Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.01.1980, Blaðsíða 5
Miövikudagur 16. janúar 1980. rnm 5 „Barn eða bandítt” Dagblaðsritstjórinn segir að Vilmundur sé „einfaldur eða siðspilltur ’ ’ „Meginatriði þessa máls er aö Vilmundur hefur hlaðiö mikil- vægum steini I þá kenningu aö þeir séu allir eins þegar þeir komist til valda. Viröist nú loku fyrir þaö skotiö að Vilmundur skrifi fleiri kjallaragreinar um spiiiingu." Þannig kemst enginn annar en Jónas Dagblaösritstjóri Kristjánsson aö orði i forystu- grein blaðs sins i gær þar sem hann fjallaði um siðustu em- bættisveitingu Vilmundar Gylfasonar, skipun Finns Torfa Stefánssonar fyrrum þing- manns Alþýðuflokksins i hið nýja starf „umboðsfulltrúa” I dó ms má la rá ðuney t inu. Verður að segja að Jónas Kristjánsson ritstjóri ætti að vera flestum mönnum betur fær um að fjalla um Vilmund Gylfa- son sem baráttumann „gegn spillingunni i þjóðfélaginu”, — einkum þó og sér i lagi þegar honum blöskrar'framferði hins nýja dómsmálaráðherra vors. En Jónas Kristjánsson hefur fleira að segja um Vilmund Gylfason. Dagblaðsritstjórinn hefur greinilega hlotið opin- berun nýlega. Hann segir m.a. i þessum leiðara sinum: „Nú vill svo til aö samkvæmt stjórnarskránni er þaö ekki verkefni dómsmálaráöuneytis- ins aö aga dómara iandsins. i þvi plaggi þykir mikilvægt að dómstólar séu tiltölulega óháöir stjórnvöldum.... Þaö er athyglisvert hversu yfirborðsleg er þekking núver- andi dómsmálaráöherra. Hann veit aö umboösmenn eru mikil- vægir á Noröurlöndum. Siöan heldurhann aö hann geti búiö til slikan mann i ráöuneytinu hjá sér.... Finnur Torfi er örugglega ekki minnsti visir aö umboös- mannialmennings.Hann er ein- Vilmundur Gylfason dóms- máiaráöherra. faldlega pólitiskur aöstoöar- maður ráöherra.” Og Jónas Kristjánsson er ekki alveg búinn að senda Vilmundi sinum tóninn með þessum orðum. Hann hefur meira fram að færa: „Vilmundur hefur reynt aö telja okkur trú um að siöbót sé fólgin f þessari uppákomu hans. Ef hann trúir þvi sjáifur er hann einfaldur.Og trúi hann þvl ekki, er hann einfaidlega eins og hin- ir, siöspilltur pólitikus.” Þetta er þá hinn nýfelldi dóm- ur Dagblaðsritst jórans um óskabarn sitt, Vilmund Gylfa- son: Hann er annað hvort „ein- faldur” eða „siðspilltur”. Það athugast að Jónas temur sér sams konar málflutning og Vil- mundur sjálfur: Það er aðeins „annaðhvort — eða” og engir aðrir kostir gefnir. Man engi nú þau orð sem Vilmundur hafði á sinum tima Jónas Kristjánsson ritstjóri. sem æsilega fyrirsögn á grein um Ólaf Jóhannesson þáverandi dómsmálaráðherra. Þegar árásin alræmda á Ólaf stóð sem hæst, þessi sem enginn vill lengur muna eftir vegna þess hve greipilega hún rann út i sandinn og hefur sannast ræki- lega siðan að hún var tilhæfu- laus og illgirnisleg rógsherferð þar sem reynt var að tengja nafn virts og heiðarlegs manns við stórglæpamál sem enn er i meðferð dómstóla einmitt þessa daga. Þá notaði Vilmundur, sá sami og nú er dómsmálaráðherra, þessi orð um þáverandi dóms- málaráðherra: „BARN EÐA BANDITT”. Nú notar Jónas Kristjánsson sem sé orðin „einfaldur” eða „siðspilltur” um þennan sama Vilmund. Ja, fyrr má nú vera. Kosningaf agnaður á Hvammstanga Eins og mönnum er i minni, vann Framsóknarflokkurinn stórsigur i þingkosningunum i Norðurlandskjördæmi vestra, og fékk þar þrjá þingmenn kjörna. Þriðji þingmaðurinn var hrepp- stjórinn á Hvammstanga, Ingólfur Guðnason, og er hann fyrsti þingmaðurinn, sem búsetu hefur i Vestur-Húnavatnssýslu siðan á dögum Skúla Guðmunds- sonar. Af þessu tilefni munu fram- sóknarmenn efna til kosninga- fagnaðar i félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardaginn. Hefst hann klukkan niu um kvöldið, og eru allir velkomnir, er hann vilja sækja. Ingólfur Guönason. I . . 4 SKIPAÚTGCRB RIKISINS M.s. Coaster Emmy fer frá Reykjavlk þriöjudag- inn 22. þ.m. vestur um land til Húsavikur og tekur vörur á eftirtaldar hafnir.lsafjörö, (Flateyri Súgandafjörö og Bolungarvik um Isafjörö) Akureyri, Húsavík, Siglu- fjörð og Sauðárkrók. Vöru- móttaka alla virka daga til 21. þ.m. M.s. Baldur fer frá Reykjavik þriöjudag- inn 22. þ.m. og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Þingeyri, Patreksfjörö (Tálknafjörö og Bfldudal um Patreks- fjörö) og Breiðafjaröarhafn- ir. Vörumóttaka alla virka daga til 21. þ.m. 260 lítrar í stað 160 I grein Bergsteins Gizurarsonar upplýsingum færu 160 litrar af um segiskip, sem birtist i Tim- gasolíu til aö draga á land hvert anum i gær varö misritun, sem tonn af botnfiski. Þetta eiga aö skiptir æriö miklu máli. 1 blaö- vera 260 litrar. inu stóö að samkvæmt nýjustu Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í sjávarútvegsráðuneytinu er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneyt- inu fyrir 15. febrúar n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 14. janúar 1980. Útboð VST h.f. óskar eftir tilboðum i flutning á 4000 rúmmetrum af vikri fyrir Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Flytja skal efnið frá Mýrdal i Kolbeins- staðahreppi að Hesti i Andakilshreppi. Útboðsgagna má vitja hjá VST að Ármúla 4, Reykjavik, eða að Berugötu 12, Borgar- nesi, gegn 30 þúsund króna skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð 28. janúar kl. 11 að Berugötu 12, Borgarnesi. VERKFRÆDISTOKA SIGURÐAR THORODDSEN H.F. Armúli I, Rovkjavik, simi 8-44-99 Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur Uppstillinganefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1980 liggja frammi í skrifstofu fé/agsins frá og með fimmtudeginum 17. janúar 1980 Öðrum tillögum ber að skila i skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17. föstudaginn 18. janúar 1980. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Nefnd norræns samstarfs á sviði tón/istar (Nomus) aug/ýsir Úthlutað verður i ár styrkjum til tónsmiða og tónleikaha/ds Hkt og undanfarin ár 1. Stofnanir, félög eða einstakir tónlistar- menn geta sótt um styrk til að fá norrænt tónskáld frá öðru en heima- landi sinu til að semja verk fyrir sig. Umsókn skal gerð með samþykki við- komandi tónskálds. Allar tegundir verka koma til greina, jafnt verk fyrir atvinnumenn sem áhuga- eða skólafólk. 2. Styrkir til tónleikahalds eru bæði fyrir tónleikaferðir og einstaka tónleika, jafnt til atvinnufólks sem áhugamanna, einstaklinga eða flokka flytjenda. Umsókn um fyrirhugaða tónleika skal fylgja samþykki þeirra, sem heimsóttir verða. Æskilegt er, að norrænt verkefnaval sé i fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k. NOMUS c/o Norræna húsið, Reykjavik. Nánari upplýsingar veitir Arni Kristjáns- son, sima 13229.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.