Tíminn - 27.01.1980, Page 10

Tíminn - 27.01.1980, Page 10
10 Sunnudagur 27. janúar 1980 Þeir heita Nicky Chinn og Mike Chapman og margir vilja telja þá meðal fremstu lagasmiða síðari ára. Ferill þeirra hófst með lagasmiðum fyrir //glimmer" hljómsveitirnar Sweet og Mud og síðar tóku þeir hljómsveitina Smokie upp á arma sina. Þegar //glimmer" tímabilið leið undir lok héldu þeir til Bandaríkjanna/ en þar er Mike Chapman nú einn virt- asti upptökustjóri sem um getur. Sagt er að hann hafi rutt brautina fyrir /,nýbylgjuna" i Bandaríkjunum með samstarfi sinu við The Knack og Blondie, en auk þess hefur hann starfað mikið með Suzi Quatro. Þeir félagar Chinn og Chapman geta án allra málaleng- inga farið fram á andvirði 30 milljóna íslenskra króna fyrir hverja plötu, en þeir kjósa heldur prósentur. Hér á eftir fer viðtal við þá félaga sem birtist í Melody Maker fyrir skömmu, en í því greina þeir m.a. frá ástæðunum fyrir þvi hvers vegna þeir f luttu frá Bret- landi á sínum tíma auk þess sem þeir gera grein fyrir framtiðar áformum sinum. Mike Chapman er ekki i nokkrum vafa um að hann sé mesti upptökustjdri sem uppi hefur verið og það er margt sem bendir til til þess að hann hafi nokkuð til sins máls, a.m.k. ef verkhans með Mud, Sweet, Suzi Quatro, Nick Gilder, Blondie og The Knack eru skoðuð ofan i kjölinn. Sjálfur segisthann vera fæddur upptökustjóri og hann muni halda áfram að framleiða metsöluplötur svo lengi sem honum endist aldur: — Gefiö mér 20 ár til viðbótar og ég get örugglega komið 120 metsölu- lögum á 120 metsöluplötum á vinsældalistana. Mike Chapman er staddur á einkaskrifstofu sinni við Sunset Boulevard i Los Angeles, ný- skilinn við eiginkonu sina og hann viðurkennir það fúslega að hann hafi ekki unnið i átta vik- ur. Það er þó ekki laust við að hann sé hálf skömmustulegur vegna þessa aðgerðarleysis, en bendir á að hann hafi nýlokið upptökustjórn á þrem plötum samtimis, Eat to the beat meö Blondie, Tear me a part með Tanyu Tucker og fyrstu plötu nýrrar hljómsveitar, Nervus Rex frá New York. 58 metsölulög Einsogfram kemur hér að of- an, þá eru Chinn og Chapman trúlega þeir lagasmiðir sem átt hafa mestri velgengni að fagna á áttunda áratugnum. Auk þess eru þeir örugglega þeir afkasta- mestu og menn rekur ekki minni til þess, að lag sem þeir hafa látið frá sérfara.hafiekki náö vinsældum. Chinnichapeins og þeir eru gjarnan nefndir eru spurðir að þvi hvenær þeir telji nægðari með lifið og tilveruna. Chapman tekur undir þessi orð ogsegir: Hjá Chinnichap hlýtur hátindurinn alltaf að vera ein- hvers staðar framundan. Við ætlum okkur miklu stærri hluti i framtiðinni, en við höfum afrek- að hingað til, þannig að á hverj- um nýjum degi stöndum við raunverulega á hátindi fer- ils okkar. Þaðmá segja aðþessi afstaða sé einkennandi fyrir Chinn og Chapmanog e.t.v. á hún eftir að vera einkennandi fyrir það samstarf sem fyrir höndum er. Sagan er skráð á vin- sældalistunum Fýrsta lag Chinn og Chapman sem var hljóðritað var „Funny Funny” sem Sweet settu á plötu. Mike Chapman og Nicky Chinn höfðu þá nýhafið sam- starf og þetta lag var upphafið að nær sleitulausum frægðar- ferli um vinsældalista Evrópu, en þeir eru besta heimildin um i sögu Chinnichap. Þau lög sem f fylgdu i kjölfarið áttu flest mjög miklum vinsældum að fagna og nægir það að nefna „Ballroom blitz” með Sweet, „Can the can” með Suzi Quatro, „Tiger feet” með Mud og ,,If you think you know how to love me” með Smokie. En möguleikarnir i Evrópu voru ekki óþrjötandi og það uppgötvuðu Chinn og Chap- man fyrstir manna. Mike Chap- man fluttist yfir Atlantsála til Bandarlkjanna fyrir riímum fjórum árum, en Nicky Chinn varð þá eftir i Bretlandi um tima tii þess að gæta viðskipta- hagsmuna þeirra. Það var um þetta leyti sem Chinnichap upp- götvuðu Smokie, en sú hljóm- # Nicky Chinn og Mike Chapman —fvr ir utan s triplingaklúbb i Los Angeles. CHINN OG CHAPMAN Vinsælustu lagasmiðir áttunda áratugarins ..Draumalandið” Þó að Chinn og Chapman hefðu ákveðið að flytjast til Bandarfkjanna er ekki þar með sagt að þeir hafi ætlað að hætta öllum afskiptum af hljómsveit- unum sem þeirsköpuðu, þ.e.a.s. Mud og Sweet. En eftir bröttför þeirra fór þó að hrikta i sam- starfinu og Chinn og Chapman segja nú að meðlimir þessara hljómsveita hafi farið á bak við þá og brotið Ut af þvi samkomu- lagi sem gert hafði verið. Mud með þvi að gera samning við annað útgáfufyrirtæki án vit- undar Chinnichap og Sweet með þvi að stjórna upptökum á plöt- um sinum sjálfir. Chinn og Chapman eru langt frá þvi að vera sárir út i meðlimi fyrr- greindra hljómsveita, þó að þeir hafi farið bak við þá, en benda aðeins á að þeir hefðu borið vel- ferð þeirra fyrir brjósti. — Það er langt frá þvi að það gleðji mig, að li'ta um öxl og rifja það upp hvernig fór fyrir Mud og Sweet — segir Chapman. — Þegar hljómsveit deyr, þá er hún um leið gleymd og grafin og égefast um að þessir menn eigi nú bót fyrir rassinn á sér, þrátt fyrir allar milljónirnar sem samstarfið við Chinnichap færði þeim. En þetta er liðin tíð og Chinn og Chapman hafa i dag engar á- hyggjur af gömlu dögunum. Þeir hafa komið ár sinni vel fyrir borð og innan tiðar hyggj- ast þeir færa út kviarnar og stofna sitt eigið útgáfufyrirtæki Dreamland, sem ef að lfkum lætur mun mala þeim gull i framtíðinni. Heiðarleiki Chinn og Chapman segja að velgengni þeirra stafi fyrst og fremst af þvi að þeir hafi byggt samband sitt upp á heiðarleika og gagnkvæmu trausti. Þeir félagar eru ekki beint hrifnir af framkomu sumra hljómplötu- fyrirtækjanna i garð listamann- anna og Chapman tekur svo sterkt til orða að segja að ó- heiðarleikinn gerist ekki öllu meiri i neinum viðskiptum: — Það er hreint og beint óþolandi hvernig sum fyrirtækin koma fram við hljómlistarmennina. Stórbokkahátturinn i þessum körlum, sem ráða hljómplötu- fyrirtækjunum er slikur að maður verður orðlaus. Orð eins þeirra sem starfar i Englandi voru á þá leið, að allir hljóm- listarmennirnir væru skithælar og þvi bæri að fara með þá sem slika. Þetta tel ég að lýsi við- horfum þessara manna nokkuð sig hafa verið á hátindi ferils sins, hafandi i huga að þeir félagar sömdu 11 metsölulög fyrir Sweet, 9 fyrir Mud og 11 fyrir Suzi Quatro, auk allra lag- anna fyrir Smokie. Nicky Chinn verður fyrri til að svara: — Fyrir mér, þá er hátindurinn nú, enda hef ég aldrei verið á- sveit var áfangi á leið þeirra inn i bandariskan tónlistarmarkað. Um flutningana til Bandarikj- annahefur MikeChapman þetta að segja: — Afstaða min til vinnu minnar breyttist mjög á þessum tima. „GUtter” rokkið var aðdeyja út og ég var orðinn dauðleiður á öllu saman. Það hafði einnig sitt að segja að ég var orðinn eldri og ábyrgðartil- finningin sterkari og ég vissi það að ef ég breytti ekki til þá myndi ég fara niður með þessu sökkvandi skipi, sem breskt tónlistarlif var vissulega um þessar mundir. | # Chinn og Chapman — nýfrjálsir f höfuöborg poppheimsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.