða. Engar frekari upp- sagnir hjá Loftieiðui Vegna forsiðufréttar I Þjóð- viljanum i dag og sem lesin var I Morgunpósti útvarps um að uppsagnarbréf til alls starfs- fólks Flugleiöa hafi verið skrif- uð og biði útsendingar er eftir- farandi: „Frétt” þessi er algjör upp- spuni frá rótum. Éngar upp- sagnir starfsfólks hér á landi umfram þær sem tilkynntar vorufyriráramót,eruá döfinni. Er raunar vandséð hverju þessi fréttaflutningur Þjóðvilj- ans á að þjóna. Meö þökk fyrir birtingu. Kynningardeild Flugleiða, Reykjavikurdeild. Morgunblaðsskáldskapur um baktjaldamakk Hrein Mogga- lygi — segir Tómas íslandskynning í Sylvla Briem oj» Hilmar Jónsson á tslandskynningunni HEI — ,,Ég get varla tekiö væg- ara til orða, en að þetta er hrein „Moggalygi” af versta tagi. Ég hef aldrei orðiö fyrir þvl fyrr hjá neinu blaði, að það hreinlega neiti leiðréttingu og heföi satt að segja ekki trúað þvi að óreyndu, að eiga eftir að verða fyrir sliku”. Þetta sagði Tómas Árnason m.a. í gær, er Timinn ræddi við hann um þá furðulegu staðhæfingu Morgun- blaðsins, aö Tómas og Sighvatur Björgvinsson hafi staöiö fyrir ó- formlegum stjórnarmyndunar- viöræðum milli Framsóknar og Alþýöuflokks meðan Geir reyndi við þjóðstjórnina. Tómas sendi Mogganum leiöréttingu, en n eð- an viö hana bætir blaðið: „Morgunblaöiðtekur fram aö það stendur viö frétt sfna og hefur fyrir henni traustar heimildir”. „Væri þetta satt”, sagði Tóm- as, ,,þá væru auðvitaö margir aö- ilar sem gætu borið um það vitni, m.a. félagar minir i þingflokkn- um. En ég hef ekkert umboð til þessa fengið hjá mínum flokki og hver maður hlýtur að geta sagt sér það sjálfur, aö ég muni aldrei hefja stjórnarmyndunarviöræöur án þess, eöa að þingflokkurinn vissi einu sinni af þvi. Þegar af þeirri ástæðu er séð, að þetta er hreint kjaftæði”, sagöi Tómas. „Það er ekki flugufótur fyrir þessu”, sagði Sighvatur Björg- vinsson, er Tíminn bar undir hann sama mál, sem hinn söku- dólginn. „Það dugar greinilega ekki fyrir þá menn — sem Morgunblaöið sakar um að standa aö einhverjum refshætti I pólitikinni — að bera það af sér þótt saklausir séu. Þaö skal samt vera svona hjá Mogganum. Ég hef því fullan hug á þvi að vita hvaða heimildir Morgunblaðiö telur sig hafa fyrir þessari frétt. Vill ritstjórn Morgunblaösins ekki gjöra svo vel að nefna staö og stund”? sagði Sighvatur. Hong Kong JSS— Fyrir skömmu var haldin islensk matar- og landkynning i Hong Kong. Hugmyndina aö þessari kynningu átti fram- kvæmdastjórn World Trade Center Club þar I borg. Héðan fóru Hilmar Jónsson veitingastjóri Hótel Loftleiða og Sylvia Briem fulltrúi Ferðamála- ráðs, með 1500 kg. af islenskum mat þ.á.m. hangikjöt, lamba- hryggi, lax, bæði nýjan og graf- inn, sild, loðnu, skötusel, fjalla- grös, saltkjöt og skyr, svo eitt- hvað sé nefnt. Feröamálaráð sá um að koma Islandsbæklingum og öðrum kynningargögnum til Hong Kong. Meðal annars var haldinn fundur fyrir fréttamenn og þeim gefinn kostur á að bragða Is- lenska matinn. 1 framhaldi af þessari kynningu hófst Islenska vikan á World Trade Center Club, og loks var haldin islensk vika á þrem öörum veitingahúsum. Einnig var Island kynnt meö sýn- ingu litskyggna, auk þess sem ts- lendingarnir komu fram i sjón- varpsþáttum. Efnahagsráðstefna BSRB BSRB gengst fyrir efnahagsráð- stefnu frá 31. janúar til 2. febrúar nk. Á ráðstefnunni verður fjallað um öll svið efnahagsmála og munu sérfræðingar á hverju sviði flytja erindi. Umræöur og fyrir- spurnir verða að loknum erinda- flutningi. 1 lok ráðstefnunnar munu for- ystumenn stjórnmálaflokkanna, þeir Geir Hallgrimsson, Kjartan Jóhannsson, Steingrímur Her- mannsson og Svavar Gestsson taka þátt I hringboðsumræöum, sem Kristján Thorlacius, formað- ur BSRB stjórnar. Þátttaka skal tilkynnt fræðslu- fulltrúa BSRB fyrir 25. janúar nk. i slma 26688.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.