Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 7
Miövikudagur 16. janúar 1980. 7 Nú er búkaflóöið þegar farið að sjatna, því enn erþað svo að bækur hér á landi virðast verða til á svipaðan hátt og jólagjaf- irnar hjá jólasveinunum. Þær eru smiðaðar á sumrin og fram á haust, þvi margar hendur bjða gjafanna á hátið ljóssins. Allar tilraunir til þess að hrófla við jólamarkaðssjónar- miðinu virðast hafa runnið út i sandinn. Ég er þó ekki viss um að þetta séeins slæmt og það litur út fyr- ir að vera, að láta svo til allar bækur koma út sama daginn, eins og vortískuna i Paris. Viss spenna, viss heildaryfirsýn næst og menn sjá á einu bretti nær allt sem ritað er i landinu og gefið út. Lesið um jólin Við, er ritum að staðaldri um bækur i blöð, eigum við mikinn vanda að etja. Allt of skammur timi er I raun og veru til stefnu. Bækur verður að hraðlesa, sumar að minnsta kosti, og ýmsar bækur eru þannig úr garði gerðar, að þær henta ekki mjög vel til hraðlesturs, og nægir þar t.d. að minna á Grónar götur eftir Knut Hamsun.er núkom i annarri út- gáfu. Þetta er ekki löng bók, en svo indælt verk, að maður hægir ósjálfrátt á sér og hugurinn reikar með hinu gamla skáld- menni, sem hefur pappira upp á geðveiki frá læknisfræðinni i Noregi, og tekur þá að rita ein- hverja bestu bók er yfirleitt hef- ur verið rituð. Svona einkennilegt er það nú, — og hið átakanlega baksvið hinnar tæru uppsprettu fyllir mann viðbjóði á sumum mann- anna verkum. Ég nefni þessa bók fyrsta, af þvi að hún er dæmi um tima- freka bók fyrir gagnrýnanda, þótt um leið sé um einhverja einföldustu bók, sem rituð hefur verið að ræða. Það lagðist einn- ig þungt á það hlutverk blað- anna að fjalla um vertiðarbæk- ur ársins 1979, að kosið var til alþingis i byrjun desember og hin pólitisku tiðindi voru rúm- frek i öllum blöðum, og þar ofan á bætast siöan auglýsingar, sem blöðin geta ekki verið án, hvort sem þau telja sig vera á móti markaðsþjóöfélaginu eða ekki. Enda þeir oft mestir markaðs- og auglýsingamenn, sem telja sig vera mest á móti markaðs- lögrriálum hagfræðinnar. Svo koma jólin, og allt streðið er að baki, þótt vitanlega séu margar greinar óbirtar enn, þegar nýtt ár gengur i garð, og hafa þvi minna gildi, verslunar- lega séð, en ef þær hefðu birst fyrir jól. En þá ber svo til að menn hafa allir nægan tima til aðlesaogiþessarigrein ætlaég að f jalla ofurlitið um þær bækur er mér þóttu merkastar, er ég las i desember, fyrir jól um jól og eftir þau. Bæði bækur er ég hefi ritað um og eins þær bækur er ég las fyrir mig sjálfan. En vikjum nú að bókum. Auglýstar bækur__________ Grónar götur voru ein merk- asta bókin er ég las eftir erlenda höfunda. Af innlendum höfund- um er örðugt að gera upp á milli. Églas að sjálfsögðu ekki allar bækur, er vinsælar urðu og voru mikið keyptar, (það verður að biða betri tima) og ég hefi ekkert registur til þess að fara eftir hér, heldur tala um bækur eftir þvi sem þær koma upp i hugann. Manni hefur annars þótt það dálitið merkilegt, eftir að farið var að troða bókum i hjartað á manni með auglýsingum, hvað margar bækur eru lubbalega auglýstar. Menn fá alranga myndaf sumum bókum. Þannig er Hvunndagshetja auglýst sem klámbók af versta tagi og blásnir og óblásnir smokkar liggja út um allt. Þetta reynist siðan einhver merkasta bók sem maður hefur lesið lengi, og langt ofan við klámritin. Ég hygg að þessi óvenjulega Jónas Guömundsson BÓKMENNTIR Veðurfræði Eyfellings Þriðja þjóðlifsbókin sem ég vildi minnast á er greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum, Veðurfræði Ey- fellings, eftir Þórð Tómasson, sáfnvörð frá Vallnatúni. Þórður tileinkar bókina for- eldrum sinum og gamla fólkinu i Vallnatúni, „sem kenndu mér aðtala islensktmál og gáfu mér orðaforða”. Það er ef til vill sérviska að hafa gaman af þessari bók, en áratuga sjósókn gerir flesta að veðurfregnamönnum. Skáldsögur og ljóð. Églas talsvert af ljóöum fýrir og um hátiöarnar, en dálftið kemur ávallt út af ljóðabókum, þótt þungar séu i sölu. Oft er talað um að skáldsagan sé dauöadæmd i riki nútimans. Filmur, sjónvarpsfilmur og kvikmyndir hafa tekið þessa hlið þjáningarinnar aö sér að mestu leyti. Ef til vill hefur ljóðið slitnaö úr samhengi við lifiö á vissan hátt, þvi öll listform þurfa sér- stakar aðstæður tilaö geta lifað. Ahugi á skáldskap og visna- gerð virðist þó talsverður en hvort þjóöin lifir enn af þvi að þraut ei ljóðin, er allt annað mál. Ljóðagerð (ljóðabækur) skálda okkar vekja ekki al- mennan fögnuð, eins og t.d. Jólabækumar bók þurfi að komast á erlendan markað, og ætti að geta fengiö þar mikinn byr, og þá gæti höf- undur lagfært ýmsa smámuni, ef honum sýnist svo, og alsein- ustu siðunum má sleppa, þvi þá eru aðrar hetjur komnar til skjalanna. Onnur hvunndagshetja er Jóhann J.E. Kúld, er sendi frá sér minningar, en verið er að gefa út um þessar mundir rit- safn þessa gáfaða alþýðu- manns. Bók hans i lifsins ólgusjó er gagnmerk heimild um h'f og kjör vinnandi stétta á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Þvi er stundum haldið fram, að yngri höfundur liði fyrir reynsluleysi sitt og lifsstil. Hug- ur þeirra mótast innan skóla- kerfisins, á kaffihúsum innan- um námslán og viðtækt styrkja- kerfi og lifsgátan er leyst i Svi- þjóð og i Sovétrikjunum. Lifsgáta Jóhanns J.E. Kúld var ekki levst i bókum, fyrst og fremst, Hugmyndafræði þeirra i Nóvuslagnum kemur að visu að utan að sumu leyti, en baráttan var fyrst og fremst upp á lif og dauða. Ég spái að þessi aldar farslýsing Jóhanns J.E Kúld, muni þegar frá liður þykja merkileg. Það er lika fróðlegt að gera sér grein fyrir stil þessa manns. Hann skrifar af sjaldgæfu lát- leysi um alla hluti en smám saman verður til sterk og átakanleg mynd. Samt er þetta baráttusaga, saga um baráttu i daglega lif- inu, saga um verklýðsbarátt- una. Um þröngt húsnæði, langar fjarvistir til að fá vinnu, og bar- áttan við berklana, sem lögðust þungt á þjóðina um þessar mundir. Alveg á sama hátt og Knut Hamsun ritar salla rólegur um svartnættið yfir Noregi i lok striðsins, segir Jóhann J.E. Kúld frá miklum atburðum án geöshræringar. Hann lætur söguna rekja sig sjálfa á einfaldan en áhrifamik- inn hátt, en predikar ekki eöa veltir sér upp úr eymdinni. Yfir honum er ávallt einhver reisn. Þjóðin átti og á allt sitt undir veðri, eða veðurfari, og áður en visindalegar spár urðu til, var veðurstofa á hverjum bæ, i hverri verstöð og á hverri skútu, sem flaut. Margir bændur og sjómenn vorusnjallir veðurfræðingar, og þannig varð lifsbaráttan léttari. Ekki veit ég hvort þjóðlegri veðurfræði hefur hrakaö eftir að Veðurstofan kom til skjal- anna. En áhugi er mikill á veðri á tslandi. Það má fullyrða. Þórður Tómason segir frá veðurfræði sinnar sveitar, og frá sambúð fólksins við veður- guðina. Menn rituðu um veður, héldu dagbækur og fylgdust náið með allri náttúrunnar hegðan. Þannig sáu þeir oft fyrir veðrabrigöi. Aftast i ritinu er siðan nafnaskrá, og Þoröi Tómassyni hefur svo sannar- lega verið gefinn orðaforði, þótt málfar hans sé á hinn bóginn látlaust eins og vera ber i öllum góðum bókum. Hvassviðrin undan Eyjafjöll- um og undir Eyjafjöllum, eru fræg náttúruundur. Þar verður liklega aö jafnaði hvassast hér á landi og ótrúlegar eru sumar sögurnar um veðurofsann. skattalækkun, eöa eftirgjöf á tollum, heldur virðast ljóðin meira ætluð örfáum, sérlunduö- um mönnum. Bókaforlögin gera litið til þess aö auglýsa þessar bækur, og fannst mér það rétt, þegar eitt- hvertblað talaðium „leynibók” Helga Sæmundssonar. Ljóöin eru nefnilega að verða leynibækur hér á landi, munaðarvara örfárra manna. Það kemur þessu máli ef til vill ekkert við, að enn er skáld- skapur „notaður” i hagnýtum tilgangi, en þar á ég við dægur- tónlistina. Rokkið ogallt það. Ef til vill er það diskótekið sem blásið getur nýju lifi i ljóðagerð landsins. Kvæðamenn, sem ruddu úr sér rimum og ljóða- bálkum, lausavisum og klámi i baðstofurökkri hinna myrku alda, voru i raun og veru popp- arar sinnar tiðar. Sá skáld- skapur er dægurtónlistarmenn flytja nú á dögum gæti verið vettvangur nýrrar ljóðlistar. I poppinu eru ljóð „notuð” og þar er Jónas Friðrik frá Raufarhöfn i beinu sambandi við hina ungu þjóð, i meira samhengi en Hall- grimur Pétursson og Jónas Hallgrimsson til samans. Ljóð þessa manns eru á hvers manns vörum, meðan önnur lyrikk deyr inn i sig sjálfa i bókum, sem aldrei éru hreyfðar. Eigi að siðurvirðist mér enn veratil álitlegur hópur I landinu sem fer grátandi með ljóð á fyllerium og á öðrum við- kvæmum augnablikum i lifi sinu, en ljóölistina þarf að virkja á nýjan hátt, ef vel á að vera. Rokkið og pönkið, virðigt geta komiö þar I staðinn fyrir rokkhljóðiö og hin djúpu rökkur i baðstofulifi genginna kynslóða, sem i þá daga voru forsenda allra sagna og ljóða- gerðar. Ljóðabækur En hvað um það. Ljóð eru enn gefin út á tslandi, og eru mér þrjár ljóðabækur minnistæðar, en það er ljóöabók Baldurs Oskarssonar, þar sem þungum steinum er raðað i sérkennileg mynstur. Hann faðmar kalt grjótið og yfir ljóöum hans eru sérstæðir töfrar, sem ekki er svo auðvelt aö skilgreina. Þá eru það kvæði Gunnars Dal, sem ort eru i nálægð við Himalayaf jöll og Snæfellsjökul i senn. Maður les ljóð Gunnars Dal ávalit meö sérstakri varúö. Hin augljósa merking i kátir voru kallar er þarna ekki til staðar. Þetta er ljóð yfirvegunar og það verður að fara hægt yfir þvi anars fer margt fyrir ofan garð'. og neðan. Hamingjan er „i felum / i heitu hjarta landsins / undir jöklinum”. Hún kemur til okkar i umbúð- um sem leka, segir Gunnar Dal. Gunnar Dal er fjallaskáld i þessari bók,' og er það ekki slæm hugmynd aö hafa fjall, er ris þverhnipt og öndvert-, dular- fullt og magnað, sem baksvið i ljóði. Tiundir Helga Sæmundssonar eru ef til vill bestu ljóðin sem út komu i bókum i ár. Helgi vaknar upp við það ásextugsaidri, að hann á eftir að skrifa niður hell ing af ljóöum. t Tiundum fæst hann viö myndatökur. Segir mikið i fáum orðum. Kvæöi hans minna um margt á kinverska myndlist, nýjárs- myndirnar kinversku, þar sem menn geta teiknað viðlent riki, meðökrum ogengjum, borgum og fólki, vegakerfi, áveitur og fjöll. Lika skip sem sigla fyrir landi, allt á eina örk, og samt er nóg pláss fyrir meira, þvi „Biður bakvið sanda / borg og skipulag / á meðan messar skaparinn / hinn mikla sunnu- dag”. Skáldsögur las ég nokkrar. Eftirminnilegust er Unglings- vetur Indriða G. Þorsteins- sonar, sem ég las um jólin. Ef mér hefði ooöið i grun, um hvað þarna er ritað.hefði ég lesið þessabókfyrr. Einhvern veginn tókst bókaforlaginu að koma þvi inn hjá fólki að þetta væri ein- hver „stórmynd” eins og það heitir á kvikmyndahúsamáli, sem er alrangt. Þetta er látlaus þjóðlifs- mynd, þar sem kemur saman fólk, sem flosnað hefur upp úr sveitalifiogreynir aö samræma lifsstD sinn úrsveitinói á nýjum stað, þar sem grjótvinna kemur i staðinn fyrir engjaslát!. og GMC trukkari staöinrifyrir lúfé og gemsa. Erfiðismaður i garði þjóðlegra fræða fær merúiingar- mann inn á heimilið og augun mætast hjá ungu fólki. Þetta er grátbrosleg saga, og liklega einhver besta bók Indriða til þessa. Unglingsvetur og Hvunndagshetjan eru að minu viti það besta sem út kom á þessari vertiö, (af þvi er ég las). Mikið ólesið ennþá Hér hefur verið fjallað um bókavertfðina og lesturinn hjá einum manni. Margt og mikið er þó ólesið enn. Má þar nefna ævisögu Steingrims heitins Steinþórssonar, forsætisráð- herra og ævisögu Tryggva Ófeigssonar, en á hinni síöar- nefndu er ég reyndar þegar byrjaður. . Fleira mætti telja. sem áhugavert 'er, en skýrslur um þaö mega biða betri tima. Jónas Guðmundsson EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavflk, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík ->á Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift Qj heila hálfa á mánuðí Nafn____________________________________ Heimilisf. .Sími.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.