Tíminn - 27.01.1980, Qupperneq 14

Tíminn - 27.01.1980, Qupperneq 14
14 Sunnudagur 27. janúar 1980 Sunnudagur 27. janúar 1980 15 Fanny Friðriksdóttir, sem veitti saumastofu Þjóð- leikhússins forstöðu, þar til á síðasta ári er óvenjuleg kona heim að sækja og síung. Það er ekki langt síðan hún skrapp til þess að skoða mannlíf ið á diskotekum borgar- innar og líkaði vel. Það var líka i miðri viku. Franskur uppruni hennar leynir sér ekki, brún augun og dökkt hár- ið, en langafi hennar var á frönsku skútunni „Aurora", sem strandaði á Meðaldalssandi undir Eyjafjöllum. Fanny er fædd og uppalin í Eyjum, systir aflakóngsins Binna í Gröf. Á forstofuveggjum hanga m.a. ballettskór, sem hún fékk senda frá Bolchoi leikhúsinu í Moskvu og málverk af drottningarskrúða Elísabetar Englands- drottningar, sem Fanny saumaði fyrir Þjóðleikhúsið eftir teikningu Lárusar Ingólfssonar. „Hann teiknaði fallegustu kjólana", segir Fanny með sannfæringu i röddinni, en málverkið er skilnaðargjöf frá Sveini þjóð- leikhússtjóra. Þegar Fanny hætti hafði hún starfað inn- an veggja Þ jóðleikhússins i 23 ár. En hvernig byrjaði þetta allt? „Maður var alltaf að slá af verðinu ” „Saumaskapur og sniöar léku I höndunum á mér frá upphafi, sagBi Fanny, þetta var bara meö- fætt, en ég fór ekki aö vinna viö slikt af alvöru, fyrr en maöurinn minn dó. Dóttir min Edda vinnur nú á saumastofunni, svo aö segja má, aö þetta hafi gengiö i ættir. En ástæöan fyrir þvi, aö ég sótti um starf i Þjóöleikhúsinu, var mest sú, aö ég fékk alls ekki nóga peninga fyrir saumastörf min heima. Maöur var alltaf aö slá af veröinu fyrir vini og kunningja og iöulega gaf ég vinnuna alveg. Ég var að finna sniö, stytta kjóla eöa sauma á kraga kauplaust. Þetta gekk ekki, enda var ég meö tvö börn á framfæri. Nanna Magnússon var for- stöðukona saumastofunnar þá og haföi sér til aöstoðar tvær stúlk- ur, en þær gátu ekki sniöiö. Hún tók mér þvi fegins hendi, en hélt jafnvel aö ég vildi alveg eins sauma heima. „Elskan min, sagöi hún, komdu niður eftir. Ég er meö nóg af verkefnum handa þér, sem þú getur fariö meö. En ég útskýröi fyrir henni, aö ég vildi einmitt komast út af heimilinu. „Þaö er svo þröngt um okkur, en ég verð aö troöa þér inn”. Og svo var talaö viö þjóðleikhússtjóra Guölaug Rósinkranz. Leiö ekki á löngu, þar til ég var fastráöin. Nanna hætti, þegar ég var búin aö vinna meö henni i fimm ár og tók ég viö saumastofunni svo til strax. Þaö var ekki auðvelt aö fá færar stúlkur I vinnu, og margar var slæmt aö missa. Þar á meöal voru Gislina Ölafsdóttir og Val- geröur Kristinsdóttir. Þær unnu fram á áttræöisaldur. Gislina var handavinnukennri og hin haföi lært aö sauma úti I Danmörku. Þær kunnu allt. „Kaupverð ibúðarinnar var rúmar 40 þúsund krónur” Sjálf hafði ég verið heppin meö kennslu, en ég lærði hjá fröken Herdisi Guömundsdóttur, þá var ég nýkomin úr Eyjum. Ég giftist svo manni úr Reykjavik, Agústi Jónssyni. Hann var sjómaöur og svo fallegur, aö allar konur sögöu við mig: „Hvernig fórstu eigin- lega aö ná I hann?” Og þá varð ég aö útskýra, að hann hefði bara dottið fyrir framan fæturna á mér i Bankastrætinu. Viö áttum Eddu saman. — Þegar hann var úti á sjó, haföi ég ekkert aö gera og dreif mig þá i hús að vinna við saumaskap. Kaupiö var lágt. En ég gat þó keypt teppi á ibúöina, þegar við fluttum inn i verka- mannabústaöina hér við Háteigs- veg. Ég man, að viö þurftum aö greiöa fjóröung kaupverðs út strax og þaö voru 10 þúsund krón- ur. Viö áttum átta þúsund, og fannst mjög erfitt að fá lánaðar tvö þúsund krónurnar, sem á vantaði. Agúst dó tveimur árum eftir aö við fluttum inn og þá höfö- um viö veriö gift I 10 ár. Ég kynntist auðvitað mönnum siöar, en vildi ekki gifta mig. En ég lét þaö eftir mér aö eignast son, A- gúst. Hann er læröur þjónn, en kann langbest viö sig á sjónum og er þar. Af hverju vildiröu ekki gifta þig? Gat þaö ekki verið ágætt? Mér fannst ég bundin-, ef ég gifti mig aftur. Viö Agúst fórum alltaf mikiö i leikhús saman, en hann dansaöi ekki og vildi ekki lána mig sem dömu. Ég vildi heldur vera frjáls. Herdis Þorvaldsdóttir sem drottningin I Hamlet. Kjóllinn hennar þarna er þaö þungur, aö þaö þurfti tvær til þess aö koma honum á heröatré. Fanny Friöriksdóttir á heimili slnu aö Háteigsvegi 19. Hún er listamaöur meö skærin, þarf aldrei aö búa til sniö, heldur teiknar bara beint á efnið, I' . Jt 5* „Huernig fórstu eigin- lega að þuí aðnáí hann?” sérstök kona. Hún yngdist við hvert barn og þegar hún gat ekki eignast fleiri, tók hún að sér tvo dóttursyni. Sagðist alltaf vilja hafa vöggu viö rúmstokkinn. Hý- býlin voru ekki annað en bað- stofa, þvottahús og litið kames. yEftir frumsýninguna voru röndóttar sherryflöskur á hverju borði’ Það hefur verið mikið aö gera á stóru heimili? Já, við höfðum alltaf viss verk að vinna krakkarnir og þvoöum t.d. þvottana frá 12 ára aldri. Fór- um þá aldrei seinna á fætur en fjögur á nóttunni. Þaö er kannske þess vegna, sem við systkinin þurftum alltaf litið að sofa seinna meir, rétt blunduðum eins og fuglar. Strax 14 ára fór ég i sumarvinnu út á land og fór m.a. með Binna bíóöur til Sandgerðis. Þá var hann með „Gúllu” og ég fékk þá einkunn að veitamönn- um góðan mat og mikinn. Þá varö ég hreykin. Ég var á Skálum ,á Langanesi i tvö sumur. Þaö er 'nú það eina, sem ég hef unnið' I fiski, þótt undarlegt megi viröast. Og svo var ég á stórbúi i Þistilfirði hjá systur minni, — állt áður en ég náöi tvitugs aldri. Er það ekki sjaldgæft að Eyja- meyjar sleppi svo til alveg viö fiskverkun? Jú, en ég var alltaf aö sauma... Ég á enn kistil fullan af fötum, sem ég saumaði á dúkkurnar minar. Viö vorum tvö, sem höfö- um þessa ástriöu i Eyjum, Ingvi Þorkelsson og ég.Þaö kom fljótt i ljós, aö Ingvi átti ekki samleiö með sjómönnunum, — vildi heldur sitja viö bróderingar. Þannig sátum viö saman löngum stundum jafnöldrum Ingva til mikillar skemmtunar. Ingvi fór svo meö frænku minni til Ameriku, fór að starfa i leikhúsi, lék og gerði leiktjöld. Hann var fyrsti leiksviðsstjórinn i Þjóöleik- húsinu. En hvernig gekk þitt starf til? Venjulega fékk maöur teikningarnar af öllum búningun- um i einu. Siðan var aö fara út og vita, hvort efnin fengust. Búningateiknararnir voru margir hverjir frábærir, t.d. Lárus Ingólfsson, Magnús Pálsson og Baltasar. Og hvaöa stykki heldurðu aö •hafi veitt þér einna mesta á- nægju? Það var tvímælalaust „Július Sesar”, en leiktjöld og búninga i það stykki teiknaði Magnús Páls- son. Allir áttu að vera i röndóttu og sauma varö rendur á efnin, áö- ur en byrjað var að sniöa. Eftir frumsýninguna voru röndóttar sherryflöskur á hverju borði i saumastofunni... Annars fannst mér mest gaman aö sauma peródiubúninga (búninga frá ýmsum tlmum) fyrir óperur. Leikararnir voru ekki alveg sáttir við iburðinn i óperunum og ég man að fröken Arndis Björnsdóttir kom eitt sinn og sagöi: „Nú er ekkert til spar- að”. En þaö var viðburður, ef kórinn fékk nýja kjóla, uppistað- an var alltaf sú sama. Ef þaö gerðist hringdu stúlkurnar I mig ákafar og ætluöu varla að trúa sinum eigin eyrum. Þetta voru eins og börn fyrir jólin. Leikarar leggja ákaflega mikið upp úr búningunum og fyrir kemur að þeir eru ósáttir við það, sem þeir eiga aö klæöast. Ég man sérstak- lega eftir Guöbjörgu Þorbjarnar- dóttur i „Engiil horfðu heim”. Hún var óánægð með kjólinn, en hlaut eftirsótt verðlaun fyrir leik sinn, þannig aö ekki kom kjóllinn aö sök. Viö höfðum stundum á oröi I leikhúsinu, að Valur Gislason fengi alltaf aö ráöa sér og þaö var rétt. „Leikhúsfólk hér áður var eins og ein stór fjölskylda ” Nú hefur þú starfaö I Þjóöleik- húsinu nærri þvi frá upphafi. Hafa ekki oröiö geysilega miklar breytingar I starfseminni? Jú, það hafa oröið miklar breytingar, en ég veit ekki, hvort starfsemin hefur aukist svo mjög mikiö I sjálfu sér. Þegar Þjóöleik- húsiö var aö byrja, starfaöi þar meira leikhúsfólk en nú. Allir hjálpuöust að eins og á stóru heimili. Ef eitthvaö var i lama- sessi á saumastofunni, gat ég sent til sviösstjórans Guöna Bjarna- sonar og hann sendi mér aftur einhvern um hæl. Hárkollu- gerðarmaöurinn var Harald Adólfsson. Hann var einn. Nú eru fjórar stúlkur I þessu. Það var ó- skaplega þægilegt fyrir skap- manneskju eins og mig að geta látið hvina i við og við, — maður verður nefnilega aö hafa bein i nefinu I þessu starfi. Guðlaugur, sem var alveg sérstakur hús- bóndi, tók þvi alltaf af skilningi, þó að manni þætti viö hann eða einhvern annan. Nú er skipulagn- ingin i algleymingi og engum kemur neitt við annað en skirt af- mörkuö verkefni. „Fyrsta konan, sem hann bauð út i Reykjavik” Nú ertu frekar suöræn aö upp- lagi. Hefuröu ekki lent I mörgu skemmtilegu um ævina? Jú,»hvort ég hef. Ég veit nú ekki, hvort þaö er til frásagnar I blööum. En ég hef t.d. gaman aö þvi að hitta nýtt-fólk og tala viö þaö. Hér úti á stoppistöðinni reyni ég gjarnan aö brydda upp á samræðum meðan beöið er. Ég myndi aldrei voga mér það I öör- um biöskýlum, þú veist nú hvern- ig íslendingar eru. (hlær). Annars kom dálitið skrýtiö fyrir mig, er ég var i eitt sinn á leiö meö strætisvagni úr Laugarnes- hverfinu. Þá settist við hliö mér kornungur maöur utan af landi. Hann sagöist ætla úr viö Háteigs- veg og bað mig aö segja sér til. Ég sagöi þaö auövelt, þvi aö þar ættiégeinmitt heima. Það kom á daginn, að hann var á leið á tónleika i Háteigskirkju og þar sem hann átti tvo miða, bauö hann mér meö. Ég þáöi þaö, en fyrst fórum viö heim og hittum börnin min og fengum okkur kók. Ég hef aldrei sýnst neitt fyrir þeim og þau tóku þessu vel. Siöan missti ég sjónar af honum. Svo var það ekki alls fyrir löngu, aö ég var á prufu i Þjóö- leikhúsinu. Þá kallar til min myndarlegur maöur, sem ég þekkti ekki, söngvari. Hann sagð- ist einmitt hafa veriö aö segja fólkinu, aö ég heföi verið hans fyrsta „date” i Reykjavik. Mér fannst þetta sniðugt, en ég vissi ekki einu sinni, hvað oröiö þýddi þá. Fanny Friðriksdóttir, sem veitti saumastofu Þjóðleikhússins forstöðu í 19 ár er i essinu sínu í þessu viðtali „Mamma vildi alltaf hafa vöggu við rúmstokkinn” Nú ólst þú upp i stórum syst- kinahópi og við litil efni sjálfsagt. Hvaö geturðu sagt okkur frá þeim tima? Ég á ágætar minningar frá þessum tima. Það var stórkost- legt aö búa i Eyjum, mannlifið margbreytilegt og samskipti manna náin. Ég hef ævinlega verið þakklát manninum, sem sag’öist ekki geta fyrirgefið Eyja- peyjunum að láta mig sleppa i land. (Hún hlær). Foreldrar min- ir Friörik Benónýsson og Oddný Benediktsdóttir eignuöust 10 börn úndir Eyjafjöllum og 10 börn úti i Eyjum. Ég var 19. i röðinni og man vel eftir siöustu fæðingunni hjá mömmu. Þá lágum viö krakkarnir á glugganum. Tólf komust á legg og þótti það gott i þá daga. Móðir min var alveg Texti: FI „Það gekk ekki alveg átaka laust fyrir sig milli okkar Balta sar I Carmen og þaö kom mér á óvart, þegar hann svo gaf mér allar teikningarnar úr óperunni”. Úr „Júliusi Sesar” eftir Shakespeare, t.f.v. Helgi Skúlason, Benedikt Arnason og Eyvindur Erlendsson. „Geysiiega fallegur teiknari” segir F,anny um Magnús Pálsson, sem teiknaöi búningana. Myndir: GE ofl.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.